Dagur - 30.12.1921, Blaðsíða 3
52. tbl.
DAOUR
207
dóttir s. st. i, Aðalbjörg Albertsdóttir
s. st. i, Jón Þórðarson Jódisarstöðum 2,
Herborg Jónsdóttir Skriðulandi 5,
Kristfn Jónasdóttir Ystahvammi i,
Dagrón Jónasdóttir s. st. i, Elinborg
Jónsdóttir Brekku i, Helga Helgadóttir
Presthvammi 5, Frá Hagá 5, Hólm-
fríður á Hafralæk 5, þrjár systur á
Hafralæk 3, Baldvin og Halldóra í
Nesi 5, Forni f Nesi 1, Halldór og
Lilja f Nesi 1, Jöhanna Á. Steingrfms-
dóttir Nesi 2, Sólveig á Hafralæk 2,
Þurfður á Jarlsstöðum 5, Marla á Tjörn
2, Bergljót f Garði 2, Ketill f Garði o 20
Kristjana f Garði 1, Guðný og Hall
dór f Garði 2.
LJr öllum áttum.
Flóaáveitan. Af fregnum að sunn-
an er svo að sjá, sem einhver ram-
dráttur sé að komast í Flóaáveitumál-
ið. Búnaðarfélagið hefir boðist til að taka
málið að sér enda hefir það f þjón-
ustu sinni eina lærða áveitufræðing
landsins, herra Valtý Stefánsson.
Grunur leikur á, studdur af allmtklum
lfkum, aðjón Þorláksson, verkfræðingur
vilji ná sér í atvinnu við þetta fyrir-
tæki og standi allvel að vfgi hjá
stjórninni. Hvert barnið getur um
það dæmt, hvort það muni vera æski-
legt og viðeigandi að forsmá þekkingu
Valtýs og áhuga Búnaðarfélagsins á mál-
inu og fá það f hendur Jóni Þorláks-
syni. Nái slfk ráðstöfun fram að ganga,
er enginn vafi á þvf, að úr því verður
megnasta misklfð. Treystir Dagur og
heitir á atvinnumálaráðherrann, að láta
slfkt ekki koma fyrir. Verður sfðar, ef
þörf gerist, sögð hér í blaðinu saga
þessa máls.
ÁsKorunÍrj. Dagur hefir orðið þess
áskynja að tátt af blöðum landsins og
tímaritum lætur sjá sig í Sjúkrahúsi
Akureyrar og hann getur sér þess til,
að svo muni vera um hin önnur sjúkra-
hús landsins. Hann hefir einnig orð ð
var við að sjúklingarnir margir hverjir
þrá mjög innilega að sjá blöðin. Nú
væri það ekki annað en mannúðleg
næigætni af útgefendum blaða að
senda þau til sjúkrahúsanna til dægra-
styttingar þeim, sem sjúkdómabölið lok-
ar þar inni. Tiltakanlegur kostnaður er
það ekki en kærkomin nærgætni þeim,
sem mest þurfa hennar með. Hæfilegt
væri að senda 10 eint. af hverju blaði
í hvert sjúkrahús eða þá fleiri eftir
því sem mönnum sýnist. Vonar Dagur
að þessi uppástunga fái góðar undir-
tektir og að útgefendur blaða og tíma-
rita sendi þau af blöðum og tfmaritum
landsins, sem ekki hafa enn verið
send sjúkrahúsunum.
Innflufningshöft. Það þykir tíðind-
um sæta, að Magnús Kjaran kaupmaður
f Rvík hefir nýlega ritað grein f Visi,
þar sem hann heldur þvf fram, að
ekkert geti bjargað okkur úr skulda-
feninu nema öflug innflutningshöft eða
innflutningsbann á öllu nema Iffsnauð-
synjum svo lengi sem þarf. Hann gerir
ráð fyrir þvf, að á fyrsta árinu gæt-
um við sparað um 10 miiljónir og að
Fundarboö.
Aðalfundur í Útgáfufélagi Dags verður haldinn á Akureyri fimtudaginn
12 janúar 1922 og hefst kl. 2 e. m.
Eigendur og styrktarmenn blaðsins eru ámintir um að mæta.
Stjórnin.
Vegna ýmiskonar örðugleika, neyðist eg undirritaður til að tak-
marka mjög útlán við verzlun mína á næstkomandi ári, en mun
leitast við að selja vörur með svo sanngjörnu verði, sem kostur
er á, gegn greiðslu í peningum eða vörum.
Pakka svo viðskiftavinum mínum fyrir viðskiftin á þessu ári og
óska peim gle'ðilegs nýárs.
Kristján Ámason.
við mundum á tiltölulega akömmum
tfma losa okkur úr skuldunum. Enn-
fremur leggur hann áherzlu á að gjald-
eyri landsmanna verði forðað frá braski
og verður það vitanlega ekki gert á
annan hátt en að opinbert eftirlit sé
með sölunni og ráðstöfun gjaldeyrisins.
Hann legst mjög á móti sérgengi fs-
lenzkrar krónu og eru flestir á einu
máli um það, að slfkt yrði okkur að-
eins tii ófarnaðar. Ritstjóri Vfsis var
sá af þingmönnunum, sem á sfðasta
þingi barðist ósleitilegast gegn inn-
flutningshöftum. Nú lætur hann blað
sitt flytja þessa grein athugasemda-
laust. Þetta þykir ýmsum benda á að
fleiri og fleiri séu að komast á þá
skoðun að ekkert dugi íil að vega upp
á móti verðfalli inulendrar framleiðslu
annað en takmörkuð útiekt í viðskifta
reikninga þjóðarinnar erltndis.
Lœkkun farmgjalda. Eímskipaféi-
agið hefir tilkynt að nú frá áramotum
lækki farmgjöld þess um 35 — 500/o.
Væntanlega lækka fargjöld að sama
skapi. Þetta mun valda almennum fegin-
leik og hafa talsverð áhrif f þá átt að
draga úr dýrtfðinni.
Bannmálið. f Tfmauum birtist ný-
lega mjög ftarleg frásögn um för
Einars Kvaran til Englands í erindum
fyrir bannraálið. Einari var hvarvetna
tekið mjög vel, og kom fram áhugi
hjá bindindis sinnuðum mönnum að
styðja í dendinga f baráttunni um málið
við Spánverja og andbanninga hér
heima. Nú er Einar farinn vestur um
haf f sömu erindum. Hugmyndin mun
vera sú, að kynna sér möguleikana á
þvf, að fá markað f Atnerfku fyrir
fi^kinn, svo við þurfum ekki að verða
svfnbeygðir af Spánverjum. Engann
stuðning virðist rlkisstjórnin hafa veitt
bannmönnum f þessu máli. Það hefir
meira að segja beyrst, að hún ætli
að gera það að kappsmáli, að fá um
rýmkað eftir spánskum kröfum. Verður
á næsta þingi barist um þetta mál.
Kemur þá f Ijós, hversu vel stjórnin
hefir staðið á verði f tnálinu.
Simskeyti.
Reykjavlk, 30. des.
Frakkar neita að komið geti
til mála, að stofnað verði fransk-
ensk-pýzkt bandalag.
Klofningur er á fiingi Ira um
uppkastið. De Valera vill ekki
vinna eiðinn.
Þjóðverjar vona enn aö fá
greiðslufrest, en Frakkar pver-
neita.
Lagon lögreglustjóri í Berlín
hefir verið dæmdur í 5 ára kast-
alafangelsi, fyrir pátttöku í Kapps-
samsærinu. Ýms blöð krefjast
pess, að Ludendorff verði líka
hegnt.
Sparnaðarnefnd Breta stingur
upp á, að stryka út 200 millj-
ónir sterlingspunda, sem ætlað-
ar eru til sjóhers og loftflota.
Frakkar vilja ekki minka víg-
búnað sinn og vaxandi pverúð
milli peirra og Breta.
Útlit er fyrir að Bandaríkin
viðurkenni stjórn Bolsévíka. —
Italir og Rússar hafa gert bráða-
birgðaviðskiftasamning.
Bæjarstjórn Reykjavíkur fjölg-
ar lögreglupjónum.
Um sjö pýzk skip hafa ný-
Iega verið tekin hér, með feikn-
um af vínbirgðum, sem eru gerð-
ar upptækar. Bersýnilegur til-
gangur, að lauma pessu víni
hér í land.
Mbl. vill enn reyna að drepa
bannið með Spánarsamningun-
um.
Stjórnin ætlar að skipa Sig-
urð Kvaran lækni í Reykjavík
og Einar Arnórsson ætlar hún
að gera að skattamálastjóra.
Sagt er að á hluthafafundi í
Islandsbanka nýverið hafi verið
stungið upp á að skipa banka-
ráðið sérfróðum mönnum og að
banna bankastjórum að eiga í
fyrirtækjum, sem skifía við bank-
ann, en hvorttveggja hafi verið
felt.
Politiken 9. des. segir eftir
Iæknum Dana, að rússneski
drengurinn hafi berkla í augun-
um, mjög óhættulega og að peir
vonist eftir, að geta læknað hann
fljótlega.
Pétur Jónsson hefir samiO
viö Jón Porláksson um að
stýra Flóaáveitunni Árs-
kaup 15 þúsund kr- Tveggrja
ára samningur. Búnaöarfé-
lagiö bauðst til aö stýra verk-
inu ekki fyrir neitt. Hefir
Kensla.
Nokkrar unglingsstúlkur geta
fengið tilsögn í handavinnu, teikn-
ingu, dönsku og fleiru frá 16. jan.
til 16. apríi n. k.
Nánari upplýsingar gefur undir-
rituð.
Quðrún Þ. Björnsdóttir
Oróðrarstöðinni Akureyri.
TÖÐU og ÚTHEY
vil eg undirritaður kaupa — hátt
verð í boði.
Peir, sem vilja selja ættu að tala
við mig, áður en þeir selja öðrum.
Jón M' Jónsson,
Jdunhaga.
þar að auki betri mönnum
á að skipa. Afskapleg ó-
ánœgja yfir þessari ráöstöf-
un.
Fréttaritari Dags.
Frá útlöndum.
Golfsfraumurinn. Sfðasti. haust
ritaði verktræðingur einn langa greia
f tfmaritið »The Popular Science
Monthlyc um þá hugmynd, sem fram
hefir komið, að hlaða stffiu f Belle Isle
Sound — sundð milli Labrador og
Ncw Foundland, til þess að varna
Labiadorstraumnum kalda, sem kemur
norðan úr Baifinsflóa, að fiæða suður
með austurströnd Norður-Amerfku.
Gerir verkfræðingurinn ráð fyrir að
st'.fla á þessum stað muni breyta
stefnu straumsins og muni hana þá
renna norðaustur út f Atlantshaf.
Muni þá loftslag batna stórum á
austurströnd Kanada. Sagt er að ýmsir
enskir verkfræðingar hafi rannsakað
þessa ráðagerð og beri saman um, að
húu sé framkvæmanleg. Ráðgert er