Dagur - 12.01.1922, Blaðsíða 1
DAGUR
kenuu' út á hverjum fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddági
fyrir 1. júlí. innheimtuna annast
ritsijóri blaðsins.
Akureyri, 12. janúar 1922.
E-L-D-F-Æ-R-A-V-E-R-Z-L-lT-N.
Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda-
vélum, þvotfapoffum, ofnrörum, röríjnjám,
eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj-
andi og selt með verksmiðjuverði.
Panfanir afgreiddar úf um land.
Jón Stefánsson.
Talsími 94. 3^- Akureyri.
t
Aramót.
Dagur vill; eins og um næstliðin
áramót, staldra við og láta hugann
hvarfla yfir árið, sem er nýlega
gengið um garð. í áramótagrein
biaðsins þá, lét það þess getið, að
ýmsir byggjust við mesta kreppuári
f minni nú lifandi manna. Petta
hefir ræst að því Ieyti sem fjár-
kreppan í bönkunum hefir stöðugt
vaxið og að enn hefir þyngt fyrir
fæti í viöskiftum, einkum fyrir land-
bæntíur og að skuldir þjóðarinnar
út á við munu fremur hafa vaxið
en minkað.
Um og efíir: áramótin næstsfðustu.
var hörð deila uppi í landinu um
innflutningshöffin sem þá voru í
gildi. Allur þorri samvinnumanna í
landinu voru þeim fylgjandi en á
móti voru allur þorri kaupsýslu-
manna annara og Aiþýðufiokkurinn
í Rvik íylgfii kaupmönnum þar að
málum. Ýmsir í báðum flokkum
héldugþví fram, að þau væru álirifa-
lítil. Meðhaldsmenn innflutningshait-
anna töldu fjárkreppuna eiga rót
sína að rekja til skuldaskifta þjéðar-
innar út á við. Ráðið gegn henni
væri að bæta verziunarjöfnuðinn
með því að minka vörukaupin er-
lendis. og koma skipulagi i sölu
afurðanna, svo þjóðin eignaðist
gjaldeyri erlendis til skuldagreiðslu
og bættrar verzlunaraðstöðu. — Mót-
stöðumenn innflutningshafta hetdu
því aftur fram, að affarasælasí yrði,
að láta alt frjáisí; alt mundi komast
í jafnvægi fyrir eöiilega rás viðskift-
anna og frjálsrar samkepni. En sú
viðbára sem þeir héldu hæst á lofti
og sem orkaði fylgi fiestra við þessa
stefnu og þar á meðal Alþýðufíokksins
í Rvík, var sú, að um að gera væri
að dýrtíðin minkaði í landinu. Lands-
menn gætu keypt ódýrar vörur.
Þessi stefna sigraði. Þingið rauf
innfiutningshöftin. Reynslan hefir
samt ekki borið þeirri stefnu gíæsi-
iegt vitnii Fjárkreppan hefir magn-
así, skuldirnar aukist, gjaldeyrir
þjóðarinnar hefir orðið að biaskvöru
og krónan er faliin í verði í viðskift-
um manna á milli.
Yfirleitt var árið gott til lands og
sjávar. Aliur búfénaður gekk vel
fram að vorinu. Sunnan lands var
næstum einmuna gott sumar um
grassprettu og nýtingu heyja. í
austari hluta Norðlendingafjórðungs
og Austfirðingafjórðungi brá til
þrálátrar norðaustamáttar efíir miðj-
an júlí, með úrkomum. og kulda.
Tööur nýttust ekki sumstaðar fyr en
um Höfuðdag. Heyskapartíð var
því afar erfið. Spretta á túnum var
yfir meðalag, en á útengi talsvert
lakari. Samt varð heyskapur víðast
hvar í meðallagi að lokum.
Itiflúenzan fór enn um alt land
og orsakaði mikla verktöf, hailsu-
spilli og dauða. Barnaveiki gerði
vart við sig við Eyjafjörð og á
Siglufirfii, einnig lítiliega á Ausífjörð-
um. Aðrar. farsóttir hafa ekki gert
vart við sig.
Yfirleitt var árið gott veiðiár. Var
vel látið af þorskveiðum noröan
lands og sunnan. Togaraflonnn lá
víö landfestar mikinn hluta úr árinu
vegna skulda, sem á útgerðinni
hvíla. Einn togari Kveldúitsféiagsins
var á árinu sendur vestur á Ný-
fundnalandsmið. Þótti sú för vera
gerð með talsveröum árangri og
búist við fleiri tilraunum í þeirri
átt. Síldveiðin gekk tregt framan af
veiöitímanum, en síðari hluta veiði-
tímans gekk hún með afbrigðum
vel.
í verzlun hefir árið verið hið
óhagstæðasta. Landbúnaðarafurðir
hafa enn failið stórlega í verði.
Fisksalan gekk sæmilega framan af
sölutímanum en lakaðist eftir því
sem á leið. Aftur hefir síidarsalan
gengið betur en áöur og mun sú
atvinnugrein hafa fremur rétt við,
en að henni hafi hrakað á árinu og
er það vel farið;
Yfirleití má kalia að tíðarfarið
hafi verið gott á árinu. Eftir nýár
var veturinn mildur og á þorra varð
jörð sumstaðar þýð. Aftur voraði
fremur seint og var vorið all kulda
samt vegna íshroða sem flækisí við
land. Sumarið var eins og áður er
lýst og vetur fram að nýári með
þeim betri í manna tninnum og í
útbeitarsveitum lá íé úti fram und-
ir jól.
Á árinu sáum við á bak tveimur
nafnkendum mönnum, þeim Síefáni
Stefánssyni skólameistara og Porvaldi
Thorod Isen pröfessor.
Erlendur varningur, einkum nauð-
synjavörur hefir fallið mjög mikið
í verði á árinu. Samt hefir verðfali'
innlendrar vöru einkum landbúnað-
arvöru orðið á undan. Afleiðingar
styrjaldarinnar eru nú að koma niður
á þessari þjóð með þungum hætti.
Margir áiitu að árið 1919 yrði lakast
og spáðu að úr mundi rakna um
áramótin 1919—20. Enn fleiri töldu
að árið 1920 yrði viðréttingarár,
einkum ef landsmenn mættu baða
sig í sólskini frelsisins og vera
óhindraðir í kapphlaupi og»yfirtroðsl-
um frjálsrar samkepni. En allar þær
vonír hafa brugðist. Frelsið hafa
einstaklingar þjóðarinnar notað til
þe?s að skara e!d að sinni köku án
tillits til þess, bvað heildinni mundi
hollast. Gjaldeyrir þjóðarinnar hefir
að rnestu farið utan hjá bönkunum
þrátt fyrir tilraunir þeirra að fá ráð
á honum. Kaupmenn hafa náð í
andvirði vörunnar í erlendum gjald-
eyri beint frá útgerðarmönnun og
öðrum vörusölum gegn okurverði
í krónum talið. Bankarnir, einkum
íslandsbanki, virðist hafa orðið æ
máttiausari eftir því sem á árið hefir
liðið og því nær ekkert yfirfært né
lánað. Mirgra milljóna brezku láni,
teknu með ókjörum, hefir venð
fleygt í íslandsbanka og aðra staði
í skuidahít þjóöarinnar án nokkurs
sýnilegs árangurs. Bankastarfssemin
héfir að miklu færst yfir í hendur
útgerðarmanna og erlendra verzlana,
sem eru búnar að fella íslenzku
krénuna í verði með því að okra
á erlendum gjaideyri.
Horfurnar á þessu nýbyrjaða ári
eru því óglæsilegar. Grundvöilur við-
skiftanna er enn óheilbrigðari en
hann var fyrir ári sfðan. Bankarnir
eru enn lakar á vegi staddir. Skuldir
hafa aukist. Ýmsir menn, sem fyrir
ári síðan álitu, að ait mundi Iagast
án sérstakra aðgerða þings og
stjórnarvalda, eru nú komnir á þá
skoðun, að ekkert dugi nema sarn-
eiginlegt álak þjóðarinnar. Því er
það, að úr hópi kaupmanna heyrast
jafnvel raddir, sem heimta grimm
innflutningshöft og aðrar ráðstafanir,
sem tryggja pað, að gjaldeyririnn
komi inn undir umráð bankanna,
en gangi ekki lengur kaupum og
sölum milli braskara og erlendra
fjárgróðastofnana hér á landi þjóð-
inni til féfiettingar og væntanlegrar
tortímingar efnalega, ef svo vindur
fram.
Við göngum út á þeíta nýbyrjaða
ár með sama viðfangsefnið óieyst.
Að líkindum verður það æ ðrðugra,
eftir því sem lengur liöu’r. Snemma
á þessu ári þarf þjóð og þing að
átta sig á því máli, hvort enn skuli
láta slarkast á sama hátt og gert
hefir verið s. 1. ár, eða hvort nú
skuli taka í taumana ekki með hálf-
velgju og hiki, heldur fast og ákveðið.
Þjóðin má ekki eins og s. 1. ár
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni I>. Þór,
Norðurgötu 3. Talsínii 112.
Uppsögn, bundin við áramót,
sé koinin tíl afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
1. blað.
Inniíeg't hjartans þakklæti vott-
um við öllum þeim, sem á ein-
hvern hátt heiðruðu minningu
okkar elskulegu eiginkonu og móð-
ur ValgerBar Arinbjarnar-
dóttur og sýndu okkur hluttekn-
ingu við fráfall hennar.
Akureyri 10. jan. 1922.
Ðaniel Gunnarsson.
Guðrún. Helga. Magnea
láta blekkjast af frelsisglamri og
slagorðum um ágæti frjálsrar sam-
kepni og veröfall á vörum. Reynslan
er búin að sýna það átakanlega,
að frelsið nota, menn sér til fjárgróða
án alls tillits til hagsmuna heildar-
innar. Hún er búin að sýna, að á
vegum frjálsrar samkepni ná hinir
sterkustu tökum á öilum okkar fjár-
reiðum sér til hagsmuna, en þeir
sterkustu eru erlendir verzlunareig-
endur hér á iandi. Og reynslan er
sömuleiðis búin að sýna, að innlent
verðfall er ekki einhlítt, meðan
skuldir hlaðast á skuldir ofan er-
lendis, því full skil út á við er óhjá-
kvæmilegí skiiyrði ekki einungis efna-
legs sjáljsstceðis okkar heldur og þjóð-
frelsis okkar.
Dagur.
Aðstandendur Dags hafa enn á-
kveðið að halda áfram útgáfunni.
Þess var getið um síðastliðin ára-
mót, að verð blaðsins mundi Iækka
strax og dýrtíðin línaði takið á blað-
inu. Því miður hefir hún ekki linað
takið til mikilla muna. Þjóðin er að
hætta að kaupa bækur, vegna þess
að þær eru of dýrar. Það fer ekki
hjá því, ef hinu sama fer fram um
útgáfukostnað og dýrleika blaða og
bóka, að hvorttveggja brennur, að
einhverju leyti, í dýrtíðareldinum.
Samt sem áður hafa útgefendurn-
ir ákveðið að lækka verðið ofan I
6 kr., en jafnframt mega lesendurn-
ir búast við, að blaöið komi út
hálft við og við. Gert er ráð fyrir
að kaupendurnir uni því betur, að
seglin séu lítiilega dregin saman
heldur enn að verðið haldist óbreytt.
Einstöku raddir hafa heyrst um það,
að verð blaðsins væri of hátt. Samt
sem áður er nú hitt það sanna, að
það er of lágt, til þess að útgáfan
beri sig til lengdar, og hjá því verði
komist, að leita á náðir einstakra
manna, sem vilja og geta Iagt eitt-