Dagur - 12.01.1922, Blaðsíða 2
2
DAGUR
1. tbl.
hvað af mörkum, til þess að halda
uppi almennu málgagni. En þessum
mönnum til glöggvunar skal gerð-
ur hér dálítill samanburður á verði
og stærð Dags og þeirra bóka sem
koma nú á markaðinn. Dagur var
sl. ár 52 arkir og kostaði 8 kr. 52
arkir er sama og 832 blaðsíður I
8 blaöa broti. Til samanburðar er
hér stærð og verð nokkurra bóka:
Sólhvörf eftir G. Fr., 194 bls. á ó
kr. Hrannaslóð eftir Heiðdal, 200 bls. á
7 kr. Munkafjarðarklaustur (þýdd
saga), 156 bls. á 5 kr. Heljarslóðar-
orusta eftir B. Gr., 151 bls á 8 kr.
Á blossa eftir Jack London, 114
bis. á 4 kr. Þessar 5 bækur eru til
samans 815 bls. eða nokkru minni
en Dagur og kosta alls 30 kr. Nú
er meira lesmál í blaðinu heldur en
í þessum bókum, vegna þess að
minna af rúmi blaðsins fer í spáss-
íur. Aftur á móti má draga frá að
jafnaði xk fyrir auglýsingum, og
frá verðinu, sem þvi svarar. Eftir
þessum útreikningi ætti Dagur að
kosta yfir 24 kr., til þess að verðið
yrði jafnt umræddu bókaverði. Skal
svo ekki fjölyrt um þetta meira, en
þessu skotið fram þeim til athug-
unar, sem láta sér blöskra verðið á
blöðunum. Að vísu gefur þetta
bendingu um að bókaverðið sé ó-
þarflega hátt, en fyr mætti það
lækka, en það kæmist til jafns við
verðið á Degi og öörum blöðum.
Blaðið hefir ástæðu til að þakka
miklar vinsældir og Iíklega óvenju-
lega skilsemi, eftir þvf sem blöð
eiga að venjast. Þó er á henni
nokkur misbrestur, einkum í fjar-
lægum héruðum, og væntir það
þess, að á því verði leiörétting,
hið bráðasta. Vonast það til að
geta nú sem áður -hagað orðum
sfnum og atferli sanngjörnum
mönnum til hæfis og væntir þess, að
ekki verði tekið hart á, þó sumum
kunni að viröast, að það hafi stigið
feti framar í viðureign sinni við
andstæðinga, en þeir telja rétt. Eink-
um er þeim mönnum þörf á að
temja sér slíkt umburðarlyndi, sem
af eðlilegum ástæðum þekkja ekki
hvað það er, að standa í fylkingar-
brjósti, þar sem ákafast er barist.
Enn vill Dagur endurtaka þá ósk
sína, að góðir menn vilji styðja
hann, ekki einungis með því að
kaupa hann, heldur með því, að
senda honurn stuttar ritgerðir og
fréttabréf úr sveitunum. Einkum
væri æskilegt, að einhverjir menn í
sem flestum héruðum gerðu sér
það aö skyldu, að senda blaðinu
stutt fréttabréf með hverjum pósti.
Aðvörunarorð
til kjósenda.
Þá er nú sá tími kominn, að eigi
er lengra en tveir mánuðir, þar til
hið háa Alþingi á að koma saman og
taka til starfa. Eigi eru þeir fáir, kjós-
endur nú, er hugsa með kvíða til
þinghald# að þessu sinni. Er leitt til
þess að hugsa, a' svo skuli vera
komið áliti og virðingu þingsins, en f
þeim efnum er ekki beint f sjóinn
rnnnið, þvf kjósendur út um land, þeir
er eitthvað bafa fylgst með f þvf sem
gerst hefir f seinni tfð, hafa lifandi
reynslu undanfarandi þinga í þessum
efnum. Þarf ekki um þá hluti að deila
hversu meðferð sfðasta þings var gagn-
vart fjármálunum. Fé þjóðarinnar sóað
f ný embætti, miður nauðsynleg lán,
styrk, bitlinga, dýrtíðaruppbætur o. fl.
o. fl. og svo kórónar þingið gerðir
sínar með þvf að skila af sér fjárlög-
unum með nær tveggja miljóna króna
tekjuhalla! — Alt er þetta margkunn-
ugt og marg vítt, út um alt land, bæði
leynt og ljóst.
Ef stjórn iandsins hefði þekt sfna
köllun, þekt sfna ábyrgð, eins og
henni bar akylda til, þá hefði hún átt
að reka hnefann í borðið og gjörsam-
lega að neita því að taka á móti fjár-
lögunum, þannig gerðum. En f stað
þess vefur stjórnin saman skjölin og
stingur draslinu öllu f barm sinn, þakk-
andi í auðmýkt fyrir það, að mega
hafa völdin — eitt ár enn. —
Sumir eru svo hégómagjarnir, að
þeir virðast leggja alt f sölurnar fyrir
völd og ímynduð metorð. En þegar
svo er komið, að slfkt er orðið eitt
af aðalstefnumálum æðstu stjórnar
Iandsins, þá fer nú skörin að færast
upp f bekkinn, þá fer að verða alvar-
leg vá fyrir dyrum. Að þessi ummæii
megi heimfæra upp á núverandi stjórn,
sézt, meðal annars af þv/, að hún
skyldi geta verið svo lftilþæg að taka
við fjárlögunum, með þeim tekjuhalla
sem frá er skýrt, — að ýmsu öðru
ótöldu. Má segja að framhaldið hafi
orðið eins og byrjunin hjá stjótninni:
Miljónalánið alræmda með þeim ókjara
skilmálum, sem það var tekið, og með
þeirri skiíting lánsins, hér heima fyrir
sem nú er kunn orðin. Alt þetta er
skiijanleg og eðlileg afleiðing af því
stjórnmála- og fjármála öngþveiti sem
land og þjóð er nú komin f, og sem
þing og stjórn eiga drjúga hlutdeild f.
En hvað á að gera og hvað er hægt
að gera til viðreisnar landi og þjóð?
Hver vilí sveigja inn á nýjar og
betri brautir?
*Guði sé lof, að til er hæstiréttur.*
Guði sé lof að til eru kjósendur, sem
eru f fullum rétti að Ieggja hér tii
málanna, það er þeir vita hollast og
bezt fyrir þjóðina. Nú verða þeir, kjós-
endur landsins, að setja þingmönnum
reglurnar. Skeyti þingmenn þvf ekki,
þá hafa þó kjósendur málið í sínum
höndum samt sem áður, ef þeir vilja
neyta réttar sfns, svo sem þeim er
frjálst: Þeir geta sagt þingmönnunum
að sitja heima, eftir næstu kosningar,
en valið þá eina til þingfarar er þeir
treysta bezt og trúa fyrir sínum mál-
um og þjóðarinnar í heild, að beztu
manna yfirsýn. Það er óumfiýanleg
nauðsyn að haldnir séu þingmálafunc/ir
um land alt, svo þingheimur fái af-
dráttarlaust að heyra skoðanir kjós-
enda, út um land. Fundir þeir verða
að taka málin rækilega til athugunar
og umræðu. Þeir þurfa að taka fðst’
um tökum á málunum. Att kák, f þeim
efnum, öll hálfvclgja, allar haltrandi
skoðanir eiga að vera dauðadæmdar.
Slfkt á aldrei við, en allra sfzt nú á
þessum örlagaþrungnu tímum. Kjós-
endur þurfa og eiga að vita hvað þeir
viija, og skilja hvað þeir vilja, og
halda þvf fram til sigurs með óbifan-
legri festu og dugnaði og samheldni.
Þetta þurfa kjósendur, yfirleitt að
leggja sér ríkt á hjarta, jafnframt þvf
að minnast þess ætfð, að vera sann-
gjarnir og drenglyndir á þessum svið-
um, sem öðrum.
Ef þingmenn nú ekki halda þing-
málafundi f kjördæmum sfnum fyrir
næsta þing þá þurfa leiðandi menn í
sveitunum að gangast fyrir því, að fund
ir verði haldnir, og það svo snemma,
að fundargerðir geti borist þinginu f
tæka tíð. —
Um þetta ættu allir kjóaendur að
geta verið sammála.
2o, des. 1921.
Jón l Hjáleigunni.
Fréttir.
Skipafregnir. Ooðafoss kom hing-
að miðvikudagsmorguninn f fyrri viku
frá Rvfk vestan um land. Með skip-
inu komu hingað frú Guðrún Indriða-
dóttir leikkona, Valtýr Stefánsson
ráðunautur, Árni G. Eyland ráðunaut-
ur 0. fl. Tíl útlanda fór með skipinu
Baldvin Ryel kaupm. og til Seyðisfjarð-
arfór Friðjónjensson, læknir til að gegna
héraðslæknistörfumþar f fjarveru Kristj-
áns læknis, sem fer utan að leita sér
lækninga. Villemoes kom á fimtudag-
inn f fyrri viku með steinolfu til Lands-
verzlunar.
Fjalla-Eyvindur. Verið er nú að
æfa leikinn sem ákafast og er búist
við að byrjað verði að leika seint f
þessum mánuði.
Dánardœgur. Nýlega eru látnar
hér f sjúkrahúsinu: Elin Magnúsdðltir
iri Þrastarhóli, um fértugt, og Mar-
gtél Kfistjánsdóllir frá Sigríðarstöðum
í Ljósavatnsskarði. Enníremur er ný-
lega látinn Tobias Magnússon hrepp-
stjóri á Geldingaholti f Skagafirði, 53
ára að aldri. Tobias var stjúpfaðir
Brynleifs Tobiassonar kennara hér í
bænum.
Leiðrétting svo hljóðandi barst
blaðinu frá landssfmastöðinni hér f
bænum, eftir að sfðasta blað kom út:
»MÍ3ritast hefir f skeyti til yðar í gær:
Bæjarstjórn Reykjavikur fjölgar lög-
regluþjónum. Um sjö þýzk skip hafa
nýlega verið tekin hér, ies: Bæjar-
stjórn Reykjavfkur fjölgar lögreglu-
þjónum um sjö. Þýzkt skip hefir ný-
lega verið tekið hér o. s. frv. Þetta
biður blaðið góðfúsan lesanda að at-
huga.
KorneinKasÖíumálið, sem sfðasta
þing vfsaði til sýslunefnda og bæjar-
stjórna, var til umræðu og atkvæða-
greiðslu f bæjarstjórninni hér fyrra
þriðjudag. Var málið felt með 6 atkv.
gegn 5 að viðhöfðu nafnakalli og sögðu
JÁ: Erlingur Friðjónsson, Ingimar Ey-
dal, Hallgrfmur Jónsson, Halldór Ein-
arsson og Þorsteinn Þorsteinsson.
NEI: Sig E. Hlíðar, Sveinn Sigur-
jónsson, Halldóra Bjarnadóttir, Jakob
Karlsson, Ragnar Ólafsson og O. C,
Thorarensen.
KappsKák telfdu fyrir nokkru sfð-
an Akureyringar og Reykvfkingar, sfm-
leiðis eins og fyrri. Varð jafntefli að
þessu sinni. Alls hafa kappskákir þess-
ar farið þrisvar fram. í fyrsta skifti
varð jafntefli, f annað skifti unnu
Reykvíkingar 1 tafl fram yfir.
Búnaðarnámsskeið, haidið að til-
hlutun Ræktunaríélags Norðurlands,
stendur yfir hér í bænum þessa dagana.
Hófst það á mánudaginn og stendur
til laugardags. Fjöldi af fróðlegum
fyrirlestrum er íluttur og miklar um-
ræður fara fram um málin. Þessir
menn flytja fyrirlestra: Valtýr Stefáns-
son ráðunautur, Árni G. Eyland ráðu-
nautur, Stefán Árnason búfræðingur,
Einar J. Reynis framkvæmdastj., Svein-
björn Jónsson byggingafræðingur,
Brynl. Tobiasson kennari, Guðm.
Bárðarson kennari og Björn Lfndal
lögmaður. Námsskeiðinu stjórnar Einar
J. Reynis framkvæmdastjóri félagsins.
Símskeyti.
Reykjavík, 11. jan.
Talið að einhverjar meiri hátt-
ar breytingar séu í aðsígi um
stjórnmál Rússa. Bolsévíkar munu
ætla að viðurkenna ríkisskulcí-
irnar við önnur lönd og veita
erlendum fjáraflamönnum ýms
mikilsverð sérleyfi til atvinnu-
reksturs. í stað pess verður
Sovíet-Rússland viðurkent af
vesturpjóðunum og verzlunar-
skifti hefjast.
Spánska veikin gengur í Nor-
egi, Þýzkalandi, Danmörku og
Færeyjum, en er talin væg.
Ráðgert er að reyna að verja
Island eða pá einstakar bygðir,
ef ekki tekst betur til;
Stórbruni varð í Hartle Pool
á Englandi. Skaðinn er metinn
30 milljónir króna.
Ping Irlands hefir sampykt
sambandssáttmálann með 64
atkv. gegn 57. De Valera for-
seti lagðist algerlega á móti
uppkastinu. Er búist við að hann
segi af sér og jafnvel hætti
stjórnmálaafskiftum.
í marzmánuði á að halda
fjármálaping fyrir alla Evrópu í
Genúa á Ítalíu.
Bandamenn ætla að veita
Þjóðverjum nokkurn gjaldfrest.
Talið líklegt að peir purfi ekki
að borga nema 500 milljónir
marka petta ár. Sagt er að Lloyd
George bjóðist til að gefa
Frökkum eftir 600 milljónir
sterlingspunda af skuld Frakk-