Dagur - 19.01.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 19.01.1922, Blaðsíða 2
8 DAGUR 3. tbl. isráðherra hefir ekki spilt fyrir hon- um. Miklar líkur eru þvi til þess, að atvinnumálaráðherra hafi veiið borinn ofurliði úr tveim áttum, enda að nokkru bundin því, að hlíta til- lögum Áveitustjórnar. En af vægð hans og undanlátssemi flýtur tvent í þessu máli. Miklu fé fleygt í Jón Þorláksson að óþörfu og engin trygging fyrir því, að bezta ieið verði tekin í framkvæmd þessa fjár- freka, mikilsverða fyrirtækis. Símskeyti. Reykjavík, 18. jan. De Valera féll við forseta- kosningu írlands; fékk 58 atkv. en 60 á móti. Fylgismenn hans gengu pá af fundi, en meiri hlutinn kaus Oriffith forseta. Lenin hefir þegið boð Banda- manna, að koma á viðreisnar- fundinn, en vill fremur að fund- urinn sé háður í London en í Genúa. Cannes-ráðstefnan samþykkir, að Þjóðverjar greiði 750 millj- ónir gullmarka þetta ár. Briand segir af sér, en Poin- care, fyrrum forseti tekur við. Eftir Washington-fundinn hafði Briand fult traust franska þings- ins. En á Cannes-fundinum gekk hann inn á það með Bretum, að Iina nokkuð á kröfunum við Þjóðverja og féll á þvf. Bæjarstjórnarkosningar í Hafn- arfirði fóru svo, að verkamenn skorti eitt aíkv., til þess að vinna bæði sætin. I Reykjavík verða við kosningar í bæjarstjórn efstir,—af verkamönnum: Héðinn Valdemarsson, Hallbjörn prentari og Sigurjón Ólafsson form. Sjómannafélagsins; — af Mbl.- mönnum: Pétur Magnusson lögfr. og Björn Ólafsson kaupmaður. Gert ráð fyrir kvennalista með Ingu L. Lárusdóttur efstri. FiskiveiCafélagið Haukur orðið gjaldþrota. Lárus H. Bjarnason skrifar langa grein í Tímann um Islands- banka og sýnir fram á, að bank- inn svífur í lausu Iofti, því að gömlu bankalögin séu fallin úr gildi og engin ný komin í stað- inn. Sömuleiðis er þar bent á ýmsar misfellur frá hálfu Claes- sens bankastjóra og Jóns Magnús- sonar í sambandi við skifti lands- ins af bankanum. Frcttaritari Dags. Atvinnuleysið. Húscteklan. Akureyri tapar hundruðum þús- unda króna fyrir atvinnuleysið. Um fátt er jafnmikið rætt meðal manna, eins og atvinnuleysið, sem ríkir í ölium stærri og smærsi kauptúnum landsins. Jafnhliða atvinnuleysinu er svo talað um húsaekiu og óbæriiega háa húsaleigu f sambandi við s!æm húsakynni. Enginn hefir þó enn hreyft tungu sína til að koma með tiilögur, sem fara f þá átt, að liúsaekian bæti úr atvinnuleysinu og að atvinnuleysið bæti úr húsaeklunni. Hér á Akureyri eru mikil vandræði með bæði þessi mál. Meiri hluti allra húsfeðra bæjarins og næstum hver einasti unglingspiltur hafa gengið at- vinnulausir sfðan á haustnóttum og fult útiit er fyrir, að svo verði fram á vordagana. Hér á Akureyri munu vera ura 86o gjaldendur. Ef fjórði hver þeirra er atvinnulaus í ioo daga úr árinu og honum væri ætlað lámarks- kaup VerkamannafélagBÍns sem nú er 9 kr. á dag eru það: 86o ----• ioo . 9 = 193Soo kr. alls. 4 Jafn miklar ástæður munu vera fyrir umkvörtun manna um húsaekluna og húsaleiguna. Fjölda manns hefir verið sagt upp íbúðum sfnum frá í vor. Sumstaðar til þess að tæma húsin, en annars- staðar til að hæfcka húsaleiguna á ný. Flestir viðurkenna þó, að leiguibúðir hér f bænum séu óþægilegar til um- gengni, illa byggðar og illa viðhaldið. Þrátt fyrir alt þetta sitja menn að- gerðalausir mikinn hluta ársins, sjálfum sér til skaða og skammar, en bænum og þjóðinni til niðurdreps. Það mun hverjum manni ljóst vera, að til þess að Akureyrarbúum geti liðið sæmilega, verða þeir innan skamms að byggja sér fleiri fbúðar- hús og betri íbúðir. Er þá nokkuð eðlilegra og sjdlfsagðara, en að nota tfmann, þegar ekkert er að gera, til sllkra framkvæmda. Að Akureyri eigi litla eða enga framtfð fyrir höndum, er tæplega hugsanlegt. Bærinn á raikið landrými. Höfnin sú bezta á Norður- lacdi. Stórar sveitir liggja á alla vegu út frá bænum. Skipaútgerðin og verzl- unin, hvergi meiri við Norðutland. Alt bendir á, að Akureyri er framtfðarbær og verði, eins og hún hefir verið böfuðstaður Norðurlands. Eg hefi tekið nokkurt svæði hér á bæjarstæðinu og >p!anlagt< það. íbúðarhúsin standa 2 og 2 saman með eldvarnarvegg á milli. íbúarnir hafa ekkert sameiginlegt nema inn- gönguhliðið. Hvert hús er 2 hæðir, Á neðri hæðinni er: Borðstofa, eldhús, þvottahús og geymsla. Á efri hæð: Dagstofa, 2 svefnherbergi og nauðsyn- legir skápar. í útihúsinu er afþyljað salerni, eidiviðargeymsla og önnur geymsla. Lóð hvers húss er um iooo []m.i Kartöflugarðurinn getur gefið af sér 6—8 tunnur og kálgarðurinn það kál, sem hæfilegt er handa meðal fjölskyldu. Lóðirnar aéu girtar af 2 og 2. Meðfram girðingunni sé plantað ribsberjarunnum. L(till flötur er ætlaður fyrir skrúðgarð. Vegna þes3 hve óvíst er um verð á útlendum byggingarefnum nú f vor, er ekki hægt að segja nákvæmlega, hvað svona hús mundi kosta. En eft.ir útlitinu að dæma mun þannig íbúðar- og útihús fyrir hverja fjölskyldu ekki kosta yfir 6 þús. kr. Séu húsin byggð sem mest úr steinsteypu eða steyptum steinum verður útlent efni tiltölulega lftill hluti af byggingarkostnaðinum og mun það ekki fara yfir 2 þús. kr. f áður nefnt hús. Nú er það áreiðanlegt að nokkrir menn hér f bænum hafa hugsað til húsabygginga undanfarin ár og f þeim tilgangi dregið sér saman ofurlitlar fjárupphæðir, eða fengið loforð fyrir að fá peninga að láni þegar þeir vildu byggja. Þessar upphæðir er ekki gott, að áætla, en Ifkindi eru til, að þær séu þó nokkrar þúsundir. Til þess að bæta úr húsaeklunni og atvinnuleysinu, verða þeir sem klut eiga að máli, að slá sér saman f fé- lagsskap. En þeir, sem hlut eiga að þessum málum eru f raun og veru allir. Setjum svo að 15—20 menn myndi félag. Allir eru þeir leigendur og flestir atvinnulausir frani á vor. Gerum ráð fyrir, að helmingur þeirra ættu til samans 8 þús. kr. Þeir leggja þær upphæðir f sparisjóð félagsins, sem borgar þeim venjuiega sparisjóðs- vexfi af innieignunum. Félagið notar þetta fé til að kaupa fyrir það útlent efni og mundi það nægja í 2 áðurnefnd hús, hvort fyrir 2 fjölskyldur. Nú vil eg vera svo bjartsýnn, að álfta að þeir menn eða félög, sem nú liggja með byggingarefni hér f bænum, muadu vilja selja svona fyrirtæki byggingar- efni með því verði, sem yrði á vörunni vissan dag f vor, þegar nýjar birgðir væru komnar hingað. Með þvf móti gætu þeir atvinnulausu meðlimir fé- lagsins og ef til vill fleiri nú, þegar farið að steypa steina til veggjagerðar og smfða glugga, hurðir, bekki og skápa. Einnig væri sjálfsagt, að flytja að grjót og sand. Ennfremur mætti, ef tfðarfar yrði sæmilegt, grafa fyrir undirstöðu og steypa hana. Gæti þá alt verið undirbúið til upphleðslu veggjanna þegar voraði og þessi tvö tveggjafjölskyldu hús orðið tilbúin f sumar. Eg ætlast til að þeir, sem ynnu að byggingunni f vetur og vor á meðan atvinnuleysið er í bænum, fengju ekki vinnulaun sín útborguð en legðu þau f sparisjóð íélagsins og fengju árlega venjulega sparisjóðsvexti. Þegar byggingarnar væru fuligerðar væri þeim útbýtt til félagsmanna, annað hvort með hlutkesti eða til þeirra sem verst væru staddir eftir dómi, þar til kjörinna manua. Ef til vill væri heppilegast að selja með- limunum húsin og gengi þá innieign hvers hús-hafanda upp f verð hússins en afgangurinn borgaðist með afborg- unum á tilteknum árafjölda. Mjög ttyggdega yrði að búa um, að hús- eignin lenti ekki f braski og gott eítirlit væri með allri umgengni og viðhaldi. Á þennan hátt yrði mestur hluti húsanna byggður á þeim tfma, sem annars væri ekkert gert. Setjum svo, að það væru 2/3 allrar vinnunnar/eða 2700 kr. á hverri íbúð, eða 10800 kr. á þeim öllum fjórum eða tæpur helmingur af öllum byggingarkostnað- inum, þessar 10800 kr. væru beint fundnir peningar fyrir þessa 15—20 rnenn, sem um leið hefðu gert það þarfa verk að byggja yfir 4 húsnæðis- lausar fjölskyldur. Eg legg svo þessar tillögur mfnar íram fyrir aila atvinnulausa menn bæjarins, alla þá sem ieigja sér íbúðir og þurfa að byggja íböðarhús og aila þá sem bera velgengni bæjarins fyrir brjósti. Eg er fús til að sýna mönnum upp- drætti mína og skýra hugmyndína nánar, ef óskað er. Gróðrarstöðinni á Akureyri. Sveinjðrn Jðnsson. Fréítir. BœndanámsskeÍÖÍRæktunarfél. var lokið á laugardaginn var. Að þvf loknu settust námsskeiðsmenn að samdrykkju f Samkomuhúsi bæjarins. Margt og mikið var rætt um ýms mál og fjöldi fróðlegra fyrirlestra fluttur. Valtýr Stefánsson taiaði um Tilbúinn dburð, Áveiíur og um Búnaðarfélagið. Árni G. Eyland um Nýrœiun, Fóðurrófut, Jarðyrkjuverkfteri og um Búskap í Noregi. Stefán Árnason talaði um Jurlakynbœtur og Jarðepli. Sveinbjörn Jónsson og Guðm. Bárðarson töluðu um Byggingar í sveitum. Einar J. Reynii talaði um Rœktunarjélagið og Brynl. Tobiasson talaði um landbúnað á sögu- legum grundvelli. Auk þessa flutti lögm. Björn Lfndal fyrirlestur f Sam- komuhúsi bæjarins um Nýbýli. Þetta nýbýlismál mun hata valdið mestum umræðum á námsskeiðinu. Fyrirlestur Árna G. Eylands um Nýrækt og fyrir- lestur Guðm. Bárðarsonar um bygg- ingar vöktu og mikla athygli. Skýrði Guðm. frá reynslu sinni og tilraunum að byggja fbúðarhús úr torfi og steinsteypu. Frá furðusfröndum. Um það efni talaði Steingr. lækuir f leifimissal Gagnfræðaskólans á laugardagskvöldið að tilhlutun Alþýðufræðslu Stúdentafél. Var fyrirlesturinn vfsindalegs eðlis og hinn fróðlegasti. Þjóðmálastefnur. Um það efni flutti ritstj. Dags fyrirlestur f Samkomu- húsi bæjarins á sunnudaginn. Nokkrar umræður fóru fram á eftir, en kl. 5 varð að skera þær niður vegna messu- tfmans. Kveldskemtun til ágóða fyrir heilsuhæiissjóðinn hélt ungfrú Anna Magnússdóttir á sunnudagskvöldið. Sú nýbreytni var þar, að börn skemtu eingöngu. Sungu þau fyrst fjögur lög þar á meðal einkarlaglegt lag: Skógar- þrösturinn eftir söngkennarann, Áskel Snorrason, sem jafnframt stýrði söngn- um. Síðan var leikinn smáleikur: Silfur- hljóðpípan og léku börn eingöngu. Seinast var skrautsýning og upplestur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.