Dagur - 19.01.1922, Blaðsíða 3

Dagur - 19.01.1922, Blaðsíða 3
3. tbl. DAOUR 9 í sambacdi »ið hana. Hét sá þáttur skemtunarinnar Velur og Vor. Húsfyllir var og mun áhorfendum hafa þótt að skemtunin takast eftir vonum. Þ6 var skemtunio í sjálfu sér minna virði fullorðnum heldur er hitt að hér var stutt að hjartfólgnu máli okkar Norð- lendinga og á ungfrú Anna Magnús- dóttir og börnin miklar þakkir skyldar. Leiðréfting. í i. tbl. þ. á. mis- prentaðist fyrirsögnin á grein Jóns í Hjáleigunni. Þar stendur: Aðvörunar- orð til kjósenda, les: Alvðruorð iil kjúsenda. Þetta er heiðraður höf. beð- inn að fyrirgefa. Atbygli lesenda ska! hér með vakin á auglýsingu Leikfélags Akureyrar um Fjalla-Eyvind. Er vonandi, að bæjar- búar og aðrir virði viðleitni og áhæ tu leikfélagsins að verðugu og hagi sér eins og siðprúðu og stundvfsu fólki sæmir. Fróðleg grein birtíst í biaðinu áður langt lfðut eftir Hallgr. Hallrfms- son, mag. art, Rvlk. Greinin heitir: pattir úr sögu Eyjafjarðar á fyrrahluía 19. aldar. Hefir höf. saínað drögum til hennar við sögurannsóknir sfnar. Þingmálafundur var haldinn á Grund fyrir skömmu sfðan. Voru sam- þyktar tillögur þar f ýmsum máium. Um læknaskipunina í Eyjafjarðarsýslu var samþykt tillaga alveg samhljóða því, sem haldið var fram hér f blaðinu fyrir nokkru. Tillagaum innflutningshöft og um opinbert eftirlit með sölu afurð- anna var og samþykt þvf nær í einu hljóði. Úr Pingeyjarsýslu. 28. des. 1921. Þá er nú árið að tarna á förum. Veturinn hefir verið góður, það sem af honum ar og haustið sömuleiðis. En sumarið var afar ilt. Ofan á ótíð- ina, kuldana, illviðrin, hrfðarnar og hráslagann bættist flenzan og gerði viku verkfall á bæjunum. Bágt er til þess að vita, svo margir sem lækn- arnir eru, að eigi skuli vera reynt að stemma stigu fyrir þeim vogesti. Hún kom af Siglufirði til Húsavfkur og til Siglufjarðar, að likindum, frá Reykjavík, með Siriusi, Veikin var lffsháskapest og er naumast hægt með orðum að lýsa þeim vanda, sem af henni stafar á bjargræðistfma, fyrst og fremst verkatjón og þar að auk heilsuspjöll. Svo vildi til, að veikin kom til mfn — á mitt heimili — þegar tfðarfarið var hið versta. Þessvegna var íiltðlulega þolandi að liggja inni. Veikin gerði viku verkfall í mfnum bæ. En þar að auk lamaði hún fólk mitt um lengri tfma. Læknarnir segja, að ekki sé annar vandi á ferðum, þegar þessi pest kemur f bæ, en að liggja; fara varlega með sig. Það er gott ráð að vfsu. En hvernig á að heyja, bjarga sér, lita á sumri, sem landfarsdtt hertekur, — leggur undir sig að allmiklu leyti. Embættismenn- irnir virðast vera ókunnugir þeirri nauðsyn bóndans að vinna alla daga og þó sérstaklega um sláttinn. Óhætt er að segja, að veiki þessi olli stór- tjóni, á hverjum bæ, jafnvel mörg hundruð bróna tapi. Um það er ekki að tala, ef hún væri svo gerð, að ómögulegt væri, að verjast heuni. En svo sem kunnugt er, var alls engin tilraun gerð til að stöðva veikina eða halda henni f skefjum. T. d. um skeytingarleysi læknastéttar vorrar f þessum efnum er það, að engin leið- beining sást frá þeim um smitunar- hættu hennar, hvernig sú hætta væri, e'a væri ekki. Til mfn kom pestin fyrir þá sök, að maður af mfnu heimili hugði vera óhætt að koma á bæ, sem svo var á vegi staddur, að f honum bar ekki á veikinni (bænum) á þriðja degi frá kaupsfáðarferð bóndans þar, en veikin var f kaupstaðnum. Sama kvöldið lagðist bóndinn og þarna var þá veikindaeldurinn falinn, sem til mfn barst. En eg ætlaði, að verja mitt heimili. Ef læknarnir hefðu kunngert hættuna þá, að óhætt væri f fyrsta lagi eftir fulla þrjá sólarhringa að koma til manns, sem farið hefði á veikindasvæði, þá mundi eg hafa sloppið með mitt fólk. Sumir bæir vörðu sig, þeir sem þó voru nærri þjóðbraut, með því að beita varkárni. Eg get ekki látið vera, að álasa lækna- stétt vorri fyrir slælega framgöngu f þessi efni — afskiftaleysi þeirra um það, að veikin færi um slt land, og skeytingarleysi um hitt. að leiðbeina almenningi svo, að hann gæti heldur varið sig fyrir þessu meinvættisflagði. Á víðavangi. Heilsuhælismálið og Guöm. Björnssoij. Dagur hefir talsvert rætt um heilsuhælismál Norðlendinga und- anfarið. Meðal annars lét hann þess getið, að Guðm, Björnsson fyrverandi landlæknir hefði af stjórninni verið skipaður til að undiibúa framkvæmd Berklavarnalaganna, og á öðrum stað lét hann falla þau ummæli, að þess bæri að vona, að Guðm. Björnsson liti á mál okkar Norðlendinga. Nú er Guðm. Björnsson að skrifa um málið f Tfmann og Morgunblaðið. í Mgbl. 31. des. er ein af þessum greinum Guðm., sem sýnir að vonin til hans hefir ekki látið sér til skammar verða. Skulu hér tekin upp nokkur ummæli úr greininni, sem fjallar um þá grein laganna, þar sem svo er fyrir mælt, að sjúklingar geti fengið vist á sjúkra- húsum, heilsuhælum og sumarhælum barna: >Bezt að segja sannleikann—þó hann sé nú dálítið beiskur fyrir sjálfan mig: Það var þegar berklanefndin sat á sínum rök- stólum og átti svo oft tal við mig, þá fanst mér eins og nefndinni, að önnur >heilsuhæli< þyrftum við ekki — þ*ð á Vífilsstöðum væri nóg, En nú hefi eg setið yfir þessu málefni í þrjá mánuði og meðal annars er mér orðið það ljóst, að heilsuhælið mitt á Vífilsstöðum er ekki nóg handa allri þjóð- inni. Hef lengi hugsað mig um og litið í allar áttir. og er nú alveg nýlega kominn að þessari niðurstððu. Það er bezt að segja sannleikann: Vífilsstaðahælið er troðfult, einlægt troð« j Leikfálaq Akureyrar. j Fjalla-Eyvindur sjónleikur í 4 þáttum eftir Jóhann Sigurjónsson, veröur að forfallalausu leikinn laugard. og sunnudaginn 21. og 22 þ. m. í leikhúsi bæjarins. Aögöngumiöar verða seldir í leikhúsinu báða dagana frá kl. 1 e. h. og kosta kr. 3.00, kr. 2.50, kr. 2.00 og kr. 1.50 í sambandi við leikinn, viljum við taka fram: 1. Að við viljum mælast til þess, að foreldrar og forráðamenn láti ekki börn sfn innan 10 ára aldurs sækja leikinn. 2 Að við leyfum okkur að vekja athyglí áhorfenda á þvf að vera komnir stundvíslega f sæti sín áður en leikurinn byrjar, því þá verð- ur dyrum salarins lokað. Sama gildir og þegar hlé er miili þátta. Akureyri 19. janúar 1922. Leikfélagsstjómin. fult, og — það er meinið, eins og einn af beztu læknum höfuðstaðarins sagði við mig nýlega: Meinið er það, að nú verða einlægt svo margir sjúklingar að bíða hér í bænum mánuðum saman, bíða eftir því að fá vist á Vífilsstöðum, Bezt að segja sannleikann. Mér hefir missýnst og berkla- nefndinni llka: krafa Norðlendinga um heilsuhœli þar, er keiprétt.t' En hvernig og hvenær við fáum því máli framgengt — það má guð vita. Og það er eitt — af mörgu, sem vefst í huga mínum: Það er Austurland. Versta berklalandið okkar. Mér finst eg þurfa ofurlítið heilsuhæli þar líka.< Af bréfi forsætisráðherrans, þar sem hann fól Guðm. þetta undirbunings-. starf, mátti ráða, að hann treysti engum betur til staifsins Er þá von- andi að þessi orð Guðm Björnssonar verði ekki talin markleysa ein af þingi og stjórn. Á Guðm. heila þökk okkar Norðlendinga fyrir þessa drengilegu játningu og stuðning þann, sem afstaða hans hlýtur að veita okkur f þessu velfarnaðarmáli. Morgunblaðið hefir nýlega lapið upp úr íslendingi dálftið af heimsku- rugli hans um fyrirkomulag kaupfélaga, þar sem hann er að benda Degi á, að Eyfirðingar vilji »að kaupfélagi þeirra verði breytt f svipaða átt og Kaupfél. Þingeyinga — það fyrirkomulag tekið upp, sem Sigurður á Felli, Jónas frá Hriflu og ritstjóri Dags hafa kappkost- að, að lagt yrði niður o s. frv < Kaup- félagsmönnum er orðið það Ijóst, af því sem Björn Líndal, Emar á Stokka- hlöðum og Co hafa skrifað um saman- burð á þvf tvenskonar skipulagi kaup félaga, sem til er hér á lar.di, að þessir herrar skilja hvorki upp né niður neitt f þeim málum. Þeir eru sf- feldlega að stagast á þvf, að ekki þurfi annað en að taka upp sk pulag Þing- eyinga, þá sé úti um alla skuldaverzlun o. s. frv. Það þykir ekki lengur vinn- andi verk eða ómaksins vert að sinna þessu bulli þeirra, sem er sprottið af misskilningi, þekkingarleysi og löngun þeirra, til þess að koma Kaupiéi. Eyf. fyrir kattarnef. En úr þvf að Þorsteinn Gfslason ritstj. Morgunbl. lýtur svo lágt, að flytja lesendum blaðs sfns * Lctwrbr, Dags. þetta bull, þá er hér með skorað á hann, að sýna fram á, hvar og hve- nær Sig á Felli, Jónas frá Hriflu og ritstj Dags hafa kappkostað að skipu- lag K, Þ, yrði lagt niður. Mætti benda honum á fyrirlestur eftir ritstj. Dags f Tfmariti S. í. S 15. árg. 2. hefti, þar sem skipulagi K. Þ. er í grundvallaratriðinu haldið fast fram. Af reynslunni mætti álykta svo, að Morgunblaðsliðinu gæti af eigin brjóst-v viti tekist, að láta það blað verða sér til minkunar, þó ekki græfi það svo djúpt f sorann f fslenzkri blaðamensku, að prenta upp úr sfðasta árgangi íslendings. Þingmálin og Einar. Á þingmáia- fundinum á Grund þótti furðulegt að Einar á Stokkahlöðum gekk á móti þvf velferðarmáii héraðsins, að því sé með lögum trygð læknishjálp eins og öðrum hlutum þessa lands. Um Einar var þetta lftil furða. Hann hlaut að gera þetta, til þess að vera í samræmi við sjálfan sig, eins og sagt var um hann hér í blaðinu fyrir nokkru. Hitt var meiri furða, að 5 menn aðrir slæddust tii þess að ganga þannig á móti velíerð héraðs sfns og hlýtur það að hafa verið af einhverjum mis- skilningi. Þegar innfiutningshöftin komu til umræðu var vilji manna f þvf efni svo eindreginn, að Einar stóð aleinn cppi á móti Jafnvel greiddi Magnús Sig- nrðsson kaupmaður á Grund atkvæði með og lét ráða sfnu atkvæði augljósar staðreyndir um nauðsyn innflutnings- hafta, en ekki umhyggju fyrir erlend- um verz'unareigendum, sem nota sér aðstöðumun og gjaldeyrisokur sér til fjárgróða meðan bankarnir eru hálf farlama. Einar gerði tilraun, til þess að slá um sig með töfraorði Björns Lfndal þvf f fyrra: Frjálsir menn l frjálsu landi, en það varð einungis til þess, að gera hann að athlægi og stóð á honum örfadrffan hvaðanæfa. Fundarmenn töldu að íslendingar mundu ekki bjarga sér á slagorðum Bjöms Lfndal, heldur þyrfti nú að taka á málunum eins og þau lægju fyrir og horfast f augu við raunveru- leikann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.