Dagur - 26.01.1922, Blaðsíða 4

Dagur - 26.01.1922, Blaðsíða 4
14 DAQUR 4. tbl. S k r á yfir gjaldskyldu manna til ellistyrktarsjóðs Akur- eyrar á þessu ári liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu minni, frá L—7. febr. þ. á., að báðum dögum meðtöldum. Kærur eða mótbárur út af skránni, sendist á skrifstofuna fyrir 15. s. m. Bæjarstjórinn á Akureyri, 25. janúar 1922. Jón Sveinssoi). 0 /®5 f®5 f§5 f§5 f§5 f§) í§5 0 UNION PAPER Co. Ltd. 0 0 Kristiania. 0 0 Stærsta pappfrsverksmiðja Noregs. Árleg fram- leiðsla yfir 100,000 smálestir. 0 Búa til sérstaklega: Biaftapappír f örkum og rúllum, bókapappír hvitan og mislitan, um- 0 0 búðapappir allskonar, bæði í örkum og rúllum. 0 Veggjapappír (Maskínupappír), „Toilet*- 0 0 pappír 0. s. frv. Allar upplýsingar gefa aðalumboðsmenn vorir fyrir ísland: 0 SIQ. SIQURZ & Co. 0 0 ReykjavíK- Símnefni Sfgurz. Talsími 825. ATH. Umboðsmenn vorir fara að öllu forfalla- 0 0 0 lausu hringferð kringum landið með fyrstu ferð »SterIings" og eru menn beðnir að fastsetja ekki pantanir annarstaðar, fyr en tal er haft af þeim. , Fyrsta ferð E.S. .,Siriusn frá Noregi, er { Apríl, 0 0 svo nægur tími er að fá pantanir afgreiddar. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 .<§><l><l><§>i>@>i>i>®> á þeim arninum, þá fennir inn f kof- ann og fýkur í öll skjól. Orsök og afieiðing. Þau hafa svo f haginn búið og þeirra örlaganornir. Hefndin kem- ur og það svo kaldrðnálega, að engar hefndir þarf frekar. Allur þéirra sauða- þjófnaður er um leið fyrirgefinn sjötíu sinnum sjö sinnum. Það þarf nú ekki að þvf að spyrja, að það er frú Guðrún Indriðadóttir, sem ber af öllum og ber leikinn uppi. Það var lfka Iöngu kunnugt, að fiú Guðrún hefir með hlutverki Höllu unnið sér aðdáun bæði f Reykjavík og vestur f Amerfku. Hún hefir Iifað sig inn f þetta hlutverk og hefir náð á þvf svo föstum tökum, að unun er á að horfa. Henni tekst þetta svo náttúrulega, að maður gleymir þvf að þettá sé leikur. Og þessi föstu tök hennar á Höllu gera öllum hinum leik- endunum alt auðveldara, engin tilgerð, ekkert hik, alt gengur sinn gang eins og f daglegu lffi. Svona á það að vera. Glaesileg er hún Halla í fyrsta þætt- inum, prúðbúin, rausnarkona, sem allir elska og virða, en illa reitast af henni fjaðrirnar eftir þvf sem fram f leikinn sækir. Það þarf góða leikkonu, til að sýna okkur á rúmri klukkustund alla þá ægilegu æfikjarabreytingu án þess að nokkur stökk sýnist á milii. En þetta tekst Guðrúnu eins og beztu útlendum leikkonum f harmleikum Shakespears. Eg veit ekki hvort frú Guðrún hefir í fyrsta þætti með vilja valið sér höfuðbúnað og gerfi, sem minnir töluvert á Napóleon mikla. En þetta er laglega tilfundið og sæmir Höllu vel; »því konungs haíði hún hjarta með kotungs efnum« og skap vantaði hana áreiðanlega ekki á við Nspóleon. Um hina leikendurna skal eg vera stuttorður. Því má þó ekki leyna, að hlutvetk Arnesar f höndum Haraldar Björnssonar ber af öllum öðrum og er þó einna mestur vand- inn þeirra. Eyvindur þótti mér nokkuð glannalega rummungssauðaþjófslegur við fyrstu viðkynningu og helzt áber- andi þjófsaugu meðan Halla heldur hann saklausan. Manni finst hún taka allmikið niður fyrir sig, að festa sig honum fyrirvaralítið. En f seinni þátt- unum er gerfið gott og ekkert sérlegt út á neitt að setja. Holdsveiki Arngrfmur er svo eðli- legur að vel mætti senda hann orða- Iaust suður á Laugarnesspftala og gustuk að gefa honum resept svo að hann daglega fyndi til >sólskins innan f sér.« Hreppstjórinn er góður óg Kjörskrá. Hér með tilkynnist, að aðalkjörskrár, bæði til hlutbundinna og og óhlutbundinna kosninga til Alþingis, ytir kjósendur í Akur- eyrarbæ, á tímabilinu frá 1. júlí 1922 til 30. júní 1923, að báð- um dögum meðtöldum, liggja frammi — almenningiftil sýnis — á skrifstofu minni, dagana 1.—15. febrúar f>. á. Kærum út af skránum sé skiláð á skrifstofuna fyrir 22. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn á Akureyri, 18. jan. 1922. Jón Sveinsson. Samband íslenzkra Sam vinn ufélaga J hefir fyrirliggjandi og útvegar alls konar LAN DBÚN AÐARVERKFÆRI: Sláttuvélar, Mihvauke. Rakstrarvélar, Milwauke. Snúningsvélar, Milwauke. Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á Iandbúnaðarsýningunni í Rvík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, sem hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutti viðurkenningu á landbúnaðarsýn- ingunni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðarfélag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um pau. mátulega þjösnalegur. Eg hefði bara óskað, að skáldið hefði lofað Eyvindi að slengja honuœ niður f fossinn, úr þvf hann fellir hann rétt hjá fossbrún- inni. Það mundi gera mörgum glatt f geði og nærri því afplána fyrir krakka- greyið. Álfheiður Einarsdóttir, Þdra Hallgrfmsdóttir og Anna Flóventsdóttir leysa sfn hlutvérk af hendi snyrtilega og spaugilega, alveg heima hjá sér í baðstofunni og fslenzkum fötum og skóm. Mörg af leiktjöldunum eru prýði- lega vel gerð, einkum baðstofan, bak- tjaldið í öðrum þætti og útsýnið til jökulsins f þriðja þætti. Hinsvegar finst mér hliðartjöldin með klettunum skemma og þrengja um of og dnáttúr- lega að leiksviðinu. Ennfremur hefði eg kosið, að fossinn væri ægilegri en meðal-bæjarlækjarbuna. Og kofinn þó hann sé að vfsu vel málaður, þá finnst mér hann óþarfiega kuldahryss- ingslegur. Það er of hátt undir loptið og of Iftið af gærum til skjóls. í Eyvindarkofa undir Arnarfelli, sem fannst 1762 segir Gfsli Konráðsson að ait hafi verið fóðrað innan með gærum. En þá hafði búakapur Eyvind- ar verið f bezta Iagi þvf f hrfshlaða utan við kofann, sem talinn var 30 hesta klyíjar, fundust 73 sauðar föll flest af vænum sauðum. Hjónin komust þá undan f tæka tfð vestur að Hvera- völlum. Aptur dáist eg að stórhrfð- inni, sem gaus inn f kofann á hælum Höllu og Eyvindar. Manni varð sár- kalt og kveið fyrir að fara út f slfkt veður úr Samkomuhúsinu. En sem betur fór gladdist hjartað er út kom, við tungsljós f sumarblfðu. Áhorfancii,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.