Dagur - 26.01.1922, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi
fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast
ritstjóri blaðsins.
AFOREIÐSLAN
er hjá Jóni I>. I>óf,
Norðurgðtu 3. Talsimi 112.
Uppsögn, bundin við áramót
sé koniin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
V. ár.
Akureyri, 26. janúar 1922.
4. blað.
Hann andaðist að heimili sínu i
Reykjavik snemma á föstudagsmorg-
uninn 20. þ. m. Banamein hans var
heilablóðfall. Var hann búinn að
liggja rúmfastur nokkra daga vegna
lítilsháttar uppskurðar i hné, en að
öðru Ieyti frískur fram á kvöld sið-
asta dagsins, sem hann liföi. Hann
er fyrsti íslendingurinn, sem andast
f ráðherradómi.
Pétur Jónsson var fæddur á Gaut-
löndum í Mývatnssveit 28. ágúst
1858 og var því rúmlega 63. ára,
þegar hann Iézt. Hann var sonur
hins þjóðkunna merkismanns Jóns
Sigurðssonar alþm., sem þar bjó, og
Sólveigar Jónsdóttur frá Reykjahlíð.
F>au hjón áttu mörg börn og öll
hin mannvænlegustu. Hafa tveir synir
þeirra aðrir en Pétur ráðherra, komið
mjög við mál þjóðarinnar, þeir Krist-
ján hæstaréttarforseti og Steingrímur
bæjarfógeti. Er óþarfi að fjölyröa
hér um ætt Péturs ráðherra Jóns-
sonar.
Pétur byrjaði búskap á Gaut-
löndum á móti föður sínum árið
1883, en tók við ættaróðalinu öllu
1890 eftir dauða- föður síns. Hann
tók þá og við formensku Kaupfé-
lags Pingeyinga og gerðist forvígis-
maöur héraðsbúa í þjóömálum á
sama hátt og faðir hans haföi ver-
ið. Hann var kosinn á þing árið
1894 og hefir verið fulltrúi Þingey-
inga á Alþingi jafnan siðan. Árið
1920 varð hann ráðherra í ráðu-
neyti Jóns Magnússonar og tók við
sæti Sigurðar Jónssonar frá Yztafelli.
Það er æfinlega hvast um þá
menn, sem á valdstólum sitja og
ekki sízt á tfmum eins og þessum(
þegar málum þjóðarinnar er á ýmsa
lund komiö f óvænt efni og deilan
um úrlausn þeirra er bæði hörð á
yfirboröinu og á sér djúpar rætur.
Sfðustu atburðir eiga að öðru jöfnu
rikust ítök i hugum manna. Það
getur þvf verið örðugt að dæma
með fullri sanngirni, réttlæti og vel-
vild um þann mann, sem stfgur úr
valdasætinu og Iegst á Iíkfjalir.
Þó er þess að gæta, að alvara
dauðans þolir enga smámunasemi,
þegar að lokaskilum kemur. Hún
knýr hvern mann, til að leita djúpt,
finna insta þáttinn, sem er um leið
ríkastur og haldbeztur f eðli manna-
Alvara dauðans lyftir sjónum okkar
upp til efstu marka. Við fráfall Pét-
urs ráðherra er ekki eingöngu skylt
heldur bæði Ijúft og auðvelt að
finna insta þáttinn. Það mun jafnan
verða dómur þeirra er bezt þekkja
til og dómur sögunnar, að ríkasti
þátturinn í eðli hans, sem setti blæ
sinn á alla framkomu hans í opin-
beru lífi, hafi verið strangur heiðar-
leiki. Það verður dómur sögunnar,
að hann hafi jafnan viljað og kapp-
kostað eftir megni, að gera það eitt
í afskiftum sínum af málum almenn-
ings, sem hann taldi vera fyrir beztu,
en um leið réttlátt og heiðarlegt. Sú
aðstaða, sem hann með hæfileikum
sínum og dugnaði skapaði sér f
afskiftum sínum af málum þjóðar-
innar, hefir jafnan f för með sér
allmikla siðferðislega þrekraun, því
að hvorttveggja er vandfarið með,
völd og tiltrú. Það mun jafnan verða
sagt um Pétur, að hann hafi staðist
þá raun, svo sem bezt varð á kosið
í þau 27 ár, sem hann fór með um-
boð almennings.
Þrátt fyrir alt, sem í augum sumra
manna kann að marka, í smærri at-
riðum, vafasama drætti í æfistarfi
þessa manns, eins og allra annara,
getur enginn kosið sér hugþekkari
minnisvarða, heldur en slíka minn-
ingu. Sá bautasteinn, reistur af viður-
kenning alþjóðar, er óbrotgjarn og
honum lúta allir beztu menn.
Svo hefir virzt á allra sfðustu tím-
um, sem afstaða hans í stjórnmál-
um til þeirra manna, sem f eðli
sínu og í afstöðu mála hlutu jafnan
að vera hans nánustu fylgismenn,
væri ekki jafn hugþekk honum og
hans fylgismönnum og á hefði verið
kosið. Hafa ýmsir talið, að alvarleg-
ur ágreiningur lægi þar á bak við.
En afstaða þessi er til leiðar komin
fyrir það óheillaskipulag á stjórn-
málum og flokkaskiftingu þjóðar-
innar, sem ríkt hefir, síöan gömlu
flokkarnir leystust upp. Sambræð-
ingar flokka og samsteypustjórn
gerir alla stjórnmálaafstöðu eins
flokks til annars óskýra og tvíræða.
Reynslan hefir þvf orðið sú, að ráðu-
neyti sfðustu ára hafa ekki til lengd-
ar getað staðið jafnfætis gagnvart
neinum heilsteyptum þingflokki.
Þetta hefir orsakað hæpin spor á
báða bóga og meiri vanda i póli-
tískri sambúð stjórnar og flokka,
en menn alment gera sér Ijóst. Eg
hygg, að ailir þeir menn, sem að
stjórnmálainnræti stóðu Pétri Jóns-
syni næst geti fylgt honum úr garði
með óskiftum þakklætishug fyrir
langt, mikið og þjóönýtt æfistarf.
Pétur Jónsson var maður óskóla-
genginn, en sjálfmentaður vel. Allar
þær trúnaðarstöður, sem hann hefir
hlotið og alt hans mikía verk ber
vott um, að hann hefir verið miklu
meira en meðalhæfileikamaöur. Með
þvf er ekki sagt, að hann hafi verið
annmarkalaus fremur en aðrir af-
burðamenn. Segja má, að hann
muni hafa tekið að erfðum nokkuð
af vinsældum og héraðsríki föður
síns, en það hefði enginn ættleri
gert. Enda hefir hann haldið þannig
á málum og störfum, að til fremdar
horfði og aukinnar tiltrúar. Honum
var fengið í hendur eitt trúnaðar-
starf öðru meira. Hann var ekki
áhlaupamaður en handfastur og
ókvikull f rás. Hæfileikar hans voru
ekki eins bjartir og bráðgervir eins
og þeir voru ístöðumiklir. Hann
átti rætur þroska síns djúpt í al-
vörugefni, stöðuglyndi og hugrekki
íslenzkrar alþýðu.
Pétur Jónsson verður jafnan tal-
inn einn af kjarnamestu kynkvistum
íslenzkrar bændastéttar. Vöxtur hans
var stöðugur og tryggur, ekki gerð-
ur með áhlaupum og því engum
afturkippum háður. Meö sjálfsment-
un og dugnaði braut hann sér Ieið
úr öftustu röðum óbreyttra liðs-
manna fram f fylkingarbrjóst og
þar er hann fallinn.
Oft verður það um menn með
miklu starfsþreki og mikilli starfs-
löngun, sem hafa tekið ríkan þátt í
framsókn þjóðar sinnar um langt
skeið, að þeim verður erfitt um að
hlíta dómi ellinnar og taka á móti
Vandamönnum og vinutn til-
kynnist, að sonur okkar
elskulegur og bróðir, skip-
stjóri Jón Guðmundsson í Hrísey,
andaðist á sjúkrahúsinu á Akur-
eyri, 19. janúar s.l. — Jarðarför-
in er ákveðið að fari fram laug
ardaginn 28. þ. m., kl. 12 á há-
degi, frá heimili hins látna í Hrísey.
Foreldrar og systkini.
hrörnuninni. Umskiftasamir tímar,
straumhvörf í þjóðmálum færa slík-
um mönnum oft og einatt í ellinni
mikinn sársauka og mikið vanþakk-
læti. Þessvegna er slíkum mönnum
gott að falla { fremstu skrefum. Hjá
sársaukanum er stýrt og öllum
ásteytingarskerjum undanhalds ell-
innar. Sýslubúar geta fylkt sér um
gröf Péturs Jónssonar og reifað
minningu hans geðblæ fölskvalaus-
rar þakklátssemi. Og þaö gera þeir.
Fréttir.
Dánardægur. Pétur Jónsson at-
vinnumálaráðherra andaðist á heimili
sínu í Reykjavlk föstudagsmorguninn
20 þ. m. rúml. 63 ára að aldri.
Banamein hans var heilablóðfall. Ný-
lega er látinn hér á sjúkrahúsinu Jón
Guðmundsson skipstjóri frá Hrísey,
maður á bezta aldri og vel látinn.
Banamein hans var hjartasjúkdómur.
Fjalla-Eyvindur var leikinn hér I
bænum laugardags og sunnudagskvöld.
Aðsókn var dágóð. Öllum ber saman
um að leikendum takist yfir höfuð
mjög vel. Glöggur maður, sem hefir
séð leikinn í Reykjavík, fullyrðir, að
heildaráhrifin af honum séu meiri og
betri hér, en þar hafi verið.- Fjöldi
manna, jafnvel í fjarlægustu sveitum,
hefir mikinn hug á að sækja leikinn.
Er llklegt að menn noti þetta tæki-
færi til þess að sjá þenna heimsfræga
leik, ef tíðin helzt svo góð.
U. M. F. A. hélt aðalfund sinn á
sunnudaginn. í félag þetta ættu öll
ungmenni bæjarins að ganga. Það er
ekki eingöngu þarfasti og fjörmesti
félagsskapufinn í bænum, heldur lfk-
lega fjörmesta ungmennafélagið á
landinu.
Inflúenzan. Fregnir berast um
það að infiúenzan breiðist á ný eins
og eldur f sinu út um öll Norður-
A
Péfur Jónssoi),
atvinnumálaráðherra.