Dagur - 22.02.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1922, Blaðsíða 1
D A G U R kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaiddagi fyrir 1. júlí. fnnheinituna annast ritstjóri blaðsins. 8. ár. Akureyri, 22. febrúar 1922. E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N. Miklar birgOir af allskonar ofnum, elda- vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám, •ldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj- andi og selt með vcrksmiðjuverði. Panfanir afgreiddar ú f u m 1 a n d. Jón Stefánsson. Talsfmi 94. Akureyri. Um hvað er barist? Hvað eigum við að heimía at þing- mðnnunum? Það er barist um fjár- muni og lánstraust þjóðarinnar. í fyrsta Iagi: Hvort sálir og starfsorka kjósendanna og eftirkomendanna eiga að standa í fuliri ábyrgð fyrir erlendum skuldum milliliðanna (kaup- manna og heildsala), síldarspekúlanta og fiskhringsins og ermfremur skuld- um togarafélaganna. í öðru lagi er barist um það, hvort embættis- og starfsmannalýð þessarar þjóðar á að líðast það lengur, að hann skamti sér Iaun og dýrtíðaruppbót eftir ranglátum reglum og fjölgi launa- stöðum, bitlingum, styrkjum og eft- irlaunum á hverju þingi. Pað er nú kunnugt, að enska lánið sæla hefir verið notað sem viðskiftalán til greiðslujafnaðar er- lendis, sérstaklega fyrir íslandsbanka og þó getur bankinn iitlu eða engu um þokað með yfirfærslur fremur en áður. yiðskiftavinir bankans eru einkum kaupmenn, fisksalar og skipaútgerðarmenn, sem stofnað hafa skuldirnar, og varpað þeim þannig á ábyrgð ríkissjóðs og almennings. En skuldirnar eru meiri en þetta, svo að enn þá má búast við góðri byrði á almúga bökin, ef kjósendur leyfa það með þögninni. Um ábyrgð- ir sem síðasta þing batt ríkissjóði vegna togarafélaganna, sagði fjár- málaráðherra M. G. í þingræðu, að þær kæmu togarafél. að litlu haldi — næðu svo skamt. — Hvað segið þið um þetta sveitamenn og verka- menn? Viljið þið bæta þessu við ábyrgðirnar á ykkar eigin viðskilta- reikningum? Er ástæða til að tals- menn braskaranna veki ólta og tor- tryggni hjá ykkur gegn samábyrgð á eigin reikningum ,og þörfum ykk- ar f samvínnufélögunum; en leiði ykkur svo með ánægjubrosi til á- byrgðar á skuldum bankanna, sem braskararnir hafa stofnað. Nei, þið eigið fyrst og fremst að ábyrgjast eigin viðskifti, láta umboðshafa ykk- ar, samtfinnufélögin, fara með gjald- eyrisvörurnar, til þess að þau geti útvegað ykkur nauðsynjavörur er- lendis og viðhaldið láns- og við- skiftatrausti sínu þar. Þegar það er trygt, gætuö þið, ef til vill, orðið menn til að bæta við, og heimilað rfkisábyrgð fyrir togaraskuldum og stutt þannig lánstraust útgerðarfé- laganna erlendis. — En meðan alt er í þeirri óvissu, sem nú er, ura meðferð innlendrar gjaldeyrisvöru, og alt eftirlitslaust um innflutning útlends varnings, virðast Iántökur og ábyrgðarskuldbindingar þings og stjórnar gerðar alveg út í bláinn. Óhlutvandir menn og braskarar geta misþyrmt gjaldþoli landsmanna óg truflað stórkostlega viðskiftaáætlanir helztu verslunarfélaga og lands- stjórnarinnar við önnur Iönd, eins og gert hefir verið síöustu missirin. En slíkt má ekki eiga sér slað, eftir að ríkissjóður er farinn að bindast á byrgðum á stórum viðskiftaiánum. Það er sama og að spila fjárhættuspil með þjóðareignirnar og starfskrafta landsmanna. Á síðastliðnu ári gekk þing og stjórn fyrst inn á þá braut að taka stórt viðskiftalán, aðallega fyrir ís- landsbanka og binda ríkissjóð á- byrgð fyrir einn atvinnuveg, togara- útgerðina. En jafnframt voru num- in úr gildi innflutningshöft og alt viðskiftaeftirlit, t. d. með útflutningi gjaideyrisvara, þrátt fyrir haldgóða reynslu í þeim efnum frá stríðsár- unum. Þessu gátu talsmenn brask- aranna komið til leiðar á síðasta þingi. En landsstjórnin gleypti þær tiílögur með góðri list, þó þær væri þvert á móti hennar eigin, og sat fastar en áður. Verði áðurnefndar skuldbindingar ríkissjóðs látnar standa, eiga kjós- endur að heimta af þingmönnum sínum: 1. Að hlutaðeigandi bankar séu látnir veita fullar tryggingar fyrir greiðslu viðskiftaláns, eins og láns- kjörin segja til um, en að því verði t. d. alls eigi varið til hlutakaúpa í íslandsbanka, nema að um forgangs- hlutabréf sé að ræða. 2. Að gerð sé ítarleg rannsókn á efnahag og rekstri þeirra togarafél aga, sem fengju aðstoð ríkisábyrgð- ar, enda veitist hún því aðeins, að tiygg eign sé að veði. 3. Að sala gjaldeyrisvara sé á einni hendi (útflutningsnefnd), til þess að eigi verði smogið með and- viröi hennar fram hjá bönkunum; né viðskiftaaðilum þeim, sem út- vega nauðsynjavöruna, og eigi síð- ur til varnar því, að margir fram- bjóðendur hennar á erlendum mark- aði, felli verðið með undirboöum eins og dæmi eru til. 4. Að sett verði á næsta þingi öflug innflutningshöft á erlendum vörum, etnungis leyfður innílutning- Sr á brýnustu nauðsynjavörum, en algerlega bannaður innflutningur á miður þörfum vörum, meðan að jöfnuður er að komast á viðskifti landsmanna út á við. — — Annað atriði í fjármáiabar- áttu landsins, sem vikið er að í upp- hafi þessarar greinar, er að verða óbærilegt almenningi og atvinnu- vegunum. En hvers er annars að vænta, þegar opinberir starfsmenn eru eigi aðeins í miklum meirihluta f þinginu, heldur skifta þeir á milli sín að ráða yfir þeim fáu fulltrúum atvinnuveganna, sem þar eiga sæti. Embættismennirnir viðhalda fíokka- riðluninni til þess að hrossaprangið hafi sem víðast svið. Þeir hafa ráð- ið mestu í fjárveitinganefndum á síðustu þingum, í neðri deild t. d. Bjarni frá Vogi og Magnús Péturs- son, og þeir hafa leitt svo langt fjár- veitingastaii'semi þingsins, að nú eru engar líkur til að tekjur ríkissjóðs nægi til starfsmannalauna og . bitl- inga og afborgana af skuldum lands- ins. Þessvegna veröur nú árlega að leggja nýja skatta og útgjöld á kjós- endur, aðeins til þess að borga sí- fjölgandi embættismönnum töluvert hærri starfslaun en fyrir stríðið, og auk þess alt að þessum tíma dýr- tíðaruppbót, mikið hærri upphæð en aðallaunin. Hún er miðuð við verð- stuðul allmargra vörutegunda. Eru sumar útlendar en sumar innlendar vörur uppsprengdar á reykvískum markaði. Verðfall inniendu vörunn- ar hefir því haft mjög lítil áhrif til lækkunar dýrtíðaruppbótinni. Þó að efnahag bænda og annara atvinnu- rekenda hafi stóihrakað 2 síðastl. ár, þá hefir sú óáran Iítið snert embættismennina, þeir hafa séð um sig. En þaö eitt er ekki svaríasti bleiturinn, þó aö þeir hafi nú orð- ið hlutskarpasíir í baráttunni um fjármnni ríkissjóðs. Afleiöingarnar eru verri: ofsókn unga fólksins til skólanna áieiðis í embættisstigana, flótti manna frá trfiðisvinnunni tii styrks snspanna, glaumsins, hóglífs- ins og æsinganna í aðal umhverfi þeirra Rvík. - Því meir sem þess- um snapalýð fjölgar og að sverfur, því ósvífnari verður ágengnin við ríkissjóð. Helztu kröfur framleiðenda á þessu sviði tii þingmanna sinna eiga að vera þessar: 1. Að dýrtíðaruppbót sé nær af- numin á næsta þingi, af því hún hefir verið í tvö ár of há. 2. Að einstök embætti og opin- ber störf verði lögð niður um stund- AFOREIÐSLAN er hjá Jóni I>. I>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundiii við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. | 7. blað. arsakir, meðan þjóðin er að ná efna- hagsjafnvægi aftur. 3. Að fulitrúar bænda og búaliðs lúti föstu skipulagi og ákveðinni flokksstjórn í þinginu. í hvorum flokknum, viljið þið eiga fulltrúa kjósendur góðir; flokki milliliða og embæftismanna eða fiokki samvinnu- manna og bænda? Sá sem svíkur Iit, svíkur sjálfan sig og framtíðina. Önundur tréfótur. Bannlögin. iii. Hrakspár andbanninga hafa rætst, segir íslendingur. Bannlögin eru brotin. Útrýming áfengis hefir reynst ófram- kvæmanleg. Bannlögin eru orðin hneykslislög. Nú í seinni tíð hafa andbanningar sett fram veigamestu ástæðuna gegn bannlögunnm í slfkum orðum og þesrum. Þeir hafa gefist upp við árás á flestum öðrum sviðum. Verður því ckki komist hjá að taka þessa ástæðu þeirra til greina í umræðum við þá um málið. Andbannirigar þykjast eflaust stoltir af, að hafa séð það fyrir, að bannlögin yrðu brotin. Þykjast líklega hata spá- dómsgáfu til að bera f ríkum mæli.— Þegar eg las greinina í íslendingi fyrir nokkrum dögum, þá spáði eg því, að þessari grein yrði svarað. Nú hefir sá spádómur rætst. Finst mér þó eg ekki geta gert kröfu til þess að heita spámaður. Já, bannlögin eru brotin. Hverjum œyndi detta í hug, að bera á móti því. Og satt að segja finst mér það benda á ókunnugleika ritstjóra íslend- ings á stjórnarfari hér á landi, ef honum hefir komið það mjög á óvart, að bannlögin voru brotin. Hér á landi eru mörg lög brotin. Ef til vill öll að einhverju leyti. Það eru ekki bann- lögin ein, sem heitið geta hneykslis- lög með tilliti til framkvæmdanna. Eg vil benda íslendingi á grein í Skóla- blaðinu ritaða af Sigurði lækni Magnús- syni á Patreksfirði Eg man ekki tölu- blaðið. Það er eitt af þeim sfðustu á liðnu ári. Svo læt eg hann dæma um það, hvort ekki væri hægt að ræða um hneyksli f því sambandi. Ef til vill finnur hann ástæðu til að koma með tillögu um að afnema fræðzlulögin fyrir bragðið. Og það er heldur ekki neitt einstakt með bannlögin, þótt þau séu brotin »svo að segja við nefið á stjórnarvöldum r>'kisins.« Eg tel áreiðan- legt, að meiri óknyttir séu ekki gerðir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.