Dagur - 09.03.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 09.03.1922, Blaðsíða 1
DAGUR keraur út á hverjura fimtudejíi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. AFOREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. -Þór, Norðurgðtu 3. Talsíml 112/ Uppsðgn, bundin við áramdt, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 9. marz 1922. 10. blað. H jartans þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinar- þel við fráfall og útför föður okkar og bróö- ur, Péfurs Jónssonar frá Qautlöndum. Systkini, börn og fengdabörn. Bannlögin. V. ár. M-Ó-O-F-N-Á mjðg góða, hentuga í baðstofur og sveita- heimili, útvega ^eg. Peir, sem hafa reynt ofnana, Ijúkaj lofsoröi á þá. Byrgðir fyrir- liggjandi. Jón Stefánsson. Talsfmi 94. 2^ Akureyri. Kosningasókn Björns Líndal. Mislagðar hendur. Viö nýafstaðnar kosningar í Þing- eyjarsýslu þótti Degi rétt, að fara sínu tnáli hóflega fram. Hann jiekti skaplyndi þingeyskra kjósenda og vissi aö hóflegar rökræður mundi vera pað eina, sem þeir tækju til greina á þann hátt, sem ætlast væri til og hann vildi ekki misbjóða þeim með neinu yfirborðs-æsinga- fleipri. Bjðrn Lfndal lögmaður á Sval- barði ókyrðist heldur en ekki, þegar dró að þessum kosningum. Kom það á daginn, nú sem fyr, að hann á jafnan heldur bágt með sig, þegar um eitthvað stórt í pólitíkinni er að ræða. Hann skrifaði 18 dálka æsinga- grein í íslending, — meðmæli með Steingrími bæjarfógeta og var miklu flóði af þeim ósköpum steypt yfir Pingeyjarsýslu eða um. 300 auka eintðkum að sögn. Má af þvf ráða hversu Isl. er útbreiddur í Þingeyjar- sýslu meðal fastra kaupenda. í upphafi greinar sinnar, hefir B. L. fariö mjög lofsamlegum orð um um hinn failna foringja þing- eyinga og það að verðugu. Hann hefir sömuleiðis farið Iofsamlegum oröum um þingeyska kjósendur fyrir það, að bera gæfu til að senda þann og aðra ágætismenn til þings. Telur það vott þess, að Þingeyingar séu hygnir menn og meníaðir. Við þessa ályktun lögmannsins er ekkert að athuga. Það er heldur ekkert furðulegt, þó svo framgjarn maður þættist þurfa að leggja orð til þessara kosninga, ekki sízt þar sem framhleypnin er honum ásköpuð til viöbótar. En af því, sem að fram- an er sagt, hefði mátt ætla, að hann gerði sér Ijóst, við hverskonar menn hann væri að tala. En af grein hans verður ekki ráðiö, að hann hafi gert það. Hún er ekki boðleg þingeyskum kjósendum eða neinum kjósendum. Það er mjög vafasamt, að til séu hér á landi, svo óþroskaðar mannverur, að slfk grein hafi á þær tilætluð á- hrif. Ef leita ætti eftir hæfum hljóm- grunni fyrir slikt mjóahljóð vitsmun- anna, væri hann hekt að finna hjá uppeldissonum og aðstoðarlýð kaup- manna I bæjum landsins, sem er notaður, til þess að stappa á sam- komum og gera önnur pólitísk hrak- verk. En af þesskonar lýð er ekki margt í Þingeyjarsýslu — því betur. Birni Líndal hafa áður mislagst hendur í pólitík en líklega aldrei jafnóskaplega eöa með þvílíkum afleiðingum.. Hann byrjar á því að skjalla Þingeyinga fyrir mentun þeirra og hyggindi, en ber síðan á borð fyrir þá æsingagrein af lakasta tægi, andlegt óæti, ósamboðið hyggn- um og mentuðum kjósendum. Hann viðurkennir í orði, það sem hann afneitar f verki og hann misbýður Þingeyingum með því að skipa þeim á bekk með minst þroskuðu kjós- endum þessa lands eða jafnvel þar fyrir neðan. Hræðurnar. Eins og áður er sagt hefir B. L, ekki reynt að vinna þingeyska kjós- endur á sitt mál með hóflegum rðk- ræðum, heldur hefir hann meö ærslum og æsingaglamri reynt að ginna þá til fylgis við skjólstæðing sinn, Steingr. bæjarfógeta, en til mótstöðu gegn Ingólfi Bjarnarsyni. Þetta hefir hann leitast við að gera á þann hátt, að búa til ægilegar hrœður úr Ingólfi Bjarnarsyni og öllum þeim öflum, sem stutt hafa að kosningu hans. Ægilegasta hræð- an er auðvitað Jónas frá Hriflu, sem hann kallar skaðlegan mann, Lenin íslands og þar fram eftir götunum. Samvinnublöðin eru önnur hræðan og hin politíska samvinnusiefna sú þriðja. En hræöilegast er þó það, samkv. skýringum hans, að Ingólfur Bjarnarson og allir fylgismenn hans eru grímuklæddir rússneskir bolsé- vikar og hin politíska samvinnu- stefna grímuklæddur rússneskur bolsé• vismi. Eins og síðar mun sýnt, hefir B. L. ekki reynt að finna þessum fullyrðingum stað. Hann hefir ekki tekið þessar hræður til neinnar rann- sóknar eða Ieitast við að sýna kjós- endum hina bolsévisku innviði þeirra. Enda er það ekki venja að gera þeim, sem hræða á, Ijóst, með hverj- um hætti hræöurnar eru gerðar. Yfirborðið átti að nægja, til þess að hafa ákjósanlegar verkanir á liygna og mentaða kjósendur. Það verður að telja ekki eingöngu móðgun við þingeyska kjósendur heldur illa farið vegna Steingr. bæjarfógeta, að reynt hefir verið að afla honum fylgis meö svo auvirðilegum hætti. Frarah. En gagnvart tali um brot á bann- lögunura er vel vert að geta þess, að um hreint bannlagabrot þarf ekki að vera að ræða alstaðar, þar sem roenn sjást undir áhrifum vfns. Það er brot á móti þeim anda, sem lá til grund- vallar fyrir þvf, að bannlögin komu fram. En á móti þvf er ekki hægt að mæla með rökum, að megnið af því áfengi, sem drukkið er, getur verið löglega fengið, eftir bókstaf Iaganna. Og við verðum að sætta okkur við það, að lifa hér f heimi, þar sem andinn á erfitt uppdráttar gegn bók- stafnum. Mikið af vfninu kemur gegn- um læknana, — meðal annars dýra- læknana og spurning um, hve margir gætu heitið því nafni í þessu tiliiti, Læknirinn gefur lyfseðil upp á áfengi. Ekki er það lagabrot, því að þetta er lyf handa sjúklingi. Og eftir þvf sem eg hefi heyrt, stendur á flöskunni, sem úr lyfjabúðinni kemur, hve oft eigi að taka lyflð inn á dag og hve mikið f senn. Ekkert af þessu er brot á móti bókataf laganna. Og ekki hefir það verið talið lagabrot, þótt sjúkl- ingur noti ekki meðalið eins og læknir fyrirskipar. Og fyrst dýralæknnrnir eru svona örlátir við beljurnar, eins og íslendingur lætur af, þá lítur það svo út, að þeir álfti beljunum þess fulla þörf og verður að öllura iíkindum ekki á því haft. Og ekki get eg skilið, að það heyri undir Iög, þótt kýreigendur sumir séu svo lftilþægir að ieggjast niður við kýrdallana og sötra úr þeim sopann, sem kúnum er ætlaður. Ennfremur má talca það tii greina, að iðnaðarmönnum sumum virðist óþarf- lega mikið ætlað af þessari vöru til iðnar sinnar, eða þeir reka ekki iðn sfna f svo stórum stfl og til er ætlast Það er lýðum Ijóst, að iðnaðarmenn nota allmikið til drykkjar af spiritus þeim, sem þeim er ætlaður til iðnaðar. Og sumir ef til vill eingöngu, þvf að sveinsbréf muo látið nægja, til þess að afhent sé áfengisbók. Og öllu þéssu mun erfitt að hafa nokkuð á, út trá bókstaf laganna séð. Ótalmargt fieira mætti sjálfsagt telja af því tagi, sem sýnir, að mikið af því áfengi, sem notað er til drykkjar, er löglega inn- flutt og komið til ncytenda á löglegan hátt, eða á þann hátt, að erfitt er á að hafa. En hitt er ánnað mál, að anda þeim, sem hratt lögunum af stað, er herfilega misboðið með öllu þessu. Eg vil ekki segja eins ákveðið, að anda sjálfra bannlaganna sé með þessu mis- boðið. Því að ýmsir þeir, sem áhrif hafa haft á það, hvernig þau lög lfta út, munu hafa til þess ætlast, að þessi yrði ávöxturinn. Víð verðum að gæta þess, að aðflutningsbannið sem 60% greiddra atkvæða kjósenda landsins báðu um 1908, eigum við ekki núna. Við áttum þau aðeins öriítinn tíma. Konsula- og Iæknavínið hefir hvort- tveggja komið f bága við það. Fyrir undanþáguna til konsúlanna hefir raunar ekki mikið vfn flutst inn f landið. Það var undirlægjuhátturinn og brot á »principi« laganna, sem sveið bann- mönnum og öðrum sómakærum íslend- ingum sárast. Og sporið virðist ekki stærra né hættulégra en svo, að það þorðu að stfga þeir þingmenn, sem voru f rauninni banninu andvfgir, þótt ekki þyrðu þeir annað en að greiða bannlögunum atkvæði sitt vegna kjós- enda sinna. Þvf að hafi einstakir þing- menn verið neyddir til að lúta þjóðar- viljanum í nokkru máli, þá er það í þessu. Eg get vel sagt ritstjóra ís- lendings það f fréttaskyni í þessu sambandi, að 1 Reykjavík hefir ekki nokkur andbanningur boðið sig fram til þings síðan ipn, þegar tveir mætir menn buðu sig fram sem and- banningar og fengu aðeins sárfá at- kvæði. Sfðan hafa andbanningar ekki boðið sig þar fram til þings, — þ. e. a. s. engir hafa þótst vera andbann- ingar meðan á kosningabaráttu stendur. Jón Magnússon forsætisráðherra hefir altaf verið bannmaður meðan kosninga- barátta hefir staðið yfir f Reykjavfk, þegar hann hefir verið þar f kjöri, þótt hann nú hafi neitað að leggja erindreka Stórstúkunnar Einari Kvaran nokkurt liðsinni f utanferðum hans, en sendi einn af ákveðnustu andbanu- ingum landsins, til að semja við Spán- verja. Af þessu má dálítið markt, hvernig andinn muni vera f Reykvfk- ingum gagnvárt bannlögunura.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.