Dagur - 09.03.1922, Síða 2

Dagur - 09.03.1922, Síða 2
36 DAOUR 10. tbl. ««,S»lSVSA.S^' Undanþágan til læknanna var miklu eðlilegri en til konsúlanna, þótt hún hafi reynst margfalt hættulegri fyrir framgang bannmálsins. Og þess er eg fullviss að margir þeirra lækna, sem fram á það fóru, að leyfður yrði inn- flutningur á vínum til lyfja, hafa ekki ætlast til, að svo færi, sem raun hefir orðið á. Það þurfti ekki að líta svo hættulega út, þótt lagt væri eilt vín- leiðslurör upp til landsins, þegar heil- brigðisverðir þjóðarinnár voru settir við kranann, til að gæta þess að ekki rynni nema þörf væri á. En svo verður útkoman þessi, að sumir læknar verða að krana, sem hver og einn getur snúið eftir vild sinni og fcngið áfengi f gegnum. Raunar væri ef til vill heppilegra að líkja þeim við »automat« víngeyma. Á þeim er einhverskonar rifa, eins og á mörgum öðrum geym- um, t. d. gasgeymum í húsum. í þessa rifu þarf að stinga einhverri vissri peningaupphæð, stórri eða Iftilli, eftir þvf, hvernig geymirinn er gerður. Og þá kemur ákveðinn skamtur af áfengi. Ef íslendingi er eins sárt að lfta drykkjuskap hér á landi og hann lætur, þá ætti hann að reyna að gangast fyrir því, að þetta vínleiðslurör verði tekið í burtu, þar sem læknastétt landsins hefir sýnt, að hún ekki er svo siðferðilega þroskuð, að henni sé treystandi til að hafa umráð yfir vín- inu til lyfja. Þá stæðum við betur að vfgi með að dæma um, hvað bannlaga- brot eru. Og þótt flestir læknar lands- ins mæltu með þvf 1915, að leyfður yrði innflutningur á vínum til lyfja, þá er það áreiðanlegt, að það myndi einhverjir þeirra vera fylgjandi þeirri breytingu nú, að sá innflutningur yrði aftur bannaður. Meðal lækna landsins eru margir- svo sómakærir menn, að þeim er ekki sama um þá vanvirðu, sem einstakir læknar gera stéttinni f þessu efni. Enda hafa raddir komið um það frá læknum, sem ekki voru meðal þeirra, sem lögðust á móti inn- flutningi víns til lyfja 1915 Ef Í3- lendingur vill gangast fyrir þessari breytingu á banulögunum og fleirum sem stefndu í þá átt, að minka ieyfðan vfninnflutning tii landsins frá þvf, sem nú er, þá skal eg trúa þvf, að hann segi það satt, að hann taki sárt að sjá vínnautn hér á landi. Og geti vfnsstraumurir.n ekkeit minkað við það, þegar frá lfður, þá get eg skilið það, að hann geri það af umhyggju fyrir þjóðarsómann að leggja það til, að bannlögin verði úr gildi numin. Þá, en fyr ekki. IV. Veit eg vel, að bannlögin hafa enn ekki náð tilgangi sínum. Og þau haía ekki náð tilgangi sfnum að tvennu leyti. Þau hafa hvorki náð tilgangi bannmanna né andbanninga. Hvoru- tveggja flokkarnir eiga þátt f þeim. Þau hafa ekki náð þeim tilgangi að útrýma áfengi úr landinu, eins og hlutverk þeirra er frá hendi bannmanna. Og tilgangur andbanninga með fleyg- um sfnum hefir gersamlega mishepnast. Þeir ætluðu með þeim að eyðileggja bannhugsjónina f huga þjóðarinnar. En eg er ekki í neinum efa um það, að banninu hefir aukist fylgi til muna sfðan 1908. ísiendingur heldur fram því gagnstæða. Hvorugur okkar getur að svo komnu máli fært fullkomnar sönnur á sitt mál. Um breytingu á afstöðu þeirra manna, sem atkvæði greiddu um bannið 1908, er hæpið að fuliyrða. Eg geri ráð fyrir, að einhverjir, sem þá voru með banni séu því nú andvfgir. Og hitt veit eg, að margir, sem þá voru móti, eru þvf nú hiyotir. Og hitt er eg þó enn viss- ari um, að allur fjöldi þeirra, sem sfðan hefir fengið kosningarrétt, séu banninu íylgjandi. Sjáifsagt hefir ís- lendingur alveg gleymt konunum, þegar hann segir, að sér sé nær að halda, að mikill meiri hluti nýrra kjósenda séu andbanningar. Mér kæmi það ekkert á óvSrt og teldi íslending vaxa við, ef hann tæki ummæli sfn um nýju kjósendurna aftur og bæði kven- fólkið að fyrirgefa ógætnina. — En veigamestu sönnunina fyrir vaxandi fylgi við banniögin geía andbanningar œér og kem eg að henni í niðurlagi greinar minnar. En hvað viðkemur þvf, að bann- iögin hafi ekki náð tilgangi bannmanna, þá verð eg að geta þess, að eg er alls ekki óánægður með það, hvað bannlögunum hefir orðið ágengt f þvf tilliti, þegar allar aðstæður eru teknar til greina. Aðstaðan er þannig, að fiestum sýslumönnum og bæjarfógetum landsins er illa við bannlögin. Sögur ganga um, að þeir sjálfir brjóti þau og tregðist við að framfylgja þeim f lengstu lög. Margir læknar landsins eru þeim ennfremur andvígir og gera sitt til að spilla framgangji þeirra. Á þessum tveim stéttum landsins öðrum fremur hvflir framgangur bannmálsins. Og þó hefir bannlögunum orðið mikið ágengt þessi ár. Drykkjuskapurinn hefir stórum minkað. 191G lýsti borgar- stjórinn í Reykjavlk, sem eg má þó segja, að var andbanningur, því yfir á opinberum fundi, að þá væri engin sú fjölskylda, sem þægi af bænum fyrir þá sök, að heimilisfaðirinn væri drykkfeidur. Áður voru þær fjölskyldur margar. Og allir, sem nokkuð þekkja til í Reykjavfk, vita, að það má nú heita undantekning, ef verkamaður þar er drykkjumaður. íslendingur getur spurt einhverja kunnuga um breytinguna, sem orðtð hefir fyrir austan Hellisheiði og greiðsölustöð- unum þar í grend, síðan bannlögin gengu I gildi. Og eitt dæmi vil eg nefna úr Reykjavfk, sem sýnir ekki litla breytingu, Vorið 1920, síðasta vorið, sem eg var f Reykjavfk, leið lokadagur vetrarvertfðar svo, að enginn varð hans var á götum bæjar- ins. Hafði slfkt eldrei þekst þar áður í manna minnum. Hvort svo hefir verið þar sfðastliðið vor, veit eg ekki. Eítir því, *sem maður fær fregnir af, sést vfn alls eklii f sumum sveitum landsins og í fiestum sveitum vfnnautn sama og engin móts við það, sem áður var. Og heita má undantekning f flestum sveitum, ef fullur maður sést á mannamótum. — Þetta gefur mér sannanir íyrir því, að bannlögin séu vinsæl og f heiðri höfð meðal alls fjölda þeirra manna, sem eru kjarni þjóðarinnar. Verkamönnum í bæjum og bændum í sveit, Og framtfð þeirra laga er augljós, sem eiga stuðning sinn hjá þessum stéttum Eg Iít því björtum augum til framtfðarinnar í þessu efni, svo framt eg megi vænta þess, að sú endemis-stjórnleysisöld, sem nú rfkir hér á flestum sviðum, megi einhverntfma af okkur ganga. Eg kvfði engu, þótt erfitt gangi enn nokkur árin. V. Þá kem eg að niðurlagi greinar- inna*-. Það flytur tillögu til breytinga á bannlögunum. Að vfsu gæti komið til mála að skoða það scm tilboð frá andbanningum. Þeir lofa þvf að hætta að brjóta bannið, ef þeir íá greiðari aðgang, að hinum léttari vfnum. En ekki kemur það skýrt fram í grein- inní, að um tilboð sé að ræða og vil eg þvf taka þessa tillögu til grema og fara um hana nokkrum orðum og það sem henni er til gildis talið. »Það fer milliveginn.« Það er það fyrsta, sem tillögunum er talið til gildis. Það er auðheyrt, að ritstjórinn nýi er þegar kominn inn í anda þeirrar stjórnmáiastefnu, sem nú er ráðandi hér á landi. Um að gera að taka tillit til allra skoðana, sem fram koma og bræða þær saman, hversu and- stæðar, sem þær cru og haga öllum lögum og allri stefnu eftir þvf, þó að úr því hljóti altaf að verða hreinasta stefnuleysi og^öll starfsemi hvorki fugl né fiskur. Auðvitað veit íslend- ingur vel, að leyfi á léttari vfnum er hér um bil sama og algert afnám banniaganna. Þá væru sterkari vfnin örugg með að fljóta í' kjölfarið og eftirlit illframkvæmanlegt og það þótt lögregluvald þjóðarinnar tæki stórfeld- um breytingum til batnaðar frá þvf, sem nú er. »Rfkið yki tekjur sínar af tollunum.* Það er annað atriðið, sem íslend- ingur telur tillögunni til gildis. Þessu þarf ekki miklu að svara. Álftur nýi ritstjórinn viikilega, að hagur manna sé svo glæsilegur hér á landi, að mjög eftirsóknarvert sé að herja inn peninga í rfkissjóðinn á þann hátt, að um leið færi margfalt meira fé út úr landinu? Álftur hann það hyggilegt íjármálabragð, að fá vöru inn f landið með það fyrir augum, að fá af henni einhvern toll í ríkissjóðinn þótt þeim peningum, sem að öðru leyti fara fyrir vöruna, sé kastað beint í sjóinn eða verra en það? Eg vona, að allir sjái veiluna f þessum með- mælum íslendings með tillögunni og læt því útrætt um þau. Ástæðuna um blómgun reglunnar get eg líka verið fáorður um. Reglan er ekki til sjálfs sfn vegna. Geti hún komið hugsjón sinni svo í framkvæmd, að starfs hennar þurfi eklti lengur við þá leggur bún sig með glöðu geði til hvíldarinnar. En hún sækist ekkert eftir að hafa vín inni í landinu til þess að hafa eitthvað við að glfma. En eigi að skilja þessi ummæli ís- lendings svo, að hún muni nú vera að sofna fyrir áhrif bannlaganna, þá ráðlegg eg honum að leita sér upp- lýsinga um hag og frsmfarir stúknanna sfðastliðin ár. Sfðustu meðmælin með tillögunni snúa að Spánverjum. Ef við leyfðum innflutning á léttu vínunum, þá hættu Spánverjar við sð leggja innflutnings- höft á saltfiskinn okkar, segir íslend- ingur. Eg hefi aídrei heyrt það fyrri, að Spánverjar ætli að leggja innflutn- ingshöft á fiskinn okkar. Það hafa komið skeyti um það, að þeir hafi haft á orði að setja háan toll á hann. Og við það á íslendingur líklega. En nú spyr eg: Hvaðan hefir íslendingur pað, að Spánverjar ætli að hætta við að setja tollinn á, ef við leyfum inn- flutning á léttum vfnum? Skiimálar þeir, er þeir settu íslendingum veit eg ekki til að hafi verið bættir. En eftir þeim kostum að dæma, er þeir settu Norðmönnum, þá eru það alls ekki eingöngu létt vín, sem þeir kröfðust, að innflutningur væri leyfður á. Upp í 140 var eitt sinn gert ráð fyrir að Norðmenn myndu slaka til með bann sitt. Og var þó enn bil í m lii. 2i° vín rainnir mig að til væru nefnd. Og svo vildu þeir fá að blanda mildari vfnin með spiritus. En hvaðan hefir íslendingur þetta tilboð þeirra? Eg spyr og vonast eftir upplýsingum. í þessu sambandi vil eg sér í lagi geta þess, að mjög þótti mér leiðin- legt, að sjá, að íslendingurinn, sem nýkominn er heim til fósturjarðar sinnar, skuli þegar hafa skipað sér f fiokk þeirra manna, sem reiðubúuir eru til að þiggja hjálp frá kúgunar- hendi erlendra þjóða gegn löndum sfnum, sem á öndverðum meiði eru í innanlandsmálum, — skipa sér í flokk þeirra manna, sem virðast reiðubúnir og geta með óblandinnU gleði teflt sóma og sjálfstæði þjóðar sinnar f voða, — bara til þess að geta átt greiðari aðgang að áfengum drykkjum. Að lokum vil eg svo geta þess, að einu leyti gladdi það mig að sjá þessa umræddu tillögu koma frá andbann- ingi. í því liggur sterkasta sönnun mfn fyrir því, hve bannmenn eru sterkir hér á landi og að andbanningar vita það, þött þeir vilji ekki við það kannast. Þeir vita, að þeim þýðir ekki að fara fram á það að fá bannlögin afnumin hreint og beint, hversu fegnir, sem þeir vildu. Hér þarf að fara gæti- legs í sakir. Andbanningar hafa haldið allraikið undan, sfðan bannlögin gengu f gildi. Þeir hrósa nú bindindisstarf- seminni upp á hvert reipi og eiga vart nógu sterk orð til að lýsa hrifni sinni á henni. Og svo telja þeir sjáif- sagt að banna innflutning á sterkari vfnum. Og eigi síður má tillagan sú merki- leg heita út frá mótbáru þeirri, er kom áður fram í sömu grein, gegn bannlögunum, að með þeim væri gengið inn á það svið, þar sem sið- gæðis og sómatilfinningin ein eigi að ráða. Eigi siðgæðis og sómatilfinningin ein að ráða því, hvort drukkið er eða drukkið ekki, þá verður hún, eftir sama *principi,« að ráða þvf, hvað drukkið er. Og komi það ekkert f bága við réttmæta hagsmuni annara að drekka létt vfn, þá gerir það það ekki heldur, þótt drukkin séu sterk vín. Á þessu getur maður séð, hve skýrt andbanningar sjá villurnar f sfn- um eigin málstað. Þeir komast ekki hjá þvf að rffg sjálfir niður þær mót- bárur, er þeir bera fram gegn bann- lögunum. Qunnar Benediklsson,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.