Dagur - 09.03.1922, Síða 4

Dagur - 09.03.1922, Síða 4
38 DAQUR 10. tbl. SKINN SKINN | SKINN SKINN Sútunarverksmiðja okkar hefir nú tyrirliggjandi miklar birgðir af sútuðum sauðskinnum, bæði með ull, og eins Iituð og ólituð skinn ullarlaus, ætluð til söðlasmíðis. VERÐIÐ ER LÁQT. Pant- anir út um landið afgreiddar með fyrsíu ferðum; Haraldur Guðnason & Co., Akureyri. réýni jafnt og þétt að tortryggja fjár- hagsástæður félagsins og lama láns- tráust þess. Engir menn á landinu nema Einar og örfáir aðrir áhangendur íslendings meta sóma sinn svo lftils, að beita sllkum vopnum. Og engu málgagni eru sllk skrif samboðin nema íslendingi. Brotfrekstur Einars á Stokkahlöð- um úr Kf. Eyf. er honum að vonum þyrnir í holdi. Dagur hefir hlífst við að skýra frá þeim atburði vegna Ein- ars. Formaður félagsins hefir í grein sinni hér f btaðinu minst á hann. í stað þess að þegja það mál fram hjá sér, hefir Einar í io tbl. ísl. ýms digurmæli á takteinum. Hann spyr hver sé hinn rétti vettvangur að leita réttar sfns, en svarar þvf sjálfur á þá leið, að réttur vettvangur séu dómstólarnir og segist geyma sér rétt sinn. Til skýringar má geta þess að þeir, sem sæta brottrekstri, geta skotið máli sfnu til næsta aðalfundar félags- sins. Geta má nærri, hvort Einari hefði verið það á móti skapi, að aðal- fundur heíði ónýtt þessa ráðstöfun stjórnarinnar, ef hann hefði treyst á málstað sinn! Enginn vafi er á því að réttur Einars verður vel geymdur undir lás hans eigin sektarmeðvitundar. Æran hans Einars, eigi sfður en annara manna, er svo bezt geymd, að ekk- ert sé við henni hróflað. Ritstj. Dags hefir f málaferlum sfnum við Einar komist f talsvert náin kynni við hana og veit, að hún er ofur-viðkvæm, eins og móðursjúk kona, sem ekkert má fyrir koma. Opið bréf til sambandsfélaga Iþróttasambands Islands innan Norðlendinga- fjórðungs. Ein af hinum mörgu fþróttum, sem mjög er að ryðja sér til rúms er hið svo nefnda viðavangshlaup. Eins og allir fþróttamsnn vita, þá er þetta gagnleg og afar skemtileg fþrótt, fþrótt sem margar þjóðir og þá einkum Englendingar hafa iðkað marga mannsaldra og hefir hún átt afarmiklum vinsældum hvarvetna að mæta. Og þótt undarlegt megi heita, þá er þeasi ágætis fþrótt mjög Htið iðkuð hér á landi. En við svo búið finst öllum áhugasömum fþróttamönn- um eigi lengur megi una og er það þessvegna að fþróttafélagið »Þór« Oddeyri, hefir ákveðið að halda vfða- vangshlaup hér við Akureyri sumár- daginn fyrsta n. k. og býður það þv hér msð öllum íþrótta- og ungmenna- félögum í Norðlendingafjórðungi, sem eru í í. S 1, að taka þátt f hlaupi þessu. Hlaupið höfum við hugsað okkur um 4000 metra. Verður sumt af þessari veg lengd hlaupið eftir dá- góðum vegi og sumt yfir holt og hæðir og tii tálmana; garðar, skurðir og girðingar. Kept verður f fimm manna sveitum og væri það æskilegast, að allir þátttakendurnir f sömu sveitinni væru úr einu og sama félaginu, en sé þess eigi kostur þá geta tvö félög f sameiningu sent eina sveit. Og að endingu er fastlega skorað á öll þau fþrótta- og ungmennafélög, (sem eru í í. S. í) hér f nágrenninu og eins á þau sem Iengra eru til, ef þeim er það eigi mjög miklum erfið- fleikum bundið, að senda menn á þetta yrsta vfðavangshlaup, sem háð verður hér á Akureyri. Eftir svari frá félögunum óskum við svo fljótt, sem frekast er unt. Akureyri, 16. febr. 1922. í útifþróttanefnd íþróttafélagsins »Þór« Oddeyri - Ingðlfur Guðmundsson, Karl Hallgrímsson, Sieindór Hjalialín. Gjafir til nauðstaddra barna Austurrfki. Jónas Jónasson Sílaiæk 2.00, Þór Jónasson s. st 5 00, Jónas Andrés- son s. st. 5.00, Laufey Indriðadóttir s. st. 2 oo, Helga Jónasdóttir 3. st, 1 00, Margrét Sigurðardóttir s. st. 1 00, Þórh. Andrésson s. st. 2 oo, Hámundur Jónasson s. st. 2 00, Þor- geir og Gyða á Sandi 3 00, Guðrún Oddsdóttir s. st. 5 00, Iogibjörg Hall- grímsdóttir s. st. 3 oo, Sigfríður Kristinsdóttir s. st. 2 00, Baldur Guðmundsson s. st. 1 00, Heiðrekur Guðmundsson s. st. 1.00, Þurfður Hallgrímsdóttir s. st. 3 00, Hólmfr. Friðjónsdóttir s. st. 5 00, Bjartmar Guðmundsson s. st. 5.00, Þorgnýr Guðmundsson s. st. 1 00, Völundur Guðmundsson s. st. 1 00, Auður Friðbjarnardóttir Hranast. 5 00. Her- borg Jónsdóttir s. st. 5 00, Halfdánía Jóhannesdóttir s. st. 2 00, Sigurjón Ármannsson s. st. 3 00, Sigrún Jónas- dóttir s. st. 5 00, Friðrikka Eyjólísd. s. st. 1.00, Frá Hellnaseli 3 00, Hallfrfður Sigurbjörnsdóttir Skriðuseli i.oo, Illugastaðasókn 20 00, Steingrfmur 1000, í S. Akureyri 5 oo, Frá Sjúkl- ingi 2 00, Helga Jósepsdóttir Svæði Grenivík 10.00. * * KarlmannasokKar úr ull, með ýmsum litum. Kvenpeysur mjög hlýjar með mismunandi gerð og'Jitum. Sjalklúfar úr ull, smáir og stórir, fæst í KAUPFÉL. EYFIRÐINGA. • •••• •• • •• Verzlunii) ,Braffahlið‘ gefur 25—50°|0 afslátt til 15. þ. m. af skófatnaði, ýmsum tegundum og mðrgu fleiru. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ! 8. marz 1922. Brynjólfur E. Stefánsson. Samband Islenzkia Sam vinn ufélaga hefir fyrirliggjandi og útvegar alls konar LAN DBÚN AÐARVERKFÆRI: Sláttuvélar, Milwauke. Rakstrarvélar, Milwauke. Snúningsvélar, Milwauke. Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- ^ kenningu á landbúnaðarsýningunni í Rvík 1921. Oarðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, sem hlutu. sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburö, gaddavfr o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýn- , ingunni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við 4» 'tít Búnaðarfélag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um pau. # í Ritstjóri: JÓNAS Prentari: OODUR BjÖRNSSON E-G-G daglega keypt f Sjúkrahúsi Akureyrar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.