Dagur - 30.03.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 30.03.1922, Blaðsíða 2
48 DAOUR 13. tbl. Uþpboð. Mánudaginn 1. maí næstkomandi verður opinbert uppboð haldið að Ytra Kálfskinni á Árskógsströnd og þar seldir ýmsir innanhóssmunir s. s. : rúmfatnaður, borð, eldavél, pottar, skæðaskir.n og ýmisl. fl. Sömultiðis ýms útanhússverkfæri og áhöld s. s. reipi, sleði, aktýgi, mylnukvörn og margt fieira. Ennfremur 2 hryssur, 8 og 4 vetra, og 10-20 ær, ef viðunanleg boð fást. Uppboðið hefst kl. 12 á hádegi og verða uppboðsskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Kálfskinni 22, marz 1922. jón Guðjónsson. Samband Isl. Sam vinn ufélga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s BAÐLYF. Bókasafnið verður fyrst um sinn opið, þriðju- dögum, fimtudögum og laugar- dögum kl. 5 — 8 síöd. Bókavörður. Uppboð. Laugardaginn 22. apríl n. k. verður opinbert uppboð haldið að Hvamm- koti í Arnarneshreppi og þar selt ef viðunandi boð fæst: 1 kýr ung, 1 hestur 5 vetra öjf veturgamalt tryppi, 20 ær og 10 gernlingar^ einnig nokkuð af dauðum munum Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Hvammkoti 20. marz 1922, Magðalena Sigurðardóttir. Þipgfréttir. Átta lög eru afgreidd og eru það flest sroámál. Þar á meðal eru lög um að prestmata sá, 2 hundruð á landvfsu, sem goldin hefir verið af Grund í Eyjafirði, til prestanna í Grundarprestakalli og Akureyri, falli til Grundarkirkju gegn því að kirkju- bóndinn gefi kirkjunni upp skuld þá, sem hún er nú i við hann, 3. uror. fjárlaganna er búin að standa yfir ( 3 daga og stendur yfir enn f dag. Margar breytingartiliögur. Eftir 2. umr. var tekjuhallinn orðinn 140.000 og búist við að hann vsxi. Feld tillaga fjárhagsnefndar um afnám styrksins til barnafræðslu. Fræðslumálin verða tekin fyrir í Nd. að loknum fjárlagaumr. Ekkert heyrist frá viðskiftanefnd og sagt að mjög gangi þar í þófi. A laugardaginn var lokaður fundur hald- inn um Spánarsamningana og er öllu um það mál haldið leyndu að svo stöddu. Símskeyti. Reykjavlk, 29. niarz. Bretar og Bandaríkjamenn vilja að bandamenn gefi hvor öðrum upp ailar hernaðarskuldir og felli skaðabætur Þjóðverja um 2/s hluta. Enn er ófrétt hversn Frakkar taka þessu. Friður saminn milli Tyrkja og Orikkja. Tyrkir fá, Litlu-Asíu og að líkindum Miklagarð. Þjóðabandalagið undirbýr Qenúafundinn í Paris. Lloyd George er talinn Iíkleg- ur til að semja fullan frið við Rússa hvað sem Frakkar og Bandaríkjamenn gera. Bannmenn héldu hér öflugan mótmælafund gegn afnámi bann- laganna síðast liðinn sunnudag. Norðmenn láta ekki( undan og mikil ástæða til að óttast að afleiðingarnar komi niður á aðalkjötmarkaði íslenzkra bænda í Noregi ef við í hagsmunaskyni svíkjumst undan merkjum í bar- áttunni við Spánverja. Fréttaritari Dags. Fólkráðningastofa Norðurlands ræður fólk tii sveita- og sjávarvinnu yfir lengri og skemmri tíma. — Sanngjörn ómakslaun. — Sími 110. . Halldór Friðjónsson. M j ó I K fæst hjá Árna Jóhannssyni.; Kf. Eyf. Þrjár endur til sölu R. v. á. Nýkomiö í bókaverzlun Sig. Sigurðssonar: Jón Björnsson: Sóldægur (Ijóö). Ibsen: Pétur Gautur (leikr.). Jón Thoroddsen: Maiía Magðalena Jón Leifs: Tónlistarhættir. CRitstjóri: JÓNAS ÞóRBERGSSOjTS Prentari: OPDUR BjÖRNSSON þ Kosningar. (Oreinarkafli úr skrifuðu sveitar- blaði.) .Framh. 2 Þá telja menn vfst að fram koroi listi frá bandalagi kaupmanna, auð- manna og broddborgari um land alt. Væri þá næst að kenna þann lista við Morgunbladið I Reykjavfk, sem eflaust ytði málgagn listans. 3. Sjálfstœðisflokkurmn kemur Iík- lega fram með lista, þó sá flokkur eigi kyrra tvo landkjörna menn á þinginu. 1. Jafnaðarmenn má telja víct að kömi fiam með lista. Þeir geta eigi gengið fram til bardaga undir neinu öðru merki en sfnu cigin. Ekki er lfklegt að hinar litlu leifar Heimastjórnaiflokksins komi fram með sérstakan lista Stefnumaiki þess flokks er náð fyrir nokkru sfðan og flokk- urinn því eðlilega sundraður, sem slíkur. Ef(ir þessu yrðu listarnir jafnmargir og við landkjörið 1916 og frá sömu flokkum, nema hvað Morgunblaðslist- inn kemur ( stað Heimastjórnarlistans. Að vfsu er ekki gott að vita hvaða nafn hinn nýji, blandaði flokkur kann að velja sér, en undir hvaða grímu sem listi þeirra kann að birtast, mun mega telja svo, að að honum standi þeir stórlsxahópar, sem hér hafa verið nefndir. Um hvaða aðalstjórnmálastefnur verður svo kosið ? Þungaraiðjan I allri okkar innan- landspólitfk, nú sem stendur, er aðal- lega sú: hvcrjir það eigi að vera, sem hafi mest að segja f löggjöf og stjórn þessa lands og þá hvort heldur land búnaðarmenn jafnframt smærri sjávar- útvegsmönnum og smáatvinnurekend- um, éða stórlaxar kaupstaða og kaup- túna, með sfnum áhangendum. Með öðrum orðum: hvort hér eigi að verða raungæft lýðveldi eða höfðingjaveldi '{ landinu. Segja má að ýmislegt komi hér fleira tll skjalanna, en það eru þá aðallega greinar út írá ssroa megin- stoíni. Þannig má segja að samvinnu- íélagsskapurinn, vínbannsmálið, sparn- aðarstefnan og alvarleg viðleitni þess, að koma þjóðinni sem íyrst út úr fjárhagsvandræðunum eigi sfnar aðal- stoðir bjá Framsóknarflckki þingsins. Nokkrir þingmenn f öðrum flokkum munu að vísu líta svipað á málin, en þeir njóta sfn miður, œeðan þeir standa dreifðir/ og andstæðum öflnm háðir, að of miklu leyti. Þetta er vitanlega stutt skýring á mikílvægu og tnargbrotnu máii, en í litlu skriíuðu blaðkrýli er ekki unt að rekja ýtarlega alla þætti í stjórnmála- sögu vorri. Aí þvf, sem að framan greinir, er það auðsætt að aðalkosningabarátta, bæði við landskjörið nú I sumar og við kjördæmakotningarnar 1923 hlýtur að verða milli ands/ceðustu flokkanna: Framsóknarflokksias og Morgunblaðs- flokksms. Hér haía þá verið leidd fram nokkur rök til þess, hvers vegna þess ætti að mega vænta, að sveitamenn o. fl. fylki sér avo fast undir merki Fram- sóknarlÍBtans, að sá listi fái langsam- lega flest atkvæði kosningadaginn 1. júlf þ. á. Allir þeir, sem vilja að þvf hlynna að fslenzkur landbúnaður leggist ekki I kaldakol, eiga að kjósa þann lista. Allir þeir, sem vilja hindra það, að ættlandið okkar verði fljótlega aðeins • kríusker* og »skarfasetur« ciga að kjósa þann lista. Þér konur sveitarinnar, sem hafið kosningairétt, gerið nú það sómastryk að fjölmenna jafnskörulega á kosninga- fundinn 1. júlf f sumar eins og þér gerðuð eitt sinn áður. Munið það meðal annars, að vínbannslögin eiga afna mestu andstæðinga f höfðingja- flokknum. Munið það einnig, að Fram- sóknaiflokkurinn vill öfluglega styðja að hollri og þjóðnýtri menningu barna yðar og að það er sá flokkurinn, sem yfirleitt skilur bezt, hvar skórinn kreppir að almenningi f sveitunum. Vera má, að sumir menn kalli þetta »lögeggjan« eins og Skarphéðinn nefndi hvatningsrorð móður sinnar, forðum daga. En þess ber vel að gæta, að hálfkveðnar vfsur og vetlinga- tök duga hvorki við lsndkjörið f sumar né við kjördæmakosningarnar næsta ár. Ritað 5. janúar 1922.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.