Dagur - 06.04.1922, Síða 2
50
DAOUR
14. tbi.
það mikið og eru bækurnar þá fluttar
á milli á ábyrgð bókavarðar eða íor-
mauns bókasafnsnefndar. Eru bæk-
urnar fluttar f þar til gerðum kössum,
sem um leið eru bókaskápar.
Meira.
Símskeyti.
Reykjavík, 5. apríl.
Wirtsstjórnin pýzka fékk skil-
yrðislausa traustyfirlýsingu með
248 atkv. gegn 81.
Karl fyrrum Austurríkiskeisari
dáinn úr lungnabólgu.
Kapólskir menn og mótmæl-
endur í írlandi hafa undirskrifaö
sáttagerð, en sem talið er tvísýnt,
að verði haldin.
Einkafélag á Englandi fær til
nmráða allan loftflotann endur-
gjaldslaust. Ætlar pað að hefja
reglubundnar ferðir milli Eng-
lands, Indlands og Ástralíu.
Orikkir hinir æfustu við banda-
menn út af tillögum peirra um
frið. Þeir vilja halda Smyrna.
Síra Haraldur Níelsson hefir
flutt tvo trúmálafyrirlestra móti
biskupi.
Aðstandendur Steinolíufél. og
par á meðal Jón Bergsveinsson
hafa gert aðsúg að Lansverzl-
uninni, en hafa verið kveðnir í
kútinn.
Fréttaritari Dags.
Á víðavangi.
Símagjöldit]. Fyrir nokkru slðan
var þess getið að laun starfsfólksins
við landssfmann voru lækkuð um s.l.
áramót sem svaraði 22%. Út frá
þessari lækkun skoðað mátti búast
við, að landssímagjöfdin lækkuðu að
einhverjum mun. Eimskipafélagið lækk-
aði farm og fargjötd stórlega um ára-
mótin. Ksupgjald hefir lækkað yfir-
leitt, laun lækka, vörur lækka I verði
og peningaveltan f landinu minkar.
Þrátt fyrir alt haldast sfmagjöldin ó-
breytt. Er það nauðsynlegt og sann-
gjarnt? Þegar gjöldin hækkuðu um
næst sfðustu áramót, komust þvf nær
allir sfmanotendur þessa bæjar f upp-
nám og kvöddu til borgarafundar til
mótmæla. En hafi hækkun gjaldanna
verið ósanngjörn síðastl. ár, er fas>
heldni landssfmastjórnarinnar við háu
gjöldin enn ósanngjarnari nú. En ris-
ið á sfmanotendurn Akureyrar virðist
hafa lækkað talsvert sfðan f fyrra.
Fréttaritur). Þorra manna þeirra,
sem kaupa og lesa blöðin, þykir mest
um það vert, að blöðin séu auðug af
fréttum. En menn gera sér það ekki
Ijóst, hvað það kostar blöðin, að afla
sér þeirra frétta, einkum þau blöð,
sejn búa tjarri höfuðstaðnum. Að vísu
hafa þau nokkra fvilnun f gjaldi fyrir
almenn fréttaskeyti en alls enga í
samtölum. En góðar og nákvæmar
fréttir fást greiðast á þann hátt. Það
er furða að blaðamenn skulu ekki
verða samtaka um að krefjast fviln-
unar í gjaldi fyrir símtöl. Þessi háu
sfmagjöld eiga drjúgan þátt f háu
blaðaverði. Síminn er almennings eign
og það er í almennings þágu að blöð-
in séu fréttaauðug. Núverandi ástand
miðar til þess eins, að gera blöðun-
um ókleift að ná tilgangi sfnum, þvf
almenningur er tregari á að borga
krónunni meira fyrir blöðin, heldur en
að sætta sig við það að tekjur land-
sfmans rýrni örlftið. Hins vegar óvfst
að tekjur hans mundu rýtna, því betri
kjör mundu auka not hans og fréttir
blaðanna, en það mundi aftur gera
almenningi Ijúfara að gjalda krónunni
meira. Árangurinn yrði þá betri blöð.
Fræöslumálanefndit] sem setið
hcfir á rökstólum, befir nú skilað áliti
í 4 pörtum: um Lærðaskólann, Kenn-
araskólann, barnafræðsluna og ung-
mennafræðsluna og sérfræðsluna. Varla
er bægt að búast við því að tveimur
mönnum, þó verkfærir séu, hafi tekist
á svo stuttum tíma að byggja undir-
stöðu að öllu fræðslukerfi landsins til
frambúðar, enda mun það ekki hafa
tekist. Á þessu verki nefndarinnar er
talsverður flaustursbragur og lítið um
hugkvæmni, sem að haldi megi koma.
Verður ekki farið út f þá sálma hér
að sínni. Etnungis skal þess getið að
ekki virðist annað skynsamlegra fyrir
þjóðina, en að fresta öllum ákvörðun-
um um íræðJumálin og taka sér rúm-
an tfma til umhugsunar. Öll vanhugs-
uð og fljótræðisleg grautargerð f þeim
málum verður einungis til skapraunar
og skaða.
Spamaðariillögurnar f þinginu
virðast allar vera að fara út um þúf-
ur. Drjúgum peningum er þó búið að
eyða f þær bollaleggingar og rifrildið
um þær. Neínd færra manna milli
þinga ætti ð vera liklegust til þess
að koma íram með lífvænlegar sparn-
aðartillögur um stjórn landsins, enda
þótt nefudir gefist misjafnlega. Reynsl-
an ætlar að kenna okkur, að tillögur
þingnefnda, sem fytjað er upp á f
flaustri, leiða einungis til aukinnar
eyðslu, því hvert orð þingmanna í
löngum og mörgum ræðum er »gull-
vægt«, af því að tugir háttlaunaðra
manna tefjast frá stöifum, við að
hlusta á Diýgsti og nærtækasti sparn-
aðurinn væri, að gefa þingmönnum sem
minsta ástæðu til þess að feiðast og
tala. Á því er bygð tillaga um þing
annað hvort ár, sem nú virðist eiga
sér vfða formælendur.
>FerÖamenska< er nú köiiuð á
fslenzku n áli viss tegund af eigingirni,
sem lokkar menn til þess að dýfa
fingrum afnum dýpra f opinbert fé,
en viðurkvæmilegt má heita. Hafa
undanfarið staðið f Reykjavlkurblöð-
unum hvassar deilur milli þeirra Lir-
usar Jóhannessonar og skólastj. Jón-
asar Jónssonar. J. J. fann að þvf f
Timanum, að Lárusi þessum voru
fengin tvö embætti hátt launuð, sem
bæði voru þó bjáverkastörf og var
annað embættið búið til sérstaklega
handa honum í handarkrika Jóns Magn-
ússonar. Hann var gerður að >utanrfk-
isráðherra*. Drögin til >ferðamensku«-
nafnsins á svona lagaðri meðferð á
opinberu íé, eru frá árinu 1912. Til
þess að kynnast þeim rækilega þurfa
menn að lesa Tfmann, sem komið hefir
út sfðustu mánuðina. En árangurinn
af skrifum J. J. er orðin sá, að um
leið og ráðuneytið valt úr völdum,
valt og »utanrfkisiáðherrann«. Sýnir
það meða! annars eðii og nauðsyn
þessa embættis, að þjóðin skuli fyrir-
varalaust geta séð á bak svo hátt
settum »díplomat« með embættið á
herðum sér, án þess að það sé talið
nauðsynlegt að bjarga eínbættinu.
Göturnar á Akureyri eru lfklega
með óþrifalegustu blettum á þessu
landi, þegar snjó leysir eða úrkomur
ganga. Hvergi er þó sóðalegra, en
þar sem gengið cr upp á Eyrarlands-
veg að norðan, þar sem vegurinn
liggur flatur íyrir aurburði úr sundur-
rifnum malarkambi. Þar vaða bæjar-
búar forina f mjóalegg og kálfa þegar
verst er. Veikfróðir menn segja, að
ekki mundi kosta nema 2—3 dagsverk,
að gera þarna færan veg, upphleyptan
með afrensli beggja megin. Bæjar-
stjórninni mun þykja of miklu til
kostað að lagfæra þenna spöl en
skófatnaður kostar lfka fé, þó skap-
raunin og háðungin séu ekki teknar
til greina.
F r é 11 i r.
I -----------
Sýning u. M. F. A. á munum þeim
sem unnir hafa verið á tréskurðar-
námsskeiði þvf, sem félagið hefir stað-
ið fyrir hér f bænum undanfarið, var
opin kl. 4—9 á sunnudaginn var. Var
ritstjórum blaðanna og bæjarstjórninni
sérstaklega boðið, en nnnars var að-
gangur frjáls fyrir alla. Sýning þessi
var merkiieg og mátti undrast, hversu
mikið unglingunum hatði orðið ágengt
þenna stutta tfma, þegar þess er
gætt, að þeir voru þvínær allir óælðir
f þessari list. En ástundun og áhugi
annars egar og ágæt kensla Guðm.
frá Mosdal hinsvegar haía lagst þarna
á eitt og árangurinn hefir oiðið mik-
ill. Munir þeir, sem þarna voru sýnd-
ir, eiu hvorttveggja til skrauts og
gagns < hibýlum manna. Fiest var af
myndaumgerðum. Þar voru og kassar
skáphurðir, skrilborðstæki margskon
ar, sleiíar, nálhús, hillur og margt
fleira, sem ollangt yrði hér upp að
telji. Mest þótti kveða þar að kassa
sem Tryggvi Jónatansson heíir gert,
enda er Tiyggvi ekki byrjandi f list-
inni. Þar var og nálhús eftir Kristján
Halidórsson úrsmið mjög fallegt, mætti
margt tlna til sérstakalega, en þvf
verður að sleppa hér. Þykir blaðinu
öllu meira um það vert, að benda
mönnum á það góða dæmi, sem U.
M. F. Akureyrar hefir gefið með
námsskeiði þessu. Það er mikilsvert
að unglingar verji tlma sínum til svo
göfugra og nytsamlegra iðkana og
með jatnmiklum áhuga og á sér stað
f félagi þessu. Það er trú blaðsins,
að U. M. F. A. sé þess vert, að
bærinn gefi því sérstakan gaum. Slfkt
félag meginþorrans af æskulýð bæjar-
ins, með því fjöri, þreki, áhuga og
hugkvæmni, sem æskan hefir yfir að
ráða, gæti, ef það nyti styrktar og
mikillar samhygðar, orðið bænum meira
virði en barnaskólinn. Hér skal það
viðurkent, að bærinn styrkti áðuruefnt
námsskeið með 300 kr.
Málverkasýning ólafs Túbais, sem
opin var frá fimtudegi og fram á
sunnudag sfðastl. var fremur linlega
sótt, enda var hún ekki á góðum
stað í bænum. Málverkin voru flest
frá heimkynni málarans, Fljótshlfðinni
og úr Vestmannaeyjum, og eru suro
þeirra, einkum úr Fljólshlíðinni, eink-
ar fögur.
Helgi magri, sem getið var um
að færi suður og mundi flytja lfk
skipverja af Talisman, varð fyrir vél-
arbilun og komst raeð naumindum til
ísafjarðar. Fór þar fram bráðabyrgðar-
viðgerð og hélt skipið átram til
Reykjavlkur eftir sólarhringstöf þar.
Er gert ráð fyrir, að skipið verði
tekið til viðgerðar f Rvfk.
Eldur kviknaði nýlega f húsi Guðo'j.
Björnssonar fyrv. landlæknis f Rr fk.
Tókst slækkviliðinu að kæfa <efi>d nn
en ekki fyr en húsið var orðiSí stór-
skemt, svo að eigandinn varð að
flytja úr þvf.
Skipafregnir Sier’dfsg kom tii
Rvíkur á sunnudagsmc,rguninn. Goða-
foss er kominn up,p til Auatfjarða..
Verður hér væntanlega um næstcr.
helgi og fer vestur um. Sirius verður
hér um 14. þ. m.
Aðalfundur Kf. Eyf. hefst í Saro-
komuhúsi bæjarins á morgun kl. 1 í
árdegis.
Til viðbótar við frásögnina usn
strandið hér í blaðinu skal eftirfarandi
tekið íram, eftir nánari fregnum. Við
áfallið í Húnaflóa misti skipið sjókortin
og annan áttavitann. Sagt er að skipið-
hafi strandað kl. 12 á laugardagsnótttnat
og kl. 5 hafi stórsiglan brotnað fysí>f
borð og þeir sjö, sem réðust til la ads
komust allir á land. En tll aurar
óhamingju leituðu þeir br.ja ;nn j;
Önundarfjörð, en þá íeið V'ar av0 iangt
til bæja, að þrír af þes'JUm sjö gáfust
UPP og voru andafe er hjálp kom.-
Fjárleitairp.aður út Önundarfirði hitti
skipbrotsmennfna á laugardagsmorgun--
inn langt frá bsajum og sótti mann-
hjálp. Var þá sent inn á Fiateyri og
margir roenn ibrugðu við og fóru á
strandstaðinn, en þá var skiplð alt
brotið og líkin rekin á fjöru.
Spánarsamningarnlr. Ekkert heyr-
ist um hvað í vændum muni vera f
þvf máli. Erindrekar landsins, Einar
H. Kvaran og sendiherra Sveinn
Björnsson eru nú fyrir alllöngu komn-
ir til Spáuar til samningagerðar og
hafa sent einhver skeyti um áiangur-
inn, en í þinginu er öilu haldið strang^-
lega leyndu fyrir þjóðinni um þetta
mái. Dauft hljóð virðist vera í þing-
mönnum um að hagkvæmir samningar
takist. Pukur í málinu sleikjuskapur
og undanhald fyrverandi stjórnar hefir
mjög styrkt aðstöðu Spánverja.