Dagur - 12.04.1922, Blaðsíða 1
'
I
DAQUR
kemur út á hverjum fiintudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi
fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast
ritstjóri blaösins.
AFGREI ÐSLAN
er hjá Jóni í>. I>6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112-,
Uppsögn, hundin við áramót,
sc koniin til afgreiðslumanns
fyrir;l. des.
V. ár.
Akureyri, 12. apríl 1922.
15. blaö.
0-F-N-R-Ö-R og R-Ö-R-H-N-É
flestar teg. einatt fyrirliggjandi. Ennfremur
þvoffapoffar, sjálfstæðir með eldhólfi, er
kosta 100—560 kr.
Jón Stefánsson.
Talaírai 94. Xkureyri.
Fáum við
þúfnabana ?
Fyrir nobkru birtist skeyti hér í
blaðinu þess efnis, að Sig. Sigurðs-
son forseti Búnaðarféiagsins vildi
að inn yröu fluttar 3 þúfnabanar á
næsta sumri. Minna mætti gagn
gera og því betur eru horfur á, að
eitthvað verði gert, til þess að ryðja
til rúms meira en orðið er þessari
langsamlega stórstigustu umbót í
fslenzkum landbúnaði.
Hér norðanlands er mikill áhugi
fyrir þessu og gengst Rf. Nl. fyrir
málinu. Dagur hefir fengið eftirfar-
andi upplýsingar hjá framkvæmda-
stjóra félagsins, hr. Einari J. Reynis:
Sú hugmynd, að fá eina þessa
vél hingaö norður, hefir vakað fyr-
ir félaginu síðan í fyrra. Og þar
sem margt mælir með þvf, að und-
inn sé að þessu bráður bugur, er
það um þessar mundir að gangast
fyrir samtökum hér nyrðra, til þess
að hrynda málinu fram nú þegar í
vor. Hugsun þess er sú, að þaö
sjálft, Akureyrarbær og Eyjafjarðar-
sýsla kaupi vélina að þriöjungi
hvert. Síðan séu teknar til brots um
100 dagsláttur í Iandi kaupstaðarins
og pöntunum í vinnu vélarinnar
safnað hjá bændum í nærsveitun-
um.
Máliö hefir þegar verið lagt fyrir
sýslunefndina og hún hefir tekið
því og næstu daga segir bæjarstjórn-
in til fyrir sitt leyti, hvað hún vill
í málinu. Er lftill vafi á, að hún
veiti því einhuga fylgi. Kemur þelta
vel heim við það áhugamál bæjar-
atjórans, sem um var getið hér f
blaðinu fyrir skömmu, að koma
upp kúabúi fyrir bæinn.
Tveir menn á landinu kunna að
fara með vélina: þeir Árni O. Ey-
land ráðunautur og Sigurður Egils-
son frá Laxamýri. Hefir Siguröur
verið ráðinn af Rf. Nl., til þess aö
stjórna vélinni, ef til kæmi.
Einn stjórnarnefndarmaður Rf. Nl,,
kennari Brynl. Tobiasson, skýrði
málið fyrir bændum á aðalfundi
► Kf. Eyf. og voru undirtektir ein-
Y ^ rómagóðar. Skrifuöu nokkrirbænd-
ur sig þegar fyrir pöntunum f vinnu
vélarinnar, ef til kæmi, eða fyrir um
80 — 90 dagsl.
Það, sem einkum gefur ástæðu
til þess, að hiaða framkvæmdum,
er f fyrsta lagi, að aldrei hefir ver-
ið meiri þörf en nú, að auka fram-
leiösluna I landinu og koma land-
búnaðinum til hjálpar með ein-
hverjum þeim ráðum, sem eru hon-
um ekki ofurefli. í ööru lagi, að
vélina er hægt að fá í Treliaborg
á Skáni f Svíþjóð og að hún er nú
10000 kr. ódýrari í innkaupi, en
hún var i fyrra, eða 35 þús. sænsk-
ar kr. í þriðja lagi, að nú býðst
Ræktunarsjóöslán, til þessa fyrir-
tækis, en litlar eða helzt engar Ifk-
ur til, að það fáist næsta ár, vegna
annara lánbeiðenda.
Vegna hins lága gengis islenzku
krónunnar, er gert ráð fyrir, að vél-
in kosti hingaö komin um 60 þús.
kr. Með tilskildri afborgun af láni
og þeim reksturskostnaði, sem bú-
ist er við, ar gert ráð fyrir aö hægt
veröi að vinna dagsláttuna fyrir um
100—120 kr. Og þó gert væri ráð
fyrir, að kostnaðurinn yrði nokkru
meiri, ef um langa flutninga væri
að ræða, má búast við að vinsian
kosti upp og ofan ekki meira en
V* af því, sem hún hefir kostað
meö þeim aðferðum, sem tíðkast
hafa hingað til. Líklegt má telja, að
Rf. Nl. verði falin framkvæmd á
fyrirtækinu.
Pess má enn geta, að vél sú,
sem nú er í boði, er sterkari þeirri
sem kom upp til Suðurlandsins síð-
astl. sumar, því að þeir vélarhlutar,
sem helzt vildu bila, hafa verið
styrktir til muna.
Vonandi er að allir, sem hiut
eiga að máli, leggist á eitt um að
hrynda málinu fram og að fyrirtæk-
ið gefi betri raun en HArður« sál-
ugi, enda er nú reynsla fengin fyr-
ir ágæti umræddrar vélar og frum-
kvæðiö f þessu máli eiga menn, sem
fremur má treysta í þessum efnum,
heldur en þegar HArður" var á upp-
siglingu.
Um bókasöfn.
V.
Það verður næst fyrir að athuga
Bókasafn Norðuramtsins og ástæðurn-
ar þar. Það mun óhætt að segja, að
safnið sé tiltölulega auðugt af bókum
og hefir áhugasaman bókavörð, en
allir munu ljúka upp sama munni um
það, að ástæðurnar séu að öðru leyti
svo hraklegar, sem verða má. Bóka-
safnið hefir sem stendur yfir svo litiu
húsnæði að ráða, að þar er með naum-
indum hægt að hrúga bókunum sam-
an. Aðstaðan við útlán bóka langt.
fyrir neðan það, að sæma bænum og
sýalunni. Mikið af bókum óbundið
vegna fátækíar. Enginn lestrarsalur
fyrir þá, sem f ró og næði vilja hag-
nýta sér safnið til lestrar og vísinda-
iðkana og loks má telja það, sem er
alls ámælisverðast, að yfir safninu
vofir glíurleg eidhætta í kjallaranum
undir Samkomuhúsi bæjarins, þar sem
gálaus Iýður dansar og ryðst um
margar nætur. Það bregður ömurlegu
Ijósi yfir menningarástand þessa bæjar,
að þær fáu sálir, sem ieita til safns-
ins, heyra ekki hverjar til annara oft
og einatt íyrir glamri og fótasparki
íjöidans, sem í rúmum sal treður þetta
menningartæki bæjarins, í þröngri kjall-
araholu, undir fótum.
Það mun vera erfitt um það að
dæma, hvort er meira skaðinn eða
skömmin, sem bærinn hcfir af slfkri
meðferð á svo dýru safni. Gera má
ráð fyrir, að safnið sé um 50000 kr.
virði og mun vera vátrygt mjög lágt.
Þess er og að gæta að engin vátrygg-
ing gæti bætt þann skaða, sem yrði
við bruna, þar sem safnið á vitanlega
margar fágætar bækur og að ekki yrði
unt að fá þær aftur. Það verður því
að gera þá kröfu, að safninu verði
trygt ekki einungis rúmt húsnæði með
góðum lestrarsal, heldur eldtrygt hús-
nœði.
VI.
Tæplega mun hægt að koraa við
sumum nauðsynlegum umbótum í með-
ferð safnsins og útlánum bóka, nema
til betra skipist um húsnæði safnsins
og fjáihag, en verði nokkru hægt um
að þoka, liggur þetta verkefni fyrir
Jónasi Sveinssyni bókaverði:
1. Raða bókunum eftir efni sam-
kvæmt bókaflokkunarskrá og festa
númer bæði á kjöl og innan á spjaldið.
2. Skrifa spjaldaskrá og útvega
skáp fyrir hana.
3 Skrifa aðfangabók eftir þar til
gerðri fyrirmynd.
4 L&ta lántakendur kaupa lánaspjöld,
er þeir framvísi f hvert sinn, sem þeir
fá bók og skrifa á það eða stimpla
dagsetninguna, þegar bókin er lánuð.
Láta hvern lántakanda hafa númer og
skrifa það á lánaspjaldið.
5. Setja spjald á hverja bók, —
bókarspjald, sem tekið er og geymt
meðan bókin er í láni. Skrifa á það
númer lántakanda og skrifa á það eða
stimpla dagsetninguna, þegar bókin er
lánuð og henni skiiað.
6. Skrifa lista fyrir lántakendur með
númeri fyrir hvern.
7. Auglýsa í víðiesnu blaði eða fjöl-
rita og útbýla árlega lista yfir nýjar
bækur, sem safnið hefir eignast o.
s. frv,
Það tíðkast nú mjög á Norðurlönd-
um, að ungt fólk myndar námsflokka,
en það eru hópar manna, sem hafa
það augnamið, að leggja stund á sér-
stakar fræðigreinir í senn og verða
sem bezt að sér í þeim. Aðferð þeirra
er sú, áð bera ráð sín saman hverjar
muni vera beztar bækur í þeirri grein,
afia sér þeirra, lesa rækilega, koma
siðan saman og ræða viðfangsefnið frá
sem flestum hliðum. Ekki er ólíklegt
að fslenzk ungmenni taki upp þenna
vænlega sið og verður þá verkefni
bókassfna og bókavarða, að lána þess-
um námsflokkum bækur og leiðbeina
þeim um val á bókum.
Þá liggur og fyrir að samræma
smærri og stærri bókasöfn og koma
á samvinnu með þeim þannig, að
stærri bókasöfnin láni þeim smærri
og svo námsflokkunum bækur í slött-
um og smærri bókasöfnin hvert öðru.
Séu bækurnar fluttar á milli f þar til
gerðum kössum, sem um leið eru
skápar. Vegna samræmisins á hver
bók sð eiga sinn bás, hvðr sem hana
ber að garði.
VII.
Jónas Sveinsson hefir beðið blaðið
að votta Sigurgeir Friðrikssyni fylsta
þakklæti sitt fyrir alúð og lipurmensku
í þessu máli og áhuga um að láta
för sfna verða sem árangursmesta.
Sömuleiðis cr hann forstöðumöanum
Bókmentafélagsins þakklátur fyrir alúð
þeirra og aðstoð. Sjálfur er Jónas
fullur áhuga fyrir því að safnið kom-
ist f gott lag og að hagur þess vænk-
ist hvað húsnæði og fjárhag snertir.
Má vænta þess að áhugi hans komi
safninu að góðu liði, því áhuginn
verður jafnan þyngstur á árum, f hvaða
átt sem róa skal.
Nýlega hefir komið út í Andvara
og er sérprentuð ítarleg ritgerð um
»Bókasöfn og þjóðmenningc eftir Pál
Eggert Ólason. Er það útdráttur úr
bók um þetta efni, eftir sænska menta-
konu Valfrid Palmgren að nafni. Þar
er gerð ítarleg grein fyrir starfsemi
annara þjóða f þessá átt og getum
við íslendingar vafalaust mikið af þvf
lært. En sérstakir staðhættir okkar
krefjast að sjálfsögðu sérstakra að-
ferða og er þar mikið verkefni fyrir
þá sem áhuga hafa fyrir bókvfsi og
sjálfsmentun.
Margt fleira mætti um þetta efni
skrifa, en hér skal staðar numið. Grein