Dagur - 12.04.1922, Síða 3

Dagur - 12.04.1922, Síða 3
15. tbi; DAOUR 55 Minningarorð. Eins og áður hefir verið getið, drukknuðu frændurnir Guðmundur Sig- urgeirsson frá Vöglum og Þórður Guð- varðarson frá Hvammkoti, í fiskiróðri 15. nóv. s. 1. Það er að jafnaði svo, að þegar dauðann ber skyndilega að garði og heggur eins hlífðarlaust og hann hefir gert hér, að ógn og skelfingu slær, ekki aðeins yfir þá, sem næstir standa og sárast eru leiknir, heldur einnig alt nágrennið. Enda var það svo, að þetta hörmulega slys vakti almenna sorg og hluttekningu hjá öllu s>, sem kynni höfðu af hinum látnu og vanda- mönnum þeirra, því bæði var það, að þeir frændur voru vinsælir dreng- skaparmenn, sem mikill skaði var að missa, og að hinum nánuatu vanda- mönnum var hin mesta þörf á að njóta hjáipar og aðstoðar þeirra. Guðmundur var fæddur á Skútum 25. júnf 1888, sonur Sigurgeirs Guð- mundssonar og fyrri konu hans Sig- urlaugar Jóhannsdóttur. Fiuttist Guð- mundur ungur með foreldrum sfnum að Vöglum og ólst upp hjá þeim þar til móðir hans dó er hann var 5 ára gamall. Þá kvæntist faðir hans aftur Ólöfu Manasesdóttur og ólst Guð- mundur upp hjá þeim til fullorðins ára, þá fór hann burtu eitt ár, en hvarf sfðan heim aftur og dvaldi þar til dauðadags. Guðmundur sál. var vel gefinn og vandaður maður, vinsæll og tryggur f lund og hinn bezti drengur. Hann var dugnaðar og atorkumaður og hafði mikin hug á að bæta og prýða heim- ilið og var kominn vel á veg með það. Sökum veikinda varð faðir hans að dvelja fjarri heimili sfnu f nokkur ár og veitti Guðmundur þá búinu forstöðu með stjúpmóður sinni og farnaðist vel. Sýndi hann þá, sem jafnan, að hann hafði bæði vilja til þess að komast áfram og þrek til að frámfylgja þvf. Mátti þvf mikils af honum vænta, ef hans hefði notið lengur við. Systkin- um sfnum reyndist Guðmundur ávalt hinn bezti bróðir. Má því nærri geta hvflfkur missir þessu heimili er að slíkum syni og bróður. Þórður var fæddur f Hvammkoti 17. febr. 1885. Foreldrar hans voru Guð- varður Guðmundsson og Magðalena Þórðardóttir. Ólst hann upp hjá for- eldrum sfnum og reyndist þeim hinn ágætasti sonur og styrkti þau eftir mætti meðan þau lifðu. Árið 1913 flutt- ist hann að Vöglum og kvæntist þar árið 1914 Magðalenu Sigurgeirs- dóttur frænku sinni. Reistu þau bú f Hvammkoti 1915 og bjuggu þar f tvö ár, en urðu þá að hætta búskap vegna veikinda. Næsta ár voru þau til heim- ilis á Vöglum, en fóru svo aftur f Hvammkot 191S, voru þau þar fyrst f húsmensku en sfðan búandi. Þau eignuðust 5 börn, en nú eru aðeins tvö þeirra á Kfi. Þórður sál. var vel greindur og hag- mæltur þó lftið bæri á. Hann var vandaður maður og kynti sig alstaðar vel. Hann var dugnaðarmaður bæði til sjós og lands. Trúmaður var hann og treysti Guðs forsjá f öllu og bar með stillingu þó hann ætti við veik- indi, ástvinamissi og þröngan fjárhag að strfða. Þórður sál. var konu sinni hinn ástrfkasti eiginmaður og vildi alt f sölurnar leggja til að Ijetta hinar þungu raunabyrðar hennar. Nú er hinn góði og göfugi eigin- maður faliinn, einmitt þegar von var um að færi að rakna fram úr. Það er einungia trúin og traustið á Guð, sem gefur styrk til að afbera slfkar sorg- ir, sem þessi unga ekkja hefir orðið að reyna. Jesús sagði við ekkjuna frá Nain: >Grát þú eigi.c Hann mun einnig nú segja: »Grát þú eigi, ást- vinir þfnir eru geymdir hjá mjer.« Kunnugur. Áhugamál kvenna. Eftir Þingeyzka konu. Hvaða mál eru það, sem konur hafa látið sig mestu skifta, opinber- lega, sfðan þær fengu jafnrétti við karlmenn? Þá er við förum að leitast við að svara þessari spurningu, sjáum við, að það eru heilbrigðismál þjóðarinnar. Máli mfnu til sönnunar, leyfi eg mér, að minnast á nokkur þau helztu, er þær hafa beitt sér fyrir. Það má telja að þær hafi bytjað starf sitt með þvf, að hefja samskot til fyrirhugaðs Landsspftala, er þær vilja að verði reistur til minningar um þá réttarbót, er þær fengu 19. júnf 1918. Á aðalfundi S. N. K. 1916, var á- kveðið að gangast fyrir samskotum til Heilsuhælis á Norðurlandi og til geislalækningastofu f sambandi við Sjúkrahúsið á Akurcyri. Einnig má geta þess að konur hafa með áhuga og árangri, starfað sð og stutt liknarstarfsemi og hjúkrunarmál þessa lands, fyr og sfðar. Framh. Sæluvika Skagfirðingft er nýafstaðin, en svo nefna þeir sýslufundarvikuna, sem nú að þessu sinni var 13 —19 febr. Sýslufundirnir eru haldnir að Sauð- árkrók, og þá streymir þangað múgur og margmenni úr héraðinu, enda er þá aliskonar fróðleik og skemtanir að fá þar. Hið helzta er nú var að fá þar, var þetta: 1. Skemtanir Kvenfélags Sáuðkrækl- inga voru á hverju kvöldi alla vikuna. 6 kvöldin var leikinn sjónleikurinn »Tengdapabbi« og var vel leikinn og ágætlega af frú Þórunni Kristjánsdótt- ur (elstu dótturinni) og Snæbirni bak- atft (Tengdapabba), enda var þar alt- af húsfyllir. En eitt kvöld vikunnar voru hjá kvenféiaginu ræðuhöld og söngur. Ræður héldu Gunnlaugur Björnsson, kennari, Hólum, um fornan og nýjan skáidskap og sýslumaður Kr. Linnet um »apfritista«, en kaupmaður Eirfkur Kristjánsson söng einsöng og spilaði systir hans, frú Þórunn, undir. Hefir Eirfkur hljómfagra rödd, en ekki sterka, góðan söngsmekk og fór ve{ með lögin. Náttúrulega var dsns á eftir á hverju kvöldi. 2, Framfarafélag Skagfirðinga hefir tekið upp þann sið að láta halda fyr- irlestra og hafa umræður um efni þeirra, i sæluvikunni. Nú valdi þftð fimtudag, föstudag og laugardag. Þeir byrjuðu kl. 7, voru tveir á kvöldi og stóðu altaf fram á nótt. Aðgangur var ókeypis að þeim öllum og húsfyllir, svo raaður stóð við mftnn. Á flmtudag töluðu: Sfra Hallgrfmur Thorlacius »Um móðurmálið*. Skólastj., Páll Zóphónfasson, »Um Georgismac. Á föstudaginn töluðu: Læknir, Magnús Jóhannsson, »Um trygg>ngar«. Séra Tryggvi Kvarftn, »Um trúmála- stefnurc. Á laugardaginn töluðu: Læknir, Kristján Arinbjarnarsson, »Um Ijóslækningarc. 7 þá voru út komnar og á nærri því öllum eitthvað. Næst koma svo rímurnar, sem náðu mikilli út- breiðslu. Þá voru einnig til á mörgum bæjum bækur Björns Halldórssonar, einkum Atli og Fingrarím Jóns Árnasonar. Á stöku stað fundust Ijóðmæli Stefáns Ólafssonar, Ferðabók Eggerts og Bjarna og kvæði Eggerts Ólafssonar og Jóns Þorlákssonar. Aftur verður maður lítið var við bækur Magnúsar Stephensens. Allvíða var Jónsbók til og eins Tyro Juris Sveins Sölvasonar. Loks má geta þess að Árbækur Esphólíns voru keyptar á mörgum heimilum. Af útlendum bókum var Iítið til, eins við er að búast, þar sem fáir kunnu dönsku og því síður önnur tungumál. Þó verður maður var við dálítið af dönskum bókum hér og hvar. Helst fræðibækur til dæmis lækninga- og búnaðarpésa. Andlega fæðan hefir ekki verið margbrotin, en hún var samt ekki sem verst. Fornsögurnar voru uppáhaldslesning fólksins, og betri bækur voru ekki til. Yfirleitt má segja að fólk á þessum tím- um hafi lesið fult svo góðar bækur og menn gera nú á dögum. Ekki voru þá til bannsettar neðan- málssögurnar eða aðrir eldhúsrómanar. Þegar Ný Félagsrit fóru að koma út, fengu þau fljótt allmarga kaupendur í Eyjafirði. Árið 1845 eru taldir 38 áskrifendur að þeim f sýsl- unni, og má það teljast allgott eftir því sem þá voru ástæður til. Að öilum líkindum hefir mentun og bóklestur verið svipaður f flestum héruðum landsins. En þó 8 er ástæða til að ætla, að mentun hafi verið í betra lagi í Eyjafirði og jafnvel að hun hafi hvergi verið betri. III. Búskapur og efnahagur. Það er hægt að fá góðar heimildir um fast- eignir bænda og eins um báta og skip, en nokkru verra er að eiga við kvikfjáreignina. Koma hér til greina tíundasvikin alræmdu. Þó mun meiga ætla að sauðfé hafi verið meira en fjórðungi fleira en það er talið í skýrslum og hestar og naut- gripir hér um bil einum fimta hlut fleiri. Þetta verða menn að hafa hugfast, þegar þeir lesa tölur þær, sem hér fylgja á eftir. Ullarframleiðslan, sem hægt er að fá nokkurnveginn greinilegar upplýs- ingar um, sýnir Ijóst hve sauófé var miklu fleira, en talið er í skýrslunum. Um peningaeign bænda, innanstokksmuni og önnur búsáhöld er ekki hægt að fá neinar áreið- anlegar upplýsingar. Skifting jarðeigna milli einstaklinganna, er eitt hið mikilvægasta atriði f lífi þjóðar, sem þvi nær eingöngu lifir af landbúnaði. Saga íslands um margar aldir, er að miklu leyti frásögn um baráttu höíðingjaættanna um yfirráðin yfir jarðeignunum f landinu. Snemma á öldum var mikill meiri hluti jarða f Eyjafirði kominn í eign kirkjunnar og höfðingjanna, einkum afkomenda Lofts ríka og Brands lögmanns Jónssonar (Möðruvallaættar). Það voru ekki margir óöalsbændur í Eyjafirði við lok 9 sextándu aldar. Þegar jarðir Hólastóls voru seld- ar árið 1802, fjölgaði sjálfseignabændum í sýsl- unni noklcuð. Alls voru seldar 73 jarðir og með- al þeirra voru allar jarðir í Hvanneyrarhreppi, nema prestssetrið og tvær jarðir, sem þvf tilheyrðu, Þannig hefir ekki ein þúfa verið bænda eign í þessum hreppi, um aldamótin 1800, Á þessum tímum, þegar hvorki voru til bankar né sparisjóð- ir, gátu rfkir menn ekki varið fé sínu til annars en jarðakaupa. Þessvegna keyptu sumir embættis- menn og stórbændur álitlegan hluta af stólsjörð- unutn, en síðan hafa þær tvístrast milli manna, bæði við erfðir og sölu. Á síðari hluta 19. aldar fjölgaði því tala sjálfseignarbænda f sýslunni all- mikið, en samt óx bændaeignin lítið f heild sinni. Það voru jarðeignir ríkismannanna sem dréifðust. Um 1845 eru jarðir í Eyjafirði taldar 8056 hundruð að dýrleika. Þar af áttu bændur 53172/a hndr., konungsjarðir voru 1895'/3 hndr., kirkju- jarðir 753 hndr. og loks fátækra og spítalajarðir 90 hundruð. Tala búandi manna í sýslunni var 566, en sjálfseignarbændur voru aðeins 62 — sextíu og tveir — að tölu, Það hefir því tæp- lega níundi hver maður búið á eigin jörð. Þessi útkoma verður því einkennilegri, sem 280 jarðir eru taldar bændaeign. Sumir bændur áttu 5 — 10 jarðir hver og jafnvel fleiri, en oftar en hitt, voru margar þeirra heldur smáar. Jarðirnar voru alls taldar 448 svo tvfbýli og margbýli hefir verið lftið algengara þá, en nú á dögum. Þannig var málum háttað, að þegar endurvakn*

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.