Dagur - 11.05.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 11.05.1922, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fímtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir t. júlí. Inuheimtuna annast ritstjóri biaðsins. V. ár. Akureyri, llj maí 1922. AFOREIÐSLAN er hjá Jón! Þ. Dór, Norðurgötu 3. Talsími 112, Uppsögn, hundin við áramói, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 19. blaö. 9 Þ-E-I-R S-E-M B-Y-G-G-J-A i íbúðarhús, verzlunarhús eða hvaða hús sein er, þar sem hitunartæki þurfa, »mið8töðvar«- vélar, ofna eða eldavélar, ættu að snúa sér til undirritaðs. Jón Stefánsson. Talsími 94. Akureyri. Smáki. Huggun. Finst mér oft, er þrautir þjá, þulið mjúkt í eyra: »þetta er eins og ekkert hjá Öðru, stærra og meira! Ekki um of. Fold með dauðans hórga og hof Og helga lffsins dóma Gott er að drekka, cn elcki um of Angan þinna blóma. Ó Jónl jón veit ekkert f sinn haus Hvað á hann nú að segja. Hann er orðinn orðalaus Af að hugsa og þegja. Sáttur. Gesti þrátt var gramt við þig, Græddi fátt á svörum, Er nú sáttur samt við þig Svarta nátt á förum. Hvað er að tala um. Enginn veit um annars hag Og ait sem hann má veikja. Hvað er að tala um dómadag Duft, er vindar feykja. Ástamál okKar.......... Fyrsta rökkurs út við ál Eiga djúpar rætur Aldin þroskuð ástamál Okkar júlfnætur. Veður upp á mann. Austri veður upp á menn. Eys til jarððr snjónum. Norðri hleður ólmur enn Ofsagarð á sjónum. Dáinn-grafinn. Suðri lengi sefur hér, Svæflum gráum vafinn, Vestri enginn veit hvar er, Vísast dáinn, grafinn. ^(uka besefar. Sá eg gjörla svartar tvær, Sem hér við mér blöstu, Aukaheimskur umfram þær • Eiginlega föstu. Utan og ofan við. Hnfg eg grænni fold í fang, Frjála úr greipum sorpsins, Fyrir utan gauragang, Gný og skvaldur þorpsins. Aústurinn. Fékk, er nætur fjötra sleit Flóð af sólarvogi, Drjúgan skvett hin dökka sveit Dags úr austurtrogi. Nest-i. I.átið okkur lífsnest fá, Er létt sé á að halda, Við erum þreyttir þessu á Þunga, stirða, kalda. Mœlikvarðinn. Hvorki á lffs né liðinn þann Lagður varð hinn svarði, Gáfnaramma rfkismann, Rétti mælikvarði. 7. P. • é Oræfasveit, • / Óþarft er að vfsu að lýsa landfræði- legri legu hennar eða hvernig henni er fyrirkomið á »kortinu,« umgirt á fjóra vegu: hafnlausu hafi á aðra hlið, en Öræfajökli á hina og til enda: söndunum miklu, Skeiðarár- og Breiða- merkur. En um ásigkomulagið, hið innra eða öllu heldur hætti og venjur manna þar, það er ef til vill að sumu leyti ekki öllum jafn kunnugt, en einmitt þetta gæti þó gefið tilefni til ýmissa athugana. Náttúran, sem þar mætti nefna aðal- húsbónda á heimilunum eða þó að m.kosti þar mjög miklu ráðandi, er að vísu all-hörð og beimtar síöðugt not- aðan tíma, — jafnt og þétt, — en slður með stór-áhlaupum, hún geldur lágt kaup og lofar litlu, en efnir það alt, vonum fremur, ef að skipunum hennar og bendingum er hlýtt—nokk- urnvegin takmarkalaust, en veitir engar »undanþágur< hvað sem f boði er, og hver seifi f hlut á. En hún sveltir heldur aldrei bjú sfn, ef þau fara að ráðum hennar, en krefur af þeim spar- semi og nægjusemi. Tfðar kaupstaðarferðir og langferða- lög er henni lftið um gefið. nema f brýnustu nauðsyn sé og við ferða- mennina er hún ekki sfður kröfuhörð. Heimtar af þeim mikið þol og þraut- seigju og þá ekki sfður aðgœtni við vötn og jökulsprungur. En þetta er nú annars auðráðið af staðháttunum» Hitt er e. t. v. ýmsum miður kunnugt, að völskurnar hafa enn ekki lagt leið sína yfir torfærurnar og inn f þessa sveit (Öræfin) og er það skiljanlega mikiis virði fyrir þetta hérað. Hitt er þó enn merkilégra,— þó að sumu leyti sé nokkuð hliðstætt við hitt (með völskurnar) — að talið er að menningar- spillingin hafi heldur ekki enn flutst þangað, að neinu leyti — og því til sönnunar er það haft, að munnleg ummæli eða loforð Öræfinganna sé í flestum tilfellum eins góð — ef ekki betri en vottfastir samningar frá sum- um öðrum stöðum á landi voru. P. Laufey og Hrefna Ágústsdætur. »Hvít er hreinust lilja, hvít ert þú sjálf sem mjöllin.< B. Th. Hjónin á Sflastöðum í KræklingahUð urðu fyrir þeirri sorgt að missa tvær dætur sínar með tæpu tveggja ára millibili. Þær voru báðar á blómaskeiði, er þær féllu frá. Hvíti dauði var þar að verki. Hrefna — sú systirin, sém lést síðar—andaðist 14. f. m. Jarðarför- in fór fram að Lögmannshlfð 25. s. m. að viðstöddum fjölda fólks. Við fráfall þeirra systra er höggið skarð í hóp ungra meyja sveitarinnar. Þær voru báðar hinar mannvænleg- ustu. Fríðar sýnum og gæddar góðum hæflleikum. Þær höfðu opið auga fyrir öllu því, sem fagurt er og gott og unnu þvf. Þunga sjúkdóms krossinn, sem lagður var á þeirra ungu herðar, báru þær án möglunar. Foreldrarnir bera missi sinn með þeirri hugprýði, sem trúaröryggið eitt getur veitt. Ungmenni, sem fellur frá 1' blóma lffsins, má Hkja við blóm. Blóminu skýtur upp úr moldinni. Það hækkar, þroskast og springur út. Það nýtur unaðar vorsins og hásumarsins. Veitir öðrum yndi með, fegurð sinni og angan og fölnar og fellur. Æfi beggja er stutt og fögur. »Rödd dauðans er sterk, en rödd lffsins cr sterkari« sagði presturinn meðal annars, f fallegu ræðunni, sem hann fiutti við útför systurinnar, sem sfðar dó. Já, rödd lífsins er sterk. Hún hljómar til vor frá himni og jörðu. Það er hún sem kallar, þegar vér fæðumst í þennan heim. Það er hún sem kallar, þegar vér förum héðan. Það er allt lff — líf lif. Gott er að lifa Guðs að boði. Með ástúð í hjarta til alls, sem lifir. Inndælt að deyja ung og hrein. Fullkomnun öðlast í fegra heimi. Guðrún Jóhannsdðtlir. Ásláksstöðum. Erfðaskrá. • hjónanna Þorvalds og Róru Thoroddsen. ---i---- Þau hjónin Þorvaldur prófessor og frú Þóra Thoroddsen hafa gert merki- lega erfðaskrá og géfið meginhluta af eigum sínum til ýmsra íslenzkra stofn- ana. Hefir executor testamenti, Jón Krabbe utanríkismálafulltrúi leyft að birta þau ákvæði erfðaskrárinnar, sem fjalla um gjafir til opinberra stofnana, en hin, sem segja fyrir um styrki eða gjafir til einstaklinga, verða ekki birt. Fyrst er f erfðaskránni mælt svo fyrir, að Landsbókasafn íslands skulí eignast allar bækur Þ. Th. aðrar en þær, sem ritnar eru á fslenzka tungu, svo og handrit hans öll, fullgerð og ófullgerð. Safn hans af fslenzkum bók- um skal seljast í Reykjavfk. Þar næst fær Þjóðmenjasafnið f Reykjavfk þessar gjafir: gullmedalfur Þ. Th, og gullúr hans frá landfræð- ingafélaginu í Lundúnum, gullúr Pét- urs heitins Péturssonar biskups og doctorshring hans og signethring Þ. Th. (frá 1636). Ennfremur fær Þjóð- menjasafuið öll málverk frú Þ. Th. og aðrar veggmyndir þeirra hjóna, mál- verk og ljósrayndir, bréfasafn frú Þ. Th. rissbækur hennar og þvf um Hkt, skrifborð hans og húsgögn og handa- vinnu frúarinnar, eftir óskum, sömu- leiðis útskorna muni aila, stóra rauða kistu frá Staðarfelli og gamla kom- móðu frá Hrappsey Þá eru ákvæði um stofnun tveggja legata, jafnstórra og segir executor testamenti, að þau muni hvort um sig neraa 50 þúsund kr., eða þar um bih Öðru skal varið til útgáfu fslenzkra rita um landfræði íslands, jarðfræði þess og náttúrusögu; en ef engin slík rit bjóðast, sem að dómi legat- stjórnar þykja útgáfu verð, þá má verja féþvf, sem fyrir liggur, til útgáfu ritgerða, er styðjast við sjálfstæðar rannsóknir á sögu og bókmentum íslands á sfðari öldum, eftir 1262, og einnig vel skrif- aðra alþýðlegra ritgerða um almenna náttúrufræði. Einnig skal á kostnað legatsins gefa út óprentaðar ritgerðir eftir stofnanda þess, og þegar frá Hð- ur einhver af stærri ritverkum hans, 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.