Dagur - 29.06.1922, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtudegi
Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi
yrir 1. júlí. Innheimtuna annast
ritstjóri blaðsins.
V. ár.
Akureyri, 29. júní 1922.
AFOREIÐSLAN
er hjá Jóni I>. Dór,
Norðurgötu 3. Talsími 112,
Uppsögn, hundin við áramót,
sé komin til afgreiðslumaniiE
fyrir 1. des.
26. blað.
E-L-D-F-Æ-R- A-V-E-R-Z-L-U-N.
Miklar birgðir af allskonar ofnum, elda-
vélum, þvoffapoffum, ofnrörum, rörþnjám,
eldheldum leir o. fl. þessh. ávalt fyrirliggj-
andi og selt með verksmiðjuveröi.
Panfanir afgreiddar úf um land.
Jón Stefánsson.
Talsími 94. Akureyri.
»
A veiðum
í 26. tbi. ísl. er grein með yfir'-
skriftinni „Hættan mesta." Ritstj. er
þar að gera grein fyrir því, hver sé
mesta hættan í íslenzku þjóðlífi um
þessar mundir og telur það vera
stéttastríðið. Nefnir hann þar til
misklíð verkamanna og atvinnurek-
enda og ennfremur stríð á milli
atvinnurekenda, sem hann segir að
verið sé að æsa upp og sé stórum
hættulegra. Hann segir að uppi sé
í landinu pólitísk stefna, sem bygg-
ist á því, hvort einstaklingurinn
verzlar við kaupmenn eða kaup
félög eða hvort |hann er sjómaður
eða landbóndi. Þessi er stefna
B-listans að dómi blaðsins. Öðru
máli sé að gegna með D-Iistann.
Hann sé einskonar iriðarmerki, þar
sem allir séu bornir jafnt fyrir brjósti
og geti gert alla sátta og sammála.
Farast blaðinu svo orð meöal ann-
ars:
wAð þessu markmiði stefnir D-list-
inn, í honum eiga allar stéttir þjóð-
félagsins ítök, — hann gerir þeim
öllum jafnt undir höfði. Landbændur
og sjávarmenn, kaupmenn og kaup-
félagsmenn, embættismenn og verka
menn eiga þar sæti; hann er því
listi allrar þjóðarinnar, en ekki
neinnar sérstakrar stéttar, eins og
bæði A- og B-listarnir eru."
Enda þótt hér sé um venjuiegar
hugsanagrynnipgar íslendings að
ræða, er í grein þessari dálítið af
varhugaverðri vitleysu, sem ástæða
er til að benda á. Það er nú fyrst
og fremst spröttið af ofureðlilegri
vanþekkingu og skilningsleysi ritstj.
ísl , að álíta kaupfélagsverzlun eða
kaupmannaverzlun eina, landbúnað
og sjómensku eingöngu ráða póli-
tísku fylgi manna í landinu. Skift-
ingu liðs í landinu er ekki mark-
aður svo þröngur og einhæfur
grundvöllur. Það, sem skiftir liði,
eru mismunandi þjóðmálaskoöanir.
Mönnum kemur ekki saman um það
hér í landi fremur en annarsstaðar
í heiminum, hverjir séu hollastir at-
vinnu- viðskifta- og sambúðarhættir
manna fyrir þjóðina. Menn greinir
á um þaö, hvort sé hollara samvinna
i verzlun og atvinnu eöa frjáls sam*
kepni á öllum sviðum. Menn greinir
á um það, hvort sé holíara, að al-
menningur eigi ráð á veltufé þjóðar-
innar og safni í sjóði til eigin af-
nota og umráða því fé, sem að
öðrum kosti yrði milliliðagróði, ell-
egar að einstakir menn fari með
fé þetta og safni gróðanum af starf-
semi þjóðarinnar í sínar eigin hendur.
Menn greinir á um það, hvort
hollara sé, að aðalpeningaverzlunin
sé innlend eða í höndurn fárra
hluthafa, sem að mestu eru útlend-
ingar. Menn greinir á um það,
hver atvinnuvegur muni vera þjóð-
hollastur og affarasælastur og hvort
fremur beri að leggja áherzlu á, að
styrkja þennan eða hinn. Lengi
mætti telja upp ágreiningsefni hverr-
ar þjóðar, sem ekki iifir í algeröri
kyrstöðu og hugsunarleysi um fram-
tíð sfna. Slíkur ágreiningur ber að-
eins vott um, að þjóðin á.sér ein-
hverjar hugsjónir og framsóknarhug.
Það er ekki hægt að hugsa sér, að
hér á landi fremur en annarsstaðar
í menningarlöndunum geti lifað þjóð,
sem ekki greini á um nokkurn
skapaðan hlut. Slíkt er aðeins villi-
þjóöaháttur, þar sem er ekkert
hugsað fram í tímann.
Hitt er satt að lífskjör manna at-
vinna og aðstaða í þjóðfélaginu
móta skoðanir manna meira og
minna. En það er ekkert sérstakt
einkenni íslendinga. Það á sér stað
og hefir jafnan átt sér stað um öll
þjóðlönd. Slíkt má að vísu oft og
einatt kalla vöntun á þroska. En sá
þroski, að hafa skoðanir í ósam-
ræmi við atvinnu sína og aðstöðu
á langt í Iand, til að verða almennur.
Það er ofureðlilegt, að bóndanum
sé enn annara um landbúnað en
sjávarútveg, sjómanninum enn ann-
ara um sjávarútveg en landbúnað,
kaupmanninum um sína verzlun en
kaupfélagið við hlið sína o. s. frv.
í Iandinu er vaxinn upp og fer
dagvaxandi flokkur manna, sem
álítur að hin frjálsa samkepni komi
alþjóð siður að haldi en samvinnan.
Þeir menn sjá þess ótal dæmi um
endilanga mannkynssöguna, að sam-
kepnin er einskonar niðurskurðar-
stefna, sem bruðlar með fé og
krafta þjóðanna. Til að skapa einn
sterkan, þarf að halda þúsund hæfi-
lega máttlausum, ráðlausum og
ómentuðum. Samkepnismaðurinn
neytir allra krafta og næstum allra
upphugsanlegra meðala, til þess að
brjóta keppinaut sinn á bak aftur
og gera hann máttlausan. Samvinnu-
maðurinn gefur og þiggur gagn-
kvæman stuðning til viðreisnar.
Samvinnumönnum er Ijóst, að jafn-
vel heimsstríðið mikla er bein af-
ieiðing samkepnisstefnunnar og þeir
muna á hvern hátt hyllendur þeirr-
ar stefnu hér á landi, kaupmenn-
irnir notuðu sér neyð og vöruskort
á stríðsárunum.
Öllum meðalvitmönnum er það
Ijóst, að nóg ágreiningsefni gefast á
landi hér og að ágreiningur sá er
fjarri því, að vera óeðlilegur. Það
er*því mesta furða, að nokkur listi
til Iandskjörs skuli vera borinn fram
með því líkum meömælum, sem
tekin eru eftir ísl. hér að framan.
Samkvæmt því á enginn ágreiningur
að eiga sér stað. Þjóðin á að búa
um sig á einni allsherjarflatsæng í
stjórnmálalegum efnum. Með þessu
er gefin ótvíræð yfirlýsing um, að
D-Iistinn sé með öllu stefnulaus.
Hann eigi ekkert áhugamál, til að
fylkja mönnum um, ekki nýtilega
tillögu í neinu. máli. Þessvegna er
það úrræðið, að ganga fyrir hvers
manns dyr, lofa öllum gulli og
grænum skógum, kljúfa út úr öll-
um flokkum einhverja af þeim ein-
staklingum, sem gangast upp við
slagorð og friðmæli.
Nú mun því ekki vera svo varið
í rauninni, að þeir, sem með öflugan
blaðakost standa að baki þessum
lista, álíti, að svona lagaður póli-
tískur óskapnaður, eins og D-
listinn er, sé þjóðinni bjóðandi
Þeir vita ofurvel, hver tilgangurinn'
er með slíkri aðferð. Raunverulegt
höfuðmarkmið geyma þeir á bak
við eyrað. Þeir vita að oddborgara-
og stórbraskaralýður höfuðstaðarins,
sem stendur að baki listanum, eru
engin óskabörn íslenzkrar bænda-
stéttar. Pessvegna þarf að forðast, qð
láta þess getið, hverjir slyðja listann
og hvað þeir menn hafa í huga. Þess
vegna þarf að forðast að sýna hrein-
an Iit. Af illu tvennu er það öllu
sigurvænlegra fyrir þessa menn, að
treysta á sundrungu og skammsýni
manna. Þessvegna er ^settur næst
efstur á listann maður, sem líklegt
er, að bændur láti ginnast af. Þess-
vegna er aðaláherzlan lögð á það
að níða og rægja forvígismenn
bænda, sem ganga til kosninga með
hreina stefnu og ákveðin áhugamál.
Líklega er það nýtt í sögunni, aö
gengið hafi verið til kosninga með
þeirri von, að hafa mikinn hluta
þjóðar að ginningarfíflum, eins og
D-listinn gerir.' Oddborgarar Reykja-
víkur og stórbraskarar bera listann
fram. Það er opinbert Ieyndarmál.
Nú þykjast þeir hafa köllun, til
þess að forða íslenzkum bændum
frá háskasemdunum, sem þeirra
eigin Ieiðsögumenn séu að ieiða þá
út í. Þeir þykjast „bera alla jafnt
fyrir brjósti." Oddborgarar, mikill
hluti embœttismanna og braskarar
þykjast vera einu menn í landinu, sem
hafi skoðanir í ósamrœmi við atvinnu
sína; þeir œtli að taka alla í faðm
sinn.
Dagur telur nægja, að benda
mönnum á þessa framkomu og
hvetja menn til athygli og umhugs-
unar um, hvort hún sé í samræmi
við staöreyndir; hvort þessi lýður
hefir í rauninni sýnt svona mikil
þroskamerki og fórnfýsi, þegar hags-
munamál þeirra og almennings hafa
rekist á; hvort fagurmæli þessi muni
vera borin fram af heiium hug eða
hvort hér sé, vegna óheilbrigðs
málstaðar, um fals að ræða.
Eftir þvi sem fregnir benda til,
mun aðeins vera um áharzlumun
að ræða, að B-listinn komi að tveim
mönnum og eingöngu undir því
komið, að hvorki menn né konur
sitji tómlát heima á kjördegi. Bar-
áttan er á milli 2. manns á B-Iist-
anum og 1. manns á D listans. Þess-
vegna er tvöföld hvöt, að sækja
kosninguna fast. Annarsvegar að
kjósa mann, sem með eigin atorku,
hæfileikum, þekkingu hefir gefið sér
glæsilegustu meðmæli. Hinsvegar
að berja niður þann lista, sem er
borinn fram með falsi, til þess að
fiska í gruggugu vatni íslenzkrar
skammsýni og ósamtaka.
Símskeyti.
Reykjavík, 28. júní.
Rathenau, hinn vitrasti og
mesti stjórnmálamaður Pýzka-
lands, heíir verið drepinn af
grímuklæddum morðingjum með
vítisvél á Berlínargötum. Er keis-
arasinnum kent um morðið.
Lloyd George sagði: „Hann
gerði fyrir Iand sitt, allt sem
hann gat. Þess vegna var hann
drepinn."
Guðm. Kamban og Eggert
Stefánsson skemta Reykvíkingum
með upplestri og söng.
Þrír af hleztu skörungum
Rússa skifta með sér störfum
Lenins. Hann sjálfur er talinn
frá.
Sigurður Greipsson, ungur
maður úr Biskupstungum vann
Islandsbeltið.