Dagur - 14.07.1922, Blaðsíða 3

Dagur - 14.07.1922, Blaðsíða 3
24. tbl. DAOUR 83 F r é 11 i r. Goðafoss kom bingað á sunnudag- inn og fór aftur á mánudag. Fjöldi farþega var með skipinu: Meðal þeirra voru frá útlöndum: Sig. Bjarnason og Rögnv. Snorrason kaupm. Akureyri, Kristj. Gfslason kaupm. Sauðárkrók. Ásgeir Jónsson áveitufræðingur Sveins- stöðum í Húnavatnss. Frá Seyðisfirði: Ingimar Eydal og frú. Indriði Helga- son rafmagnsfræðingur. Frá Vopna- firði: Marteinn Bjarnason á ieið til Önundarfjarðar, til að taka þar við kaupfélagsíorstöðu. FráHúsavfk: Þór- arinn Stefánsson bóksali, Jóhannes Þórkelsson Syðra-Fjalli og kona hans Svafa Jónasdóttir. Sigurður Egilsson frá Lakamýri. Frá Kópaskeri: Krist- inn og Sæmundur Kristjánssynir frá Leirhöfn. Með skipinu tóku sér far séra Geir Sæmundsson, kennararnir Guðm. Bárðarson, Árni Þorvaldsson, Lárus Bjarnason og Lárus J. R'st og sá sfðast taidi til Amerfku þó aðeins snögga ferð. 17. júní. Eins og að undanförnu gengst U. M, F. Akureyrar fyrir há- tíðahaldi 17. júnf n. k. Hefst það með skrúðgöngu af innri haínarbryggj- unni, út eftir bænum og upp á leik- vang félagsins, þar sem aðal hátfða- svæðið verður. Þar fer fram söngur, hornablástur og ræðuhöld ásamt ýmsum fþróttum. Er nú verið að byrja, að undirbúa hátfðasvæðið. Byggja skála mikinn til veitingasöiu, dans- og glfmupall o. fl. Merki verða seld allan daginn og rennur ágóðinn af þeirri sölu ásamt veitingasölunni óskiftur í Heilsuhælis- sjóð Norðurlands. Ættu bæjarbúar að fjölmenna á hátfðina og öli félög bæjarins að fylkja sér undir fána sfna á innri hafnar- bryggjuna 17. júní. ^ Gríma heitir unglingsstúlka, sem kom frá Danmörku með Goðafossi sfð- ast. Hún er óskilgetin dóttir Jóhanns skálds Sígurjónssonar. Mun hún hafa komið hingað fyrir hvatningar og stuðning Sigurðar Bjarnasonar og Ásg. Péturssonar enda ekki haft irá öðru en umkomuleysi að hverfa. Má það vera fagnaðarefni að mega taka á móti þessu barni útlagans, er hún nú freistar, hvort föðurþjóð hennar hefir betra að bjóða en móðurþjóðin. Landbrjótur* (þúfnabani) kom með Goðafossi og er þegar tekinn til starfa. Með vélinm kom þýzkur véiíræðingur Georg Wacker að nafni^ sá sem sfð- astliðið sumar kom upp til Reykja- vfkur með íyrstu vélinni. Við vélina vinna ennfremur Sigurður Egiisson frá Laxamýri og Friðgeir H. Berg frá Hoft* Frá KaupmannahÖfn kom með Goðatossi sfðast frú Ástrfður Sörensen systir Bjargar konu Jónasar Sveins- sonar irá Uppsölum, eftir tólf ára dvöl erlendis. Hún fór áieiðis til Skagafjarðar, með skipinu. ' Menn hér nyrðra sætta sig ekki við orð- ið »þúfnabani.< Telja það atkvæðaiítið nafn og rangnefni. Landbrjóíur er hressi- legra nafn og gustmeira, sbr. mölbrjótur ísbrjótur o. s. frv, ólafur Friðriksson kom með Goðafossi frá Seyðisf. og flutti fyrir- lestur f Samkomuhúsinu samdægurs um Jafnaðarstefnuna og Alþýðuflokk- inn á íslandi. Var erindi hans langt og snjalt en stórskemt með langri viðbót um trachom-málið sæla. All- mikil ástæða væri tii þess að gera athugasemdir við erindi Ólafs, en getur ekki orðið gert hér að sinni. Hann fékk fjölda áheyrenda og góða áheyrn, þegar frá er talið muldur eins manns fram við dyrnar á svöiunum, sem virtist vera að halda nokkrum sálum í réttri trú gegnum storminn, sem af Ólafi stóð. Er slfkt ósiður mikill, hver sem f hlut á. Konungskoman er nú sýnd í Bíó hér f bænum. Verður sfðar minst á þá mynd. Ritstjóraskifti urðu nýlega við blað- ið Frani á Siglufirði. Sophus A. Biöndal lét af ristjórn en við tók Jón Jóhannes- son bóksali. Dánardœgur. Látinn er 2. þ. m. á heimili sfnu, Steinnesi f Húnavatns- sýsiu, prófastur Bjarni Pálsson 63 ára gamali. .Meðal barna hans, sem eru 10 á lífi, er frú Ingibjörg kona Jónasar Rafnars, læknis, á Akureyri. t Filippía Ó. Pálsdótfir. Þegar oss berst banafregn vina og góðkunningja, þá er það ætíð svo, að að oss verður bæði að hryggjast og fagna. Þannig varð mér um geð, er eg frétti brottför konu þeirrar, er eg vildi með örfáum orðum minnast. Hún hafði meiri hluta æfinnar dvalið f sveit minni og þó hún væri mér eldri áð árum og reynslu, þá bar eg þó gæfu til að kynnast henni og hafði sú kynn- ing þau áhrif á mig, að þau munu ekki brotgjörn verða, þó árin og ó- minni yfir mig færist. Granni minn sagði mér frá tilveruskiftum konunnar hugdjörfu og hóglátu. Eg stóð á engi og studdist við orfið, en vinnan féll mér úr höndum ósjálfrátt. Eg settist á þúfuna, er næst mér var og nam mér íand f fortfðinni um stund. Minn- ingarnar streymdu fram f huga mfnum hver af annari, Það var hún — hún Filippfa, sem bar einusinni háifvættar bagga yfir torfarinn fjaiiveg. Það var hún, sem tók samán 20 hesta heys í þur-sæti á hálfum degi. Það var hún, sem vann nótt með degi alloft, til þess að geta komið fram á leið föðurlausum börnum sínum. Og svo sagði hún mér eitt sinn, að sængur- klæði sfn hefði hún þá tekið og selt þau til þess að geta greitt meðgjöf með einu barni sfnu. Lá sjálf við tötra. Slfk er oft fórnfýsi móðurástar- innar. Og það var þessi látna vinkona mfn, sem eitt sinn veitti mér harð- vftuga ofanígjöf, þegar eg eins og framhleypinn heimskingi efaðist um tilveru guðs. Engin var Filippfa útsaums eða knipplingakona, en hún kunni einkar- vel að nota rokk og prjóna og einnig að beita orfi og hrffu og yfirleitt kunni hún mæta vel, að nota starfsþol sitt til hagræðis og búþrifa. En svo bilaði heilsan og undanfari dauðans gerði vart við, sig og allmörg árin sfðustu var rekkjan hennar helsti dvalarstaður. Strfðsvöllur sá er ekki f augum alþjóðar og naumast mun hann merktur á landabréfum. Og nöfn þeirra er heigja strfðið miili blundvoðanna um margt ár sjást sjaldnast rituð á himni sögunnar og andlát þeirra berst ekki jarðarskauta á milli, þegar hetjan er úr hópi hins óbreytta almúga. Og svo mun fara um hana, er orðið hefir þess valdandi, áð eg hreyfði stflfærum raót venju. Eg ætla ekki að greina hér fæðingardag hennar eða dánarstund. Ekki heldur verður rekinn hér æfi- ferill hennar að öðru leyti eða frekar, en þegar er gert. Álft það minsta þýð- ingu hafa. En þannig vildi eg talað hafa að líf ágætrar konu gæti orðið okkur,. sem enn lifum, Ijóst og lifandi dæmi þess, hverju sá orkar, er undir Kristsmerkjum gengur. Jafnvel þó sú gátan virðist mörgum torfær og ekki lfkleg til farsælla ferðaloka. Um það eru nú á dögum skiftar skoðanir, hver leiðin sé Ifklegust til góðrar niðurstöðu og margur er sá sem kvikar á stefnunni. Nokkrir snúa viti sfnu andsælis og álfta, að f hinar eilffu tjaldbúðir megi öllum megin ganga. Ekkert slfkt menningarfát sást á þér, Filippfa. Beinleiðis braust þú áfram mót éli hvprju. Sá er vitinn háreistur og lýsandi mjög, er lýsti þér á leið þeirri, er oft virðist svo ógreið og myrk. Þökk, Filippía, fyrir ágæta viðkynn- ingu. Þökk fyrir hreinskilnina alla og velunnið starf. Vfst muntu nú með guði dvelja. Það veit trúa mín. Runólfur í Dal. 9 A víðavangi. Hrakför Mbl. Ritstj. Mbl. Þorsteinn Gfslason varð fyrir þvf óláni, að tala heldur ógætilega um Samb. ísl. Sam- vinnufél. Furðar marga á þessu um svo aldraðan mann og reyndan og þykir, sem lengi muni geta borið út af góðum árangri f uppeldisskóla lffs- ins, úr því að Þ. G. misleggjast svo hendur enn f blaðamenskunni. S. í. S. höfðaði skaðabótamál og heimtaði 200 þús. kr. Þ. G. sá sitt óvænna og þorði ekki að hleypa til skipbrots f málinu, lfklega af ótta um, að Mbl. eigendurnir mundu yfirgefa sig á strandstaðnum einan og uppiskroppa, Hann tók þvf það ráð, kaupmönnum til ósegjanlegs hugarangurs og kinn- roða, að taka aftur og biðja fyrirgefn- ingar á ummælunum. Er það f annað eða jafnvel þriðja sinn, sem þetta stóra blað svínbognar í óréttmætum árásum á Sambandið. Þvflík hneisa hefir enn ekki heut ritstj. samvinnu- blaðanna, þó yngri séu og óreyndari. Sannast þar annað tveggja að árásir samvinnublaðanna á kaupmenn eru ekki jafnmiklu meiri en árásir Mbl. og ísl.-liðsins á samvinnumenn, eins og sfðarnefnd blöð eru sffelt að halda fram, ellegar að' árásir samvinnubl. eru á rétti bygðar. En kaupm. eru sagðir reiðir Þ. G. fyrir frammistöð- una og er sagt um iitla stjórnmála- barnið Lárus Jóh., að hann sé nú reiðari við Þ. G. heldur en Jónas frá Hriflu og mun þá langt jafnað. Bardagaferð Mbl. er sú sama og ísl. f kosningasókninni. Hún er sú, að vefja merg málsins innan í ógurlegan ósannindaelg um það hvernig B-lisl- inn hafi orðið til. Það vilja blöð þessi gera að höfuðatriði f kosningunum. Mbl. 18. maf s. I. segir um þetta: »Þá var gengið á fund Síg. Sigurðs- sonar (ráðunauts) og hann þrautbeðinn með miklum eftirgangsmunum að þiggja annað sæti á listanum.< Næsta dag leiðréttir svo blaðið þetta og segir að þessi ummæli hafi verið bygð á mis- skilningi! í viðtali við Sigurð. Vonandi er þó Sigurður ekki myrkur í máli um þessa hluti. Hitt er fremur hægt að skilja að Þ. G. hætti til að mis- skilja á vissan hátt orð og sagnir um B.-listann. Ef til vill sýnir 8. júlf n. k., að hann og þeir herrar hafa mis- skilið fleira f sambandi við þessar kosningar. Sannanir ísl- Ummælin, sem ísl. segir að sér sé ljúft að sanna, voru þess efnis, að margir Framsóknar- flokksþingmennirnir væru sáróánægðir með að hafa Jónas frá Hrifiu efstan á B. Iistanum, að sumir þeirra hafi blátt áfram neitað að styðja listann fyrir þessa sök og að Jónas hafi verið f undirbúningsnefndinni og ráðið einn öllu um mannavalið. Sannanir Tryggva eru svo þær, að vitna f ósönn um- mæli þriggja sunnanblaða, tvo ðnefnda þingmenn úr Framsóknarflokknum og Vm. þetta kallar hann góðar heim- ildir. Þeim, sem lesa ísl., skilst, að of hörð væri sú krafa á hendur ritstj. h ns, að ætlast til þess af honum, að hann sanni ummæli annara blaða. Og enginn mun öfunda hann af þeirri ánægju, sem honum er það að sanna mál sitt með slíkum ósönnuðum um- mœlutn. Nú verðnr að krefjast þess af honum, að hann nefni blöðin öll og þingmennina, ella veri og heiti ósann- indamaðnr af fleipri sfnu. Einkennilegt er það að ísl. telur Vm. nú vera slíka fyrirtaksheimild, eftir það sem á undan er gengið, og minnir það á málsháttinn: >SjaIdan brestur óþrifna konu áhald.< B.-listíntj og jafnaðarmenn. Mbi. finnur sér margt ýmist til skapýfingar eða hugarhægður. Eitt meðal annars, sem erfitt er að vita hvorum skap- brigðunum muni valda, er það, að Ólafur Friðriksson sé nú sem ákafleg- ast að safna atkvæðum fyrir B.-list- ann og ætli sjálfur að kjósa þann lista. Ekki er mikili vafi á þvf að þetta segir Þ. G. móti betri vitund og að þetta er aðeins mishepnuð til- raun hans að gera sig heimskan f augum kjósenda. Hinsvegar gæti þessi tilraun valdið þvf, að sfður yrði trúað nokkru orði þess manns í þessum kosningum, sem gerir sig svona beran að gálauslegri meðferð á sannleikanum. Annars er þetta í nokkru samræmi við stöðugan þvætting um samband Jónasar frá Hriflu og jafnaðarmanna. Rógtungur, sem ekki treysta sér til að ganga beint framan að honum og beita sæmilegum vopnum, vegna vfsra hrakfara, beita þesskonar baknagi, til þess að tortryggja Jónas f augum bænda. Þeim þykir sannleikurinn um Jónas ekki þjáll f meðferð eða lfklegur, til að vinna Jónasi geig. — Fyrir nokkru var honum borið á brýn að hann hefði verið einn af upphafsmönn- um f togaraverkfallinu. Ágreiningur- inn reis út af iifur, sem hásetarnir Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar, /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.