Dagur - 14.07.1922, Blaðsíða 4

Dagur - 14.07.1922, Blaðsíða 4
84 DAQUR 24. tbl. Samband Isí Sam vinn ufélaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s BAÐLYF. Vottorð. áttu samkvæmt samningi, en sem togaraeigendur vildu kaupa sjálfir fyrir það verð, sem þeim sýndisí sjál/um. Sjálfsagt mun Jónas, eins og allir sannsýnir menn bafa litið svo á, að hásetunum bæri réttur til að ráðstafa eftir vild réttmætri eign þeirra sjálfra. En aðdróttun um þátt í verkfallinu hefir Jónas hrundið eftirminnilega. Hann hefir lýst að henni opinberan ósannindamann ekki minni pólitfska persónu en Einar Arnórsson var um eitt skeið, (áður en hann slíðraði sverðið fyrir Jónasi) og skorað á hann að höfða mál og sanna ummælin. En Einar þagði. — Þátttaka Jónasar í félagsskap jafnaðarmanna var ekki meiri en það, að hann var með þeim fyrir löngu sfðan ár eða part úr ári og flutti þar einkum fyrirlestra um samvinnumál. Til samanburðar má lfta yfir sögu sumra stóru Ijósanna á fest- ingu Mbl. Þ. G. orti mjög magnaða drápu til lofs og dýrðar jafnaðarmönnum Sigurður ráðunautur var einn af stofn- endum og styrktarmönnum kaupkröfu- fél. í Reykjavfk og Jón E. Bergsveins- son sem nú gengur upp í samkynja stærðum í Rvík þykist vfst enn vera í Verkamannafél. Akureyrar og var formaður þess um langt skeið. Von- andi hrspa þessar stjörnur ekki niður af festingunni þó að á þær sé bent. Samvinna í stiórnmálum. Mbl. segir að D.-listinn sé borinn fram sem metki víðsýnis og samvinnu í stjórn- málum. Með Sigurði ráðunaut er settur falskur stimpill á listann, en áð vísu stimpill, sem fáir munu láta ginnast af, vegna pólitískrar æfisögu Sigurðar og þeirrar almennu vitneskju, að hann þráir það eitt, að komast til hærri mannvirðinga. Langt um heldur kaus hann að komast á B.-listann. Þar var meiri sigurvon. En prófkjósendur höfðu meiri trú á öðrum mönnum. Þegar sú von brást Sigurði, vildi hann freista gæfunnar á gersamlega andstæðum lista. Af þessum ástæðum verður Sig- urður ekki hættulegt agn á listanum, heldur fremur hræða, þvf bændur trúa því ekki, að kaupmenn í Reykjavík og stórspekúlantar beri hann fram af um- hyggju fyrir bændastétt landsins, heldur til þess að veiða atkvæði bændanna handa Jóni Magnússyni. En yfir þessi óheilindi er nú Mbl. að breiða með slagorðum um samvinnu í stjórnmálum. Þessi samviana á að vera I því fólgin, að þingmenn komi sér bróðurlega saman um það, að standa á verði um hagsmuni fjárafla- mannanna í Reýkjavík, svo að þeir geti hér eítir sem hingað til notað sparifé þjóðarinnar og fé bankanna og lánstraust landsins óhindrað sér til fjárafla. Að þegar næst verði tekið io milljóna krónalán, þá verði því eins og sfðast, varið til að greiða aðkall- andi skuldir þessara manna og úr þvf hlaðinn skjólgarður áhættumegin f braski þeirra. Áð legátar verði kost- aðir af landsins fé til bjáfpar stór- gróðamönnunum að græða á fiski, að stjórnin geti róleg setið á veðbanka- málinu og að vandlega verði passað að stórlán, sem tekin eru, bæti ekki úr neinni bráðri nauðsyn bænda og aamvianumanna, heldur kaupmanna og stórbraskara f Rvfk; að íslandsbanka verði leyft að færa sig upp á skaftið o. s. frv. Þetta er það, sem Mbl. á við með pólitfskri sasnvinnu. Um þessi mál á ekki að vera neinn ágreiningur heldur i að kjósa á þing þæga vilca- pilta kaupmannavaldsins f Rvfk, Búskapur Jónasar. Andstæðingar Jónasar frá Hriflu grípa til margra vopna og varnarráða á undanhaldinu fyrir penna hans. Eitt þeirra eru lítils- virðandi dylgjur um búskap hans f Hriflu. Nú nýlega hefir hlaupasnáði kaupmanna hér nyrðra lotið að þessu. Má virða honum til vorkunnar, að hann er ekki fær um að valda þyngri vopnum. Sagan um búskap Jónasar er ekki löng, því hann hefir aldrei búið. En árið, sem skólum landsins var lokað í sparnaðarskyni, dvaldi hann á æskuheimili sfnu mikinn hluta ársins, en að mestu við önnur störf en búsksp. Annað gerði Jónas, sem þessar smásálir þefja vandlega um. Honum hugkvæmdist, það sem engum hafði áður hugkvæmst, að veita Skjálf- andafljóti á Hrifluengi og lagði frani fé til þeirrar tilraunar. Góður árangur er þegar kominn í Ijós og nýtur ná- býlisjörð Hriflu ,Holtakot, einnig góðs af áveitunni. Með þessu fékst og reynsla fyrir því að stóráveita ein, sem menn hafa lengi haft f huga þar meðfram Skjálfandaflj, muni vera fær. í málinu liggur þá svona: Af ræktar- semi við æskuheimilið og af fórníýsi og framfaralöngun Iagði Jónas fram fé, til þess að bæta jörðina ef unt væri og fá reynslu fyrir þesskonar áveitu, ekki vegna þess að hönn ætti jörðina, né byggist við að njóta góðs af, heldur af þeirri mannslund, sem fáir eiga slíka sem Jónas. Það má óhikað skjóta þvf undir dóm þeirra manna, sem eru þessu máli jafnkunn- ugir og sá, sem þetta ritar, — sveit- unga Jónasar, hvort það sé ekki meira en meðalskömm, er slfkt pólitískt vesal- menni, sem Gunnl. Tr. Jónsson óneitan- lega er, stendur æpandi að Jónasi f þessu máli. Kaupmenn og úfgeröarmenn. »Útgerðarmaður« ritar grein, sem hann kallar »Otsök og afleiðing* f 22. tbl. ísl. þ. á. Fyrsti kafli greinarinnar eru hugleiðingar og getgátur um það, á hvern hátt kaupfélög landsins vinni að útbreiðslu samvinnublaðanns, en spilli fyrir kaupum á þeim blöðuro, »sem stcku sinnum taki svari útgerðarmanna og kaupmanna, — Morgunbl. og ísl.« þessar getgátur eru bygðar á tómum heilaspuna og ofsjónum yfir gengi samvinnublaðanna. Ef eigendum Mbl. og fsl. gengur illa að útbreiða þau blöð f sveitum landsins, væri þeim hollara, að skygnast eftir öðrum or- sökum en þeim, sem »Útgerðarmaður« bendir á f getsökum sfnum og eru ummæli hans um þetta ekki frekari svara verð. Næst veitist höf. að tveim mönnum, sem skrifað hafa f Tfmann greinar, er ganga, — önnur — til þess að sýna fram á, að framtfð fslands byggist á landbúnaði fremur en á sjávarútvegi, — hin—tii þess að gera grein fyrir tekjum þjóðarinnar af hvorum atvionuveginum fyrir sig. Einkum veitist hann þó að höf. sfðartaldrar greinar, alþm. Sigurj. Friðjónssyni og telur hann hafa farið með »rangfærslu fleipur.* Dagur telur ekki ástæðu til að taka svari þessara manna, enda engu að svara, því >Út- gerðarmaður* ber hvergi við, að rök- styðja neitt af þvf, sem hann segir, heldur byggir alt á fullyrðingum og má hann óhætt leggja sig betur fram til þess að ráða niðurlögum þeirra Helga Valtýssonar og Sigurj. Friðjóns- sonar í málum þeim, sem hér ræðir um. En auðsæilega á það að vera kjarn- inn f þessari grein, að rægja sam- vinnublöðin og bændur f augum út- garðarmánna »fyrir fjandsamiega fram- komu blaðanna f garð þeirra.« Þau hafi orsakað krit þann, sem sé milli »sjávar og sveita.« Áuðvitað færir höf. engin rök fyrir þessu; bendir ekki á neitt máli sfnu til stuðnings og þó grein þessi sé iélegt umræðuefni, vill Dagur f þessu sambandi benda út- gerðarmönnum á misskilning nokkurn bjá þeim sjálfum, sem er aðalorsökin til þeirrar úlfúðar, er þeir sumir hverjir virðast bera f brjósti til samvinnu- manna og bænda — misskilning, sem getur jafnvel orðið »orsök« til þeirrar »afleiðingar,« sem áðurnefnd ritsmfð er. Margir útgerðarmenn eru jafnframt kaupmenn; hafa verið það áður en þeir snerust að sjávarútgerð og halda þeirri atvinnu áfram f stærri eða smærri stfl. Margir þeirra eru Ifka fiskkaupmenn, þ. é. kaupa fisk af smærri útgerðarmönnum og selja hann svo ásamt sfnum eigin fiski. Þessir menn stunda tvo gagnóllka atvinnu- vegi samhliða. Nú finst þessum mönn- um, sumum, að alt, sem talað er til kaupmanna, sé jafnframt talað til út- gcrðarmanna, af því að þeirra breiða persóna nœr út yfir hvorttveggja. En þetta ér misskilningur, sprottinn af þvf, að þeir kunna ekki að greina á milli tveggja ólfkra atvinnuvega. Séu hörð orð látin falla um þá, sem fisk- eða sfldarspekúlanta, þegar þeir f heimsku sinni spiila hver fyrir öðrum, eins og sannanlegt er og á vitund þeirra sjálfra, að þeir gerðu í sfldar- sölunni 1919, * þá taka þeir slfkar ákúrur að sér sem útgerða/menn. En Hér með votta eg undirr. að herra kennari Brynjólfur Sigtryggsson að Ósi, hefir aldrei bent mér á nokkurn mann, hvorki Þórhall Ásgrímsson frá Þrastarhóli eða annan, scm mundi borga skuldir fyrir sig. Akureyri 26. mar 1922, Björn Orímsson. Vottar: Sveinn Frímannsson. jakob Lilliendal. Eg undirritaður hefi beðið hr. Jcaup- mann Björn Grímsáon um ofanskráð vott- orð, végna þeirrar sögu, er gengið hefir um það, að eg hafi vísað til og bent kaupmanninum á hr. bónda Þórhall Ás- grímsson á Þrastarhóli, sem mundi borga fyrir mig skuld' mína við kaupmanninn er var að upphaeð kr. 40,00. En eins og vottorð kaupm. sýnir, eru þetta tilhæfu- laus ósannindi. B/ynj. Sigtryggsson. fisk og sfldarsalan heyiir undir annan atvinnuveg en sjálfa útgerðina. Það er komið undir útgerðinni, hvað mikið afla8t, en undir kaupmenskunni, hvað fyrir afiann fæst. Misskilningurinn kemur glögt fram f áðurnefndri grein. Höf. hefir altaf í sama númeri »út- gerðarmenn og kaupmenn,« eins og það séu e.nskonar samgróningar, óað- skiljanlegir pislarvottar árasanna frá samvinnumönnum og bændum. Á milli þessa þyrftu útgerðarmenn að greina og alls engin þörf er á þvf, að klína kaupmannsstiplinum á hina smærri útgerðarmenn, sem selja fiskkaup- mönnunum aflaJ sinn oft með vafa- sömum hagnaði. Dagur leyflr sér að mótmæla þvf, sem ósönnu og órökstuddu fleipri, að stefna samvinnublaðanna sé sjávarúl- veginum andvfg, enda þótt þeim kunni að sýnast annan veg um ýms atriði honum viðkomandi, en útgerðarmenn sumir telja rétt. Einkum sýnist þeim annan veg en fisk- og síldarkaup- mönnum um söluaðferðiynar, en þar sem samvinnumenn leggja til, að sömu aðferðum sé beitt þar, sem þeir telja reynast sjálfum sér bejnt, ætti það ekki að vera vottur þess, að þeir geri það af fjandsamlegum hug.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.