Dagur - 31.08.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 31.08.1922, Blaðsíða 2
114 DAGUR 35. tbl. Ásigling varð hér á firðinum í íyrri viku skamt frá Svalbarðseyri og sigldust á vélskipið »Hrönn« eign Ragnars Ólafssonar, hlaðið af nýveiddri sfld og norskt flutningaskip að nafni »Blidensol.« Hrönn brotnaði mikið og varð siglt með naumindum í strand við Hlaðhamar skamt fyrir utan Sval- barðseyri. Sjóréttur v r settur daginn eftir hér á Akureyri og urðu sættir í málinu og engar skaðabætur. Hefir heyrst að ásiglingin hafi verið fremur sök norska skipsins en málstaður Hrannar spiltist mjög, er það vitnaðist við próf, að hvorugur, skipstjóri eða stýrimaður, höfðu verið á stjórnpalli, þegar slysið vildi til. Jónas Jónsson landskj. þingm. kom með Lagarfossí til Siglufjarðar og þaðan með Gullfossi. Hann fór á laugardagskvöldið austur í Þingeyjar- sýslu, til þess að heimsækja ættfólk sitt og tók sér aflur far suður með Gullfossi. Mikil leit var gerð á sunnudaginn að manninum, sem getið var um slð- ast, að horfinn væri. Enn sú leit varð árangurslaus. SKógarför. Mesti fjöldi af farþeg- um og skipverjum úr GulHossi ásamt rnörgu bæjarfólki fóru skemtiför austur í Vaglaskóg á sunnudaginn. Koparnámu þykist Björn Kdstjáns- son Alþm. hafa fundið nálægt Svínhól f Lóni f Austur Skaftafellsýslu. Telur hann vafalaust, að svo mikið sé þar af kopar, að vel borgi sig að vinna hann. Þýzkt vínsKip kom til Hafnarfjarðar fyrir nokkru, sem þóttist ætla til Newfoundland. Framferði skipstj. þótti grunsamlegt og var hann tekinn fastur. Sannaðist að tilgagurinn var sá, að smygla víni þessu hér á land. Farm- urinn var gerður upptækur, skipstj. sektaður og dæmdur í eins mánaðar einfalt fangelsi. SKipaskaðar. Þann 17. þ. mán. strönduðu tvö norskt skip við Langa- nes. Annað var eimsk. »Varö«, en hitt var þrímöstruð skonnorta að nafni »Maxine Elliot« Skip'shafnirnar björg- uðust. Gullfoss fór aftur á þriðjudags- morguninn til Húsavíkur til móts við Goðafoss. Með skipinu voru fjöldi far- þega, þeir sem með. þvf komu og áður voru taidir og ýmsir sem verið bafa á ferð hér nyrðra. Meðal þeirra var Hallgr. Kristinss. forstjóri og séra Jakob Kristinsson, sem hafa dvalið hér nyrðra nokkra hríð. Söngskemtun hélt ungfrú Helga Bjarnadóttir frá Húsavfk í Samkomu- húsinu á sunnudagskvöldið. Létu þeir, sem á hlýddu, allvel af söng hennar. Gagnfrœðaskólinn. Stórkostlegar umbætur er verið að gera á skólanum Veggir að innan eru allir strigalagðir og málaðir, gert við gólf og glugga. Uppi á háalofti er útbúin stofa íyrir eðlisfræðíáhöldin og þau flutt úr kjall- aranum, en bókasafnið flutt f kjallar- ann, Sfðan verður gerð kenslustofa úr bókassfnsstofunni. Miðstöðvarhitun verður komið fyrir í skólanum og hann raflýstur. Verður sfðar minst á þessar mikilsverðu umbætur. Blómasala Hjálpræðisherinn selur blóm laugardaginn 2. september til styrktar lfknarstarfsemi sinni, sem nú er orðin mikil, þar sem hann hefir bygt sjómannaheimili á fjórum stöðum á landinu og auk þess sjúkrahús í Hafnarfirði og gamalmennahæli á ísa- firði. Allir bæjarbúar þurfa að kaupa þessi blóm. Þau eru ekki dýr, Þeir, sem vilja taka að sér að selja blómin, gefi sig fram á Lsxamýri. Oddur Björnssoí) prentmeistari var meðal þeirra er tóku sér far með Gullfossi. Flytur Oddur alíarinn úr bænum, eins og kunnugt er orðið. Á víðavangi. Effirlitið í bænum. Mjög virðist það fara í vöxt, að lögreglu- og heilbrigðissamþyktir bæjarins séu alla vega þverbrotnar. Bflarnir aka harðar um göturnar, en leyfilegt er, að dómi margra. Stundum hafa þeir ekkert ljós aftan á, sem þó er lögboðið. Menn stökkríða um göturnar og ganga um þær ölvaðir með hávaða og dónalátum. Þó það séu ef til vill eingöngu út- lendingar, er slíkt framferði með öllu ósæmilegt og óleyfilegt. Þá virðist mönnum heilbrigðiseftirlitið ekki vera á marga fiska. Sóðavík er kallaður hluti af Strandlengju Akureyrar, — f Oddeyrarbótinni. Þaðan leggur megnan óþef fyrir vit manna, er fram hjá ganga. Kamrar á bryggjum og al- mannafæri eru þannig um gengnir, að einungis er samboðið verstu sóðum. í síðasta blaði var heilbrigðisfulltrúan- um bent á, að athuga hvernig um væri að litast undir stiganum, þar sem fjöldi bæjarbúa og aðkomumanna þyrp- ast inn í annað samkomuhús bæjarins tvisvar í viku. Verði hann ekki við þessari kröfu og geri þær ráðstafanir, sem honum bera, verður að skora á lögreglustjóra, að banna samkomur f húsi þessu, þar til þeir, sem hlut eiga að máli, sjá um, að betur sé umgengið á þessum stað. Aðfinslur, sem þessar, eru ekki vinsælar á prenti, en þeir menn, sem þola, að fegurð þessa bæjar sé þannig svlvirt og sóma hans misboðið með sóðaskap, eru ekki of góðir, til þess að lesa línur þessar. Jóns-raunir. Tveir atburðir hafa nýlega gerst á íslandi, sem kunnugir menn segja, að mjög hafi tekið á Kkama- og sálarkralta Jóns E. Berg- sveinssonar. Eru það kosning Jónasar Jónssonar á þing og ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um einkasölu á steinolfu. Er það eitt dæmi þess, hvað veröldin er oft harðleikin við góðláta menn, að stefnur og atburðir þjóðíélaganna íara sfnu fram, þó vissar persónur eldist við það óeðlilega snemma, eins og sagt er, að Jón geri þessi dagana. Sterk bein þarf, til að þola sllka með- ferð, þegar svo þungir atburðir bætast við mikið annrlki, þvl Jón á mjög annasamt um þessar mundir, meðal annars við að útbúa málssókn á hendur ritstj. Dags og safna drögum að »Svartalista Landsverzlunar,* sem hann hótaði að birta, ef einkasalan yrði lögfest. VínsKip. Fyrir skömmu var birt hér í blaðinu frásögn »Verkamannsins« um ferð þeirra Hjalteyrarfélaganna, eftir steinafræðingnum út í Fjörðu, en sem snúið var upp í ferð út að þýzku skipi á Grímseyjarsundi og ónýttist fyrir tregðu bátsformannsins, að sigla annað en upphaflega hafði verið ákveð- ið. Sagan var með þeirri frásögn ekki meira en hálfsögð. Olfunni vár skipað upp í Hrísey og fengu þeir félagar, að sögn, bát þar, til að flytja hana út í skipið. Nú ganga ýmsar sögur um erindislok þar við skipshlið og eftirköst þeirra, en þar sem sllkar sögur eru óstaðfestar, þykir ekki hlýða, að segja þær hér. Það er á almæli að skip þetta hafi verið eitt af hinum mörgu þýzku vínskipum, sem sigla til bannlandanna og hafi legið hér úti fyrir, til þess að selja skipum vfn utan landhelgi og innan. Ekki er vitanlegt, að nein tilraun hafi verið gerð, til þess að hafa hendur f hári lög- brjótsins, né rannsaka orðróm þann, sem gengur um vínkaup manna f skipi þessu. Frá bæjarsfjórn. Það hefir komið til orða, að byggja stfflu f Glerá hjá Rangárvöllum og gera þar geymslu- þró íyrir vatn árinnar, því hún gerir meira, en að fylla þróna við neðri stífluna þann tfma sólarhringsins, sem rafmagnið verður lítið notað. Fengist þá alt að V3 meiri kraftur að við- bættri einni turbinu. Það, sem mælir með þessu, er, að verkfræðingurinn er ráðinn og yrði að standa fyrir þessu verki án aukaborgunar og að áhöld og trjáviður til steypugerðar er nú fyrir hendi. Á þessum og fleiri for- sendum hvíldi tillaga bæjarstjórans á bæjar3tjórnarfundi 22. þ. m. um að hafist yrði handa um verk þetta nú þegar, en hún var feld f bæjarstjórn- inni, eða ákvörðun frestað, sem gerir sama gagn. Á fundi þessum kom fram erindi írá lögreglustjóra um fjölgun lögregluþjóna í bænum um 1 — 2 mán- uði og var samþ. að veita honum heimild, til að ráða 2 lögregluþjóna um alt að tveggja mánaða tfma. — Símskeyti. Reykjavik, 31. ágúst. .Afarmikil pátttaka í bannlaga atkvæðagreiðslu í Svípjóð. 897521 atkvæði með 937423 á móti banni. Dálítið ótalið, sem breytir varla. Skaðábótanefnd bandamanna býður fiýzku stjórninni að senda fulltrúa til Parísar, til samninga um gjaldfrest. William Cosgrane kjörinn for- sætisráðherra Irlands. Sorgarhátíðir um alt Iandið við jarðarför Collins. Austurríki vill sameinast ein- hverju nágrannaríki. Franska stjórnin vill útkljá málið fyrir 15. september. Bankahrun yfirvofandi í Pýzka- landi. Fréttaritari Dags. Veski og Vasabók, tapaðist síðastl. sunnudag frá Qrund fram að Skjóldalsá eða kring- um Qrund. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila því til ritstjóra þessa blaðs gegn sanngjörnum fundarlaunum. Námsskeið í kjólasaum, Iínsaum og útsaum hefi eg n. k. vetur eins og að undan- förnu frá 20. okt. til 20. jan. og frá 1. febrúar til 30. apríl. Sömuleiðis geta bæði stúlkur, sem á námsskeiðinu verða, og eins utan- námsskeiðs, fengið tilsögn í að taka mál og sníða eftir því í sambandi við kjólasaum. Tímar í baldering, teikning og dönsku fást einnig, ef óskað er eftir. Ykkur sem ætlið að sækja um námsskeiðin annað eða bæði, bið eg vinsamlega um, að senda skriflegar umsóknir eða tala við mig helzt fyrir 25. sept. n. k. Akureyri 27. ágúst 1922. Ánna Magnúsdóttir Lækjargötu 3. Akureyri. Fæði og húsnæði fyrir einhleypa fæst nú þegar með góðum kjörum í Lækjargötu 3. Akureyri. JjUktir, larripar, lampapartar og lampaglös nýkomið í verzlun Kristjáns Sigurðssonar. Hertur steinbitur. Undirritaður hefir til sölu ágætan, hertan stein- bít. E. Einarsson. Nýtt í bókaverzlun Sig. Sigurðssonar. Matth. Jochumss. Sögukaflar af sjálf- um mér (Æfisöga). Minningarrit og Ijóð sr. Jóns í Stafafelli. Þorst. Gíslason: Heimsstyrjöldin I. Þórbergur Þórðarson: Hvltir hrafnar. Arni Möller: Passionssálmar. Trúmálavika Stúdentafélagsins. Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar i—2. Áskriftir teknar af Gyldendalsbók- um með góðum borgunarskilmálum. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.