Dagur - 28.09.1922, Blaðsíða 1

Dagur - 28.09.1922, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. V. ár. Akureyri, 28. september 1922, AFOREIÐSLAN er hjá JónJ I>. l>ór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, hundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. 39. blað. f Þ-E-I-R S-E-M B-Y-G-G-J-A íbúðarhús, verzlunarhús eða hvaða hús sem er, þar sem hitunartæki þurfa, »miðsföðvar»- vélar, ofna eða eldavélar, ættu að snúa sér til undirritaðs. Jón Stefánsson. Talsími 94. '&r Akureyri. Vífilstaðahælið. Nú er haiin hin hvassasta orra- hríð í Reykjavíkurblöðunum um starfrækslu Vífilstaðahælisins, Iækni þess, hjúkrunarlið og matreiðslu. Er mál þetta sótt og varið af miklu kappi. Upphaf þessara deila var það, að einhver fyrverandi sjúklingur skrifaöi mjög hvassa ádeilugrein í Tímann og réðist þar á yfirlækninn, hjúkrunarliðið og matreiðslukonuna. Var grein sú allhvatskeytleg og bar með sér, að hún væri ekki allskost- ar sanngjörn. Síðan hefir hver grein- in rekið aðra, og vill skifta allmjög í tvö horn, eins og gengur, þegar deilt er af miklum hita. Svo mikilsverð stofnun, sem hæl- iö er fyrir þessa þjóð, er ekki að furða, þó það, sem aflaga kami að fara, vaxi mönnum í augum. En gagnrýnislausar árásir annarsvegar, og blind vörn hinsvegar, kemur engu góðu til leiðar. Það er næst- um því alveg víst, að hælinu er í einhverju áfátt, eins og því nær öll- um okkar stofnunum. En að starfs- fólkið eigi á því einkasök, vegna þekkingarskorts, óskyldurækni og mannvonzku, nær vitanlega engri átt. Ekkert nema óhlutdræg rann- sókn á málinu leiöir í Ijós, í hverju stofnun þessari er áfátt og orsakir þess. Enginn ætti að standa á móti þeirri rannsókn og sízt þeir, sem eru svo þungum sökum bornir. Þjóðin þolir ekki, að neinu sé hald- ið leyndu á þessum stað. Hún á heldur ekki að þola, að yfirlæknir- inn og starfsfólkiö sé yfirausið ó- veröskulduöu níði. Hún krefst þess, að vita sannleikann í málinu og haga ráðstöfunum í samræmi við hann. Par sem þetta mál er ekki lítils- vert og þar sem ritstj. Dags hefir haft ástæðu til að kynnast yfirlækn- iuum og hælinu af eigin raun, mun í næsta blaði verða farið nokkrum fleiri orðum um málið. Vínveitingaleyfi. Bæjarstj. Rvlkur og Hafnarfjarðar hafa á ný þverneitað að gefa nokkrum meðmæli til vín- veitinga. »VerzIunarólagið«. Svo nefnist flugrit, sem hefir nýlega verið dreift um landið. Höfundur þess er Björn Kristjánsson, fyrrum banka- stjóri. Höfundurinn tekur það fram, að ritið sé ekki skrifað og birt f árásar- skyni. En honum hefði verið hollara, að taka ekkert fram um það. Það eykur ekki trú á gildi ritsins eða mannkosti höfundarins, að reyna með slíku yfirvarpi, að villa heilvita les- endum sýn um raunverulegan tilgang þess. Slægvizkan getur brugðist á þessum tortrygnistfmum. Nafnið á rit- inu gefur ástæðu til að ætla, að verzlunarmál þjóðarinnar yfir höfuð séu tekin þar til rannsóknar, en svo er ekki. Aðeins einn þáttur þeirra eða öllu heldur eitt verzlunarfyrirtæki, Samb. ísl. Samvinnufél. er tekið til meðferðar og á það ráðist. Árásirnar má greina í eftirtalda höíuðþætti: í fyrsta lagi er ráðist á skipulagið. í öðru lagi á framkvæmdasíarfsemina. í þriðja lagi á tryggingarnar. I fjórða lagi á hvatir og mannorð þeirra manna, sem beitt er fyrir f þessum félagsskap. Höfundurinn hefir í niðurlagi ritsins slegið þann varnagla, að ritið muni fá harða mótspyrnu f Tfmanum, Deg* og Tímariti ísl. Samvinnufél. Og að þjóðin muni sj5, hversu einlœg og réttsýn sú mótspyrna verði. Nú má einnig vera, að mótspyrna þessi leiði í ljós einlœgni B. Kr. sjálfs. Það er ekki einungis létt verk, heldur óhjá- kvæmilegt, að sýna fram á, að ummæli B. Kr. þau, að hann skrifi ekki f árásarskyni, eru af óeinlægni mælt. Það mun koma bert f ljós í eftirfar- andi greinum, að rit þetta cr runnið af sömu rót og önnur árásarrit og ræður, sem á sfðustu árum bafa, úr þessari átt, dunið jafnt og þétt yfir samvinnumenn. Ritið er all lævfslegt en þó væntanlega mishepnað herbragð þeirra manna, sem álfta það fært og telja það rétt, að ráðast á knéfallinn, fslenzkan landbúnað á þann hátt, að tortryggja f augum almennings menn þá. sem fyrir er beitt og torlryggja í augum innlendra og erlendra láns- stofriana verulunarfyrittœki bœnda, fjárhagsstyrkleik þess og trygg’ngar. Dagur hefir yfir svo litlu rúmi að ráða, að hann telur sér ekki fært þess- vegna, að gera riti þessu svo gagnger skil, sem vert væri. Hann verður því að takmarka mál sitt við nokkur höfuð- atriði, en láta mörgu ósvarað. Mjög margt í ritinu fellur um sjálít sig við gaumgæfilegan lestur, þvf þar eru saman komnar fleiri órökstuddar full- yrðingar, en ætla mætti, að vitur maður teldi málstað sfnum vera til styrktar og meira af dylgjum og gét- sökum, en réttsýnn lesari þolir. Sambandið og sKuldaverzlunin. B. Kr. telur vera þessarþrjár höfuðor- sakir til skuldaverzlunarinnar f sam- vinnufétögunum: Að íélögin voru upphaflega stofnuð án teljandi veltufjár, en f stað þess með vfðtækri sámábyrgð; að félögin gefa ekki fullnaðarreikn- ing yfir viðskiftin fyr en sölu íslenrkra vara á erlendum markaði er að fullu lokið og að eitthvert félag f Reykjavfk, sem hann vfkur oft að, leggji kapp á, að ná sem mestu af verzlun landsins undir Sambandið, til þess að tryggja vissum mönnum áhrif í landinu og góðar stöður. Sambandið hafi því að tilhlutun þessara manna, ekki spornáð við skuldaverzlun, heldur lagt alt kapp á, að binda sem flesta á skuldaklafann. (Bls. 41—42). Nú getur það ekki skift litlu máli fyrir B. Kr., hvort í ljós kæmi, við rannsókn þessara mála, að hann hafi litið á þessa hluti með réltsýni, svo mikils sem hann telur það vert, að njóta þeirrar dygðar í fari samvinnu- manna f viðureigninni við sjálfan hann. Ut af fyrst greinda atriðinu ber að geta þess, að B. Kr. heldur því fram að alls ekki hefði átt að stofna kaup- félög hér á landi án þess, að hver íélagsmaður legði fram veltufé að einhverjum mun og að ábyrgðin væri mjög takmöikuð. Nú má það öllum ljóst vera, sem þekkja til ástandsins, eins og það var hér á landi um það bil, er kaup'élögin risu upp, að fram- lag veltufjár var íslenzkum bændum gersamlega um megn. Bændur voru yfirleitt skuldum vafðir við selstöðu- verzlanirnar, engar lánstofnanir voru til f landinu, sem gátu veitt bændum verzlunarlán. Alls engin von var þvf svo mikils veltufjár, að komist yrði bjá ábyrgðinni. Þetta er B Kr. lfka Ijóst, þvf veltufjárupphæðin, sem hann nefnir, er mjög lftil og hann synjar þess ekki, að ábyrgð þyrfti að vera jafnhliða, en aðeins sjálfskuldarábyrgð innan hreppa. En hver heettumunur er á sjálfskuldarábyrgð innan hreppa og innan heils sýslufélags eða jafnvel innan margra héraða, hefir B. Kr. láðst að skýra frá í riti þessu. Er það f fultu samræmi við málsreifun annara fjandmanna samvinnufélaganna, sem jafnan ræða um samábyrgðina eins og einhverja óheyrilega ófreskju, án þess að gera neina frekari grein fyrir máli sfnu. Þær umræður eru ýmist Jarðarför systur og móður- systur okkar Guðrúnar Daviðsdóttur, sem andað- ist 22. þ. m., fer fram laugar- daginn 30. sept. og hefst kl. 1 e. h. með húskveðju á heimili okkar, Hafnarstræti 103. Anna Davíðsdótiir. Anna Sigurðardóttir. bygðar á megnri vanþekkingu á eðli og tilgangi ábyrgða eða þá á þeirri undirhyggju, sem er nauðsynleg, þegar á að vekja gagnrýnilausa tortrygni almennings gegn mönnum eða mál- efnum. Þess væri full þörf, að rann- saka mjög gaumgæfilega eðli og hættu- möguleika samábyrgðarinnar svo það yrði öllum almenningi ljósara, við hvað illspár og ógnanir þessara manna hafa að styðjast. í stuttu máli getur það ekki orðið gert að fullu, en að þvf verður þó vikið sfðar. En vel á það við á þessum stað, að benda mönnum á, að samábyrgðin er ekki eins frumlegt né eins óheyri- legt uppátæki, eins og þessir sfvakandi bændaverðir f Reykjavík og vfðar vilja láta mönnum skiljast. Öreigafram- færslan hvflir á sama grundvelli. Þjóðin er öll í samábyrgð fyrir þvf, að hver maður fái til hnffs og skeiðar. Sam- ábyrgð kaupfélaganna miðar til þess, að gera einstaklingunum fært, að reka atvinnu sfna. Forða þeim frá, að verða öreigar. Fátækralögin tryggja hverjum lffsnauðsynjar. Það er ekki hættulaust fyrir efnahag bjargálnamannsins, þegar nágranni hans fer á hreppinn. Það er sú hætta, sem er þvf samfara, að búa f siðuðu þjóðfétagi. Um það bil, er samvinnufélögin risu upp, var um tvo kosti að velja fyrir fslenzka bændur. Annar var sá, að stofna kaupfélögin með samábyrgð og safna smátt og smátt veltufé. Hinn, að halda áfram að hlfta forsjá og íöðurlegri umhyggju selstöðukaup- mannanna og þeirra fslenzku kaup- manna, sem upp mundu rfsa f landinu. En getur B. Kr. fært minstu líkur fyrir því, að á þann hátt hefði orðið girt fyrir skuldaverzlun ? Lfklega ekki. Einstakir bændur hafa aldrei átt greiðan aðgang að lánstofnunum til verzlunarlána. Eða getur B. Kr. hrósað sér af þvf, að hann hafi, sem banka- stjóri, greitt götu bænda i þessu efni? Tæplega verður það talið honum til réttlætingar, þegar gffuryrði hans,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.