Dagur - 28.09.1922, Blaðsíða 2
126
DAGUR
30. tbl.
A^^*sA
Viljið þið spara peninga og tima,
þá lítið inn í
Ryels verzlun.
Með e. s. „Botnia" fékk eg afarmikið úrval af hæstmóð-
ins dömukápum og kjólum, fyrirtaksgóð alullar kjólpils,
kvensvuntur, kjólatau, vaðmál hentugt í kápur og vetr-
arkjðla, karlmanua- og drengjapeysur, herra sportshúfur,
kasketti, hálstau, bindi, herra flókahatta, harða hatta,
möblusirz, baðmullartau og tvisttau, silkimoll, o. m. fl.
AthugiO: Beztu vörurnar, smekklegustu vörurnar og
sanngjarnasta verðið er æfinlega hjá RYEL.
Með hverju skipi bætist nýtt við.
Baldvin Ryel.
árásir og ásakanir f garð fslenzkra
bænda verður metið í framtíðinni.
Eða getur B. Kr. fært likur fyrir
því, að þeir íslenzku kaupmenn, sem
hann telur að upp hefðu getað risið
og tekið við verzluninni, hefðu kipt í
betra horf aðstöðu bænda í þessu
efni? Hefðu þeir gengist fyrir stofnun
banka og sjóða f.því skyni ? Af reynslu
þeirri, sem íslendingar hafa sf kaup-
mönnum verður, þvf miður, að draga
aðrar ályktanir. Þeir hafa af eðlilegum
og mannlegum ástæðum alt af litið
mest á sinn eigin hag. Stefna þeirra
á strfðsárunum kom bert f ljós. Árið
1914 og iqi 5 hækkuðu þeir vörur
8Ínar óðfluga í blóra við hækkandi
verð á heimsmarkaðinum. Það gerði
Sambandið ekki. Árið 1920—1921
risu kaupmenn öndverðir gegn öllum
tilraunuro, að vernda almenning fyrir
óhæfilegri eyðslu og óhæfilegu vöru-
verði. Þá vitnuðu þeir í stjórnarskrána
um óheimild, að setja hámarksverð á
vörur sínar. Þá voru þeir búnir að
gleyma rökunum, sem þeir færðu fyrir,
nauðsyn fyrirfram hækkunar 1914—
1915, þeim að hækkunin væri þeim
nauðsynleg, til þess að geta staðist
verðfallið. Kaupmenn hafa með stefnu
sinni og aðförum í viðskiftum við al-
menning á þessum árum slegið fyrir
fram öll vopn úr höndum B. Kr. f
þessu máli. Þjóðin hefir aldrei orðið
vör við þær gáfur, þá þekkingu né
heldur þann kærleika, sem B. Kr.
telur að einkenni þessa, að hans dómi,
þjóðnýtustu stétt allra landa. Almenn-
ingi, sem lifað hefir á þessum árum
og ekki síður þeim, sem fylgst hafa
með f baráttu samvinnufélaganna við
verzlunarstefnu kaupmanna, veitist létt-
ara en B. Kr. hyggur, að átta sig á,
hvernig umhorfs hefði verið í sveitum
landsins þann dag f dag, ef samvinnu-
félögin hefðu aldreí risið upp. Út frá
þessari margaugljósu verzlunarstefnu
kaupmanna má rekja söguþráðinn eins
og hann heíði orðið, að þeim ein-
völdum. Skuldverzlunin hefði ekki ein-
göngu haldið áfram, heldur aukist.
Bændur hefðu aldrei eignast neinar
eignir eða sjóði í verzlunarrekstrinum
Hvorttveggja nemur nú miklu meira
en skuldunum, sem B. Kr. gerir svo
mikið veður út af. Hefði samvinnu-
félaganna ekki notið við á stríðsárun-
um, til balda niðri vöruverði og styðja
bjargráðagerðir þingsins, er lítill vafi
á, að mörgum sveitum landsins hefði
nú legið við auðn vegna fátæktar og
rænuleysis almennings.
B. Kr. lofar mjög kaupmannastéttina
og telur hana sóma og máttarstólpa
hverrar þjóðar fyrir sakir vitsmuna,
þekkingar og framsýni. Hann segir að
f Amerfku séu gáfuðustu mennirnir
sendir f verzlunarskóla, en miðlungs-
mennirnir verði embættis og vfsinda-
menn. (Bls. 6). Sé þetta rétt, er annað
varla hægt, en að hugsa til kaupmanna
þar f landi með lotningu fyrir mann-
legum vitsmunum, þegar Edison getur
ekki talist nema meðalmaður hjá þeim
að ónefndum öllum vfsindamönnum,
stjórnmálamönnum, verkfræðingum og
rithöfundum Amerfkumanna.
En hversvegna hafa þessar dygðir
aldrei náð að þróast f fari fslenzkra
kaupmannaf B. Kr. skýrir það sjálfur
þann veg, að þeir fengu ekki áð
þroskast f friði fyrir ásælni samvinnu-
manna og þeirri truflun, sem þeir
komu til leiðar, með því að hrifsa frá
þeim þessa atvinnugrein. En þessa
röksemd snýr höfundur sjálfur úr háls-
liðnum með alleinkennilegum hætti. Á
bls. 39 lýsir hann átakanlega hvprnig
kaupfélag, sem stofnað var á mjög
afskektum hafnarstað, hafi flæmt kaup-
mann frá atvinnu sinni. Kaupmaðurinn
hefði alls ekki verið fjáður maður
vegna þess, að hann hafði verzlað
mestmegnis með landbúnaðarafurðir.
Þetta sé reynslan um alla kaupmenn
landsins, að þeir geti ekki orðið fjáðir,
ef þeir stunda verzlun við sveitahér-
uðin. Ekki verður af þessu annað ráðið,
en að sú verzlunargrein sé óarðsöm-
ust og áhættumest. En nú er það ein-
mitt sú verzlunargreinin, sem sam-
vinnufelögin tóku því nær eingöngu á
sínar herðar. Samkv. röksemdum B.
Kr. hafa samvinnumenn komið í veg
fyrir að þau nokkur hundruð kaup-
manna, sem verzla á landinu, gætu
orðið fjáðir, á þann hált að taka
að sér áhœttumestu og ógtððavæn-
legustu viðskiftin en ettirláta þeim hin!
Það eru ekki samvinnumenn, sem
hafa staðið f vegi fyrir þvf, að þessar
æskilegu dygðir fengju að þróast f
fari kaupmanna, heldur kaupmenn sjálfir.
Atvinnugrein þeirra er sffelt yfirhlaðin
af allskonar mönnum, hæfum og óhæf-
um og jafnvel mönnum, sem ekki hika
við, að fórna sóma stéttarinnar fyrir
lftilsverða gróðavon, eins og hefir
margsinnis komið f Ijós á strfðsárun-
um. En B. Kr. og aðrir kaupmenn
eru jafnan til með, að ganga f sam-
eiginlega ábyrgð fyrir sóma þessarar
stéttar, hversu óhæfir menn og lftils-
verðar smásalir sem kunna að ná
fótfestu f stéttinni um stundarsakir.
En á meðan kaupmenn eru jafnstaur-
blindir fyrir vanþroskun sinnar eigin
stéttar, er það B Kr. um megn að
vekja alment traust á henni. Almenn-
ingur trúir þvf seint, að kaupmenn
hefðu af kærleika við allan almenning
komið til leiðar skuldlausri verzlun
og almennri hagsæld bænda.
Þá er að minnast á annað atriðið,
sem B Kr. telur vera eina af orsök-
unum til skuldaverzlunar bænda f
samvinnufélögum. Hún á að vera sú,
að kaupfélögin gefa ekki lokareikning
fyr en sölu afurðanna er lokið og hið
raunverulega verð komið í ljós.
Fyrst er þess að gæta, að þetta er
óhjákvæmileg aðferð í samvinnufélög-
um, sem fara með söluna í umboði
framleiðandanna og skila öllu verðinu,
i ð frá dregnum sölukostnaði. Tillaga
um að breyta þessu, er tillaga um,
að hætta að verzla á samvinnugrund-
velli.
B. Kr. telur, að þessu sé samfara
svo mikil óvissa hvers viðskiftamanns
um sinn efnahag, að það leiði til
aukinnar skuldaverzlunar, þar sem
menn viti ekki, íyr en seint og sfðar-
meir, hvað þeir megi bjóða sér, Þetta
er f sjálfu sér alveg rétt athugað.
En þetta ástand hefir ríkt í íslenzkri
verzlun frá fyrstu tíð. Orsök þes3 er
ill viðskiftaaðstaða og fábreyttir at-
vinnuvegir. Landbúnaðarafurðir hafa
aldrei selst fyr en á haustnóttum.
Frá nýjári og til haustnótta hefir ís-
lenzki bóndinn verið i sömu óvissunni
um það, hversu miklu verði afurðir
hans myndu seljast, hvort sem hann
hefir verzlað við kaupmenn eða sam-
vinnuíélög. Að þetta sé nýtt ástand,
sem samvinnufélögin hafi komið til
leiðar, er því fjarstæða. Og að óvissa
þessi sé svo miklu meiri með sölu-
aðferð þeirra, en áður var hún, eru
öfgar. Á haustnóttum eru söluhorfur
þegar komnar f Ijós jog geta bændur
nokkuð af þeim ráðið, hversu fara
muni. Framkvæmdastjórar kaupfélag-
anna eru einu mennirnir, sem á slð-
ustu árum hafa reynt, að draga úr
úttekt almennings. Mundi ekki sú hóf-
stilling þeirra verða jafndrjúg til heilla
eins og hið fastákveðna verð þeirra
kaupmanna, sem frá nýjári til haust-
nótta ota vörum sfnum út f almenning?
Allir geta verið sammála um, að
óvissan, sem leiðir af þessum óbjá-
kvæmilegu verzlunarháttum, sé mikið
böl, En ráðið, til að bæta úr þvf, er
ekki það, sem B. Kr. leggur til, að
leggja Sambandið niður, heldur þver-
öfugt.
B. Kr. bendir á, hversu náuðsynlegt
það sé að afnema vöiuskiftaverzlunina,
auka peningaveltuna f landinu svo al-
menningur fái fé á milli handa og
læri fremur, að fara með peninga.
Þetta er rétt, En tillögur hans um
framkvæmdirnar eru annað mál. Verður
ekki rætt um þær bér. Hann leggur
til að stofnaðir séu »Viðskiftasjóðir«
f hverjum hreppi með 15 000 kr.
reikningsláni úr Landsbankanum. B.
Kr. er frumkvæðismaður að þessu
formi en ekki að hugsuninni. Samvinnu-
menn bafa f undirbúningi stofnun
Samvinnubanka, sem á að inna af
höndum hlutverk þessara sjóða B Kr.
auk annars meira.
Ráðið til þess að efla almenna hag-
sæld, auka veltuféð og afnema skulda-
verzlun er ekki það, að sundra sam-
tökum bænda, heldur það, að efla
samtökin, auka sjóðina, treysta Sam-
bandið og stofna Samvinnubankann.
Loks komum við að sfðasta atriðinu,
þar sem eru gersamlega órökstuddar
árásir B. Kr. á einstaka menn, for-
ystumenn samvinnumanna. Hann segir
á bls. 47, að vel megi búast vlð, að
þessir menn setji öll járn f eldinn,
til þess að halda ástandinu við óbreyttu
og tryggja sér áfram launaháar stöður.
Auðiæilega væntir B. Kr. þess, að
hitta með þessu viðkvæman blett f
bændasálunum, þ. e. sýtingssemi þeirra
um þá peninga, sem ganga til þess,
að halda fram f menningarbaráttu
sjálfra þeirra. Auðvitað eiga bændur
kost á þvf, hvenær sem þeir óska
þéss, að þeir menn, sem nú halda
uppi vörn og sókn í málstað þeirra f
orði og verki, snúist að öðrum störf-
um. En væntanlega verður nokkuð
langt að bíða þess, að B. Kr. og
öðrum rógberum takist að níða úr
bændum þann munntakshug, sem hefir
bygt upp samvinnustarfsemi f landi
hér. Væntanlega á hann eftir að verða
sjónarvottur- að þvf, þó aldraður sé,
að fram sé sótt á ýmsum sviðum
ótæmandi verkefna, en ekki hopað á
hæl.
Það vill svo vel til, að þessari lágu
illkvitni er fljótsvarað, með því að
B. Kr. hefir f þessu máli borið vopn
á sjálfan sig. Á bls. 47 og víðar gefur
hann f skyn, að stefna Sambands
foringjanna sé sú, að halda mönnum í
skuldaánauð, til að tryggja sjálfum
sér auð og áhrif. En í veiðibræði
sinni, að nfða þessa menn á allar
lundir, tekst honum svo ófimlega, að
hann sakar þá um alveg gagnstœðar
aðgerðir. Á bls. 59—60 sakar hann
Sambandið fyrir harkalega innheimtu
hjá viðskiftamönnum þess og fyrir að
halda í við eyðslu manna. Út af þvf
spinnur hann lopann á þann hátt, að
það er allhlægilegt. Væri fyrirgefan-
legt að álfta B. Kr. ekki eins gáfað-
an mánn og sumir hafa viljað álfta.
Hugsanalopinn er svona: Með þvf að
halda f við eyðslu bænda, geta þeir
ekki lengur haldið vinnufólk, þvf verka-
fólkið sér allsnœgtir allsstaðar annárs-
staðar en hjá bændum. Það mundi þá
streyma burt f allsnægtirnar, land-
búnaðurinn legðist f rústir og avo
kæmi ef til vill haffsár ofan á rúst-
irnar.
Lesendurnir sjá af þessu að B, Kr.