Dagur - 30.11.1922, Blaðsíða 2

Dagur - 30.11.1922, Blaðsíða 2
156 DAOUR 48. tbl. bœndur og er hér ber og furðu djörf tilraun að snúa sig út úr rökþroti með blekkingu. Enda hefir B. Kr. bæði áður fyrri og nú í riti sínu lýst þeirri skoðun sinni, að bændur hefðu með samábyrgð- inni fyrirgert öllu lanstrausti sfnu og fjárhagslegu frelsi fyrir sig og erfingja sfna og að það sé ekki vogandi að gera bón þeirra. VII. Þegar kemur að því, að svara fyrir kaupmenn og verja málstað þeirra, gefst B. Kr. upp skilyrðislaust og lýsir því yfir, að hann sé enginn málsvari þelrra. Hann hefir þó varið miklu máli í riti sfnu, til þess að leiða þjóðinni fyrir sjónir, hversu kaupmannastéttin sé þjóðnýt stétt og nauðsynleg, að hún sé einskonar líftrygging þjóðar- innar og hvað kaupfélagsskapurinn hér á landi hafi verið mikið brot á lög- máli verkaskiftingarinnar og bygður á miklum misskilningi. Hann hefir varið öllu riti sfnu beint og óbeint, til þess að halda fram ágæti þeirrar stéttar, sem hann sfðan treystir sér ekki til að verja. Kemur þar fram eðli þeirra kaupmanna, ekki beztu tegundar, sem ekki þykjast þurfa að bera ábyrgð á þeirri vöru, sem reynist svikin, eflir að hún er seld, þó að þeir hafi borið á hana hrós, meðan sala fór fram. En eftir atvikum má telja það réít af B. Kr. að láta ekki ota sér lengra út í ófæruna f þessa átt, en komið er VIII. Út af fjasi B. Kr. um verðlagsaðferð samvinnuíélaga og þeirri skuldaaukniag, sem stafaði af þvf fyrirkomulagi, færði Dagur rök að þvf, að óvissan um verð afurðanna hefði jafnan rfkt f fslenzkri verzlun frá nýári til haustnótta og mundi rfkja að núverandi búnaðar- og verzlunarstaðháttum óbreyttum. Fjas B. Kr. væri því ekki annað en öfgar gert í þeim tilgangi, að vekja óánægju. Ennfremur sýndi Dagur fram á, að félög, sem færu með söluna f umboði framleiðenda og skiluðu öllu verðinu að frádregnum sölukostnaði gœtu ekki ákveðið fast verð í haustkauptfð, heldur aðeins þegar varan væri seld. Tillaga um að breyta þessu væri tillaga um að hætta að verzla á samvinnugrund- velli. Þessum rökum Dags svarar B. Kr. með þvf einu, að geta þess til, að ritstjóra blaðsins hafi orðið mis- mæli og að hann hafi ætiað að segja, pðlittskum grundvelli. Það er að vfsu ljóst, að B. Kr. gat ekki hnekt þess- um rökum Dags. Hitt er svo mikil fjarstæða, að félag, sem selur vörur f umboði framleiðenda geti keypt þær fyrir ákvæðisverð og haldið þó áfram að vera samvinnufélag. En B. Kr. hefði verið sæmra, að þegja við þessu, en að svara skœlingi. Og sá maður, sem þannig hleypur frá þvf, sem hann hefir sagt, er ekki verður svars, nema fyrir það eitt, að til eru svo vesælar sálir, að telja málstað sfnum vera styrk að bulli hans. Sama máli gegnir, þar sem hann minnist á Samvinnubankann, sem sam- vinnumenn hyggjast að stofna. Það á samkvæmt skilningi B. Kr. að verða gert, til að styrkja pólitíska tjóður- bandið. Hún viti, hvað hún sé að gera, Tfma-klfkan f Rvfk. Þannig hefir hann engin rök fram að bera, heldur ill- kvitni eina og óvit. Sést hér glögt, hversu hann dregur saman herlfnu sfna og heldur þvf vfgi einu opnu, sem hann notar til árása á einstaka menn. Þrengist nú heldur kærleiks- faðmur þessa bændavinar, þó hann væri breiður í ritinu, sem ekki var »skrifað eða birt f árásarskyni !< IX. Grein Dags »Árið I920,< þar sem raktar vorn orsakir skuldanna, svarar B Kr. með þvf, að vfsa til rit sfns, eins og það sé óskeikul opinberun. Þetta gerir hann raunar hvað eftir annað, þegar hann sér enga leið færa, til að verja fjarstæður sfnar. Honum fer eins og vissri tegund af biblfu- skýrendum, sem vfsa jafnan til ritn- ingarinnar um sannanir fyrir þvf, sem f henni stendur. Það hefir verið talin hæpin aðferð, þegar ritningin hefir átt f hlut og er lftill vafi á, að það mun ekki verða talið nægilegt um rit B. Kr., þvf eins og ritningin er yfir allar bókmentir hafin, er »Verz1unaró!agið< neðan við allar hellur. Rök B Kr. um þetta er aðeins upptugga úr ritinu; ósönnuð gffuryrði um mishepnaða sölu Sambandsins og kapp þess, að ná veizluninni f sfnar hendur. Treystir B. Kr. sér f raun og veru, til þess að dæma um það, hvað hefir verið mishepnuð sala á landbún- aðarafurðum sfðustu árin, hjá sam- vinnumönnunum eða kaupmönnum ? Slfka dirfsku væri ekki unt að skýra aonan veg, en að B. Kr. hafi, af eigin reynslu, sérþekkingu á þvf, hvað er mishepnuð sala. Það er að minsta kosti fullvfst að þetta stagl um »mis- hepnaða sölu< verður ekki talið nægja, meðan öll rökin vanta. Illkvitni B. Kr. og getsakir f garð þcirra manna, sem beitt er fyrir f félagsskap bænda, svara sér sjálfar, af því að kunnugt er um tilefni þeirra. Þessum mönnum er auðvitað nauðsyn- legt að ryðja úr vegi fyrir veikunum kaupmannakærleikans, sem rit B. Kr. er einn vottur um. En meðan Björn Kristjánsson er notaður fyrir vöru- merki á kærleiksumbúðirnar, sem þessir bændavinir vefja um kenningar sfnar, vetður ekki um vilst vörugæði. Bréf úr Skagafirði. i2. nóv. 1922. Héðan er fátt að frétta, nema ágætt tfðarfar, að heita má f alt haust og hefir það létt margt fyrir mörgum, f þeim örðugleikum sem bændur hafa átt við að strfða. Skuldir bænda munu nú vera með mesta móti, eftir þvf sem hefir verið, mörg undanfarin ár. Kaup- menn ganga fast eftir slnu og þykir mörgum kotbóndanum >vá fyrir dyr- um< — haustvörurnar gera lftið upp f skuldirnar, með þvf verði, sem á þeim er, þótt menn taki nærri sér. Finst okkur þetta þvf harðara sem sögurnar að sunnan herma nú um stór- tap íslandsbanka og ýmsum >spekúl- öntum< hafi jafnvel verið gefið þar eftir stórfé, já svo skifti mörgum hundruðum þúsunda. Og svo sé verið að sarga saman, upp f tap bankans hjá þessum herrum, með þvf, að pfna smábændur og alla skiiamenn sem týgja sig inn að skyrtunni, til þess að reyna að standa f skilum, með þeim okur vöxtum sem bankinn tekur af þeim, sem hafa lán hjá honum, Auk framlengingjargjalds af skuldum o s. frv. sem alt er gert með sama mark fyrir augum. Það gladdi marga bændur hér, þegar það fréttist, að þingmaður okkar, Magnús Guðmundsson fjármálaráðherra þáverandi, tæki við æðstu stjórn á íslandsbanka, f stað þess að bankinn hafði áður heyrt undir atvinnumála- ráðherrann. Magnús hafði orð á sér, þegar hann var hér f sýslu, fyrir að vera gætinn fjármálamaður, en okkur finst eins og honum hafi förlast það og fleira, síðan hann kom til Reykja víkur. Svlður mörgum undan skatta- lögunum, sem hann kom á, sællar minningar og nú f haust, þegar alt hefir kallað að og viðskiftin við ís- landsbanka verið eins dýr og þau eru, finst okkur ýmsum kjósendum hans, að jafnara hefði verið skift með því, að gefa ekki gæðingunum f Reykjavík eins mörg hundruð þúsunda alveg eftir og taka ekki eins mörg prósent af skuldum okkar, eins og gert hefir verið. — En það er annað að vera natinn nurlari og hafa alt í reglu á litlu svæði, eða geta haft glögga yfir- sýn yfir fjármál heillar þjóðar, þó ekki sé stór. Margir eru hér þakklátir Degi fyrir greinina um flæking allra ráðherranna til útlanda f sumar »um allar trissur< eins og þar stendur. Kunnugur maður úr Reykjavfk, sagði f mfn eyru, að þeir hefðu allir kreikað á stað með konur sfnar með sér. Alþingi þarf sannarlega að hafa opin augun, þegar það samþykkir ferðakostnaðarreikninga þessara herra, þvf ekki hefir maður heyrt að landið eða þjóðin hafi haft gagn fyrir tvo aura af öllu ferða flangri þeirra. Raunar er þessi ráðsmenska ráðherranna eins og fleira úr þeirri átt, stefnir að þvf að eyða og eyða og hugsa ekkert um, hve búskapur rfkisins er á hausnum. Um þjóðmál alment er ekkert talað, enda engin vakning frá þingmönnum okkar f þá átt. Margir telja mánuðina til næstu alþingiskosninga og voná að eitthvað rofi til að þeim afstöðum. Talsverður áhugi er hér fyrir þvf, að kjördæminu verði skift á næsta þingi og viljum við Skagfirðingar fara þar að ðæmi Húnvetninga. Það er margt óeðlilegt og óbeppilegt við þetta fyrir- komulag, að ýms þjördæmi kjósi tvo þingmenn hvert þeirra og ætli að breyta þvf alment fyrir næstu kosn- ingar. Eg hefi og oft heyrt frambjóð- endur kvarta yfir, hve óþægilegt það sé að þurfa að spyrða sig saman svona tveir og tveir, því þó það séu menn af sama flokki og flokkaskifting sé greinileg, eins og hún var f gamla daga, getur þó ýmislegt borið á milli frambjóðenda og ennfremur sér maður þau dæmin, að liðléttingur hefir oft hangt á atkvæðamanni og flotið inn á þing f skjóli hans, en sem aldrei hefði komist þangað, hefði verið kosið um hann einan. Fyrirspurn svarað. Herra ritstjóri. Ut af fyrirspurn blaðs yðar um flutning ritsfmastöðvarinnar hér f bæn- um, leyfi eg mér að gefa yður eftir- farandi upplýsingar til birtingar f blaði yðar: 1. Drátturinn á flutningi stöðvar- innar stafar aðallega af því, að auka- skiftiborð, sem nota þarf við flutning- inn, — ef talsímanotendur f bænum eiga ekki að verða sviftir sfmasam- bandi um lengri tfma, — er enn þá fast við flutning miðstöðvarinnar f Reykjavfk. 2. Meðan frost er í jörðu og allra veðra von, en vandfarið er með jarð- sfmann, er illgerandi og áhættumikið að flytja og má þvf búast við, að flutningur fari ekki lram fyr en á næsta vori. Akureyri 22. nóv. 1922. Halld. Skaptason. Allir dagar jafnir. Hvað geta menn verið að skjóta? hefi eg heyrt menn segja nú undan- farandi, þegar skothrfðín hefir verið sem hörðust á sjónum. Já, hvað éigin- lega geta þeir verið að skjóta? Eg hélt þó, að nú væri fátt um ffna drætti, hér inni f firðinum, nema ef vera skyldi, að menn væru teknir upp á þeim skolla að skjóta hinn friðhelga og lögverndaða fugl. Þeir hljóta þó að vits, mennirnir, að hann er ekki almennings eign. Reyndar hefi eg samt aldrei trúað þvf, að Guð hafi skapað æðarfuglinm bara handa einstökum mönnum, þeim, sem búa við þau skilyrði að geta haft »æðarvarp< og ekki hryggði það mig þó eg vissi að menn stöku sinnum. gætu satt með honum soltin m»'ga. En það sem mér þykir verst og aiVeg óþolandi, er það, að menn ofsækja fuglana alla daga jafnt. F^ngann dag geta þeir verið óhræddir um nf sitt, ekki einu sinni á hvD'dardaginn. Það er ljótur siður og ómannúðlegur að draga út á djúpið á sunnudaga, til þess að særa og myrða fuglana. Sllkt ætti engum aÁ Wjast, en f þessu lög- brotalandi leyfa menn sér margt. Ekki áift eg samt að þessi viðbjóðslega venja, að »að róa í snatt< á sunnu- dögum, sé sprottira af mannvonzku eða drápgirni, én það er ein af erfðasynd- unum, sem hefir upptök sfn í hugs- analeysi, trú'.eysi og skeytingarleysi einstaklÍBgsins. Þeir óttast ekki birt- ingarvönd hegningarlaganna og gæta' þess ekki að »Guð borgar fyrir hrafni- inn,< hvort sem honum er gert gott eða ilt. Vildi eg óska þess, að menn f þessu sem öðru, hefðu Guð fyrir augum og lofuðu öllum skepnum að vera óhrædd- um nm Iff sitt og limi, fyrir byssu- kjöftunum, á öllum helgum dögum. Ritað 6. nóv; S(. Sigurjðnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.