Dagur - 30.11.1922, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1922, Blaðsíða 4
158 DAOUR 48. thi. Ódyrusfu og bezfu — oliurnar eru: ......— — Hvítasunna, Mjölnir, Gasolía og Bensin B. P. Nr. 1. Biðjið ætíð um olíu á stáltunnum, sem er hreinust, aflmest og rýrnar ekki við geymsluna. Landsverzlun. ann. Greinin er þvf ekki annað en vandræðalegt óheilindaklór, til þess að láta svo virðast, að hann sé að leggja eitthvað til þessa vandamáls. Honum hefir farið eins og gömlum og greindarlitlum konum, sem sagan seg- ir, að hafi hýtt strokkinn sinn, þegar hann vildi ekki »ganga*. Ritstj. isl. byrjar á þvf að hýða Tfmann og tek- ur svo úr honum smérið. Hann ætti að halda uppteknum hætti og nota sér sem mest af smérinu. En hýð- ingarnar getur hann sparað sér, þvf bæði eru þær óþarfar og reyna um of á litla krafta hans sjálfs. Úr Reykjadal 26. nóv. 1922. Dagur minnl Von er til, að þér finnist til um pennaleti okkar lesenda þinna, en margt höfum við til afsökunar. Frí- stundir okkar sveitamanna eru ekki margar, og þær þá of sjaldan teknar til að stinga niður penna, þvf margt fleira leitar þá f hugann, sem nær er eða mönnum finst nær sér, heldur en að fara að leggja orð í belg um þjóð- málin opinberlega. En þetta er þó lfkast til rangt álitið, þvf f raun og veru verður þó mest um vert fyrir alla einstaklinga þjóðfélagains, hvernig lög- gjöfin tekst, framkvæmd laganna og stjórn þjóðfélagsins. En svo höfum við enn okkur til afsökunar póstgöngurn- ar, þegar við fáum blöðin einu sinni f mánuði, vöknum við að vfsu, en þá fáum við of mikið f einu, og svo koma á eftir 3 — 4 vikur, til að láta hitann rjúka og svefninn sækja að á ný. En þetta póstferðamál ætti að vera okkur svo mikið áhugamál, að við legðum þar orð í belg. Eru litlar lfk- ur til að búnaður vor taki stórstfgum framförum, meðan við búum við þess- ar samgöngur, sem verið hafa. Strjál- ar og vondar ferðir til að koma af- urðum á markað, og seint og siialegt póstsamband, sem gerir mönnum ill- kleift að ná hver til annars sveita og héraða á milli. Má okkur vera fagnaðarefni koma nýja strandferðaskipsins, og við þakk- látir þeim, er unnu að þvf með stór- hug og framaýni, að það er. bygt eins og fyrirhugað er. Er þá vel, ef póst- stjórn vor verður jafn stórhuga og framsýn að nota til bóta á póstferð- unum, ferðir skipsins, svo sem þær munu fyrirhugaðar. Enda full þörf að leggja niður ferðir póstanna þvert yfir fjöll, heiðar og dali, sem bæði eru etfiðar og dýrar. Skal ekki að óreyndu efast um að póststjórnin noti hvert tækifæri, til að koma póstferðunum f betra og hæfilegra horf. Skal nú, sem ætlunin var, reynt að tfna til eitthvað af frétta tægi. Veðráttan: Sumarið fremur óþuika- samt og erfitt, sérstaktega sfðari hlut- inn, haustið og það sem af vetrinum er, sérlega gott. Þvf mjög lítið búið að gefa sauðfé enn. Enda veitir ekki af að spara heyin; þau urðu mjög lítil eftir sumarið vegna grasbrests, en fremur munu þau góð. Ostagerðin mun hafa gengið mjög vel f sumar, svo að segja allur osturinn 1. flokks vara. Að- eins of fáir, sem færa frá og leggja mjólk til ostagerðar. Úttitið er þannig nú, að osturinn gæti verið ein okkar arðvænlegasta framleiðsluvara. Ungtingaskóla halda þau hjónin, Arn- ór Sigurjónsson og Helga Kristjáns- dóttir, f þinghúsi okkar að Breiðumýri, f vetur. Nemendur yfir tuttugu; þar af 14 f heimavist. Heilsufarið ekki f bézta lægi; geng- ur heldur vond hálsbólga og lungna- bólga hefir stungið sér niður. Fjárkláði er sagt að hafi fundist á einni kind frá Finnastöðum f Köldu- kinn, í haust. Heflr stjórnarráðið fyrir- skipað kláðaböðun á öllu sauðfé f Ljósavatnshreppi og öllum hreppum landsins, þar sem orðið hefir vart við kláða. Eru menn að fleygja því milli sfn, að kindin hafi gengið á afrétti Bárðdæla f sumar, og muni þvf eins mikil þörf að fyrirskipa kláðaböðun f Bárðdælahreppi lfka; en að það er ekki gert, stafar þá lfklega af, að hlutaðeigendur hafa ekki gefið nægar uppiýsingar um, hvar kindin gekk f sumar. Er ilt til að vita, að menn skuli ekki allir geta orðið samtaka um að gera alt til að ganga milli bols cg höfuðs á þeim vogesti, sem fjárkláðinn er. Og þvf miður mun hann vera enn við lýði, vegna þess að menn fylgdu ekki nógu vel reglum þeim, sem Myklested setti, þegar hann var við kláðalækningar sfnar hér. Kemur hér, sem oftar fram að menn eru sjálfum sér verstir alt of oft; sfnir eigin böðlar. X. Korfmans-þvoffaduff er ódýrast í reyndinni og bezt. Þvottinn parf ekki að sjóða. Sápa og sódi sparast alveg. Oerir pvottinn fallegan með lítilli fyrirhöfn. Reynið petta ágæta pvottaduft. Fæst í Kaupféí Eyfiiðinga. Húsgagnavinnusfofa okkar er flutt í Aðalstræti 12 (Hótel Akureyri „Billiarden"). Virðingarfylst. /ón & Friðrik Kristjánssynir. Samband fslenzkia Sam vin n ufélaga hefir fyrirliggjandi og útvegar alls konar LAN DBÚN AÐARVERKFÆRI: Sláttuvélar, Milwaukee. Rakstrarvélar, Milwaukee. Snúningsvélar, Milwaukee. Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á Iandbúnaðarsýningfinni í Rvík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, sem hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýn- ingunni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við . Búnaðarfélag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um pau. Tr ibúðarhús mitt í Lækjargötu 2. ér til sölu. Borg- unarskilmálar sérlega góðir. Húsið verður laust til íbúðar 14. maí n. k. eða fyr, ef um semur. Eggert Stefánsson. Persil er komið aftur í Kaupfélag Eyfirðinga. Ritstjóri: Jónas Þorht:rgsson. I’röntsmiðja Odds BjUmssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.