Dagur - 01.02.1923, Blaðsíða 2
18
DAQUR
5. tbl.
Skólanefndarkosningin.
Opið bréf til bœjarfullfrúa
Ragnars Ólafssonar.
Herra bæjarfulltrúi. —
Út af bréfi yðar til mln í 4. tbi.
Dags þ. á. leyfi eg mér að gera eftir-
farandi athugasemdir:
1. Þér teljið, að eg hafi óviljandi
gert yður fullmikinn heiður, með því
að telja yður hafa mestu ráðið um,
hvernig leynilegar kosningar f bæjar-
stjórninni féllu. Það verður talið álita-
mál, hvort þetta er heiður eða ekki.
En úr þvf að þér teljið slfkt heiður,
hlýtur pað að vera vegna þess, að pér
melið mest mált og vald, nema avo sé,
að þér álítið yður, vegna vitsmuna
yðar og annara mannkosta, betur
færan öllum hinum sex bæjarfulltrúum,
til þess að sjá, hvað rétt er í slíkurn
málum. En hvort heldur sem er, þá
mun hvorug þessara skoðana hljóta
almenna viðurkenningu, heldur munu
þær þykja vera vottur þess, að yður
sjálfum sé þörf á, að athuga, hvort
þér séuð enn komnir á það þroska-
stig, að þér séuð færir um að ráða
bót á þeim misfellum í stjórn bæjar-
málanna, sem þér hafið sjálfir vftt
svo mjög; — flokkadrætti og einræði
flokka. — Eg hefi því ekki óviljandi
gert yður neinn heiður, að mfnu áliti,
heldur viljandi sagt ' um yður það,
sem satt er. En út af þeim sannleika
verða því miður, yðar vegna, dregnar
aðrar ályktanir en þær, sem samrým-
ast yðar umbótaskoðunum.
2. Þér segið, að eg þykist yfirleitt
vita alt betur f þessu máli en aðrir.
Ekki verður þessi áiyktun dregin út
af grein minni. Fyrir því hefi eg fengið
að vita um þetta mál, að öðrum er
það kunnugt. Það er mjög fjarri réttri
ályktun, nð telja mig álfta kunnleik
minn meiri en þess manns, sem eg
tel, að mestu hafi ráðið f málinu. Eg
tel, að enginn viti betur um þetta mál,
en þér sjálfir. Hinsvegar tel eg yður
ekki sæma, að vfta mig fyrir það, að
eg hefi aflað mér vitneskju um málið
og skrifa um það af þekkingu. Og
einmitt vegna þeirrar þekkingar, get
eg unnið það nauðsynjaverk og veitt
mér þá ánægja, að segja yður hispurs-
lausan sannleíka um sjálfan yður.
3. Afsökun yðar fyrir því, að hafa
gengið fram hjá og spyrnt á móti Sig.
Guðmundss., skólameistara, sem skóla-
nefndarmanni, er sú, að þér eftir ósk
hans, hafið viljað nlífa honum við þeim
starfa. Nú er okkur báðum kunnugt
um það, að S. G. myndi mjög góð-
viljuglega hafa vikist undir þessa
borgaralegu skyldu, ef hún hefði verið
á hann lögð, enda þótt hann væri
þess ekki fús. Yður ’virðist hafá sést
yfir þann sannleika, að allir samvizku-
samir menn, sem bera mest skyn á
vanda málanna, eru jafnan ófúsastir á,
að takast vandann á hendur. Hinir,
sem sjá ekki út yfir vegtylluna, eru
jafnan fúsari. Ef hlffisemi hefði ráðið
vali yðar, mundi yður hafajstaðið jafn-
nærri að hlffa Pétri Péturssyni við
afleiðingunum af þvf, að vera, sem sköla-
maður, tekinn fram yfir Sigurð Guð-
mundsson skólameistara. Sú ráðstöfun
hefir vakið meira og öðruvfai vaxið
umtal f bænum, en vinum hans og
raunar öllum ætti að vera ljúft að
þola. — Þér teljið yður ókunnugt um
kosti S. G. sem skótanefndarmanns
og er það eðlilegt, þvf slfkur kunnug-
leiki fæst til hlftar aðeins með reynslu.
En llkurnar verður að byggja á áhuga
og skoðunum. Ahuginn hefir komið
fram í starfi hans og skoðanirnar að
nokkru f skólasetninga og skólaslita-
ræðum hans. Þó að þessi mál sam-
rýmist illa aðalstarfi yðar, fésýslunni,
tel eg yður eigi að sfður bráðnauð-
synlegt, að kynna yður ræður skóla-
meistarans og margt annað, viðkom-
andi fræðslumálum, áður en þér takið
á yður þá ábyrgð næst, að ráða um
kosningu skólanefndar hér f bæ, eftir
því sem ráðið verður af vali yðar milli
S. G. og P. P.
4. Þér segið, að enginn af íulltrú-
um verkamanna hafi, yður vitandi,
látið þess getið, að þeir vildu koma
S. G. í skólanefnd Sú umsögn yðar
skal alls ekki véfengd, þó að hún bafi
raunar lítið gildi, þar sem kosning-
arnar yfirleitt báru ekki vott um
löngun yðar, til þess að fara að vilja
verkamannafulitrúanna. En þér hafið
þagað yfir þvf, sem yður var kunnugt,
að í yðar eigin hópi var ágreiningur
um þá S. G. og P. P. sem skólanefndar-
menn. Varþað til þess undir það síðasta
»opið má!.« Bæjarfulltrúi Ingimar Eydal
bar sig saman við þrjá menn úr yðar
hópi, áður en þetta mál var klappað
og klárt og þóttist eftir það viðtal
mega gera sér fullar vonir um, að
S. G yrði kosinn. Um orsakirnar til
þess, að úrslitin urðu þessi, mun
yður vera svo vel kunnugt, að þér
getið skýrt það fyrir almenningi, ef
yður skortir ekki til þess hreinskilni,
né að það geri yður óhægra um vörn
f þessu máii, sem eg vil alls ekki
ætla, að óreyndu,
5. Meðmæli yðar með P. P. eru þau,
að hann hafi áður se'.ið f skólanefnd
hér og að það hafi verið álit manna,
þar á meðal flestra kennaranna, að
hann hafi rækt starf sitt mjög vel.
Nú verður það altaf álitamál, hvenær
starf er vel rækt. Frá sjónarmiði þess
raanns, er staif hefir með höndum,
mun það þá vera talið vel rækt, ef
hann rækir þáð samvizkusamlega og
eftir allri getu sinni. Einmitt á þessu
mun vera bygður dómurinn um skóla-
nefndarstarf P. P. En þá kemur hitt
til greina: Hvað mikið getur Pétur?
Gatur hann orðið við þeim kröfum, er
starfið sjálft gerir; að lengra sé séð,
en áður var og að umbótum kept,
sem nauðsyn ber til, eins og í öllum
okkar skólamálum? Mér virðist fyrir
yður vaka, að einmitt á þessum punkti
sé, frá náttúrunnar hendi, veila á Pétri
Péturssyni, því aðal meðmæli yðar eru
þau, að hann hsfi starfað í skólanefnd
með Stefáni skólameistara, ágætum
skólamanni og víðsýnum. Af þessu
má ráða, að Stefán skólameistari hafi,
auk þess að inna af höndum ágætt
starf fyrir skólamál bæjarins, alið upp
arftaka sinn, sem sé nú, fyrir uppeldið,
meiri kostum búinn, til þess að ráða
fram úr í skólamálum en eftirmaður
Stefáns í skólameistaraembættinu. Ekki
er það efamál, að mikið mátti af Stef-
áni læra, en fyr má nú vera, að veí
sé tekið á móti uppeldi, en að svo
sé, sem hér er raun á orðin, að yðar
dómi og gott er, ef »slík æfintýri
gerast með þjóð vorri.«
6 Ofan á allar þær veilur í máls-
stað yðar, sem hér hefir verið fjallað
um, bætið þér við þeirri stærstu í
niðurlagi máls yðar. Þér segið, að
yður sé kunnugt um, að þeir sjö,
sem kusu Pétur Unefndina, hafi sekki
verið að gera upp á milli þeirra skóla-
meistara og hans í þessu máli. Fyrst
og fremst virðist þetta ekki, samkv.
áður sögðu, vera allskoBtar satt, því
að ágreiningur var um mennina. En
væri það satt, sýnir það, að »þeir
sjö« hafa mjög brugðist skyldu sinni
við þessa kosningu. Þeim hefir láðst
að meta líkur fyrir hæfileikum beggja
manna, er til greina komu, til starfs-
ins. Og þegar hæfileikamatinu er vikið
til hliðar, fer að verða auðgengið að
ástæðunni fyrir slfkri kosningu, sem
er flokksfylgi og persónulegar ástæður.
En því miður veitir hvorugt yður
ástæðu, til þess að vera hreykinn
yfir þvf, hvernig yður tekst, að fram-
fylgja í verki kenningum yðar um það,
hvað ráða beri afstöðu bfejarfulltrú-
anna til hinna ýmsu mála. heill bœjar-
ins og ekkert annað.
Vegna þess að eg hefi ásett mér
að fara ekki í þessu máli út yfir það
svið, sem eg hefi upphaflega markað:
valið milli S. G. og P. P., læt eg
sumu í grein yðar ósvarað. 9
Kveð eg yður svo með íullri vin-
semd.
Jónas Þorbergsson
Mikils þykist hann
við þurfa.
1
Ragnar Olafsson bæjarfulltrúi ver
gerðir sfnar og sinna manna í Degi
síðast út af kosningu Péturs Péturs-
sonar f skólanefnd bæjarinsogmá um
þá vörn hans segja, að mikils þykist
hann við þurfa, fyrst hann fer að
minnast á kosningu skólanefndar frá
1919 Segir hann að þá hafi viss
flokkur f bæjarstjórninni spaikað Stefáni
sál. skólameistara út úr skólanefnd.
Sannast það tíðum að R Ó. sækir
málin meira af kappi en forsjá, því
hér hefir minnið svikið hann herfilega.
Eg geri ráð fyrir, að R Ó. sé ekki
að kasta hnútu að samflokksmönnum
sfnum og sé þvf okkur andstæðingum
hans rétt þessi sneið. Dreg þá álykt-
un af því að hann muni telja það litla
vörn fyrir sig f þessu skólanefndar-
máli, að benda, á að hann hafi ekki
hagað sér betur áður við slfkar kosn-
ingar. Sé gengið út frá þessum for-
sendum hefir R. Ó. runnið hér eftir-
minnilegt gönuskeið, þvf R Ó. mun
fara þar með rangt mál, að andstæð-
ingar R. Ó. hafi sparkað Stefáni sál.
út úr skólanefnd 1920 Þá var hún
kosin, en ekki 1919 eins og greinar-
höf. segir. 1919 var kosið til bæjar-
stjórnar og þá lét flokkur R. Ó. sér
sæma að ganga fram hjá Stetáni sál.
skólameistara við bæjarstjórnarkosn-
inguna, þrátt fyrir það að hann hafði
verið um langt skeið þeirra fyrsti
maður og efstur á lista, þegar kosið
var til bæjarstjórnar. Sé um spark að
ræða, þá hefir Ragnarsfiokkurinn f
Ákureyrarbæ sparkað í Stefán sál.
við nefndar bæjarstjórnarkosningar og
það af alveg óþektum og óskiljanleg-
um ástæðum. St. sál. var þá með
fullum starfsþrótti, en 1920 þegar
kosið var f skólanefnd lá hann þungt
haldinn suður f Danmörku og vonlftið
um bata. Eg þori hiklaust að segja,
að andstæðingar R. Ó. í bæjarstjórn-
inni hefðu engan mann frekar kosið f
skólanefnd en Stefán skólameistara,
hefði verið von um, að hans nyti við.
Bera til þess þær ástæður að þeir
áttu fulla samleið með Stefáni sál. f
skólamálum. Þá greindi á f ýmsu
öðru, en í skólamáium var Steíán sál.
langt á undan samflokksmönnum sfnum
og jafnan einn og óstuddur af þeim
í bæjarstjórninni. Mig rekur nú minni
til þess, að litlu eftir að eg kom f bæjar-
stjórnina, hafði Stefán sál. aðeins
eitt atkvæði með sér f máli, sem
skólann varðaði, atkv. undirritaðs. Svo
gersneiddur var hann fylgi sinna sam-
herja, þegar um umbótamál barna-
skólans var að ræða, en þá var undir-
ritaður einn f bæjarstjórninni frá al-
þýðuflokknum hér í bæ. Skólanefndin
frá þessum tfma sannar það hreinlega,
að andstæðingar R. Ó. lögðu ekkert
kapp á, að eiga þar sæti. Júlíus Hav-
steen og Brynleifur Tobiaason, sem
kosnir voru þá nýir auk bæjarstjóra,
sýna það hreinlega, að nefndin er ekki
kosin með tilliti til þess, að vissir
menn úr þeim flokki, sem sterkari er
í bæjarstjórn, geti vafið fleiri eða
færri nefndarmönnum um fingur sér.
Fáir aðrir en R. Ó. munu telja það
illa farið, að P. Péturssyni var þá
gefin lausn f náð, þegar þeir voru
teknir f staðinn, sem nefndir hafa
verið hér að framan.
R Ó. telur að flokksfylgi hafi komið
fram við kosningu skólanefndar sfðast
f þá átt, að fella séra Geir og Bryn-
leif og telur hann presti það tii gildis,
að hann sé búinn að sitja f skóla-
nefnd um 20 ár og ekkert unnið sér
til óhelgi. En hefir hann þá unnið
sér nokkuð til frægðar? Hér er ekki
tfmi, eða rúm til að svara þeirri spurn-
ingu, en ef til vill væri það hægt.
Um Brynleif vita menn ekki hvort
hann muni flengjast hér á staðnum eða
ekki. Enn viil nú Ragnar ekki fyrst
þvo hendur sínar af sparki þvf, sem
hann stóð fyrir f andstæðinga sfna við
kosningu nærfelt allra nefnda f bæjar-
stjórninni sfðast, áður en hann vandar
um við okkur hina, fyrir að hafa ckki
elt hann í þessu skólanefndarmáli. Að
mínu áliti er R, Ó. engin maður til
að hafa völd í opinberum málum. Til
þess vantar hann þá nauðsynlegu tak-
mörkun á hvöt einstaklingshyggj-
unnar, sem hver maður verður að hafa
fult vald yfir ef vel á að vera stjórnað.
Getur hann því ekki gert kröfu til að
þeir menn fylgi honum, sem þekkja
þennan eiginleika hans alt * of vel.
Verður komið að því atriði nánar á
öðrum stað við tækifæri.
Erlingur Friðjónsson.