Dagur - 08.02.1923, Side 2

Dagur - 08.02.1923, Side 2
22 DAOUR 6. tbl. ■4 florsk FurusKíði 4-6>/2 fet. Verð * VERZL UN. 5 til 12 kr. Barnasleðar kjelker fást bezt og ódýrast í BRAUNS Fundargjörð þingmálafundar Aku rey rarkaupstaðar 4. Febrúar 1Q23. Ár 1923, hinn 4. Febrúar var að áður undangengnu fundarboði, þing- málafundur haldinn af þingthanni Ak- ureyrarkaupstaðar, í Samkomuhúsi bæj- arins. Fundurinn var settur kl. 4 s. d. af þingmanni kjördæmisins hr,- lands- verslunarstjóra M. J. Kristjánssyni. Stakk hann upp á að kosinn yrði tii fundarstjóra, bæjarfógeti Steingrímur Jónsson, og var það samþykt með al- mennu lófaklappi. Tók hinn nýkjörni fundarstjóri við stjórn fundarins og benti á sem vara- fundarstjóra hr. kennara Inginiar Eydal, og var það samþykt með lófaklappi. Fundarskrifara tilnefndi hann, þá, skóla- stjóra Steinþór Guðmundsson og Ein- ar J. Reynis, framkvæmdastjóra og var það samþykt. Lagði fundarstjóri fram dagskrá fyr- ir fundinn. Þar næst gaf hann orðið ti! þingm. kjördæmisins, til þess að skýra fyrsta lið dagskrárinnar. 1. Stjórnarfrumvörp 1923. Fram- sögumaður M. J. Kristjánsson. Framsögumaður skýrði frá, að ríkis- stjórnin legði fyrir næsta þing, þessi frumvörp til laga: 1. Frumvarp til fjárlaga árið 1924. 2. frunivarp tii laga um nýja enibættaskipun ríkisins. 3. frum- varp um breyting á tekjuskattslögunum. 4. frumvarp um breyting á fátækralög- unum. 5. frumvarp til hjúalaga. 6. fruntvarp um vitabyggingar. 7. fru’m- varp til vatnalaga. 8. frumvarp unt vatnsorkuleyfi. 9. frumvarp um varnir gegn kynsjúkdómum. 10. frum- varp um undanþágu frá iögum um aðflutningsbann á áfengi. Skýrði framsögumaður frumvörþ þessi fyrir fundinum, en dvaldi eink- unt við 1., 2., 3., og 10. frv., en drap lauslega á hin. Að því búnu gaf framsögumaður yfirlit yfir fjárhag iandsins eins og hann er nú. Þá fór þingmaður all ítarlega út í hag bankanna og tilraunir til að jafna gengismun og bæta úr gjaldeyrisvand- ræðum. 2, Fjárhagsmál. Þingmaður kjör- dæmisins lagði fram nokkrar tillögur um fjárhagsmál. Eftir allmiklar umræður voru tillög- urnar samþyktar svohljóðandi: »Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórnina, að ltaga starfsemi sinni þannig, að hún, fyrst og frenist, geti orðið til þess að efla og viðhalda hinu efnalega sjálfstæði ríkisitts: 1. Með því að viðhafa hinn ítrasta sparnað unt allar fjárveitingar, án þess þó, að algerð kyrstaða eigi sér stað um hinar nauðsynlegustu verklegar framkvæntdir. Samþykt með öllum atkvæðum. 2. Að hlynna að þeim ríkisrekstri, sent fyrirsjáanlegt er, að geti orðið þjóðinni til liagsmuna, en hætti frekari verslunarrekstri. Síðasta setning þessarar tillögu var frá Jónasi Jónassyni frá Flatey, sem viðaukatillaga og var lttín sérstaklega samþykt með 77 atkv. gegn 73, og tillagan síðan samþykt með áorðnum breytinguni, með öllum þorra atkvæða. 3. Að taka föstum tökum á öllu eftirliti nteð peningastofnunum í land- inu og tryggja það, að bankarnir framvegis leggi kapp á að hækka og festa gengi hinnar íslensku krónu meira en verið hefir. Samþykt í einu ltljóði. 4. Að varna því að nokkrar lántök- ur erlendis, fyrir hönd ríkisins, eigi sjer stað. Hinsvegar sé það trygt að allar núverandi útlendar ríkisskuldir, aðrar en þær sem bundnar eru við legnri tíma, verði að fullu greiddar fyr- árslok 1943. Samþykt nteð öllum atkvæðum. 3. Bankamál. í því var svohljóðandi tillaga samþykt í einu hijóði: Fundurinn vítir harðlega eftirlits- leysi ríkisstjórnarinnar með Islands- banka, og drátt þann, sem orðið hefir á umbótum á stjórn bankans af ríkis- stjórnarinnar hálfu. Sérstaklega skorar fundurinn á þing' og stjórn að rann- saka ítarlega hvernig varið er trygg- ingum fyrir láni ríkissjóðs til bankans, og ganga ríkt eftir því að trygging- arnar séu ábyggilegar og verði vel haldið við. Fundurinn mælir eindregið móti því, að ríkið kaupi hluti í bank- anum, eins og nú stendur,« 4. Eftirlit með ppinberum starfs- mönnum. Svohljóðandi tillaga samþykt í einu hljóði: »Fundurinn skorar á Alþingi, að herða alvarlega á stjórn landsins unt eftirlit með opinberum stofnunum og opinberri starfrækslu í iandinu, svo sem með því: að gera róttækar ráð- stafanir til þass að koma í veg fyrir sjóðþurðir hjá opinberunt stofnunum, að læknum landsins geti ekki haldist uppi að misnota þann rétt, er þeiin er veittur í áfengismáiinu, að eftirlitinu sé þannig fyrir koinið, að hver starfs- maður ríkisins verði að vera við því búinn, hvenær sem vera skal, að rann- sakað sé, hvernig hann leysir starf sitt af hendi og að tekið verði hart á því, ef vanræksla kemur í ljós.« 5. Áfurðasala. Svohljóðandi tillaga samþykt itieð öllum þoira atkvæða : »Fundurinn skorar á þing og ríkis- stjórn að láta einkis ófreistað til þess að útvega nýjan ntarkað fyrir íslenskar afurðir, sérstaklega saltfisk og skera ekki við neglur sér fjárframlög til þess«. 6. Bannmál. Svohljóðandi tillögur saipþyktar nieð því nær öllunt atkvæðum : »Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir því, að síðasta alþingi var kúgað til að veita undanþágu frá aðflutnings- bannslögúnuin og væntir þess fastlega, að næsta aiþingi framlengi ekki und- anþáguna, nema einkis annars sé úr- kosta. Verði ekki hjá því komist að fram- lengja nefnda undanþágu, skorar fund- urinn á alþingi: a. Að afnema leyfi til innflutnings á áfengi handa erlendum ræðismönnum, banna vínsölu á íslenskum skipum og leyfa þeim eigi að hafa önnur vín inn- anborðs, en heimilt er að flytja til landsins. b. Að takmarka að miklum mun innflutning á áfengi til lyfja og iðnað- ar og láta sérfróða menn rannsaka hve miklar byrgðir landið þarf árlega til þeirra hluta. c. Að leggja niður áfengisverslun ríkisins, eins og hún hefir verið og er rekin, og láta Landsverslun annast inn- flutning og afhendingu áfengis eftir pöntunum einstaklinga. d. Að setja inn í banulögin þung sektarákvæði við því að menn séu ölvaðir á almannafæri. e. Að herða á eftirliti með gildandi bannlögnm og ganga ríkt eftir að lög- reglulið landsins geri skyldu sfna. 7. Skölamál. Svohljóðandi tillögur komu fram: a. »Fundurinn skorar á Alþingi, að gera Gagnfræðaskólann á Akureyri að almennum mentaskóla, er standi mála- deild »Hins alm. mentaskóla* í Reykja- vík, algerlega jafnfætis, og að þegar á næsta vetri verði byrjað á kenslu í fjórða bekk skólans.« Tillagan samþykt með öllum atkv. b. »Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina, að gera þegar á þessu ári nauð, synlegar ráðstafanir til undirbúnings því, að húsmæðraskólinn fyrir Norð- urland verði reistur, eigi síðar en árið 1924, á þeim stað, sem bæjarstjórn Akureyrar leggur til.« Samþykt með öllum greiddum atkv. 8. Takmörkun alþingiskostnaðar\og breyting þingtímans. TiIIaga þessi kom fram og var sam- jjykt í einu hljóði: »Fundurinn skorar á Alþingi, að gera ítarlegar ráðstafanir til að draga úr þingkostnaðinum, meðal annars með því að halda alþing aðeins annaðhvort ár, og að sumrinu til.« Þá var dagskrá fundarins þrotin og ekki önnur mál komin fram, er óskað var að taka fyrir. Fundargerð upplesin og samþykt. Þingmaður kaupstaðarins óskar þess getið f fundargerðinni, að hann telur atkvæðagreiðsluna um viðaukan, sem hnýtt Var aftan við 2. lið fjármálatil- lögu, algerlega óábyggilega og mót- mcelir þvl eindregið að nefndur við- auki verði skoðaður sem samþykt frá fundinum og það því fremur, sem fundarstjóri neitaði að viðhafa nafna- kall um þetta atriði. Fundarstjóri fullyrðir að atkvæða- greiðslan sé rétt tilfærð, enda atkvæð- in talin mjög nákvæmlega af þar til nefndum raönnum. — Allmargir kjós- endur greiddu ekki atkvæði, en auk þess var fjöldi manna í salnum, sem ekki hafði atkvæðisrétt. Nafnakall hlaut því að taka afarlangan tfma, en orð- ið áliðið. Alþingiskjörskrá engin við hendina. Símfréttir. Rvth 5. febr. Frakkar biðja Englendinga að hœtla kolajlutningi til Pýskalands, en þvi hefir verið neitað. Kyrð komin á Ruhr, en héraðið gersamlega ein- angrað frá Pýskalandi. Óhliðn- um prússneskum embœttis- mönnum visað úr embœtlum af Frökkum og hergæslan aukin. Tyrkit\samþykkja ekkitfrið- arskilmála Breta og Frakkar hafa gert sérsamning j0. Tyrki. Viðbúíð að samoandi Frakka og .Breta sé þar með slitið, og iil ófriðar dragi milti Tyrkja og Breta. 31. Janúar komu verkamenn í Vestmannaeyjum þrem full- trúum að í bœjarstjórn, en kaupmenn einum. Verkbanni útgerðarmanna hér var frestað til 5. Febrúar. Afli togaranna selst óvenjulega vel l Englandi. fens Waage og Oddur Her- mannsson hafa verið settir bankastjórar við Islandsbanka. ' (Eftir Vm.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.