Dagur - 16.02.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kenutr út á hverjum fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast ritstjóri blaðsins. VI. ár. AFOREIÐSLAN er hjá J6nl l>. J>ór, Norðurgöfu 3. Talsfmi 112( Uppsögn, hundin við áramót sé koinin til afgrciðilumauns fyrir 1. des. blað. Samvinnuhreyfingin* Hér að framan hefir verið minzt á vandræðaástand þaö fyrir Iand- búnaðinn, sem hófst um 1880 og áhrií þess á stjórnmáiin. En einkum 'er umtals verður dugnaður sá og ötulleiki, sem danskir bændur sýndu við það, aö verjast áföllum og kornast af á neyðartímunum þrátt fyrir alla erfiðleika. Ráðið til þess var breyt- ing á íramleiðslu landbúnaðarins og I sambandi við það samvinnuhreyf- ingin. Aukin samkeppni annara landa, einkum Rússlands og Ameriku, hafði lækkað kornverðið svo mjög, að það svaraði ekki Iengur kostnaði fyrir landbúnaðinn aö rækta korn til útflutnings eins og áður. Þess- vegna var breytt til, frá þvf utn 1880 og farið að flytja korn inn, en ebki út; í stað þess sfeyldi nú flytja út afurðir af skepnum, einbum smér og svínsflesk. Verðið á þessum vörum hafði nefnilega ekki lækkað neitt að ráði og í stað þess, að selja afrakstur akra sinna beinlínis fyrir peninga, uröu bændur að nota hann til fóðurs, svo að untværi að fram- Ieiða smér og flesk, Og til þess að geta flutt sem mest út af þessum vörum var það gerlegt, að kaupa korn frá öörum löndum til fóörunar. ÖII þessi nýja búnaðarframleiðsla hefir átt mikinn og merkan þátt í þróun samvinnuhreyfingarinnar í Danmörku; menn gerðu samtök sín á milli til að vinna hráefnin og koma skipufagi á sölu unninna af- uröa. Af slíkum fyrirtækjum má sér- staklega nefna mjólkurbú og svína- sláturhús með samvinnusniði. En hreyfingin er í fieiri þáttum og til- gangur hennar stefnir lengra; sam- vinnan varð dönskum sveitamönnum leið til efnalegs sjálfstæðis og losaði um ýms bönd frá fyrri tímum. Elzta grein samvinnuhreyfingar- innar í Danmörku eru lánsfélögin (Kreditforeninger.) Það eru félög fánþega, sem ábyrgjast lánið allir íyrir einn og einn fyrir alla og fá með því betri og ódýrari lánskjör, en ef þeir væri hver í sínu lagi. Hugmyndin og fyrsta framkvæmd hennar er frá Þýzkalandi. í Dan- mörku vóru fyrstu lánsfélögin stofnuð * Grein þessi er einn kafli úr bókinni DDan- mörk eftir 1864." Hún er eftir Hans Jensen, en þýdd af Jak.Jóh. Smára. Grein þessi sýnir tneð fylstu óhlutdrægni, hvað santvinnan hefir gert dönskum bsendum. um miðja nítjándu öld. Þau urðu ekki aðeins til hagræðis fyrir sveit- irnar, heldur einnig fyrir kaupstað- ina, en einna mikilvægast var það þó, aö þannig fékk Iandbúnaðurinn auöveldan og ódýran aðgang að því fjárafli, sem hann þurfti með til starfsemi sinnar. Félög þessi veittu bændum mikið tækifæri til þess að efla meö sér efnalega sjálfstjórn og umráð og stjórn félaganna hefir færzt æ meir frá gósseigendum til bænda, eins og stjórn landsins yfir- leitt. (Framh.) Leikhúsið, »Vér morðingjar.« Nafnið lætur ekki vel f eyrum. Leik- urinn er ekki ftillegur og enginp sbemti- leikur. Þó á hann erindi til allra þjóða og einstaklinga. Hann fjaliar raunar um hversdaglegt eíni, um illa sambúð milli hjóna, sífelt rifrildi og óánægju, endar með skelfingu á þann hátt, að maðurinn ræður konu sinni bana, ikiæddur ham æstra tilfinninga. Morð- fð sjilft er ekki annað en innsigli á þann sannleika, sem verið er að sýna með skörpum dráttum, þann sannleika að menn eru sf og æ að myrða hvern annan f sambúðinni. Þessi tfðu morð eru að vísu framin meira eða minna óviljandi eða jafnvel óaf- vitandi, eru sprottin af athugunarleysi, skorti á skilningi og umburðariyndi; af því að menn gera háar kröfur til annara, en litlar til sjálfra sín, af þvi að menn temja sér ekki að skilja hvern annan, umbera hvers annars bresti, en einblfna á gallana f fari náungans. Á þessu Bkeri strandar Ernest Iíís- fleyi sfnu. Hann gerir háar kröfur til Normu, konu sinnar, sem er festu- lítil, ósannsögul og fjöllynd. Hann virðist ekki gera sér nokkurt far um að leita áð kostunum f fari hennar. Kröfur hans til eiginkonu sinnar eru ekki sprottnar af siðgæðistilfinningunni einni saman, þær hafa líka rætur f eigingirni hans; þessvegna er aðal- hugsun hans þessi: Hvernig get eg bjargað mína eigtn skinni? Hversu ólfkt er þetta þeirri ást, sem fórnar öliu, en krefst einkis. Þrátt íyrir hina mörgu og stóru galla f fari Normu, gæti eg bezt trúað þvf að um hana mætti segja hið fornkveðna: »Henni verður fyrirgefið mikið, þvf hún elsk- aði mikið.c Jarðarför forstjóra Hailgríms Krisfinssonar fer fram í Reykjavík, miðvikudaginn 21. þessa mánaðar. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, Lúther S. Thorarensen, andaðist að heimili sínu laugar- daginn 10, þ. m. jarðarförin er ákveðin laugard. 24. þ. m. að Bzegisá hofci ma& húekve&ju A h&imiii hms fátria kl. 11. f. h. Kransar afbeðnir. Lönguhlfð 12. febr. 1923. Hallfríður Sigurðardóttir. Eg tók sérstaklegi eftir einu, sem Ernest lét sér um munn fara, er mér finst mjög orka tvímælis. Það var á þessa leið: Sá er mesíur svíkari, sern et trúr án ástar. Eg veit ekki hvort þetta er skoðun höfundar leiksins (Guðm. Kambans.) En varlega skyldu menn festa trúnað á þessum orðum. Eða hvað segja lesendur »Örðugasta hjallans* um það, að Ásdís hafi verið mesti svikarinn f sögunni ? Leikfélag Akureyrar hefir sýnt leik þennan tvisvar sinnum f samkomu- húsinu og ætla má að hann verði sýndur oft enn. Umefni leiksins kunna að verða skiftar skoðanir, en hitt getur naumast farið milli mála, að áhorfendur dáist að meðferð leikend- anna á hlutverkum sfnum og þó ekki væri annars vegna, ættu menn ekki að sitja sig úr færi með að sjá leik þennan. Tvö langstærstu og erfiðustu hlutverkin, hjónin Ernest og Norma, eru leikin af Haraldi Björnssyni, verzl- unarmanni og frú Svö/u /ónsdóttur. Eru bæði þau hlutverk snildarlega af hendi leyst, enda væri leikurinn ger- fallinn, ef þar hefði orðið misbrestur á. Hin önnur hiutverk eru öll fremur smá, en sæmilega frá þeim öllum gengið af leikendanna hálfu og sum- um ágætlega; má þar einkum nefna leik frú Þiru Havstecn, sem leikur ungfrú Susan Daie, systir Normu; írúnni tekst prýðilega að sýna þessa léttúðngu og hégómagjörnu drós. Einn galli var þó á leik kvenfólksins. Það heyrðist illa hvað þær sögðu. Þetta er sjálfsagt eðlilegt, en slæmt er það engu að sfður. Áhotfandi. F r é 11 i r. Skemdir urðu á Dalvfk í stórhrfð- inni fyrra mánudag. Stórsjór svo mik- >11 að rak mótorbáta á Iand og braut bfyggiur. Á Siglufirði braut sjórinn brimbrjót og gekk þar á land upp, svo að fólk varð að flýja úr húsum, Safnaðarfundur var haldinn hér í Samkomuhúsi bæjarins 7. þ. m. Til umræðu var tilboð um að söfnuðurinn tæki að sér kirkjuna og einnig var rætt um byggingu nýrrar kirkju. Fundurinn var svo fámennur, að ekki þótti tiltækilegt að gera þar ncinar áiyktanir. Hefir nú sóknarnefndin boðað til annars fundar kl. 2 á sunnudaginn kemur og er þá heimild til að gcra þar fullnaðarályktun um málið, hverau fáir sem mæta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.