Dagur - 16.02.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 16.02.1923, Blaðsíða 2
26 DAGUR 7. tbl. V^A Vegna jarðaríarar forstjóra Hallgríms Krist- inpsonar, verða sölubúðir okkar og skrif- stofur á Akureyri og Daivík lokaðar mið- vikudaginn 2í. þessa mánaðar. Kaupfélag Eyfirðinga. Höfuðból fil sölu. V í K í Staðarhreppi í Skagafirði, ein með stærstu og beztu jörðum sýslunnar, með ágæt- um byggingum, er til sölu fyrir lágt verð og með góðum borgunarskilmálum, semja má við Böðvar Bjarkan, Akureyri. Lielkur Guðm. Kambaus, >Vér morðingjir,« var sýndur ( Samkomu- húsinu síðasta laugardags- og sunnu- dagskvöld. Var fremur ilia sótt, eink- um fyrra kvöldið. Alþýöufrœðsla Sfúdenfafélagsins Á sunnudaginn var hélt Valdemar Steffensen læknir fyrirlestur um franska vísindamanninn Pasleur. Dánardægör. Geirmundur Kristjáns- SOn andaðist að heimili sfnu hér f bæ f fyrramorgun, efttr nokkra legu; hafði lengi verið heilsuveill. Hann var vel kyntur ráðvendnismaður, miðaldra; læt- ur eftir sig konu og fjögur börn. Blíðviðrí er nú daglega. Kvöldskemfun héit U. M. F. A. á laugardagskvöldið 3. febrúar og endurtók hana á þriðjudagskvöldið 6. febrúar. Skemtun þessi féll bæjarbúum vel f geð og var hús- íyllir sfðara kvöldið. Fyrst söng kvenna- kór og var söngur sá laglegur en ekki atkvæðamikill. Næst á skemti- skránni var gamanleikur, sem heitir >Valbæjargæsin« og var hann vel leikinn yfirleitt. Það sfðasta á skemti- skránni var þó bezt. Var það skraut- sýning sem nefnist >Æskuvegir« eftir Jón Sigurðsson frá Dagverðareyri. Skrautsýning þessi er bæði fögur og göfgandi og smekklega fyrir komið. Vakti hún geysimikla hrifningu meðal áhorfenda. Fjárskaði. Nýlega hrakti 100 fjár f sjóinn á Álandi f Þistilfirði og, fórst alt. Náðist 60 af þessum hópi dautt en hitt barst til hafs og hvarf með öliu. Á víðavangi. »Ný flokkaskipun.« Svo mætti virðast ókunnugum, af 4. tbl. ísl. þ. á., að markverð tfðindi voru um það bil að gerast hér á Akureyri. Af þvi msetti áða að nýir spámenn væru «3 rfsa Tvenn kerruhjól til sölu, með góðu verði. Jón Jónatansson, járnsmiður. Skemtisamkomu heldur Ipr. »HVatur« í þinghúsi Öngul- staðahrepps við Pverá, laugardaginn 17. p. m. kl. 6 e. h. Lárus J. Rist flytur fyrirlestur, sýnir skuggamyndir. Dans á eftir. upp í stjórnmálalffi þjóðarinnar. í um- ræddu tbl, birtist greii; eftir Sig. Ein. Hifðar, með ofanskráðri yfirskrift. Höf. fer þár nokkrum orðum um, hversu núverandi flokkaskipun sé óvið- eigandi og óviðunandi. Sfðan er svo að sjá, sem hann f umboði nýs stjórn- málaflokks beri fram nýja stefnuskrá f 16 liðum. Ekki verður það af grein þeasari séð, f hverra umboði maður þessi talar; hverjir það eru, sem eru að mynda þennan flokk. Að vísu er mikið um það talað, að hér I bæ hafi nýlega verið myndaðir tveir pólitfskir flokkar, sem nýlega hafi steypt sér saman og gert það af þeim gildu á- stæðum, að annar flokkurinn hafði eitt- hvað af mönnum en vantaði stefnuskrá, en hinn hafði alt oí fáa menn, en hafði stefnuskrá. Hafi þeir þvf bætt hvor úr annars þörf. Væntanlega láta þeir eitthvað til sfn taks, sem standa fremstir f þessu máli og gefst þá tækifæri, til að reyna á styrkleik máttar- viðanna. Um stefnuskrána má f stuttu máli segja, að hún er of óákveðin og viðrinisleg, til þess að þess megi vænta að hún ráði neina bót á stjórn- málalffinu f landinu eða flokkaskipun þjóðarinnar. Því miður gefst hvorki tfmi né rúm, til þess að rökræða stefnuskrána ( einstökum atriðum, en væntanlega verður það gert sfðar, ef ástæða þykir til. Vegna jarðarfarar forstjóra Hallgríms Krist- inssonar,verður sölubúð KaupfélagsVerka- manna lokuð, miðvikudaginn 21. þ. m. Erlingur Friðjónsson. Vefnaðarnámsskeið verður haldið frá 1. marz til 1. mat. Nýir nemendur teknir. Kenslu- gjald kr. 25 00 um mánuðinn, 7 stunda kensla á dag. Efni fæst á staðnum. Frekari upplýsingar gefur Brynhildur Ingvarsdóttir, Gránufélagsgötu 7. Akureyri 13. febr. 1923. Stjórnin. Oskukassar úr mjög sterku, galvaniseruðu járni no. 18 fást hjá Steindóri jóhannessyni, járnsmið. Vídd kassanna er 46 cm., dýpt 48 cm., laggir úr vinkiljárni og efri bryggja vírlögð. Verð Kr. 24.50. Er hérmeð skorað á alla húsráðendur bæjar- ins, sem vantar öskukassa, að afla þeirra nú. Akureyri 10. febn 1923. Heitbrigðisfulltrúini). Endurgreiðsla. Þeir, sem keyptu ket á sláturhúsi okkar síðastliðið haust, fá endurgreidda 15 aura á kíló. Greiðslan fer fram á skrifstofu okkar og verður að hafa verið vitjað fyrir 1. maí n. k. Akureyri 12. febr. 1923. Koupf. Eyfiiðinga. Jörðin Heiðarhús í Glæsibæjarhreppi er laus til ábúðar frá fardögum p. á. Umsóknir, ásamt tilboöum um eftirgjald, sendist undirrituöum fyrir 15. marz n. k. Hreppstjórinn í Glæsibæjarhreppi 9. febrúar 1923. Benedikt Guðjónsson. Yfirdómarinn, sjónleikur í 5 páttum, verður sýndur laugardags- og sunnudags- kvöld 17. og 18. p. m. í samkomuhúsi Svalbarðsstrandarhrepps. — Leikurinn hefst kl. 6 fyrra kvöldið og kl 4. síðara kvöldið. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Frtatimiðja Oúdi BjðnunoMr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.