Dagur - 05.04.1923, Síða 3

Dagur - 05.04.1923, Síða 3
14. tbt. DAQUR 49 Sæluvika Skagfirðinga var haldin á Sauðárkróki; 5.—10. marz. Var þá að vanda mikið um dýrðir og tná helst teija þetta: I. Framfarafélag Skagfirðinga gekat að vanda fyrir þvf að haldnir voru fyrirlestrar og voru umrseður á eftir hverjum þeirra og þær oft fjörugar. Þessir héldu íyrirlestra: jónas Krist- jánsson læknir, ura ferð sfna til Ame- rfku sfðastliðið suraar, séra Arnór Árnason, um saragöngur á sjó og landi, Pétur myndasmiður Hannesson, um skemtanir fyr og nú, prófastur séra Hálfdán Guðjónsson, um krístin- dómsfræðsiuna, Páll skólastjóri Zóphón- iasson. »Misjafn sauður er í mörgu íé<, Sigurður Þórðarson Nautabúi, um heim- ilisiðnað, Jónas iæknir Kristjánsson, um ábrif iifnaðarháttanna á heiisuna, Margeir kennari Jónsson, um móður- málið og Eirfkur Guðmundsson í Vall- holti, um »hvers þarfnast þjóðin helzt*. Bezti rómur var gerður að öllum þess- um erindum og voru allir á sama máli um það, að að þessu væri hin mesta -• uppbygging fyrir héraðsbúa, enda voru þarna á fundunum 3 — 500 manns. II. Bændakór Skagfirðinga söng tví- vegis fyrir fólkið. Hann söng vel að vanda cn var annars kveíaður og naut sfn þvf ekki eins vel og oft áður. III. Kaupmaður Kr. Briem hafði út- vegað kvikmyndir og sýndi. Er það í fyrsta sinn að þær sjá3t á Sauðár- króki. Aðsókn að þeim var lítil og sýndu Skagfirðingar þar þroska sinn, er vonandi að þetta verði bæði f fyrsta og sfðasta sinn, að þær verða þar sýndar. IV. Kveníélag Sauðárkróks lék »Háa C-ið« og »Vorið« ijóðleik eftir Guð- mund Guðmundsson skáld. Hið sfðara þótti ágsett enda mjög smckklega út- fært. En ekki gat það leikið nema Sunnudaginn 4. og laugardaginn 10., því altaf var húsið fast vegna kvik- myndanna. Mæltist þetta svo illa fyrir, að þeir voru margir, sem sögðu. »Þó mig löugi til að sjá bfó skal eg aldrei gera það, fyrst það útilokar leiki kvenfélagsins.« V. l>á var alla vikuna haldinn sýslu- fundur og varð honum ekki lokið íyrri en á þriðjudag 13. nrarz. Sem merkis- mál er hann hafði til meðferðar má telja brú á Vestur-Héraðsvötn. Hún * á að kosta 80 000 þús. kr. Héraðinu hefir undanfarin ár staðið hún til boða, ef það legði til 20.000 en lánaöi svo rikissjóði það sem á vantaði eða 60.000 kr. 20.000 eru fengin og byrjað er að fá menn, til að kaupa ríkisskuldar- bréf fyrir hinn hiutann og gengur að sögn vel. Á brúnni á að byrja að sumri, en fullgera hana 1924. Þetta er hið mesta framfaramál fyrir héraðið enda sýna Skagfirðingar lfka, að þeir skilja það, því mikið þurfa þeir á sig að leggja vegna brúarinnar, en vel er þeim er upp horfir og fram. X. X. F r é 11 i r. Tíöarfarið er enn hið sama. Skift- ast á hlákur og kyrviðri með sólskini. Á Suðurlandi er nokkuð votviðrasamt. 0skufall var á Seyðisfirði og Héraði á páskadaginn. Af vindstöðu að dæma, þótti ekki Hklegt, að það stafaði frá Öskju. Mundi það að lík- indum stafa frá nýjum eldi í Vatna- jökli, þó óvíst sé. Við og við þykjast menn sjá eldgang á fjölium uppi. Prestsefni. Ingólfur Þorvaldsson cand. theol. frá Krossum í Eyjafirði aækir um Þóroddsstaðaprestakall. kénharður fógeti var íeikinn f sfðasta sinn á annan í páskum fyrir fullu húsi. Fyrirl. um Fœreyjar flutti Böðvar Jónsson írá Brekknakoti f Bfó á þriðju- dagskvöidið. Böðvar er Þingeyingur og hefir dvalið í Færeyjum. Dánardœgur. í morgun lézt að heimili sfnu hér í bænum Oddur Thorarensen verkamaður. Barnaveikin er viðurloðandi hér f Eyjafirði. Messufall varð um hátfðarnar í Grundarþingura vegna þess að presturinn, Gunnar Benediktsson, 14 f barnaveiki. Vfðar hefir veikin stungið sér niður og tekur böm og fullorðna. Þingfréttir. Frv. um sameiningu I.andsbókavarðar- og Þjóðskjalavarðar- embættanna er fallið. Vægar deilur eru um stjórnarskrárbreytinguna. Vatna- lögin verða afgreidd í Ed. f dag. Ingi- björg hélt jómfrúræðu sína f þinginu í gær um lögfylgjur bjónabands. Fjár- veitinganefnd hefir skilað áliti; ber hún íram 150 breytingartillögur. Tekju- haili áætlaður alt að 200 þús. kr. f eggur hún til Vaðlaheiðarvegar 20.000 kr, til alþýðuskólabyggingar f Þing- eyjarsýslu 35.000 kr. I.eggur til að ríkissjóður ábyrgist 3I* taps, sem kynni að verða við væntanlegar til- raunir með útfiutning á köldu kéti. Hjónaefni, Nýlega hafa birt hjú- skaparheit sitt ungfrú Anna Sigurjóns- dóttir frá Sunnuhvoli og Gunnnr S. Hafdal, áður í Kasthvammi, nú til heimilis á Akureyri. Fundargerð. Árið 1923, þann 28. (ebr, komu saman 4 fund að Stóra Dunhaga, kjörn- ir fulltrúar úr Glæsibæjar- Öxndals- Skriðu- og Arnarnesshreppum. Mættir voru alls 16 fulltrúar. Fundaiboðandi Guðm. Guðmunds- son hreppstjóri á Þúfnavöllum, setti fundinn. Mintist hann hins nýiátna for- stjóra Hallgrfms Kristinssonar og heiðruðu fundarmenn minningu hans með þvf að standa upp. Nefndi þá fundarboðandi til fundar- stjóra Benedikt Guðjónsson hreppstj. á Moldhaugum; var það samþykt f einu hljóði. Skrifarar fundarins vorn Guðm. Magnússon, Arnarnesi og Þórh. Ásgrfmsson, Þrastsrhóli. Mál þessi voru tckin fyrir: 1. Verzlunarmál: Voru af fjöri og áhuga rædd veizUinarmál landsins; þó einkum samvinnumálin, og árásir þær, sem gerðar hafa verið á verzl- unarsamtök bænda sfðastliðið ár. Eftirfarandi tillaga kom iram og var samþykt í einu hljóði: ♦ Fundurinn lýsir yfir fyrirlitning sinni á allri rógburðarstarfsemi Bjarnar Kristjánssouar og félaga hans um S. í. S. og samvinnusamtökin f landinu og væntir þess jaínframt að allir sam- vinnumenn fylki sér þvf þéttar ti! sókn- ar og varnar gegn slfkum árásum framvegis. 2. Búnaðarrnit: Voru innleiddar umræður um ýms búnaðarmál, bún- aðarhætti bænda og breytingar þær sem á þeim hafa orðið á sfðari árum. Við umræður kom í Ijós, að nauðsyn bæri til að auka og bæta framleiðslu bænda, glæða áhuga íyrir kynbótum búpenings, aukinni matjurtarækt o. fl. Var fundurinn einhuga um að búfjár- sýning íyrir þessa 4 hreppa komist á á næsta vori. Svofeld tillaga kom fram og var samþykt f einu hljóði: >Fundurinn beinir þeirri áskorun tii búnaðarfélaga f vesturhluta sýstunnar, að koma meira samræmi á sfn á milli á lögum og starfsemi þeirra, t. d. með svipuðum vinnutaxta við jarðarbætiir innan félaganna og hvernig styikveit- ingum til slfks yrði hagað. Ennfremur að félögin gengjust fyrir sýn'mgum, kynbótum (sérstaklega nautpeuings) og öðrum þeim framfaramálutn sem bún- aðar/éfögin eiga sérstaklega að hafa með höndum, Telur fundurinn æskilegt að stjórnir búnaðarfélaganna ættu sam- eiginlegán fund með sér, heizt fyrir vorfundi, til þess að ræða þeasi mál. 3. Kaupgjaldamál: Eftir ítarlegar umræður um málið kom fram svofeld tiliega, var hún samþ. f einu hljóði. »Fundurinn álltur að kaupgjalds- ákvæði þau er samþykt voru á Krossa- staðafundinum f fyrra hafi verið hæfi- leg; miðað við gjaldþol landbúnaðar- ins og sér ekki ástæðu til að breyta þeim fyrir þetta ár. Vinnutfmi sé: 12 tímar á dag við heyannir og 10 tím- ar vor og haust.« 4. Fáiœkramál: Voru aðallega rædd- ar breytingar þær á fátækralögunum, sem stjórnin leggur íyrir þetta þing. Efiir nokkrar amræður um málið kom fram þessi tillaga: »Fundurinn er eindregið með því, að allur stýrkur er sveitarfélög vcrða að veita, —■ einstaklingum til fram- færis — verði hér eftir sem hingað til, talinn sveitarstyrkur og varði* sama réttindamissir og verið hefir. Enníremur að vald sveitarstjórnar yfir þurfamönnum sé aukið að mun. Tillagan samþykt með 15 atkv, móti 1. 5. Samgöngumál. Umræður urðu um ýms innsveitissamgöngumál og kom fram svoþljóðandi tillaga: • Fundurinn skorar á sýslunefndina, að hún á næsta fundi sfnum, bcyti sér fyrir þvf, að sem mest verði unnið á póstveginum fram Þelamörk á næst- komandi sumri samþ. f einu hljóði. 6. Kjördœmaskifting: Eftir allmiklar Oliiggagler, Veggfóöur, Málningarvörur, Pensla, Skilti — á kommóður og skápa — Hurðarhandföng, messing og tré, Saum, Eldavélar, Ofna, Ofnrör er l>ezt að kaupa af Tómasi Bjernssyni. «w Hestajárrj í stórsölu fást langt um ódýrari en verið hefir hjá Hallgr. járnsmið, Lundargötu 4. Rúgmél kr. 43.00 100 kg. hjá P. Péturssyni. Kaupíð Persil þar sem það er ódýrast Pk. á ó5 aura í Kaupfélagi Eyfirðinga. Dagur fiytur auglýsingar íyrir augu fleiri manna en nokkurt annað blað hér norðaniands. Þvf ekki að auglýsa í Degi? Auglýsingum niá skila f prentsmiðjuna aða til ritstjórans. umræðnr, sem aðallega hnigu að kjör dæmaskipun f landinu, kom fram þessi tillagð: »Fundurinn er eindregið móti þvf, að Eyjafjarðarsýslu verði skift í ein- menningskjördæmi á þessu þingi.« Tillagan samþ. með samhljóða at- kvæðum. Var ákveðið að senda þingmanni kjördæmisins tillöguna. Með því að dagur var að kvöldi knmin voru ékki fleirl mál tekin til meðferðar; var svo fundi slitið. Benedikt Quðjónsson fundarstj. Þðrh. Ásgrlmsson. Qaðm. Magnússon.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.