Dagur - 20.04.1923, Page 3

Dagur - 20.04.1923, Page 3
16. tbl. DAQUR 57 yfirskiiftinni >Stértimenska,« sem ber vott um frábærar gáfur og djúpa flat- eyaka fieimsspeki. t>að fór þv( svo, að kaupmennirnir gálu ekki notað þennan merkilegá mánn. Og yfir höfuð virðist svo, að hanri sé hvergi notandi, vegna þess, hversu langt hann er frá sínum t(ma. En þó virðist samvinna hans og nú- verándi ritstj. ísl. vera ákjóaanleg, pelrra á mUli. Annar er vel fallinn, til að skrifa óvanalegar greinar, en hinn til að birta þær. Má enn vænta þess, að sjá íagurlegan vott vitsmuna þessara manna og einkum smekkvfsi þeirra og drengskapar. Virðist svo, að íslendingur muni geta, ( höndum rit- stjóranna komist á svo sérstakt sið- (erðislegt stig, að Dagur telji sér ekki fært, að eiga við hann nema lftil orða- skifti og enn sfður við heimsspeking- inn frá Flatey. Símskeyti. Rvík. 16. apríl. Herforingjaráösforingi írskra uppreistarmanna hefir verið hand- tekinn; dð af sárum daginn eftir. De Valera slapp undan, náðist nokkru seinna, en hefir enn sloppið úr fangelsinu. Byltingarfregnir frá Rúmeníu taídar ósannar. Tuttugu hús brunnu til ösku í Bergen á Fimtudaginn var. Verslunarsamningur Norð- manna og Portugala gengur í gildi i dag til eins árs. Hægrimaöurinn Trygger just- isráð myndar stjórn í Svípjóð. Amundsen ætlar að fljúga yfir norðurheimskautið 21. Apríl, frá Wainsight til Spitsbergen. Ameríkumenn hafa fengið einkarétt til járnbrautalagninga í Litlu-Asíu hjá Angorastjórninni. Priggja daga umræðum um fjárlögin lokið í neðri deiid. Fiskafli góður á togarana. Rvík. 18. apr. Líkur eru til að Jugo-SIovakia skiftist i 4 smáríki. Stjórnmálastefna Pasiteh for- sætisráðherra varð í minni hiuta víð kosningarnar. Brezk blöð fullyrða að Bonar Law muni segja af sér vegna heilsubrests. Bandaríkin hafa upphafið við- urkenninguna á réttindum Jap- ana í Kína. Frakkar iáta ekki Ruhr af hendi fyr en Þjóðverjar greiða skuldir sínar. Pjóðverjar segjast ekki koma fram með nein tilboð. Lloyd George fer að hausti til Ameríku í fyrirlestraferð. Magnús fjármálaráðherra hefir í. s í. Knaffspyrnumóf í. s.. r fyrir Eyjafjarðar og Suður-Pingeyjarsýslu hefst á Akureyri 21. maí næst komandi. Kept verður um verðlaunagrip, sem er silfurbúinn hnöttur, eign U. M. F. A. og Knattspyrnufé!. „Magni* Höfðahverfi. Væntanfegir pátt- takendur gefi sig fram fyrir 15. mai n. k. til einhvers undirritaðs-. Hermann Stefánsson, Höfðahverfi. Gunnar Sigurgeirsson, óli Hertervig, Akureyri, Moelven Brug, Moelven, Norge anbefaler sine sommer- og vinterarbeidskjöreredskaper, hjnl og axler. — Prisene betydelig reduceret — Forlang Katalog og prislister. Telegramadresse „Aktiebruget'1, Norge. beiðst iausnar. Búist við að Klemenz taki við fjármálaráð- herrastörfurn, F r é 11 i r. Þingfréttir. Frv. um fækkun dóm- ara í hæBtarétti var vtsað til stjórn- arinnar með rökatuddri dagskrá f Ed. Frv. um vitabyggingar var felt í Ed. Frv. B. Kr. um sérstakt prestakail í Mosfellssveit var felt í Ed. Stjórnar skrárbreytingin um fækkun ráðherra í einn og þing annaðhvort ár var samþ. til 3. umr. í Nd. Tillaga til þingsá- lyktunar frá Framsóknarflokknum um rannsókn f íslandsbanka hefir tvisvar verið tekin á dagskrá f Ed. en verið í bæði skiftin tafin frá umræðum. Um- ræður hófust um hana f Nd. og leit út fyrir að þær yrðu hvassar. Var hún þá tekin út af dagskrá. Fjárlögin eru til þriðju umræðu f Nd. Frumv. um mentaskóla norðan lands virðist vera bægt frá dagskrá nú lengi. Frv. nm norska bankann liggur niðri f Ed. og lætur ekki á sér bæra. Frv. um breyt- ingu á samvinnulögunum var felt f Nd. Dánardægur. Lárus Lúðvlksson andaðist í Kaupmannahöfn 14. þ. m. úr lungnabólgu. Hann hefir verið all- lengi heilsuveill, en vildi ekki láta bugast, Hann hafði sérstaklega mikla tilhneigingu, til þess að nema stýri- mannafræði og sótti það nám af kappi. Þessi piltur var sérstaklega ástúðlegur og vinsæll af öllum, sem kyntust hon- um og er þvf atórt skarð orðið íyrir skyldi ekki einungis foreldrum og ætt- mennum heldur er Btórt skárð orðið f hóp þeirra manna, sem nú vaxa upp, til þess að taka með alúð og hrifningu við verkefnum þjóðarinnar. Þess vegna fylgir sameiginleg eftirsjá sllkum mönnum yfir um, en eítir vakir hluttekning með þeim foreldrum, sem hafa mist góðan son á blómaskeiði. Ennfremur er nýlátin í Garði f Fnjóska- dal Ingibjörg Pálsdóttir bónda þar um tvftug að aldri. Hún var efnisstúlka góð og greind og eftirsjárverð úr hópi æskunnar. Þungt er að missa son og engu léttbærara að missa dóttur. Sirius kom hingað á laugardaginn á leið ausfur og út. Meðal farþega írá útlöndum voru þessir: Kr. Sigurðs- son kaupmaður, Jón Guðmundason spítalabryti, Sveinbjörn Jónsson bygg- ingafræðingur, Bjarni Benediktsson ksupmaður á Húsavlk. Frá Rvlk : Stgr. Matthíasson læknir, Árni Eyland og frú, Jón Guðmundsson frá Gufudal, Kristján Kristjánsson bílstjóri með lik bróður s(ns Jóhanns, Þórh. Bjarnason prentari, Árni Jónsson frá Múla og Jón Björnsson kaupmaður á Þórshöfn. Hallgr- Þorbergsson bóndi á Haii- dórsstöðum ( Lsxárdal, sem keypti og rak slðustu árin tóvinnuvélar Magnúsar Þórarinssonar, íór utan nú með Siriusi til þess að kynna sér möguleikn á því að fá hentugar vétar til ullarvinolu fyrir heimilisiðnaðinn. Aflabrögð. Bátur reri af Akureyri með haldfæri út & Siglufjarðarmið og kom eftir tvo daga hlaðinn af eflings- þorski. Fiskur er nú að ganga inn í fjörðinn. Einnig hefir verið drepið margt af hnfsum og alt af eru hrefn- ur drepnar og kalla 3umir að það sé ekki samkvæmt landslögum. Esjan, strandferðaskipið nýja, kom til Rvikur í gær. Hún leggur aí stað ( strandferð vestur um 24. þ. m. Verður hér 1. maf. Víðavangshlaup fór bér fram í gær, að tilhlutun íþróttafél. Þór. Sigurveg- ■ari vatð fþróttafél. Mjölnir. 8 þátttak- endur vor frá hvoru félagi. Fyrstur varð Snæbjörn Þorleifsson, þá Stein- grfmur Kristjánsson og 3. Þorsteinn Benediktsson, allir úr Mjölni. 4. mað- ur var úr Þór. Þ’renn verðlaun voru veitt auk viðurkenningar til félagsins sem vann. Fréttapistill úr Norður-Þingeyjarsýslu. (12. íebr. 1923.) Dagur hefir oítar en einu sinni ósk- að eftir að fá senda fréttspistla úr sveitunum, við og við, en íáir hafa orðið við þessari sanngjörnu beiðni. Hann á það þó skliið, að honum sé gerður þessi greiði. Mig langar nú til, að senda Degi einu sinni línur. EUki vcgna þess að eg finni mig færari eða íréttafróðari en aðra, heldur vegna þess, að þeir sem mér eru snjallari, láta það hjá lfða að sinna þessari sanngjörnu beiðni blaðsins. — . Veturinn í fyrra var einn sá bezti, sem menn muna eftir, og leit út fyrir að bændur myndu komast í heyíyrn- ingar. En vorið var afar kalt, svo ný- græðinginn kól og heyin eyddust. Ssuðgróður kom enginn fyrri en um og eftir fardaga. Héldust kuldarnir þar til 8. júlf, að skifti um tíð. Kúm og vinnuhestum var víða gefið fast að þeim tfma. — Góð tfð mátti heita f mánuð. Breyttist þá tíðin aftur til hins verra og gerði langvarandi óþurka. Hey hirtust fremur illa, en náðust þó á endanum. Heyfengur varð sumstað- ar í meðallagi, en þó víðar verri. Iiaustið var með eindæmum gott. Fé með vænna móti og heimtur alment með betra móti. — Veturinn, sem er að líða, hefir verið mjög léttur. Það Góð KYR, sem á að bera mánuð af sumrv lil sölu. Jón Þorleifsson, Ofýtu. mátti heita einn blíðviðriskafli frá þvf í byrjun október, og þar til á annan f jólum, þó aðeins væri dagamunur. Um hátíðarnar voru verstu veður, og sfðan hefir tfðin verið óstilt, en ekki snjóasöm. Hjer norður er alt í kyrð og spekt. Þó öll þjóðin standi á öndinni, á meðan bardaginn stendur yfir, á milli B. Kr. og Samb., þá látum við okkur það litlu skifta. — Við vitum lftið hvað getist á hinum æðri stöðum. Sjáum aldrei þingmanninn okkar, en trúum ekki öliu, sem við heyrum í sfmanum eða lesum i blöðunum, þó góð séu. — Það má með tíðindum teljast, að haldinn var stjórnm&lafund- ur hér f sýslunni í desembermán., sem að mörgu Ieyti var mjög merki legur. Hvergi hefi eg séð fundargerð- ina birtast, og er það gott dæmi upp á einræningshátt manna hér. Þeir scm sátu fundinn og sömdu fundargerðina, gera sig ánægða með að lesa hana sjálfir. En vonandi birtist hún síðar- mcir ( hinu fslenzka fornbréfasafni, þar eð hún gefur mjög glögga hug- mynd um pólitískan þroska manna norður hér. — Sumir eru að tata um að fá nýjan og betri þingmsnn við næstu kosningar, en ekki held eg við komum því í framkvæmd. Hér ar allfjörugt íélagsiíf, þó strjál- bygt sá og fáment. Vfða starfa uug- meanafélög með miklu fjöri og fþrótta- starfsemi er nokkur. Aðaláhersla er Iögð á iðkun danslistarinnar, enda er dansinn, að sögn fróðra manna, bæði list og fþrótt. — Nokkrir dansleikir hafa verið haldnir á Sléttu norður, og fátt til sparað. Kaffi- og tóbaksföng sótt langar leiðir og mörgum sauðum slátrað. Bæði Dagur og Tfminn hafa getið um allmikinn drykkjuskap hér f sýsl- unni, undanfarin misseri. Hygg eg það nokkuð orðum aukið, og að því er eg írekast veit, fer það mjög minkandi, jafnframt þvf sem önnur hóísemi fer þverrandi. Hátt er þó predikað um sparnað, og gengið (ast að þeim sem skuldugir eru. — Búnaðarframfarir eru litlar nú um tfma. Haukur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.