Dagur - 10.05.1923, Page 2

Dagur - 10.05.1923, Page 2
72 DAOUR 20. tbl. um kor.t, ef út af ber, annan en bera blak af þeim á einn eða annan hátt svo ekki fari verr en komið er. Það er fátítt að vísu, að ieggja þurfi bein- línis fram fé, eins og hér átti sér stað, til innlausna á skuldbindingum hanka, en þó ekki reki svo langt, eru nógar aðrar leiðir, til þess að velta tjóninu, sem orðið er, smámsaman á hið breiða bak almennings. Með þeim rúmu réttindum, sem bankastarfsemi hafa yfirleitt fylgt, eru tögl og hagld- ir þar á einni hendi, til að reyra að viðskiftakjörum almennings, með hækk- uðum vöxtum og öðrum ófögnuði og ná þannig hlut sfnum aftur. Menn geta nú gruflað yfir því um stund, hvort þetta er ótakmörkuð ábyrgð eða ekki. Jón Gauti Pétursson. Símfrétiir. Rvík. 7. maí. Hæstiréttur Bandaríkjannabann- ar öllum erlendum skipum og Bandaríkjaskipum aðhafa áfengi innanborðs innan priggja mílna frá ströndum Ameríku. Inn- siglað áfengi má ekki finnast í skipunum. Úrskurður pessi á bannlögunum hefir vakið skelf- ingu meðal enskra útgerðar- manna. Álíta peir hann brot á alpjóðlegu samkomulagi. Brezk gufuskipafélög, er senda skip til Bandaríkjanna, boða til ráð- stefnu. Hin nýju ákvæði bann-, Iaganna ganga í gildi í pessum mánuði. Þýzku skaðabótatilboðunum hefir verið hafnað. Pýzka mark- ið fellur. Rannsókn lokið í Landmands- bankamálinu. Kærðir eru Gitick- stadt, stjórn bankans, Prior, for- stjóri. Krupp verksmiðjueigandi fang- elsaður af Frökkum. Astæðan ókunn. Komist hafa upp fyrirætlanir um að sameina Bayern og Austur- ríki í eitt konungsríki með sam- pykki Frakka. Bayerskir ráðherrar sagðir riðnir við málið. Vog-Bjarni hefir sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Búist við að hann lendi hjá Morgunblaðs- mönnum. Tillaga um fjárveitingu til at- vinnubóta í sjávarkauptúnum feld í neðri deild. Fréttarifari Dags. Brúðhión. Nýlega gaf Stgr. Jóns- son bæjarfógeti saman f borgaralegt hjónaband þau Sigurlaugu Jóhannes- dóttur frá Hvammi í Höfðahverfi og Stefán Ingjaldsson, Hálsi í Fnjóakadal. Við banasœng. »Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu guð sjá.* Eg skrifa ekki þessar línur vegna þess, að þaö muni, að almennu áliti, þykja umtalsvert, þó að eg sæti stundarkorn við banasæng Jóhanns O. Kristjánssonar, sem andaðist á Vífilsstööum 8. apr. síðastliðinn. En endurminning stundar þeirrar er mér svo rík í huga, að eg tel ástæðu- laust að þegja með öllu um hana. Vitanlega verður hljótt um minn- ingu Jóhanns eins og flestra þeirra, sem deyja á líku reki; — áður en lífsstarfið byrjar. Og hér á ekki að segja æfisögu hans, heldur aðeins leggja lítinn minningasveig á gröf hans, sem þakklætisvott, af því að hann auðgaði líf mitt að einni hátíð- Iegri alvörustund, fagurri stund, Ijúfri og lærdómsríkri. Við Jóhann vorum lítt kunnugir og óskyldir að ætt, en viö áttum eitt sameiginlegt. Við höfum báðir kom- ist i kynni við alvöru lifsins og sársauka. Þessa stuttu kveðjustund voru þvi hugsanir okkar alt af að mætast. Hugir okkar ferðuðust um þaulfarnar leiðir harmsins og þeir mættust á þeim sjónarhæðum, sem leitandi mannshugur finnur alt af, þar sem birtir yfir lífirtu af Ijósi því, sem hvaöanæfa streymir inn yfir sjóndeildarhringinn. Tal okkar féll fram og til baka. Hann rakti nokkur drög æfi sinnar, einkum sálarástands síns og hugs- analifs Hann tjáði mér, hversu mjög hann hefði veriö hneigðurtil þung- lyndis og svartsýni frá barndómi og að ekki heföi birt í sálu sinni fyr en alt var af honum tekið, nema bæklaður líkami og vonlaus barátta við dauðann. Hann var óendanlega þakklátur fyrir sín örlög — svo þung aö almennu mati — af því að þau höfðu forðað honum frá alvöru- leysi og „slarki" og veitt honum meiri sálarþroska, meiri rósemi í drottins umsjá, meira siðlegt þrek en lfkur væru til, að hann hefði öðlasí heilbrigður. « fað var svo gott að sitja við sængurstokkinn hansjóhanns, af því að eg fann, að fyrir löngu var sú niðurstaða fengin, að líf og dauöi gátu mæzt þar í fullri sátt. Það er sjaldfengið umhverfi, þar sem ræður full samstilling tveggja mestu and- stæðna tilverunnar. En slíkur var þroski Jóhanns, að hann hafði skapað þetta umhverfi. Lffsraunirnar höföu farið eldi um skapgerð hans. Þær höfðu eytt sinni eigin beizkju; brent burt úr' Iffi hans allan sársauka. Von hans og lífsþrá, eilíf og sterk höfðu flutt'sig um set; - yfir gröf og dauða. * * * Eg starði þegjandi út um glugg- ann. I suðurátt, andspænis í hverf- inu liðaði sig grasgróinn vegur upp á milli tveggja mela. Á slíkum stund- um getum viö orðið svo draumgefin og barnaleg. Eg hugsaði sem svo: Væri eg óvita barn og mér væri sagt, að þessi sniðskorni vegur væri stekkjargata, þá mundi eg hugsa mér hinum megin viö hæðirnar stórfeng Iega og dularfulla veröld. Einmitt þessu líkur var æfivegur Jóhanns og hans líka; — sniðskorinn vegur um hrjóstur Iífsins, gróinn í skúrum tár- anna. Fyrir enda hans varð ekki séð, en þar var opin víðátta bak við hrjóstrugar hæðir. Enginn maður hefir að minni vit- und veriö vissari um það, að hann ætti að leggja upp í langferö dauö- ans innan skamms, heldur en Jóhann, né verið fremur við þeirri för búinn. Eg veit, að nú er hann kominn á enda hins sniðskorna, gróna vegar yfir hrjóstur lífsins, inn á viðáttuna og ljósiö hinum megin við hæöirnar. Heilsufar í Akureyrar-héraði 1922. (Úr skýrslu til landlæknis). Það var íremur kvillasamt þetta ár — einkum fyrir kvefsóttir og háls- bólgu- faraldur. Manndauði vár með meira móti. Alls dóu 104 á árinu (eða i8 6°/o miðað við fólksfjölda í ársbyrjun). (Árið á undan dóu 92 eða aðeins 16,1%). Af dánarorsökum stóðu þessar fremst f töð: Berklaveiki olli 20 mannslátum, Lungnabólga — 17 —»— Krabbamein — 13 —»— Ellihrumleiki — 8 —> — Á árinu fæddust 122 börn lifandi en 5 andvana. , ' Fólksfjöldi var f árslok 5792 Hafði fjölgað á árinu um 149. ibúatala á Akureyri var f árslok 2685. Hafði þar fjölgað um 167 borg- ara; af þeim voru 68 fæddir á árinu, en 94 komu á ýmsum aldri aðfluttir annars staðar af landinu. í sveitaplássum héraðsins fækkaði hinsvegar fbúum um 18 — Ifkt og lengi hefir tfðkast. Um farsóttir er þetta helzt að segja: Kvefsólt gekk alla mánuði ársins og sótti niður f Iungu á mönnum, bæði sem langnakvef og kveflungnabólga og var illa af kvefinu látið. Inflúenza. í kvefsótta-faraldrinum var algengt að hitta inflúenzueinkenni á mörgum sjúklingum, oft etfitt að átta sig á hvað kalla skyldi kvef og hvað inflúenzu. En f maf og júní gekk kvef með svo ótvíræðum inflú- enzkueinkennum, að allir læknar hér f bænum voru sammála um að kalla það inflúenzu. Það var einkum al- gengt á börnum innan 10 ára aldurs og minnti á barnakvefið er gekk hér um vorið 1919, en var þó ekki eins bráðnæmt eða svæsið. í desember varð einnig samkomu- lag um að kalla kvefið sem þá magn- aðist inflúenzu og get eg sjálfur trútt um talað, þvf eg fékk þessa kvefpest og var í rúminu 10 daga. Fanst mér veikin haga sér öldungis eins og sum- arið 1921 er eg næst áður hafði in- flúenzu. Kverkabólga og baraavciki hafa geng- ið þetta ár, sem hliðstæðir sjúkdómar, svo að erfitt hefir stundum verið að aðgreina þá. Kverkabólga var óvenju- lega tið, og tfndi upp hvert heimilið af öðru vfðsvegar um héraðið. Hér og þar kom upp barnaveiki innan um kverkabólguna og stundum að sögn upp úr henni og varð á sumum ungl- ingum hættuleg. 2 börn dóu þrátt fyrir serum. A tveimur börnum gjörði eg barkaskurð á heimilum þeirra og batnaði báðum. Algengt hygg eg vera, að heilbrigð- ir sýklaberar flytji barnaveikina á milli. Annars er Iítt skiljanlegt hve krókótt og kynleg er leið hennar um iand og sveitir. Skarlatssótt er enn að slæðast um á ári hverju. Þetta ár sýktust íý, sem læknar vissu um, en eflaust hafa marg- ir fleiri fengið veikina en mjög væga. Lungnabólga (með taki) kom oft fyrir og var svæsin. 39 sjúklingar eru skráðir. FJns og fyr er sagt dóu 17 úr lungnabólgu, en sumt mun þó ekki hafa verið taklungnabólga, held- ur lungnabólga upp úr kvefsótt, in- flúenzu og ef til vill berklum. Berklaveiki — Sjúklingum fjölgaði um 5 á árinu, og voru 101 f árslok. Af þeim láu 32 á sjúkrahúsinu hér. AUs dóu á árinu 20 eins og fyr er sagt — af þeim 12 úr lungnatæringu, 2 úr tieilaberklabólgu, 6 úr öðrum berklameinum. Eftir heimilisfangi skifiust sjúk- lingarnir þannig Akureyri 59 Glæsibæjarhreppur 15 Saurbæjarhreppur 9 Öxnadalshreppur 1 Öngulsstaðahreppur 6 Hrafnagilshreppur 3 Skriðuhreppur 4 Arnarneshreppur 3 Svalbarðshreppur 1 Af hinum skráðu 101 berkiasjúk- lingum, hafa 69 lungnaberkla en 32 önnur berklamein Samrœðissfúkdómar — komu fyrir 34 sinnum — og voru 14 sjúkling- arnir íslenzkir en 8 útlenzkir. Slysfarir — voru þessar helztar: Upphandleggsbrot 2 Framhandleggsbrot 3 Rilbeinsbrot 7 Öklabrot 2, Höíuðbrot og rilbrot l{datSaúrs?Ja) Liðhlaup í öxl 1 Allir sjúklingarnir fengu bata, að undantekinni konu þeirri er braut höíuðkúpuna. Konur í batnsnauð. 16 sinnum var jónasar læknis Rafnar og mfn 10 sinnum vitjað til sængurkvenna. Var tíðast tilefnið að deyfa þjáningar, en annars sein fæðing. 5 sinnum þurfti tangartak 1 sinn keisaraskurð hinn minni, ásamt tangartaki. Barnið náð- ist lifandi en konan dó. Dó hún snögg lega skömmu eftir að barnið varfætt, sennilega af hjartabilun. Bóluselningarskýrslur. Á árinu bólu- settu yfirsetukonur héraðsins 321 barn og kom bólan út á 229. Af þessu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.