Dagur - 07.06.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 07.06.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kernur ut á hverjum ftmtudeei. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagf fyrir 1. júlí. Innheimfuna annast ritatjórf blaðsins. AFOREIÐSLAN er hjá Jðni I>. I>ór, Norðurgótn 3. Talsimi 112i Uppsögn, hundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1, des. VI. ár. Akureyrl, 7. júní 1923. 24. blaö. * ~r~ ~ll—■ Öllum vinum fjær og nær, sem á einn eða annan * hátt hafa sýnt hluttekningu við fráfall og jarðarför Jdns Davíðssonar frá Reýkhúsum, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Aðstandendurnir. Stjórnmálastefnur og kosningar. Yfirlif. I. ísland er eitt af yngstu þjóðlönd- um jarðarinnar. Pó verður saga is- lenzku þjóðarinnar rituð í þrem köfl- um, er greina frá biómaskeiði hennar, hnignunarsögu og viðreisnarh'mabili. Til þess að geta skilið þær steínur, sem nú eru uppi í þjóölífinu, er nauðsynlegt, að Hta yfir sögu þjóðar- innar og veita athygli stærstu drátt- um í stjórnmálaviöleitni hennar. Verður það gert hér, án þess að eytt verði ti! þess mjög þreytandi margmælgi. Forfeður þjóðarinnar, sem veður- vitalausir, leiðarsteinslausir sigldu opnum skipum yfir úthafið, út til íslands og til Amerlku áttu drauma sína undir bliki kvöldsólarinnar. Af- rek þeirra í siglingum ereins dæmi I sögu jarðarinnar og mætti geta þess til, að ekkihafi leikur einn og æfintýraþrá knúð til slikra svaðilfara. Þeir áttu kjörgrip í lífi sfnu, sem þeir vildu bjarga, sem þeim var meira virði en óöul og eignir, lff og Iimir; Sá kjörgripur var borgara- legt frelsi það, er þeir nutu í Nor- egi fyrir einveidið. Sagnir farmann- anna greindu frá landinu ónumda undir bliki kvöldsólarinnar, þar sem ekkert væri til, sem hefti frelsi þeirra, er vildu leita þar til lands, þar sem ströndin biði ósnert og baðmur landsins órofinn af ágengni manna og dýra; þar sem biðu ný óöul þeirra, er djörfung hefðu, til þess að ieita eftir þeim Ást á frelsinu var ieiðarsteinn þessara gömlu farmanna, sem áttu þá víkingslund. er ekki glúpnaði fyrir dauðanum, en sem gátu ekki horft fram á neitt paö, er þröngvaöi kosti andans, stórrar skapgerðar þeirra og rausnar. í nafni frelsisins, i trausti þess og tilbeiðslu var ís- land bygt. A!t stjómarskipulag land- námsmanna, sem bygðu hér upp óðul sín og létu ættbáika sína grein- ast um sveitir landsins, var mótað af þessari þrá. Landnámsmennirnir, sem höfðu verið gildir bændur hetma i Noregi, fengu þeirri þrá sinni fullnægt, að koma sér fyrir í nýju landi á svip- aðan hátt og verið haföi f fööur- landi þeirra. Ptir urðu frjálsir og óheftir af æðra valdi en eigin vilja. Peir urðu landsdrotnar yíir stærri eða minni svæðum í Iandinu og fengu mannaforráð. Upp af þessum atvikum landnámsins reis goðavaldið í Iandinu, glæsilegt og stórbrotiö hið ytra, en sem bar í sér sitt eigið dauðamein. Frelsisþrá mahnanna, sem lögðu alt í sölurnar fyrir hana, var fullnægt. Petta dæmi forfeðranna hefir Islend- ingum þótt vera svo aðdáunarvert, að enn í dag heyrast lofræður um mennina, sem létu ekki kúgast af Iiaraldi hárfagra, heldur björguðu frelsishugsjóninni og stofnsettu hið forna, frjálsa gullaldarlýðveldi á ís- Iandi. Loíræður þes9ar eru réttmætar að því leyti, sem þær ná til hugdirfðar forfeðra okkar, hetjulundar, dreng- skapar og annara góðra skapþátta. Að öðru leyti eru þær bygðar á íhugunarlítilli hrifningu. Yfir það er venjulega dregin fjöður, að forfeður okkar voru mestu barrar i þjóð- féiagsmálum, eigingjarnir ribbaldar og að þeim mishepnaðist gersamlega verkefniðrað stofnsetja tíki frelsisins á íslandi. Verður í næsta kafla sýnt fram á orsakirnar til þessa; II. Lýðveldisskipulagið svo kallaða, sem Islendingar stofnsettu á land- námstíð, var meingallað, enda þótt margt í því væri vel hugsað og viturlega ákveðið. Meingallar þessir voru runnir af sömu rót og land- námiö sjálft: Skorti á skipulagshæfni og á drotnunargirni þeirra, er stóðu fyrir landnáminu. Einkenni þessa vanþroska komu fram á tvennan hátt. Þessir frelsisdýrkendur, sem svo mjög hala verið dáðir fyrir stór a(- rek til bjargar frelsinu í heiminum, voru sjálfir þrœlaeigendur. Um leið og þeir hlóðu varnir um sitt eigið frjálsræði, brutu þeir á móti frelsis- hugsjóninni svo freklega, sem verða má. Mun það lengst verða í heim- inum, að skamma stund veröur þess notið og ekki harmkvælalaust, sem gert er að sérréttindum vissra manna, en öðrum neitað um. Hjá því gat ekki farið, að rangsleitnin kæmi niður sem hefndáþeim stórgölluðu mönnum, sem hugðust að byggja ríki fyrir sjáifa sig og hafa blóðug þrælabök og sundurkramdar manns- sálir að hyrningarsteinum. Á sama hátt og eigingirni þessara manna hamlaði því, að frelsið næði tii róta þjóöfélagsins, stóö hún og í vegi fyrir þvl, aö þeir brytu odd af oflæti sínu og beygðu sig fyrir sameiginlegri valdstjórn í landinu. Stjórnarfariö varð því að mestu sundurlaust og sundurlynt höfðingja- vald. Dómsvaldinu var fyrirkomið á frumlegan hátt með þrem dóm- stigum, héraðs-, fjórðungs1 og fimtar dómi, en málin voru flutt með hnúf- um og hnefurn ogekkert sameigin- legt framkvæmdavald, til þess að fullnægja dómum, heldur bar sakar- aðila að gera það sjálfum, ef hann fengi því fram komið fyrir oftíki þess, er dæmdur var. Þannig var stjórnarfarið vanburða tilraunir til þjóðfélagsmyndunar. Það voru mishepnaðar tilraunir, að hefja sig frá hnefarétti til siðmennilegra skifta, frá stjórnleysi og einræði til sameiginlegs þjóðmálaskipulags og valdstjórnar. Á yfirborðinu var nauö- syn þjóðskipulagsins viðurkend; undir niðri var henni ekki hlýtt og í framkvæmdinni réði að mestu stjórnleysi. SHk var frelsishugsjón forfeðra okkar, að hún var kjöltu- barn stjórnleysis á aðra hönd, en á hina hnefaréttarins og agalegrar rangsleitni gegn lftilmagnanum og frelsisráni. Var þvi eigi að furöa þó ríki þetta félii i mola með þeim hætti sem orðið en og lýst veröur í fáum orðum í næsta kafla. Gagnfrœðaprófi íuku að þessu sinni 42 nemendur. Hæsta einkunn var 862/3 stig, sem er há I. einkunn. Hlaut hana Stefán Thorarensen frá Lönguhiið i Hörgárdal. I. einkunn hlutu 20 nemcndur. Að tiltölu hlutu Eyfirðingar og Þingeyingar hæstu einkunnir, Undir inntökupróf gengu 17 og stóðust 14. Alls voru prófaðir ( skólanum á þessu vori 133 nem. Skólanum var sagt upp 30. maf en gagnfræðingum voru afhent prófskfr- teini og þeir kvaddir þann 28. vegna skipáférða. Við það tækifæri flutti skólameistari ræðu um mentaskóla á Norðurlandi. H ræðslan við berklasjúka e f t i r Stgr. jVlatthíasson. 1. Þegar pestin (svarti dauði) var á ferðinni í gamla daga þótti ekkert óbrigðuit ráð nema helzt fiótti í tæka tfð, og koma ekki aftur fyr enn farsóttin væri liðin hjá. Helzt var að fara þangað, sem pestin var um garð gengin nokkru áður. Læknarnir sjálfir flýðu. Þegar pest- in kbm til Hafnar 1621 og 1654 þá flýði Ole Worm og aðrir háskóla- kennarar út í sveit, en skrifuðu Aður bækling, sem útbýtt var gefins, en f honum var nákvæmlega sagt hvernig menn ættu að haga sér úr því pestin væri komin. Það er énginn efi á, að óttinn getur stundum bjálpað til að koma f veg fyrir útbreiðslu næmra sótta. Svo var t. d. 1918, þegar inflúenzkan gekk f Keykjavfk. Vafalaust áttum við mikið að þakka ótta fólksins, að sóttvarnir hepnuðust á Norður- og Austurlandi. Menn urðu sumir svo hræddir, að þeir trúðu ekki einu sinni okkur læknum um, hvað óhætt væri og óhætt ekki. Þessvegna voru pokar geymdir með kartöfium og ýmsu skrani f hálfan mánuð úti á Oddeyri og vakað yfir dag og nótt. Kartöflurnar frusu og urðu óætar. Og þessvegna þorðu sumir karlarnir ekki að snerta skipskaðlana, sem hent var f land þegar skip úr Reykjavfk ætlaði að leggjast við bíyggju- - Gott að menn séu hræddir, ef hægt er fyrir það að forðast pest. En of mikið má af öllu gera — og eg sá eftir kartöflunum og rorkendi körlun- nm, sem trúðu því að skipskaðlarnir hefðu inflúenzu. Pað er áreidanlega bezt, að allar sáUvarnlt séu framkvœmdar af skyn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.