Dagur - 13.06.1923, Side 1

Dagur - 13.06.1923, Side 1
DAGUR kemur út á hverjmu iiintndeg]. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagf fyrlf 1. júíi. ianheimtuna annast ritstjóri blaösins, AFOREIÐSLAN er hjíf.Jfónl f>. Þór, Noröurgðtu 3. Talsímt U2i Uppsögn, Itutidín við áramöt sé bomír tii afgreiðslumanns fyrlr 1, des, VI. ár. Akureyrl, 13. júní 1923. 25. blað. f Jón Davíðsson. Pess heíir áður verið getið í blöð- um, að ðldungurinn Jón Davíðsson andaðist að heimili sínu, Reykhús- um í Eyjalirði, 8. maí þ. á. Hann var orðinn háaldraður mað- ur, læddur 7. jan. 1837 í Kristnesi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Davíð Jónsson, og Sigríður Davíðsdóttir. Voru þau hjón búandi í Kristnesi, er sveinninn fæddist. Var Davíð einn al bræörum séra Magnúsar i Laufási, föður Jóns fyrv. forsætisráö- herra, og Sigurðar læknis á Vífils- stöðum. Árið 1840, 3ja ára gamall, fluttist Jón Davíðsson með foreldr- um sinum að Litla Hamri; bjuggu þau þar lengi og þar ólst Jón upp og vann hjá foreldrum sínum fram á fullorðins ár. Árið 1870 gekk hann að eiga heitmey sína, Rósu Pálsdóttur frá Tjörnum í Eyjafirði. Var hún dóttir merkisbóndans Páls Steinssonar og systir Pálma sál. Pálssonar skólakennara í Reykjavík. Sama ár tóku uýgiftu hjónin við búi á Litla-Hamri og bjuggu þar til 1879, er þaú fluttu að eignar- jörð sinni Kroppi í sömu sveit. Árið 1885 misti Jón konu sina; hafði hjónaband þeirra verið hið ástúölegasta, og tregaði hann hana mjög. Eftir að Jón varð ekkifl, hélt hann áfram búskap á Kroppi, þar til 1889, að hann fluttist að Hvassa- felli, giftist þá í annað sinn og gekk að eiga frændkonu sína Sigrfði Tóm- asdóttur, ekkju eftir merkisbóndann Benidikt Jóhannesson i Hvassafelli. Voru þau Jón og Sigríður bræðra- börn. I Hvassafelii bjó Jón til árs- ins 1900. Sigríöi, konu sfna, misti hann árið 1899, varð þá ekkill í annað sinn. Vorið 1900 fluttist hann að Reykhúsum, keypti þá jörð nokkru síðar og bjó þar til ársins 1903, að hann seldi jörð og bú Haltgrími Kristinssyni, tengdasyni sínum. Hef- ir hann síðan dvalið þar í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar að undanskildu einu ári, er hann dvaldi í Reykjavík, eftir að þau fluttu þangaö. Með fyrri konu sinni eignaðist Jón 6 börn. Tvö þeirra, PáU og Sigríður, dóu í æsku. Dóttur misti hann 19 ára gamla, Sigriði að nafni, mestu efnisstúiku. Pessi 3 börn Jóns eru á lífi: María, ekkja Hallgríms Kristinssonar forstjóra; Davið hrepp- stjóri á Kroppi; Páll bóndi í Ein- arsnesi. Með seinni konu sinni varð Jóni ekki barna auðiö. í æsku naut Jón ekki skólament- unar íremur en þá tfðkaðist, en námíús var hann þó snemma og gáfaður í bezta lagi. Faðir hans var gáfumaður og fróður um margt og færði sonurinn sér rækiléga í nyt fróðleik hans í samræðum. Jón not- aði og af alúð þann bókakost, er völ var á; var hann einn þeirra fáu manna, er kunna að lesa bækur sér til varanlegrar uppbyggingar og menningar. Allur flausturslestur og yfirborösþekking var fjarri eðlisfari hans. Hann var djúphyggjumaður, sem braut hvert viðfangsefni til mergjar. Hann var gæddur frábærri dómgreind og var auk þess stál- minnugur. Fræðimaður var hann á marga lund, en einkum Iagði hann mikla rækt við íslenzkar bókmentir, að fornu og nýju og sögu þjóöar- innar. Kunni hann utan bókar ógrynni afgömlum og nýjum Ijóðum og hafði þau á hraðbergi hvenær sem á þurfti að halda. Dálítið fékst Jón við ritstörf um æfina, skrifaöi blaðagreinar, en mun sjaldan eða aldrei hafa látið nafns sins getið opinberlega við þau störf; var hann frá því bitinn að ota sér fram til mannvirðinga. Var því við- brugðið hjá blaðamönnum hve vand- lega hann gengi frá handritum sín- um bæðl að efni og formi. í blaða- grein, er hann skrifaði laust fyrir þjóðhátíðina 1874, nefnir hann Þing- velli „hjarta landsins." Mun hann fyrstur hafa gefið staðnum það nafn Kvaðst Jón hafa orðið glaður eins og barn, þegar tvö af þjóðskáldun- um hefðu komið með þessa sömu hugmynd í þjóðhátíöarkvæðum sín- um. Jón var fulltrúi Eyfirðinga á Þing- völlúm þjóðhátíðaráriö 1874. Mintist h'ann þeirrar farar æ síðan með ánægju. Var hann þá í broddi lífs- ins. 45 árum síðar, árið 1919, kom hann enn á þingvöll og sat fund þann, er samvinnumenn efndu þá til. Var hann þá kominn á níræðisaldur, en lék þó á alis oddi og fiutti að fundarlokum fjöruga og skemtilega ræðu, er var birt i „Tímanum" nokkru sföar. Ýmsum störfum gegndi hann í þágu sveitafélags síns um æfina. Ekki tók hann mikinn opinberan þátt í landsmálum, en vissi þó glögg deili á þeim og tók jafnan skýra afstöðu til þeirra og var aldrei um að villast hvar hann stóð i fylkingu. Hann var eindreginn fyigismaöur Jóns Sigurðssonar, en varð sfðar í andstöðu við stjórnmálastefnu Bene- dikts Sveinssonar. Hannvarog einn þeirra fáu Eyfirðinga, er hölluðust á sveif með „Valtýzkunni" fyrir og um síðustu aldamót og var jafnan síðan í andstöðu við Heimastjórnar- flokkinn, en fylgdi sjálfstæðismönn- um aö málum og á síðustu tímum Framsóknarflokknum. Oft tók hann til máls á mannfundum og voru ræður hans svo fjörugar og hnitnar, að þeir, er við voru, komust í gott skap. Framan af æfinni mun Jón sál. hafa verið nokkuð hneigður til þunglyndis, fékk líka að kenna á beiskju sorgarinnar eins og áður er að vikið, en með aldri og lífs- reynslu tamdi hann sér léttlyndi og bjartsýni og fóru þessi skapeinkenni því meira í vöxt, sem aldur færðist yfir hann. Hann var síkátur, fjör- ugur og ræðinn og fyndinn með afbrigðum. Mun það skröklaust, að flestum hinna yngri manna, sem nokkurt skyn bera á andleg verð- mæti, hafi þótt unun að sitja á tali við þenna reynda og hjartahreina mannvitsþul. Hann átti marga vini og kunningja og heimsótti þá við og við í ellinni, enda var hann ætíð kærkominn gestur þeirra, og færðist jafnan gleðibragur yfir fólkið, þeg- ar Jón gamli í Reykhúsum kom í heimsókn. Jón sál var einlægur trúmaður, en þó mjög frjálslyndur og enginn kreddukarl. Hann kvaðst sjálfur vilja tileinka sér kjarna trúarbragðanna, en láta umbúðirnar liggja milli hluta. Traust hans á föðurlega hand- leiðslu guös var takmarkalaust og það var Ijonum fyrir öllu. Fagnandi tók hann hverjum nýjum sannleika, hvar sera hann birtist honum. Jón var rnaður heilsuhraustur um æfina og bar aldurinn vel. Á sfðasta vetri var þó sýnilegt að ellin var að vinna bug á honum. Hann kvaðst sjálfur vera orðinn að barni í annað sinn og dáðist að því meö barns- Iegri gleði hvað allir væru sér góðir. Fótavist hafði hann til hins síðasta; var jafnvel úti við seinasta daginn, sem hann lifði. Dauða sínum tók hann með fögnuði. „Nú ætlar al- góður guð að leysa af mér þessa líkamsfjötra." Það voru sfðustu orð hans f þessu lífi. I. E. Menn og málleysingjar eftir Har. Björnsson. —— Niðurl. Slátrunar■ j Félagið hefit fengið því aðferðir. { til leiðar komiS, að öll opinber siáturhús notuðu nær eingöngu skot við deyðingu húsdýra og hefir það útvegað mjög ódýr skotáhöld, selt þau sér. í skaða og útbýtt miklu af þeim ókeypis. Einnig hefir fél. innleitt sérstakt. áhald til slátrunar alifuglum og hefir það látið siátra með því ókeypis víða, um Danmörku. Til að gefa hugmynd um, hvað áhald þetta er mikið notað, vil eg nefna, að í einum litlum bæ, var árið 1921 slátrað 4627 alifuglum með þessu nýja tæki, sem er œjög hentugt og þægilegt og ólfkt er slfkt betri dauðdagi fyrir fuglana, en hið hrottalega axarhögg, sem við eigum að venjast. Margt fieira gæti eg nefnt, sem þetta stórmerka félag vinnur f þarfir dýraverndunarinnar. Sfðast en ekki sfzt vil eg nefna þau miklu áhrif, sem fél. hefir á skólabörnin víðsvegar um rfkið. t sámvinnu við kennarana er reynt að hafa áhrif á hugsunarhátt hinna ungu, vekja þá til umhugsunar og glæða hjá þeim áhuga fyrir mál- efninu og hefir það sýnt sig þar, sem víðar, að það >ungur nemur gamall temur«, því víða að hefir félaginu orðið stórkostlegur stuðningur að þess- um ungu sveinum og meyjum, sem f barnaskólanum hafa lært að skilja þýð- ingu þessð máls og sem svo á full- orðinsárunum hafa stutt máiefnið með ráðum og dáð. Alt þetta, sem þegar hefir verið nefnt, sýnir okkur hér heima, hvað mikið við eigum ógert f þesau máli og að hvaða marki ber að stefna. Ferðamanna- hesthús í kaupstöðum. í kauptúnum lsiands hefir hingað tilvantað tilfinnanlega hús fyrir ferðamanna hesta. Vfð- ast eru hinar svonefndu hestaréttir þaklausar og forugar. Þar hafa hestarnir orðið að standa hvernig sem viðraði, með- an eigandii þeirra lauk erindum sfnum f kaupstaðnum. Voru það oft langir dag- ar fyrir hestana, svanga og kalda oft og tíðum. En á öðru var ekki völ fyrir allan þorra manna. Þvf þótt einstaka maður gœti fengið húsaskjól fyrir heotinn sinn f kaupstaðnum, þá urðu þeir tiltölulega fáir, sem áttu þvf láni eð fagna. Sérstaklega man eg eftir hrossamergðinni f kauptfðunum vor og hauat, sem hvergi höfðu skýli. Þegar vel viðraði kom þetta ekki avo

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.