Dagur - 05.07.1923, Síða 3

Dagur - 05.07.1923, Síða 3
29. tbl. DAOUR 107 5amgöngur. Strandferöirnar. ii Trauðla munu veröa metnar að íullu menningarbætur þær, semleiða~ af bættu skipulagi í strandferðunum. Annarsvegar er menningarauki þeirra, sem áður hafa búið við húsdýra- eða vörusekkjaaðbúð, en verða hér eftir látnir búa í mannahíbýlum á ferðalögum. Siðferðislegur ábati og aukin mannslund er önnur hlið þessa ávinnings, hin er heilbrigðisleg, því í lestunum, þar sem veikt fólk hefir velzt innanum vöruhrazl í spíu sinni og í megnu ólofti hefir gefist jöfn- um ^höndum andleg og likamieg óhollusta. En menningaráhrifin ná lengra en til þessara manna. Pau ná einnig til oflátunganna, sem áður gátu naumast hugsaö sér vandaðan far- kost til handa fátæklingum þjóðar- innar. Peir, sein áöur voru óánægðir ineð það, hvernig ura skipaðist byggingarlag og tilhöguu á ferðum Esjunnar, láta sér það nú lynda hvorttveggja og láta jafnvel í ijós ánægju sína. Pegar tekst að sigrast á aldagam- alli ómenningu, geta þeir sigrar snögglega brcytt hugsunarhætti ger- vallrar þjóðarinnar um vissa hluti. Pegar Eimskipafélag tslands var stofnað, var sigur unninn á þeirri vesældarhugsun íslendinga, að þeir væru ekki færir um að eiga skip. Pegar allir íslendingar verða látnir ferðast í hreinlegum farklefum, vex hreinlæti og mannslund allrar aiþýðu en mannúð og samúð þeirra, sem ekki eru taidir tii aiþýðunnar. Enn verður ekki um þaö dæmt, hversu þessi tilhögun kann að gef- ast fjárhagslega. Margar hrakspár hafa veriö á lofti hafðar um fjár- hagslegt tjón af Esjunni. En fjár- hagshliðarnar á þesskonar máium verða trauðla réttilega metnar. Óbeini hagurinn, sem leiðir af samgöngu- . bótum, getur aldrei orðið metinn til fulls. En Iand, sem á auðug fiski- mið og tilfærilegar veiöistöðvar, stað- festir smátt og smátt með reynsl- unni, að útlögðu fé til slíkra um- bóta verður aftur skilað margfald- lega í auknum þjóðarauð. Pess er fastlega að vænta að fram verði stefnt eins og nú horfir í þessu máli og að frekari umbætur komi þegar efni ogástæður þjóðar- innar leyfa. Millilandaferöir. Með stofnun Eimskipafélags fs- lands var hafið það merkilega þjóð- reisnarstarf, að leysa þjóðina úr þeirri samgönguánauð, sem hún hafði búið við, síðan f fornöld, að íslendingar hættu aðeiga sjálfir skip ! förum Vegna vanmáttar og vesældóms bjuggu landsmenn við ánauð i sam- göngum lengur en f öðrum efnum. íslenzkur þjóðarhugur þurfti að vaxa svo mikið, til þess að ná út á sigl- Hjúkrun sjúkra, MT hjúkrunarfræði og lækningabók, 'Bl eftir 3TE1NGRÍM JVIATTHÍASSOJÍ héraöslækni er bók, sem öll heimili þurfa að eignast. Gerist áskrifendur fyrir 15. júlf . n. k. áður en verðið hækkar. Prenismiðja Björns Jónssonar. ingarieiðirnar og rúma þar hugtak um eimskip með íslenzkri áhöfn og i íslenzkri eigu. Danir önnuðust um flutniugaþarfir landsmanua og sáu þeira fyrir farkosti eftir eigin geð- þótta. Aöbúð sú, er Danir veittu jjorra fólks f ferðum þessum, var með þeim hætti, er lýst hefir verið áður hér í blaðinu. Sú aðbúð hefir nuddað inn í íslenzkan hug ótrúlega miklu vonleysi um sjálfan sig, þræls- legri litiiþægni og undirlægjuhætti, svo að mjög var auðvelt fyrir þá Dani, er svo voru skaþi farnir, að hrekja Islendinga á þessum feröa- lögum og sýna þeim lítisvirðingu. En íslenzkur hugur óx, svo að hann náði út á siglingarleiðirnar og hann er vaxinn svo, að för hans verður ekki stöðvuð að fjarlægasta takmarki i siglingamálum þjóðarinnar, en það er, að íslenzk skip og ís- Ienzkir farmenn fullnægi gervallri siglingaþörf Jsjóðarinnar og sæki jafnvel víðar um höfin. Um millilandasiglingarnar er óþarft að fjölyrða að þessu sinni. Að vísu skortir mjög á, að við eigum enn nægilegan skipakost, en sá skriður er kominn á siglingamál okkar, að fram mun þokast hægt en rétt, svo að við verðum, þegar stundir lfða, ein mesta siglingaþjóð heimsins tiltölulega við fólksfjölda. Verður nú næst rætt um sam- gðngur á Iandi. Símskeyti. Rvík 2. júlí. Skiþstjórar f skipum, sem flytja áfengi í höfn í Bandaríkjunum eru fangelsaðir og skipin fastsett eftir aö kemur fram í Ágúst. Etnugosið hefir aukist aftur. Ofviðri hefir geysað í Ameríku og drepið fjölda manna og feykt húsum. Radek skorar á Þjóðverja í blað- inu «Rote Fahne," að gera banda- lag við Rússa gegn bandamönnum. Bretar auka loftherinn upp í 1000 flugur. Frakkar sárgramir og tala um aö fimmfalda fjárframlög til loftflotans. Bretar tala um að hindra hrun Pýskalands einir, ef Frakkar vilja ekki taka þátt í sameiginlegum at- höfnum. Stjórnin í Belgíu situr við völd áfram. Borgarstjórnin í Berlín hefir felt fjárhagsáætlun borgarinnar og er búist við að rikisstjórnin gefi út fjárhagsáætlun að bórgarstjórninni nauðugri. Verkalýðsfélögin fóru skemtiför í gær. Amerískt skemtiferðaskip kom í gær fer á morgun. Fréttaritari Dags. F r e 11 i r. Aasberg skipstjóri. ísiand kom á sunnudagsmorguninn og fór aftur um kvöldið, Aasbcrg skipstjóri fer nú sfna slðustu för, þvf að lög Sameinaða Gufuskipafélagsins heimila honum ekki skipstjórn lengur vegna aldurs. Aasberg hefir siglt í Íslandsíörum meira en aldarfjórðung. Hann hefir verið far- sæil skipherra og ákaflega vinsæll fyrir dugnað og Ijófmensku. Nú hafa honum verið haldin samsæti á ísafirði, Siglufirði og Akureyri í virðingar og kveðjuskyni. Tíðarfarið. Um mörg ár eða sfðan 1916 hefir ekki komið slfk grassprettu- tfð yfir þetta land eins og nó geíst. daglega. Skiftast á hlýindarigningar og hitar. Eru beztu horfur á um gras- spretlu og ér sláttur f þann veginn að hefjast hér norðan lands. Landsmálafundur. Umræðufundur um landsmál verður haldinn hér f kvöld f Samkomuhúsi bæjarins. Fjöldi aðkomumanna er f bænum vegna tveggja Btórra funda, er háðir eru hér um þesstfr mundir. Þessvegna var tallð einkar hentugt að halda landsmálafund, svo að bæjatbóum gæfist kostur á, að heyra máiin rædd frá ýmsum hliðum og að heyra þá menn tala um lands- mál, sem mjög eru umtalaðir f landinu. Vegna þessa hefir verið talin ástæða til þess að bjóða sérstaklega á fund- inn þeim Héðni Valdemarssyni og Jónasi Jónssyni ftá Hrifiu. Og til mót- vægis þótti sjálfsagt að bjóða Birni Lfndal, sem lætur sig miklu skifta um stjórnmál. Væri gott ef kjósendur yrðu samtaka um það, að láta fundinn fara sk'pulega fram, svo að hann gæti orðið til gagns og fróðleiks. t A víðavangi. Vöndurinn. í vorkauptfðinni byrja bændur að leggja ársfr&mleiðaluna inn í verzlanirnar. Byrjar þá hráskinns- leikurinn milli sumra bænda og kaup- manna. Það er til fámennur hópur af bændum, sem hafa tekið upp þá verzl- unaraðferð, að vera aitaf að >makka< vlð þá kaupmenn, sem langar mest til að Btanda jafnfætis sámvinnufélög- unum. Þessir bændur nota kaupfélög- in fyrir vönd á kaupmennina og segja sem svo: >Þú getur fengið ullina mlná.t eða, >eg skal selja þér dilkana, en eg vil fá hsesta verð, sem borgað Fjármark mitt er: Sneitt fr. bragð aft. h. stýft v. Fagraneskoti, S.-Þing. Elísabet Jónsdóttir. er á staðnum « Og kaupmennirnir segja: >Eg gef fyrir jafnt og kaup- félagið.* Þrátt fyrir allan róginn um kaupfélögin, verða kaupmennirnir fegnir að bregða þeim íyrir sig, þegar þeir þurfa að stöðva kröfur bændanna. Hvorirtveggja vitfj, að ekki er hægt að heimta meira, né bjóða betur. Liggur f því drjúg viðurkenning á yfirburðum og sanngirnisaðferð kaup- félaganna. S. I. ár héldu ýmsir bænd- ur, að hægt væri að hafa meira upp úr því að selja kaupm. uil sfna' Reynsl- ari varð sú, að fyrir ull þá er Sam- handið seidi, íengust 100 þús. kr. meirs, en ef hún hefði selst þvf verði, scm kaupmenn gáfu alment fyrir uil- ina. Einn og einn af bændum hafa nú samt fengið kaupfélagaverðið samkv. áður sögðu. Þeir bændur eru spor- göngumenn gömlu broddbændanna, sem áttu ávalt vfs beztu verzlunarkjör. í stað þess að þá réði viðskiftamagn og aðrir yfirburðir, rœður nú ðtrygö þessara bœnda við þann feiagsskap, sem þeir þó nióía góðs af á áðurnefnd- an hátt. Nafnþektastir bænda af þvf tægi hér norðan lands eru ( Eyja- fjarðarsýslu Einar á Stokkahlöðum, en f Þingeyjarsýslu Snorri á Fellsseli. Vel varið fé? Þegar á sfðasta Al- þingi var rætt um sparnaðarfrumvörp stjórnarinnar, Iét Bjarni frá Vogi svo um mælt, að stjórnin væri ekki skipuð til að spara, heldur tii þess að verja fé þjóðarinnar viturlega. Um það var verið að deila á hvern hátt væri vitur- legt að verja fé eða draga úr fjáreyðslu. Er ilt að heyra slíkan mann vilja ger- ast dómara um þá hluti, sem yerst hefir verið eyðslukló þingsins um mörg ár og komið nærri rfkissjóðnum til mestrar óþurftar fslenzkum fjárhag. Oft hefir fé þvf, er honum hefir verið greitt, verið óviturlega varið, eins og fyrir yfirklórið í íslandsbanka og Fsust þýðinguna. í ársriti Fræðafélags- ins hefir Jón Helgason norrænumeistari ritað ítarlega grein um Faust-þýðing- una og lætur mikið yfir, hversu Bjarna hafi ilia tekist. Lætur hann að lokum svo um mælt: að >Dalamenn hafi fengið sinn Faust, en íslendingar bfði enn eftir sínum.« Eiginlega ættu Dala- menn að gjalda sérstakan skatt vegna Bjarna, að minsta kosli tffalda ómagaframfærslu á meðan hann heldur áfram að krækja fingri f ríkissjóðinn eftir kaupi sfnu við að spilla erlendum listaverkum og tileinkar þau Dala- mönnum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.