Dagur - 12.07.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 12.07.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemm út á hverjum fimtudeBi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrir 1. júlí. funheinituna annast Árnt Júhannsson i Kaupfél. Eyf, VI. ár. Akureyri, 12. júlí 1923. AFGREIÐSLAN er hjá Jónl l>. Uór, Norðurgótu 3. Talsimi 112, Uppsögu, hundin við áramót sé komin til afgrelðslumanns fyrlr 1. des. 30. blað. Samband Isl. Samvinnufélaga. I. Aðalfundur Sambands Islenzkra Samvinnufélaga var háður liér á Akureyri dagana 3 —6 þ. m. Fundar- stjóri var kosinn Sig. S. Bjarklind, varafundatsljóri Jón Jónsson í Stóra- dal en skrifarar lngólfur Bjarnarson aljjm. og Sig. Jónsson á Arnarvalni. í fundarbyrjun mintist formaður Sambandsins, Ólafur Btiera, hins látna forstjóra og vottuöu fundar- menn minningu hans, söknuð sinn og lotningu með þvt að standa upp. Síðan las Sig. S. Bjarklind upp kvœði það er Hulda skáldkona haföi ort um Hallgr. Kristinsson og birt var í síðasta blaöi. Síðan var gengið til dagsktár og eflirrannsóknkjörbréfahófust skýrslu- gerðir forsíjóra Jóns Árnasonar, er settur var forstj. s. 1. vetur og fram- kvæmdastjóra útflutnings- og inn- flutningdeilda. Verður í næsta kafla þessarar greinar vikið nokkuö aö skýrslu forstjórans. En hér veröur drepið á helzlu málin sem lágu fyrir fundinum. Samvinnuskðlinn. Skólastjóri flutti mjög ítarlega og röksamlega ræðu um nauðsyn satyvinnu og félags- legrar mentunar í landinu. Gaf skýrslu um starfsemi skólans á síð- astliðnu ári og skýrði frá því, að ráðstafanir væru gerðar, sem gerðu fátækum piltum fært að sækja skól- ann, með því að dvölin yrði þeim gerð mun ódýrari en áður. Gærurotun. Fyrir tveimur árum sendi Sambandió mann að nafni Porst. Davíðsson, ætíaöan úr Fnjóska- dal vestur yfir haÁ til þess að læra skinnaverkun. Hann hefir nú Iofeið námi og er áformað, að hann komi heim í haust og byrji á skinnaverk- un hér á Akureyri í slátrunarhúsi Kf. Eyf. Útflutningur á kœldu keti. Stjórnin skýrði frá tilraunum, sem gerðar voru síðastl. haust, að flytja kælt ket til Bretlands. Vegna illrar aðstöðu um skipakost til slíkra flutninga, tókst tilraunin ekki sem bezt. Pó gefur reynslan ástæðu, til þess að gera sér vonir um, að þetta megi takast, sé hægt að tryggja hentugan flutn- ingskost. En í ár eru þó ekki horfur á, að verulega geti kveöið aö til- raunum f þessa átt vegna þessara örðugleika. KfiUollurinn. Mikið vat rætt um kettollinn norska og samþykt áskor- un til ríkisstjórnarinnar um, að vinna kappsamlega að þvi, að fá hann lækkaðan eða afnuminn og leita þeirra ráða er til þurftu um samn- inga, án þess að þjóðin Iiði skaða að öðru leyti. Sparnaður. Var samþykt áskorun til allradeilda Sambandsins um, að beita sér fyrir ítrustu varfærni í við- skiftum og sparnaði. Minningarsjðður Hallgr. K'istinssonar. Fundurinn samþykti aö leggja 10.000 kr. fram til slofnunar Minningarsjóðs Hallgr. Kristinssonar. Voru samþyktir frumdrættiraðskipulagskrá, en stjórn sjóðsins falið, að semja hana síðar. í stjórn sjóðsins séu sjálfkjörnir form. og íorstjóri Sambandsins og framkvæmdastjóri Kf. Eyf. Hlutdeild Kf. Eyf. í sjóðnum (nú um 2500 kr.) skal haldið sérstökum og ávaxtist sem rekstursfé þess félags. Sjóðurinn a& öðru ieyti ávaxtist í Söfnunarsjóði Islands. Tilgangur sjóðsins skal vera í aðaldráttum þessi: Að styrkja efnilega menn til utan- fara, til þess að kynna sér samvinnu- starfsemi annara þjóöa. Nýjar aðferðir eða tilraunir að aukaverð íslenzkra afurða á erlend- um markaði. Sýningar á framleiðsluvörum, hvort sem þær eru ætlaðar til útflutnings eða notkunar innan lands. Þýöingar á úrvalsritum eftir er- Ienda samvinnufrömuöi og aðra umbótamenn. Námsskeið, fyrirlestrar og umræðu- fundir um grundvallaratriöi sam- vinnufélagsskaparins og annara féi- agsmála. Tímarit, er meðal annars hafi að geyma yfirlitsreikninga og hags- skýrslur samvinnufélaga. í fundarlok var hinn nýji forstjóri Sigurður Kristinsson boðinn velkom- inn til starfsins og honum árnaö heilla. Aö loknum fundi drukku fundar- menn kaffi saman ogfóru þar fram ræöuhöld og söngur. Goðafoss kom á sunnudaginn og fór aftur á mánudaginn. Einar Stefáns- son skipberra fór ekki f þessa ferð skipsins til útianda. Hann (ór með frú sinni f skemtiför austur að Detti- foss og Ásbýrgi og um sveitir Þing- eyjarsýslu. Landsmálafundur. Fyrra fimtudagskvöld var haldinn landomálafundur í Samkomuhúsi bæjar- ins. Nokkrir kjósendur bæjarins hötðu boðað til hans og var ástæðan einkum sú, að fjöldi gesta var f bænum og þar á meðal tveir menn, sem um jjessar mundir eru mjðg afskiftsmiklir um stjórnmál, jieir Iléðinn Valdemars- son, skrifstofustjóri og Jónas Jónsson, landskjörinn þingmaður. Var talið vlst að bæjarbúa fýsti að heyra til þeBsara manna, er komu þarna fram, sem full- trúar tveggia landsmálaotefna. Þótti þá einsætt, að fram þyrfti að koœa á fundinum fulltrúi þriðju landsmálastefn- unnar. Og þar scm hr. B L. hefir verið aðalgrjótpáll kaupmanna og samkepnis- manna á fundum hér, varð hann fyrir valinu. Þremur ofangreindum mönnum var því sé/staklega boðið á fundinn. Auk þess var boðið kaupsýslumönnum bæjarins, íulltrúum Sambandsfundar fslenzkra samvinnufélaga, viðstöddum alþingismönnum og ritstjórum. Húsið fyitist brátt af fólki og urðu margir frá að hverfa. Þó fengu kjós- endur einir aðgang. Ingimar Eydal setti fundinn og stýrði honum en nefndi til varafundarstjóra Halldór Friðjónsson ritstj. Héðinn Valdemars- son tók fyrstur til máls. Hann gerði ahglögga og gagnorða grein fyrir sinni landsmálastefnu, jafnaðarsleínunni. Á- taldi hann mjög íslenzka Iöggjöf fyrir aðgerðaleysi um að bæta kjör verka- lýðsins. Var ræða hans að mestu sókn fyrir hönd einnar stéttar eins og ger- ist um ræður og rit jafnaðarmanna; sókn þeirrar landsmálastefnu. Ræða Héðins vakti fyrir þessa sök minni almenna eftirtekt, með því að ræðu- maður kom lftið inn á hiu ýmsu dag- skrármál þjóðariunar. Næstur tók til máls B. Lfndal. Hann byrjaði á þvf að láta f Ijós undrun sfna og þakkiæti fyrir þá virð- ingu, sem sér heíði verið sýnd, með J)vf að bjóða sér á þennan fund. Taldi sig koma sem gest og sem þiggjanda fremur en sem veitanda. Ekki vildi hann koma fram fyrir hönd neinnar landsmálastefnu. Taldi sig vera nánast sagt flokksleysingja. Gerði hann sfðan ailhvassar athugasemdir við ræðu Héðins Valdemarssonar, svo að jafnvel leit ófriðlega út um tíma á milli þeirra en kom þó eigi að sök. Mítti á einum stað.BkiIja ummæli L(n- dals svo, að eigi væ.ri alt með feldu f Landsveizluninni og kynni jafnvel að vera sjóðþurð þar. Gekk þá .Héð- inn snúðuglega fram að ræðustölnum og krafðist skýrra yfirlýsinga af B. L. En hann færðist eindrcgið undan og jafnaðist málið, með því að upplýstist, að orð Lfndals voru ekki meint á þann hátt, er þau voru þarna skilin. í ræðu hr. B. L. kom ckki fram neitt verulega handbært, engin veruleg vörn fyrir neina landsmálastefnu og jiví slður sókn. Þar var ekki raælt bót né heldur víttir heiidardrættir þjóð- skipulagsins né stjðrnmálastefnanna, heldur var ræðan einkum gagnrýning á dreiíðum atriðurn í ræðu H. V. Ekki kom hann heldar inn á dagskrármálin og bar við því, að hann hefði verið alllengi utanlands. Þá tók til máls Jónas Jónsson og flutti mjög ftarlega ræðu. Gerði hann fyrst grein íyrir ástæðum flokkanna f þinginu og sýndi fram á hvernig Fram- aóknatflokkurinn hlaut að verða að mestu máttvans, er koma skyldi mál- um fram, af þvf að mótflokkurinn, samkepnismennirnir í þinginu voru jafnmargir en liðið, sera taldist til hvorugs þessara flokka, var reikandi og ótrygt og þó meir f andstöðu við Framsóknarfl. Þessvegna hlaut að verða að mestu kyrstaða, enda þótt Framsóknarflokkurinn bæri fram ýms nytjamál. Þrjú mál valdi ræðumaður sfðan til all nákvæmrar umræðu. Voru mál þau áfengismálið, skólamál þau, er komu fyrir síðasta þing og fjárhagsmálin. Hann sýndi fram á tilraunir þær, er hann sjálfur gerði, til þess að koma í veg fyrir ofdrykkju f landinu og ganga milii bols og höfuðs á einu stærsta þjóðarmeininu og þjóðar- skömminni, — smyglurunum, sem lifa á lögbrotum og eru þjófar að fé rlk- isins, að kaila má, með því að svíkja af ríkinu tollinn. Aðaldrættirnir f frv. J. J. voru i þá leið, að herða mjög á sektum fyiir óleyfilega vínsölu og opinbera of- drykkju. Sektir vínsmýglaranna áttu að miðast við vínmagn það, er hjá þeim findi&t, og var öll von þess, að um sektir þær gæti munað svo, að sfður yrði gróðfsvænlegt, að smygla víni, þó borga þurfi sektir við og við, cins og nú er. Sektarákvæðin fyrir öl- æði á almannafæri áttu áð miðast við efnahag, þerrra er yrðu fyrir þeim" Er það bersýnileg umbót, því að rfk- um manni gctur verið leikur cinn að borga sektir, sem fátækum manni eru ofurefli og væri þó brot beggja jafnt. Andstæðingarnir hafa hártogað mjög þessa umbótatilraun og talið að selft- arákvæðin væri svo há, að sekum mönnum myndi ekki endast æft til þess að afplána sektirnar. Þeir geta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.