Dagur - 12.07.1923, Blaðsíða 3

Dagur - 12.07.1923, Blaðsíða 3
111 DAQUR 30. tbl. kaupa, en hefir freœur gengið treg- lega. Bændur munu alment hugsa sér, að láta S. í. S. selja hrossin. — Muna eftir hvað Garðar græddi á Borgfirsk- um og Sunnlenzkum bændum f fyrra- vetnr og muna einnig hvað Sambandið seidi þá vel hrossin. Nií eru hér nýafstaðin ieiðarþing. Héldu þingmennirnir þau á fleiri stöð- um, en áður hefir tfðkaBt. Þykir vfst eitthvað mikið við liggja á, að láta okkur vita um afrek sfn á þingi. En f raun og veru var það Magnés Guðm., sem mest hafði orðið, til að svala sér á Tímanura og J. ). og verja íslands- banka. T, d. sagði hann, er hann var spurður um tryggingar fyrir enska láninu: »Að það væri trygt með víxl- um og ef þeir ekki hiykkju þá væri gullið* — »GuIlið* (át fyrirspyrjandi eftir). »Já gullið í bankanum maður.* — Um tap fiskhringsins og íslandsbanka f sambandi við hann, íóruat honum svo orð: »Að íslenzkir fiskframleið- endur og fiskkaupmenn hefðu á sfnum tírna íengið háa verðið fyrir fiskinn og það væru útlendir auðmenn og útlendir hluthafar, sem tapið lenti á « Og sér væri ósárt um, þó þeim blæddi. Svona fjármálaspeki ber fyrverandi íjármálaráðherra M. G. á borð fyrir kjósendur sfna, treystandi því að við tökum þetta fyrir góða og gilda vöru. Því lítt mögulegt er að hugsa sér, að maðurinn viti ekki betur. — Viti ekki að þjóðin öll verður að borga og er altaf áð borga tapið og óorðið með gengismun, háum vöxtum o. fl. Að öðru leyti las hann upp úr sér fyrstu tölublöðiu af kosningabeitum þeirra félaga og var það hyggiiega gert af M. G. því þó nokkuð mörgum sé sent djásnið, er það að sögn meiri hlutinn, sem endursendir þann kosningaróg. Samgöngur. Vegakerfi landsins. Klakkaflutningur er nú að verða iátíður í sumum héröðum iandsins. Vegakerfið hefir á síðustu áratugum vaxið mjög mikið og fíestar itlfær- ustu ár landsins eru nú brúaðar. Vegir landsins skiftast í Ijóra flokka: Þjóðvegi milli héraða og landsfjórðunga, sýstuvegi eða akvegi frá hafnarstöðura landsins upp um héruðin, hreppavegi, sem eru grein- ar út úr akvegunum og fjallvegi. Sum héruö landsins eru. enn ak- vegalaus; sumstaðar eru peir nú orðnir veigamesta samgöngubótin á landi. Þvf aö smátt og smátt vaxa verkbrögð manna og myndarskapur i terðalögum pvi meir sem vegirnir vaxa. Kerrur hafa úlrýmt klakka- flutningi og smám saman útrýma bílarnir kerrunum. Mestu skiftir um tvo af þessum vegaffokkum; akvegina og þjóðveg- ina og veröur því einkum minst á þá hér. Fyrir nokkrum árum ritaði Jónas Jónsson frá Hriflu mjög merkilega grein í tímaritið Rétt um saingöng- ur. Sýndi hann íram á, hvernig unt vaeri.aö samrýma samgöngukerfið Mál, margir íitir, Fernis, Purkefni, Terpentína, Politur fæst í KAUPFÉLAOI EYFIRÐINGA. á sjó og iandi. Lagði hann þar til að tekið væri upp það fyrirkomulag á strandferðunum, sem nú er fenginn mikill vísir til og að í sambandi viö slíkar strandferöir þyrftu að koma vegir frá hafnarstöðunum inn f landið eins og æðar. Þessir akfæru vegir um héruðin eru vafalaust lang dýrmætastir allra vega landsins. Umferðin veröur mest á þeim, þvf þeir Iiggja gegnum þéttastar bygðir. Mönnum verður það æ Ijósara, að vegina þarf að gera svo trausta og breiða, að í framtíðinni geti farið fram á þeim mikil og óheft bílaumferð. Þar sem slíkir vegir eru í góðu lagi, mun smátt og smátt sækja í. þaö horf, að vissir einstaklingar eða viss félög annast um ffutninga fyrir Iandsraenn frá hafnarstöðunum upp um héruðin og að þeir flulningar fara fram á bílum. Vegakerfið er þjóðinni samskonar líffæri og æðakerfið líkamanum. Fulf þrif og vöxtur þjóðarinnar fæst ekki fyr en ait þetta kerfi sfær í sam- læmi og greinar þess ná inn í hvern dal, hverja sveit. En að þessu leyti standa sveitirnar mjög misjafnt aö vígi. Engir landshlutar standa jafnilla að vfgi um samgöngur eins og Suðurlandsundirlendið.Úthafið brotn- ar þar látiaust i flötum söndum. Því þykir einsætt, að Suöurland verði að fá þá samgöngubót, sem bæti upp hafníeysið. Er nú mikiö talað um járnbraut frá Reykjavík austur í sveitir. Verður lítillega minst á það síðar. Nú hagar svo til, að Akvegirnir Iiggja sumstaðar þannig að þeir gætu auðveldlega fallið inn í einn ósiitin veg um bygöir iandsins frá Reykjavík norður og austur um land. Slíkur akfær Iandsvegur hlýt- ur að koma áður mjög langt um lföur. Símskeyti. Rvík 9. júli. Páfinn vill fá Þjóðverja til að hætla hinni óvirku mótspyrnu gegn Frökkum. Frakkar hafa tekiö ystu hverfi Frankfurt-am-Main. Tafið er aö Rínarföndin verði lýðveldi að til- hlutun Frakka. Italskur þingforseti rnyrtur. PóIIand hefir opinberlega gengið í iitla-bandalagið. Víðtæk hafnarverkföll hafa komið upp í mörgum hafnarborgum f Englandi. Forvextir Englandsbanka eru nú 4%. Neðrideild breska þings- ins hefir samþykt fjárlagafrumvarp Baldvins með 249 atkv. gegn 145. Bretar viljafá Frakka tif að yfirgefa Ruhr. Balfour formaður verslunar- ráðanna bresku leggur tif að banda- menn rannsaki fjárliagsþol Þjóðverja, stofni aiþjóða nýiendu á báðum Ritvélabönd Og Ritvélakalkerpappír nýkomið í Kaupfél. Eyfirðinga. Afsalt - fæst í Kaupfél. Eyfirðinga. bökkum Rínar og leggi hald á toll- tekjur Þýskafands. Bretar hafa ný- fega greitt 4600 miflj. dollars í af- borgun af stríðsskuld sinni. Katólska bíaðið Libre Belgique hefir mótmælt stefnu Frakka og Belgja i Ruhrhéraðsmálinu. Krefst að Belgir haldi sér að Englending- um og segi upp bandalagi við Frakka. Dómar í Landmandsbankamálinu kveðnir upp á Laugardaginn. Prior dæmdur í 800 kr. sekt, R. Hansen 2000, Friis 500. Aðrir sýknaðir. 12 ára telpa varð undir bíl hér og dó eftir klukkutíma. 2 togarar M. Blöndals eiga að fara á síld nieð menn undir taxta Sjómanna- félagsins. Sjómanuafélagið gerir allar ráðstafanir til að þeir fari hvergi. Fréttaritari Dags. F r e 11 i r. Kveðjur. Sfðasti. sunnudag fóru margir félagsmenn í Kf. Eyf. og nánir kunningjar og vinir Sigurðar Kristins- sonar forstjóra skemtiför að Möðru- felli í Eyjafirði og buðu Sigurði með f þá ferð. Tilgangurinn var sá, að njóta með honum einnar dagsstundar úti á vlðavangi og flytja honum kveðju- orð. Menn komú saman f svonefndu Möðrufellshrauni, en þar er afbrigða- fagurt landslag og stórfenglegt. Fóru þar fram ræðuhöld og voru flutt kvæði. Sfðan drukku allir ksfti heima f Möðru- felli. Einar Árnason, Ingimar Eydal og Jónas Þorbergssor* fluttu stuttar ræður, en Sigurður Kristinsson þakkaði og flutti kveðjuræðu til viðstaddra og allra héraðsbúa. Stefén á Munkaþverá talaði um staðinn. Davíð Jónsson flutti kveðjuorð og kvæði til Hólmfrfðar Pálsdóttur, móður Sigurðar, sem þarna var viðstödd. Að lokum flutti Den. Einarsson á Hálsi kvæði til Sigurðar. Eftir góða skemtun og innilega sam- verustund snéru menn til heimferðar. Aöalfundur Samb. Jsl. Samvinnu- félaga var háður hér á Akureyri dag- ana 3—6 þ. m. Auk stjórnarnefndar- manna fjögurra, forstjóra og tveggja framkvæmdastjóra voru mættir á fund- iaum 34 fulltrúar. Þar að auki var mættur skóiastjóri Samvinnuskólans og ritstj. tfmaritsins. Verður skýrt nánar frá fundinum á öðrum stað f blaðinu. Sambandsþing norðlenzkra kvenna var háð hér f bænum 2. og 3. þ. m. Á mánudagskvöldið gengust konurnar fyrir samkomu til ágóða íyrir Heilsu- hælissjóð Norðuriands. Hulda skáld- kona las upp kafia úr óprentuðu skáld- riti eftir sig. Sigurður Jónsson skáld Arnarvatni las upp tvö kvæði og Sigutborg Kristjánsdóttir frá Múla við ísafjörð las upp kvæði eftir Guðm. Guðmundsson. Þá var sýndur leikur- inn, Óskastundin. Kaupdeilurnar í Reykjavík. Vegna fiugfregna um slagsmái og meiðingar, er höfðu átt að eiga sér stað {Reykja- vfk f gær, ieitaði blaðið sér fregna. Tveir togarar eiga að fara á sfldveiðar og hafa menn ráðist á þá utan Sjó- mannafélagsins og undir kauptaxta þess. Sjómenn vilja afstýra því, að skipin fari með þessari áhöfn, nema kauptaxti þeirra sé haldinn. Iialda þeir dag og nótt vörð við skipin. í gær átti að taka vátn á katla skip- anna, og var lögreglan viðstödd. Skáru sjómenn þá á vatnsslöngurnar og varð vetkið eigi frsmkvæmt. Út af þessu urðu deilur nokkrar og stympingar, og barsmíð vegna þess, að óviðkomandi maður, bakari nokk- ur, barði einn sjómann höfuðhögg með öxi. Stóð þref þetta f nokkra stund og meiddust tveir menn lftiliega. Vatnsbát hafnarinnar lögðu sjómenn út á höfn. — Ait er enn við það sama og liggja skipin óhreyfð. Gesfir. Vegna tveggja funda, sem háðir hafa verið hér f bænum undan- farið, hefir verið afskaplcga gestkvæmt í bænum og éru engia tök á að telja þ& gesti upp hér, þvf þeir skifla mörgum tugum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.