Dagur - 26.07.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 26.07.1923, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum Hmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagl fyrtr 1, júlí. Innheimtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Kyf, Akureyrl, 26. júlí 1923. AFOREIÐSLAN et hjá Jdnl I>. Þór, Norðurgötu 3. Talsiml 112( Uppsögn, hundin við áraraðf sé komin til afgreiðslumanns fyrlr I. des. Samband Isl. Samvinnufélaga. iii. Ein ai starfsaðferöum, þeirra róg- bera, sem fyrir hvern mun vilja koma Sambandinu á kné, er sú, aö telja bændum trú um, hversu þaö sé dýr stofnun, aö það sé óþarfur milliíiður o. s. frv. Nú annast Sambandið verzlun um 8000 bænda eöa fyrir alt að helm- ing þjóðarinnar, þegar 5 eru taldir í fjölskyldu. Að vfsu munu ekki þessir rnenn undantekningarlaust sækja alla verslun sína til kaupfé- laga, en mestur hluti þeirra mun sækja hana þangað því nær alla og hinir mestan hluta. Stórsöluna í allri þessari miklu verzlun annast 3 skrifstofur Sam- bandsins í Rvík, í Khöfn og í Leith. Á öllum þessum skrifslofum vinna aðeins 15 menn. í Reykjavík eru margir stórsalar. M4 þar til nefna: Náthan & Olsen, Johnson & Kaaber, Garðar Gíslason, Hallgr. Benedikts- son, Th. Thorsteinsson, Jónatan iJor- steinsson, til skamms tíma Sigurjón Pétursson o. s. frv., o. s. frv. Sumir þessara stórsala hafa í þjón- ustu sinni jafnmarga menn og S I. S. og borga þeim langt um belur. Hér eru ekki svipað þvf allir stórsalarnir taldir. Allir til samans annast þeir nokkru meira en helming af verzlun þjóöarinnar á móti S. I. S. Hvor heildsöluverzlunin er í raun og sann- Ieika dýrari? Mönnum mun reynast torvelt að skilja, hvernig það má verða, aö svo margir stórsalar geta þrifist við hliðina á S. I. S. Til skýringar má benda á eftirgreind atriði: Flestir . þessara stórsala verzla meira og minna meö sjávarafurðir, en í þeirri grein verzlunar íslend- inga ræður fullkomið skipulagsleysi framleiðendanna, Ágengum verzlun- ar-./SpekuIöntum'1 verður því hæg- ara um vik, að annast þá hlið verzl- unarinnar með einhverjum hagnaði. Að Sambandið og kaupfélögin skilja, að þjóöinni er þörf hófsemd- ar og sparnaöar. Þessvegna forðast þau innkaup á þeim vörum, sem mega teljast hreinn óþarfi á kreppu- tímum. Nauðsynjavöruverzlunin er venjulega óarðsömust. Er þar skýr- ingin á því, að Sambandið annast svo mikla verzlun, með litlum tekj- um, jafnvei óhæfilega litlum. Glingr- ið, skranið, óþarfinn þolir mesta á- Iagningu. Sú grein verzlunarinnar, sem heildsalarnir annast, er því langt um arðsamari. Sambandið og kaup- félögin láta sér vera ant um velferð þjóðarinnar, af því að þau eru sjálf- ur almenningur. F>ess vegna forðast þau óþarfavörukaup eftir megni. Heildsaiarnir starfa fyrir sjáifa sig. Pessvegna sækjast þeir eftir arðsöm- ustu verzluninni, óþarfavörukaupun- um, Mikil álagning á þá vöru heim- itar þeim mikið fólkshald og allsæmi- legar tekjur sjálfum þeim til handa. Hér að framan hefir einkum ver- ið athuguð önnur lilið verzlunarinn- ar: ínnflutningur erlendra vara. Viö sjáum, að sá hluti hennar, sem er í höndum Sambandsins, er ákaflega ódýr saman borin við þann hlut- ann, er hinir mörgu heildsalar ann- ast. En þá er alveg eftir að athuga hinn óbeina hag, sem samvinnu- menn hljóta af verztun sinni. Fyrir forgöngu Sambandsins og samvinnu- félaganna hefir komist til leiðar vöruvöndun stórum mun meiri en áður. Innlendar framleiðsluvörur hafa því vaxið í áliti og hækkað í verði. í blóra viö þetta vaxandi verö og vörugæði hafa kaupmenn bætt sínar verkunaraðferðir og hækkað verðtil- boö sín í innlendar framleiösluvörur, einkum landbúnaðarafurðir. Margir kaupmenn sjá sér þvf það eitt fært, aö haga verztun sinni eins og kaupfélög og borga vörurnar sama verði og þau. Kaupíélög landsins gera því meira, en að bæta hag viðskiftamanna sinna. Pau bæta verztun landsins yfirleitt. Pau knýja fram vöruvöndun og hærra verð einnig í kaupmanna- verzlununum. Margir kaupmenn haga verzlun siimi nokkuð svipað einkum við þá viðskiftamenn, er þeim þykir mestur slægur í. Prátt fyrir það, að margir kaup- menn eru þannig hrifnir út úr eðli- iegri kaupmenskurás, leitast allur þorri þeirra viö að fá innlendar af- urðir fyrir sem Iægst verð. Væru engin kaupfélög eða Samband þeirra til í landinu, mundi slíkt alment verð ráöa, en mundi aðeins verða mun lægra en nú gerist við hliöina á kaupfélögunum. En þessi ávinningur í sölu afurð- anna á sér stað einungis vegna Sambandsins. Tökum til dæmis uliarsölu síöasta árs. Sendimanni Sambandsins Guðm. Vilhjálmssyni tókst að selja mikið af uilinni í Ameríku fyrir svo hátt verð, að kaupfélagsmenn fengu 50—75 aur- um meira fyrir hvert kg. ullar, en alment var boðið og borgaö af kaupmönnum. Vfir höfuð tókst Sam- bandinu svo vel sala á afurðum landsins stðastliðið ár, að fyrjr vör- urnar fékst um 280—300 þns. kr- melra, en ef þœr hefðu verið greiddar með almennu kaupmannaverði. Niðurstaðan af þessum athugunum verður þá, sem hér segir: Sambandið annast mestan hlutann af verzlun um 40.000 manna í land- inu. Pað hefir þrjár skrifstofur, sína í hverju landi. Sami maðurinn ann- ast innkaup og sölu vara fyrir um 40 félög, 15 manns annast alla þessa slórsöiu og umboðssölu. Til samanburðar má benda áþau verk- brögð, að margir tugir og jafnvel svo hundruðum skiftir aí kaupmönn- um sigla árlega og sumir tvisvar á ári, til þess að kaupa inn vöruslatta eða selja síldarnpartí" p. s. frv. Enn- íremur að sumir stórsalarnir f Rvik munu háfa jafnmörgum mönnurn á að skipa við verzlanir sínar. Vegna samstarfsins er hægt aö gera þær - tiiraunir við vörusöiuna sem einstökum félögum væri ókleift (sbr. för Guðm. Vilhjálmssonar til Ameríku) og ná hærra verði en elia mundi nást. Auk þess að halda uppi verði á landbúnaðaríurðunum og hagnýta starfskrafta betur og ódýrar en gert er annarsstaðar í verzlun landsins, heíir Sambandiö fært viðskiftamönnum sínura 280- 300 þús. kr. síðastl. ár í hærra af- urðaverði én fengist hefði, ef ein- stök íélög heföu orðið að sæta verð- tiiboðum stórsala í Rvik eða erlendis. í stað þess að ágóðinn af verzlun Iandsins gangi nú allur í utanfarar- kostnað kaupmanna og til aö launa langt um of fjölmenna og verka- smáa verzlunarstétt í iandinu, gengur hann nú að sumu til þess að auka almenna velsæld og sjóði til trygg■ ingar fyrir framtið lands og þjóðar. Hvort mun dýrara fyrir. þjóðina, Sambandiö eða hinir mörgu og öfundsjúku keppinautar þess. Stór- salarnir í Rvík og víðar um land? Ef andstæðingarnir telja sér hagn- aðarvon að því hér eítir sem hingað til, að segja ósatt um Sambandið og rægja það í augum bænda, má þó búast við að þar kveði við lík- an tón og áður, sama rógburðar og öfundsýkisnöldrið. Með rökum mun þeim aídrei takast að hnekkja þvf, sem hér hefir verið haldið fram og vill Dagur að lokum skora á alla kaupfélagsmenn, að leita upplýsinga hjá fulltrúum þeim, er sátu á sfðasta Sambandsfundi, um það, hvort ekki sé hér rétt frá skýrt. I I---—---------------------»“IÍ Ef þér viljið fá ódýran akstur — — — þá akið í — — IJZgr BIFREIÐ A-10. “‘££0 Mig er að liitta við Torfunefs- brúna eða í $mr Síma 17. "*« Snæbj. í>orleifssorj- II-—----------------------—“íl Islandsbanki. í lilefni af umræðuroþeim, er nú undan- farið liafa orðið, bseði utanþings og innan og þó sérstaklega á alþingi, um þörfína á því, að skipa nefnd, til þess enn á ný að rannsaka hag Islandsbanka, skal banka sljórnin leyfa sér að leiða athygli alraenn- ings að því, sem hér skal greina og jafn- frarat lýsa yfir þvi, sem liér segir: Samkvæmt ráðstöfun alþingis 1921 og síðar gefnu samþykki hluthafa bankans, var skipuð neind til þess að rannsaka ailan hag íslandsbanka og meta lil pen- inga hiutabréf hans. í þesaari nefnd áttu sæti fyrir hönd alþingis: bankastjóri Björn Krisljánsson og hagstofustjóri Þorsteínn horsteinsson. Fyrir hönd bankans: út- gerðarm. Ágúst Flygcnring og kaupraaður Ólalur Benjamínsson, en sem oddamsnn í ncfndinni útnefndi hæstiréttur íslands prófessor Eirík Briem. Ailir eru þessir menn þektir meira og minna um alt land, svo það er óþarft hér að lýsa kostum jteirra eða hæfileikum lil að leysa sam- vizkusamlega og réttilega af hendi það starf, sem þeim var hér falið. hó getum vér eigi varist að benda á, að framan- greindir nefndarmenn ertt einmitt þektir að ]tví, að vera sérstaklega gætnir og varir um sig í öllura fjármálum og þannig búnir þeim hæfileikum, sem benda í þá átt, að búast mátti freraur við fullströngu en vægu mati á hlutabréfum bankans. — Enginn hinna tilgreindu nefndarmanna var neinum þeim nkuldaböndum bundinn við bankann að það gæti haft nein áhrif á matið, flestir þeirra höfðu alls éngin skuldaskifti sjálfra síns vegna við bankanu og aðeins einn þeirra var gamall og nýr viðskiftavinur. Oss er að öliu þessu athug- uðu gersamlega óskiljanlegt, hvað það ætti að vera sem nú, ári síðar en matsnefndin lauk störfum, gerði það nauðsynlegt, a5 láta fara fram nýja rannsókn á öllum hag bankans, ntraa ef bankinn hefði síðan nefndin lauk störfum sínum, veitt cinhver stór lán, sem hefðu bakað eða ætla mætli að mundu baka bankanum stórtjón og skal því fijótt svarað, að bankastjórnin neitar því gersamlega, að nokkur slík Ján hafi verið veitt í bankanum, enda héfir enginn þeirra manna, sem hafa verið að fitja upp á nýrri rannsókn, drépið á neitt sltkt. Vér getum nú í raun og véru látið hér staðar numið, en vegna almennings, sem ætti áð fá sem sannastar skýrslur um þetta mál, þá virðist oss rétt að skýra öllum almenningi trá því, hyernig vér álítum hag bankans nú komið, eftir því sem vér vitum sannast og réttast. Matsnefndin mat tap bankans 1' árslok 1.921 kr. 6.613.658.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.