Dagur - 26.07.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 26.07.1923, Blaðsíða 2
116 DAGUR 32. tbl. Til þess að standast þetta tap hefir bankinn lagt til hliðar: Allan ársarð bankans 1921 kr. 2.206.270.81 Frá varasjóði .... — 1.687.000 00 Borgað upp í áður afskrif - uð töp — 2.093.30 Af ársarði 1922 Ieggur bankaráðog bankastjörn til við aðalfund 7. þ. m. Kr. 3.895.364.11 að iagt verði til hliðar Hér við bætist svo vara- sjóður bankans í árslok kr. 1,157.048.89 1921 . . Væntanleg aukning vara- 2.313.015.03 sjóðs af ársarði 1922 . . . — 32.391.28 Kr. 7.397.8i9-3> Hið áætlaða tap var — 6.613.658.00 Mismunur Kr. 784.161.31 Eftir þessum tölum á því bankinn óskert alt hlutafé sitt 4V2 millj. kr. og að auki kr. 784.161.31, eða með öðrum orðum rúmlega 17 %% af hlutafénu. Þetta verður þá niðurstaðan þó mat matsnefndarinnar sé að öllu leyti lagt til grundvallar þegar dæma á um hag bank- ans. En þegar matsnefndin var að Ijúka störfum sínum taldi þáverandi bankastjórn ástæðu til að mótmæla sérstaklega tveimur atriðum í matsgerðinni og skulum vér í sambandi við framanritað, leyfa oss að skýra nánar frá þeim ágreiningi. v Eins og kunnugt er, fékk bankinn af enska ríkisláninu frá 1921 upphæð, sem nam 280 þús. sterlingspundum. Lán þetta á að greiðast með vaxandi afborgunum eins og veðdeildarlán á 30 árum; 1. af- borgun er 1. sept. 1923. Byrði bankans af þessu láni er því komið undir því, hvert verður gengi sterlingspunda í íslenzkum ltr. að meðaltali í næstu 30 ár. En mats- nefndin tók ekkert tillit til þess, að lánið er 30 ára lán, og taldi það bankanum til skuldar, alveg eins og skuldbindingar, sem voru gjaldkræfar strax, og gerði mat- ið á þeim grundvelli, að bankinn þyrfti að afborga alt lánið með því steriings- pundagengi, sem var, þegar matið fór fram, eða með 27 kr. hvert sterlingspund. Bankastjómin taldi matsaefndina vera alt- of stranga í þessu tilliti og hélt því fram, að hér ætti að leggjatil grundvallar áætlað meðalgengi sterlingspunda hér næstu 30 ár, sem hlyti að teljast miklu lægra en 27 ísl. kr. hvert sterlingspund. Að banka- stjórnin hafi ekki .ein staðið uppi með þessa skoðun, sézt á því, að á Alþingi í fyrra áætlaði þáverandi fjármálaráðherra að ríkið þyrfti ekki að endurborga sinn hluta af þessu sama enska láni með hærra gengi en 20 kr. hvert sterlingspund að meðaltali. En með framangreindri matsað- ferð komst matsnefndin að þeirri niður- stöðu, að fram yfir þá upphæð, sem énska lánið var bóktært i bankanura, þyrfti hann að borga kr. 1.432.843.00 og er sú upp- hæð innifalin í ofangreindri upphæð kr. 6.613.658.00. Þess? eini liður munar hvorki meiru né minna en 31% af hlutafé bank- ans (4V2 millj.) og þar sem nefndin mat hlutabréfin 91% af nafnverði, þá hefði hún orðið að meta þau 122%, efhún hefði slept að meta tap á þessum lið. Hitt ágreiningsatriðið var fólgið í því, að nefndin vildi ekki meta bankanum í hag neinn gengismun á gulli því, sem bankinn á í dollurum og Norðurlanda- krónum og bar nefndin það fyrir sig, að samkvæmt 3. gr. Iaga, 31. maí 1921, er bankinn skyldur til að selja ríkissjóði gullið >með nafnverði.* Bankastjórnin þá- verandi hélt því aftur á móti fram, að »nafnverð< t. d. gulldollars væri 1 dollar og ætti að borgast af ríkisstjórninni ef til kæmi með jafnmörgum fsl. kr., sem gengið á doilar á hverjum tíma segði til um, en hins vegar ætti bankinn ekki rétt á að fá sjálft gullverðið fyrir dollarinn, ef það væri hærra en ákvæðisverð myntar- innar. Én gengismunur þessi á gullforð- anum nam ca. 1 millj. kr. eða ea. 22% af hlutafé bankans. Af þessu sést, að ef matsnefndin hefði viljað fallast á skoðanir bankastjórnar- innar um þessi tvö ágreingsatriði, þá hefði matsverð hlutabréfa bankans orðið 144%, eða með öðrum orðum hverjar 100 kr. í hlutafé taldar 144 kr. virði. Vér höfum viljað vekja athygli á þess- um framangreindu tveimur ágreiningsat- riðum milli matsnefndarinnar og banka- stjórnarinnar, sakir þess, hve mikilsverð þau eru, til þess að gefa mönnum kost á að mynda sér skoðun um þessi atriði. Þó viljum vér sárstaklega benda á, að því er gengismuninn á enska láninu snertir, að hvernig sem á það mál er litið, þá er þess að gæta, að hver svo sem sá gengis- munur kynni að verða, þá skiftist hann niður á 30 ár og gæti væntanlega tekist af árlegum tekjum bankans, án þess að telja þurfi hann til frádráttar á varasjóði, hlutafé eða öðrum eignum bankans eins og matsnefndin gerði. Til þess fyrirfram að taka fyrir allan misskilning eða rangfærslur út af þessari skýrslu, skulum vér að lokum geta þess, að þótt ver lítum svó á, sem að ofan greinir um hag bankans, þá viljum vér eigi að orð vor séu skilin svo, sem að vér áiítum að fjárhagserfiðleikar þeir, sem verið hafa hér í landi undanfarin ár, séu nú um garð gengnir. Það er þvert á móti samhljóða álit vor allra, að það þurfi að neyta allrar orku og viðhafa alla hugsan- lega sparsemi til þess að landið geti unnið bug á þeim örðugleikum, sem enn eru fyrir hendi. . Reykjavík, 2. júlí 1923. Stjórn íslandsbanka. Eggert Claessen. Oddur Hermannsson. J. B. Waage Aths. Skýisla þessi er birt hér fyrir til- mæli bankastjórnarinnar. Vegna þcss að háttvirt bankastjórn tekur sumstað- ar alldjatflega til orða og að hugsan- legt er, að almenningnr dragi út af skýrslunni aðrar ályktanir, en rétt vseri, verður ekki komist bjá að gera við hana örfáar athugasemdir. Fyrsti hluti skýralunnar gengur til þeas að sanna, hversu vel matsmenn- irnir hafi verið valdir og hversu vel hæfir, til þess að leysa œatið af hendi. Nú er það þjóðkunnugt að allir nefnd- armennirnir aðrir en oddnmaðurinn tilheyra þeim flokki f landinu, sem pólitískt hefir skípað sér bankans meginn f dcilunni um hagsmunamál bankans, enda kosnir af þeim hluta þingsins einverðungu. Þetta mun f flestra augum setja tortrygnisblæ á starf nefndarinnar og niðurstöður, enda þótt það kunni að vera ástæðulaust. Ea á þessari staðhæfingu banka- stjórnarinnar um óskeikulleik nefnd.ar- innar er skýrslan bygð og fullyrðing- arnar um glæsilegan hag bankans. Bankastjórnin tekur svo til orða : »Oss er að öllu þessu athuguðu gersamlega óskiljanlegt, hvað það ætti að vera, sem nú, ári slðar en matsnefndin lauk sförfura, gerði það nauðsynlegt, að láta fara frara nýja rannsókn á öllum hag bankans, nema* ef bankinn hefði sfðan nefndin lauk störfum sfnum, sem hefðu bakað eða ætla mætti að mundu bska bankanum stórtjón og skal því fljótt svarað, að bankastjórnin neitar þvf gersamlega, að nokkur slfk lán hafi verið veitt f bankanum * * Leturbreytingin mín. Ritstj. Þeir, sem veita þessum röksemdum athygli, munu sjá, að þær eru atveg einstakar f sinni röð. Hið eina, sem bankasfj. telur að hefði gctað breytt ástæðum bankans til þess lakara, sfð- an matsnefndin starfaði, væru ný, við- sjárverð lán. Aðrar breyttar kringum- stæður gætu ekki komið til greina, t. d. stór gjaldþrot meðal skuldunauta bankans. í því sambandi er fróðlegt að minnast Landmandsbankamálsins. Fyrsta rannsókn á bankanum leiddi f Ijós, að tap hans væri 144 millj. kr. en frekari rannsóknir sýndu að tapið var uni 300 millj. og að bankastjórnin var alvarlega sek. Eftir röksemdum bankastjórnar íslandsbanka ætti hin síðaii niðurstaða að vera msrkleysa ein, af þvf að ekki hsfi verið ástæða, til að véfengja Jrina fyrri rannsókn né láta aðra fara fram. Samt sem áður leiddi hin sfðari rannsókn f Ijós, það sem hin fyrri gerði ekfci og hefir ekki heyret, að rannsókn f Landmandsbanfc- anum hafi verið endurtekin vegna þess, að binum lögskípaða endurskoð- anda hafi verið vantreyst, né að bank- inn hafi að lokinni hans rannsókn veitt ný, háskaleg lán, sem hafi gefið tilefni til nýrrar rannsóknar. Nú þó að þetta eina, sem bankft- stjórnin telur veita réttmæta ástæðu til nýrrar rannsóknar, ný lán, séu ekki fyrir herdi, munu gjalþrot sumra skuldunauta bankans, breyttar ástæður um efnahag manna og fjárhagsaðstaða þjóðarinnar verða álitnir hlutir, sem geti haft stórvægileg áhrif á hag bankans. Það þarf þvf alls ekki að vera af vantrausti á nefndinni, að nýrrar rannsóknar er krafist, heldur vegna breyttra ástæðna f fjdrhag ein- staklinga og þjóðarheildar. Af skýrslu þessari má ráða, að þegar búið sé að gera fyrir tapi þvf, er neíndin gaf upp, telji bankasíjórnin ekki ástæðu, til að gera ráð fyrir frekara tapi, því hún telur leyfarnar af afgangsfé bankans kr. 784 161.31 til hlutafjáraukningar, svo að ef fjár- reiður bankahs yrðu gerðar upp nú þegar, ýrði hlutir hans 172/s°/o yfir »paii.« í þessum ummælum felst yfir- lýsing bankastjórnarinnar um trygg- ingar útistandandi skulda, sem blaðið vill áminna Iesendurna um, að festa sér vel i minni. Ennfremur er vert að festa það í minni, að f ágúst 1920 gaf banka- stjórn íslandsbanka út áiít Bjarna frá Vogi um ástæður bankans, sem Bjarni var þá nýbúinn að rannsaka. í skýrsi- unni er komist svo að orði »að fé bankans sé fullkomlega trygt og hann getur e.kki orðið fyrir eignatjðni, hversu sem vellur.* Þessum ummælum Bjarna lét bankastjórnin íylgja svofeld um- mæli að hún sendi skýrsluna út, til þess >að gefa almenningi tœkifæri til að kynnast ástœðum bankans nokkuð ger og sj'á óréttmœ’i árása þeirra, sem gerðar hafa verið á bankan.« Ári sfðar kemst matsnefndin að þeirri niðurstöðu, að bankinn muni tapa meira en 6V2 millj. Tveim árum síðar er bankastjórninni gersamlega óskiljan- legt, hversvegna farið er fram á nýja rannsókn. Hingað til hefir stjórn þessa banka verið létt um að gefa yfirlýs- ingar. Þá er komið að ágreiningsatriðunum milli nefndarinnar og fyrv. banka- stjórnar. Hið fyrra er um væntanlegan gróða við endurgreiðslu enska lánsins vegna lægra gengis á sterlingspundi í fram tfðinni. Nefndin áætlaði gengið 27 kr„ en bankastjórnin 20 kr. og hafði sér til styrktar álit fyrv. fjármálaráðherra Magnúsar Guðmundssonar. Þessi mis- munur nemur 31% af hlutafé bank- ans og ef álit bankastjórnarinnar fyrv. yrði talið rétt, sem ekki mun vera fjarri núvérandi bankastjórn, hefðu hlutir bankans átt að metast 122 kr, eða 22% yfir »pari.« í fyrsta lagi er þess að gæta, að álit M G. er ekki neins virði í þessu efni fremur en annara, þvf álit það, er byggist á ókunnri framtíðinni, er ágizkun ein, gerð út f loftið. í öðru lagi ber ekki fyrv. fjármáia- stjórn íslandsbanka þess vott, að mark sé takandi á þesskonar spádómum banka- stjórnar þeirrar, sem hefir stjórnað bankanum af hinu mesta hófieysi og íyrirsjáriausri bjartsýni. I þriðja lagr sýnir reynslan, að í haust komandi eru allar Ifkur til að bankinn verði að greiða hvert sterl- ingspund með kr 30 00. I íjórða lagi má búast við, að ef fjármálastjórn íslandsbanka og skjól- stæðinga hans ræður framvegis f verzl- un og framkvæmdum með svipuðum hætti og verið hefir, þá haldist sterl- ingspund f ærnu verði gagnvart ísl. krónu fyrst um sinn. Um annað ágrciningsatriðið milli nefndarinnar og bankastjórnarinnar þykist blaðið ekki geta fjölyrt. Það mun vera álitamál, hvort bankastjórnin hefir haft þar rétt fyiir sér, en virðist ekki hafa ýkjamikla þýðingu, af þvf ekki er hægt að gera ráð íyrir þvf, að bú bankans verði gert upp, fyrst um sinn. /Að lokum mætti bera fram ein- faldar spurningar og æskja svars hátt- virtrar bankastjórnar: Ef til mála getur komið að meta hluti bankans kr. 144 00 hverjar 100 kr., eins og ráðið verður af skýrslu þessari, hvernig stendur þá á þvf, að hlutir hans hafa fallið svo grfðarlega í veiði að kauphaiiarverð þeirra varð um skeið ekki meira en 3 5 kr, danskar um það leyti sem dönsk kr. var kr. 1 15 fsl.f Ef hagur bankans er svo glæsilegur, sem skýrslan geíur f skyn, hvernig stendur þá á þvf, að hann á svo þröngt f búi sem raun er á og kunnugt er allri þjóðinnif Að lokum má benda á, að væri bankabúið gert upp nú, mundi gengia- tapið á enska láninu ekki einungis nema þeim kr. 1 432.843,00, sem nefndin áætlaði heldur S40 000 00 þar á ofan eða samtals kr. 2.272.843 00. Síldveiðin. Horfur eru á því, að sfldveiðin muni að þessu sinni ganga vel. Gaægtir síidar á miðunum. Slðastl. laugardag voru komnsr á land á Siglu- firði, Akureyri og öðrum veiðistöðvum við Eyjafjörð 9196 lauspakkaðar tunnur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.