Dagur - 02.08.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.1923, Blaðsíða 1
Akureyrl, 2. ágúst 1923. APOKEiÐSLAN er bjá Jónl 2». |>6r, Norðítrgólli 3. Taisíiui 1121 Uppsðgn, bundfn við áracnðt sé komiu til afgteiðiinmanus fyrir 1, des, ÐAGUR kemur út á hverjiim fimtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson i Kaupfél. Eyf. VI. ár. Forsikrings — Aktieselskabef -U-R-A-N-I-A- Brunfltryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á landi og báta, o. fl. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru smásendingar, eða heilir skipsfarmar. Ath. Ýmsir fjársýslumenn og atvinnu- rekendur á Akureyri liafa vátrygt hjá félag- inu síðustu árin, bæði gegn eldsvoða og sætjóni, t. d. Axel Schiöth bökunarmeistari, Björn Líndal lögmaður, Hallgr. Davíðsson forstjóri, Halld. Skaptason símstjóri, Jón Bergsveinsson forseti Fiskifél., Kaupfél. Ey- firðinga, Kaupfél. Vefkamanna, O. C. Thor- arensen konsull, O. C. Thorarensen Iyfsali, Sig. Bjarnason kaupm., Steingr. Jónsson bæjarfógeti, Sigv. Þorsteinsson kaupm., Þor- steinn Jónsson aljmi. og margir fleiri. ýVðalumboðsmaður á íslandi: Jórj Stefánsson. Akureyri. - Sími 23 og 94. Samgöngur. Járnbraut eba bíivegir. Hafnieysið fyrir öllu Suöurlandi veldur afarmiklum örðugleikum fyrir íbúa þeirra héraða. Einhver frjósöm- ustu landflæmi, sem til eru hér á landi, heimta alveg sérstakar aðgerðir, til þess að bæta úr samgönguöröug- leikunum. Eina örugga höfnin, sem ait Suðurlandsundirlendið getur náð tU, er Reykjavík. Fyrir Iðngu eru menn byrjaðir að hugsa um járnbraut frá Reykjavík austur i sveitir. Fyrir nokkrum árum komst verulegur skriður á umræður um það mál og deildu þá um það Jón Porláksson og B. Kr. Nú hefir veriö hafist handa um rannsókn á járnbrautarleiðum austur og gerðar áætlanir um rekstursmöguleika. Samt sem áður er málið enn á undirbúningsskeiði. En smátt og smátt fær það fleiri fýsendur. Fram- faramenn landsins geta ekki hugsað sér Suðurland gróa til fullrar hag- nýtingar landgæðanna án járnbrautar- sambands við Rvík og umhelminn. Fióaáveitan fyrirhugaða hefir og aukið á mikilvægi þessa samgöngu- máls. Draumar um stóriðju við fossa stóránna á Suðurlandi eru einn- ig jafnan settir í samband við þessar hugmyndir um járnbraut. Önnur samgöngubót hefir orðið á undan járnbrautinni, sem mjög orkar tvímælis um, hvort ekki er betur fallinn, til þess að samrýmast iandsháttum og högum. Sú sam- göngubót er nú þegar komin að liði til stórra muna, svo að nú er haldiö uppi reglulegum ferðum austur yfir fjall, með styrk úr lands- sjóði. — Það liggur nærri að ætia, aö hér sé að vaxa fram skipulag það, sem á að leysa vandræði þjóðar- innar í bráð og slá enri á frest framkvæmd járnbrautalagningar. Verkfróðir menn og þjóðhagsfróðir þurfa að Ieggja saman vit og ráð, af fullri ættjarðarumhyggju, áður úr verði skorið, hvort samgönguvand- kvæði Suðurlands verði leyst með járnbraut eða bílvegum. Óverkfróð- um mönnum ber að dæma um það með varfærni. En þeir, sem hafa kynst nokkuð járnbrautum erlendis og rekstri þeirra, eiga örðugt með að gera sér grein fyrir því, að hér á Iandi geti járnbrautir orðið reknar öðruvísi en með stórskaða. Alt hjálpast að, til þess að gera það ólíklegt. Strjálbýli fólksfæð og fram- leiðsluhættir. í Kanada, þar sem járnbrautirnar hafa verið teygðar gegnum stór Iandflæmi, horfir þó ólíku betur við. Meö ærnum hraða eru gróðrarfeldirnir breiddir um ósnertan jarðveginn út frá braut- unum, þar sem náttúran hefir fyrnt frjómagni um ár- þúsundir. Þar borga sig stórar aðgerðir, til þess að ná til slíkra gróðrarskilyrða og þær borga sig bezt í byrjun, meðan löndin verða ekki uppiskroppa. Aft- ur á móti grær islenzk jörð hægt og gróöurinn verður smávaxin. Pað er ekki hægt að gera ráö fyrir að járnbraut kæmi til leiðar neinni byltingu í gróðri landsins. í öðru Iagi viröist þeim, að jafn- vel þó Suðurland yrði alt ræktaö milli fjalls og fjöru, mundi skorta mjög á flutningsmagn viö það sem gerist erlendis, þar sem eru skógar og náraur, stóriðnaður og kornakrar. Mjólkurafurðir, kvikfénaður, hey yrðu aðalframleiðsluvörurnar og ínn yrði flutt venjulegur kaupstaðarvarningur auk nokkurs vörumagns til rækt- unarumbóta svo sem titbúinn áburð o. s. frv. Það liggur í augum uppi, að slíkt vörumagn yrði hverfandi lítið í fslenzku fámenni við það sem gerist annarsstaðar, þar sem járn- brautir eru starfræktar. Vera má þó, að járnbrautir við hæfi íslenzkra landsskilytða geti þrifist. Um það verður ekkert sagt hér. En gaumgæfni þarf til og hrein umhyggja fyrir velferð þjóðarinnar á komandi tímum, áður en ráðið er fram úr því máli. Hitt er einsætt, að stórra, sérstakra aðgerða er þörf, til þess að bæta Suöurlandi upp hafnleysið og hag- nýta gróörarflæmin þar á láglendinu. Að Iftt athuguðu máli virðist það mundi verða meira í samræmi við hæglæti fslenzkra framfará, að bilar brjóti járnbrautum leið, að þeir hlynni að ræktun og viðskiítura svo að vaxandi íramför og velmegun geri skilyröin fyrir þrifum járnbrautar ótvíræöari. Landsvegur. Ef íslenzk gróðrar og þjóðvaxlar- skilyrði verða einhverntíraa hagnýtt mun sannast, að núverandi sam- gönguhættir ná aðeins skamt á leið við það sem þarf. Þetta æðakerfi þjóðlíkamans þarf .að slá með mun meiri hraða, en nú gerist. Þó að miililandaferðir vérði tíðar og strand- ferðir taki viðunanlegum umbótum, er skrefiö stigið aðeins hálft, til þess að koma hverju heimili landsins i þau sambönd, er tímarnir og at- vinnuhættirnir heimta. Samgöngur á landi verða að taka samsvarandi umbótum. Koma þar fyrst til greina vegirnir og fartækin frá kaupstöðum landsins upp um sveitirnar. Eftir þeim ieiðum verður öll framleiðsla að flytjast og aílar aðkeyptar vörur. Á þeim þáttum samgöngukerfisins veltur þvi mest um öll efnaleg þrif sveitanna. En »maðurinn lifir ekki á einu saman brauði." Það er ekki nóg þó vel sé um búið aliar þær sam- göngur, er miða til vörufíutninga og nauðsynlegra fólksflutninga milli kaupsiaöa og sveita. Sálir manna á gervöllu landinu þurfa að komast i meiri samvinnu, meiri snertingu; þær þurfa að geta lyft sér við og viö yfir önn og erfiði lífsins. Þess- vegna þurfum við skjótar póstgöngur á landi og við þurfum vegi og far- tæki til fólksflutninga milli héraða og milli Iandsfjórðunga. Jafnvel þó strandferðirnar taki miklum umbótum, veröa siglingar meðfrara vogskornum ströndum ís- lands og veðurnæmum alt af vand- gæfar. Slíkar samgöngur geta að öllu fullnægt Ukamsþörfum þjóðar- innar, en ekki sálarþörfum hennar nema að nokkru leyti. En ef nokk- urntfma breytist iil batnaðar um hugarfar þjóöarinnar, svo að hún fari að meta meira andtega hluti en nú gerist; að hún meti lands- fegurðina eigi minna en landgæöin þá fer sálarlífið að heimta göfugar nautnir. En þá gerir vart við sig mikil þörf, að komast um landiö, milli Iandsfjórðunga, með auðveldara hætti en nú gerist. Þessvegna mun svo fara, að jafn- framt kröfunni um járnbraut á Suður- ’ *•**-'-' —«-j—iU~i~r iLa~i ri i~ ■-ij-ii-wini- i~i j~ uii-irii.i-»\j 33. blaö. landi mun rísa kraia um, að vegir héraðanna séu Jtengdir saman, þar sem því verður við komíð og að bílvégur verði gerður úrBorgarnesi norður og austur um land til Aust- fjarða. Líklega hefir þegnskylduvinnu- hugsjónin strandaö hér á landi, aj því hún hafði of hugrænt tabmark, þ. e. uppeldi. Herskyldan í öðrum löndum hefir blessast og haft sfna kosti með öllum ókostunum, af því að jjjóðverndunarhugtakið hefir ver- iö sett í samband við hana. Þegn- skyldan heimtar meiri fórnarlund vegna óborinna kynslóða, en Islend- ingar áttu um árið og eiga senni- lega enn. En þvígetur enginn með réttu neitað, að hugsjónin er göfug og getur ekki orðið hagnýtt heim- inum til tjóns, eins og herskyldau. Vœri henni gefið ákveðið, hagnýlt tak - mark, er ekki óhugsanlegt, að hún yxi til samsvörunar þvf raarki. Er óhug?anlegt,að ungmenni iands ins byggi með slíkum samtökum bílfæran landsveg? Ræktunarfélag Norðurlands. i. Stofnun og starf Ræktunariél&g* Norðurlands hefir verið einn þ&tturinn f viðreisnarstarfi þjóðarinnar. Áhugi nokkurra f’-ematu hugsjónamanna hefii kallað fjölda manna undir merki göf- ugs ætlunarverks. Með samtökum fjöld- ans átti að hrynda fram, svo um mun- aði, ræktunarstarfinu, sem dreifðir ein- staklingar liöfðu áður fengist við með seiniátum árangri. Og þsð átti með reynsluvfsindum að ovara fjöida af sparningum, sem lágu fyrir f búnaðar og ræktunarmáium. Hér á ekki að rekja sögu Rf. Nl., heidur verður leitast við að atbuga nokkuð, hversu þvf hcfir tekist að vejrða við ætlunarverki sfnu og hvar það er nú á vegi statt. lingum mönnum er f barnaminni hrifning sú, sem gagntók allan þorra manna um norðlenzkar sveitir við stofnun þessa félags. Það má telja vafalaust, að vonir manna um ávinning af þessum aamtökum hafi yfirstfgið akynsamlegar lfkur og að þær h&fi með reynslu áranna brugðist að miklu leyti. Eti þó vonirnar hafi brugðist að sumu ieyti, hafa þær þó að nokkru ræzt. Engiun mun neita því, að «11-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.