Dagur - 02.08.1923, Qupperneq 2
120
DAOUR
33. tbl.
mikill átangur hafi otðið að staifi (c-
lagsinB. En sá árangur er tneira hug-
rænn en hlutrænn. Þó að beinn hag-
nýtur árangur í ræktun sé nokknr,
eru andlegu áhrifin af starfi félagsins
meirt. Vfða út um sveitirnar eru
gróðrarreitir ( eigu og umsjá félaga
eða þá einstakra heimila. Þessir reitir,
þó litlir séu, setja svip á hcimilin og
ættu að geta átt sinn þátt í því, að
setja svip á skapgerð þeirra, cr heim-
ilin eiga. Áhugi og íramfarir í garð-
rækt hafa aukist fyrir áfarlf félagsins.
Leiðbeiningarstarfsemi þcss hcfir og f
mörgu falli ýtt undir áhuga manna og
komið til leiðar beinum umbótum f
ræktuninni. Loks má telja tilrauna-
stöðina sjálfa, þar sem ýmiskonar
ræktunartilraunir hafa verið gcrðar og
þar sem hafa verið ræktaðar margar
tegundir trjáa og blóma og gerðir
einhverjir fegurstu reitir þeirrar teg-
undar, sem ti! eru á landinu.
En þrátt íyrir alt þetta mun þó
mörgum hafa fundiat, að hagnýtur ár-
angur af starfi félagsins og fé því, er
til þess hefir gengið, hafi orðið lítill.
En mjög er slfkur árangur vandmet-
inn til peninga, einkum ef félagsstarf-
semin hefir orkað meiri eða minni
hugarfarsbreytingu, þvf að slfkt er sem
sáðkorn er vex til óákveðinnar stærð-
ar f framtfðinni.
II.
Þrátt fyrir það, að allmikil gagn-
semi hefir orðið að starfi Rf. Nl. má
þó benda á ýmislegt, sem miður hefir
farið f starfseminni einkum á síðustu
árum og sem hefir nú lamað félagið,
komið því f mjög fskyggilegar krögg-
ur og um leið rýrt álit þess út á við.
Eins og kunnugt er, hefir félagið feng-
ist við verzlun. Það hefir pantað fyrir
menn á félagssvæðinu vörur þær og
verkfæri, er að ræktun lúta. Verzlun
þessi kann við og við að hafa orðið
félaginu meira og minna ábatasöm.
Um það er blaðinu ekki kunnugt. En
hitt er vitanlegt, að hún hefir ávalt
verið mjög áhættusöm og að hún hefir
á sfðustu árum bakað félaginu gffur-
legt tjón. i
Á sfðustu árum alt að sfðastliðnu
ári bafa skuldir hlaðist á íélagið, svo
að þær nema nú um 50 þús. krónum.
Þar af eru um 20 þús. skuld við
sjóði félagsins, sem eru þannig komn-
ir inn f veltu þess og orðnir að töp-
uðu eyðslufé, en skuidir út á við nema
um 30 þús. Mestar skuldir hlóðust á
félagið árið 1921 eða um 20 þús. kr.
Varla mun vera hægt að segja, að
framkvæmdir félagsins hafi á þessum
tapárum verið þeim mun fjörmeiri og
koatnaðarsamari en áður, að þcssa
eydda fjár ejáist staður. Þvert á móti
mun fremur hafa gengið saman starf-
semin, sem eðlilegt er. Veizlunin mun
vera aðalorsök tapsins. Þó að sumu
leyti verði nm kent óhagsýnni fram-
kvæmdarstjórn, þá má svo mikið um
það deila og er avo örðugt úr þvf að
skéra, að blaðið teiur sér ekki fært,
að svo stöddu, að dæma um fram-
kvæmdastjórnina. Á eitt skal þó drepið
hér, en það er sú umkvörtun, Eem mjög
befir borið á, að félagið hafi ekki ávalt
staðið við orð sfn f viðskiftum við
menn á félagssvæðinu og ér um kent
hvorutveggja: kröggum (élagsins og
óaðgæzlu framkvæmdastjórans fráfarna.
Hvar sem sökin kann að koma nið-
ur, er hitt vlst og skiftir mcstu máli,
að félagið er nú svo illa á vegi statt,
að það befir orðið að draga saman
seglin til nokkuð mikilia muna og
draga úr útgjöldum sfnum eftir mætti.
Hið fyrsta, er stjórnin gerði f þá átt,
var afnám sýslnbúfræðinganna, sem
íélagið hefir haidið uppi. Að vísu hefði
að því komið eftir eitt ár, með þvl að
Búnaðarfélag íslands tekur þá við um-
sjón á störfum þeim, er þeir hafa int
af hendi, samkvæmt hinura nýju rækt-
unarlögura. Eigi að sfður bar þessi
hastariega ráðstöfun félagsstjórnarinnar
vott um þær kröggur, sem nú draga
úr mætti félagsius. í öðru lagi hefir
verið ákveðið að minka ársritið og í
þriðja lagi hefir verið ákveðið að leggja
niður frá næsia nýjári garðyrkjukonu-
síarfið. Verður þessi sfðast talda á-
kvörðun athuguð sérstakiega.
Auk þessara sparsemdarákvæða mun
féiagið í ýmsu draga úr útgjöldum
sfnum og ieitast við að snfða sér
stakk eftir vexti.
t
Eggert Laxdal,
Kaupmaður.
í fyrrinótt varð bráðkvaddur á
heimili sínu hér í bænum Eggert
Laxdal, kaupmaður. Hann var fædd-
ur 8. febr. 1846 og því á 78. ald-
ursári, þegar hann Iézt.
Eggert Laxdal var einn af elztu
og merkustu borgurum þessa bæjar
og saga hans er drjúgur þáttur í
sögu Akureyrar.
Hann stundaði kaupskap og
verzlunarstörf og var fyrst mjög
Iengi verziunarstjóri við Oudmanns
Efterfl. verzlun hér í bænum. Á
sjötugsaldri fór hann að stunda
kaupskap fyrir eigin reikning. Hann
var afgreiðslumaður Sameinaða gufu-
skipafélagsins frá þvf félagið byrjaði
að sigla til Akureyrar og þar til i
fyrra, að hann lét af því starfi. Enn
var hann gæzlustjóri íslandsbanka-
útibúsins hér f bænum frá byrjun
og þar tii í fyrra.
Eggert Laxdal þótti vera einhver
mesti áhrifamaður í landsmálum i
bænum og grendinni síðasta fjórð-
ung næstliðinnar aldar og fram um
aldamót. Hann var og áhugasatnur
um ýmislegt er að kaupskap laut
og iét sig skifta pau mál. Hann var
risnumaður mikill og hélt í því
uppi sóma bæjarins í fullan aldar-
fjórðung.
Eggert Laxdal var hinn vandað-
asti maður í öllum viðskiftum og
ávann sér traust og viröingu. Hann
var tilfinningamaður mikill og raun-
góður. Ekki var hann nýbreytinga-
maður mikill né víðsýnn i lands-
málum hin síöustu ár, heldur sparn
eftir mætti við nýjum stefnum í
Iandsmáium. En enginn leggur hon-
um það til lasts og er ágæti hans
sem manns og borgara eigi að
minna, þvl hann lifði og starfaði í
samræmi viö þroska sinn og var
vaxinn upp á rót fyrri og ólíkra
tfma.
f
jóninna S. Karlsdóttir.
Fædd 27. júlí 1010. — Dáin 24. júní 1923.
lndælt er urnhorfs
unaðsríkt að skoða
bernsku, sem dafnar og brosir hvik,
en góðindi gefa
göfugar disir
til yndis mæta um augnablik.
Augnablik indæl
endurminning þeirra
sætta við mótlæti særðan hug.
Dálegir draumar
drunga stundum létta
óg veita óskum vængjaflug.
Dýrlegir draumar
dögun stefna móti,
þannig fær söknuöur sátta héim,
vonsælu veröld,
víðáttu sem ljómar,
er hrygðin fórnar höndum tveim.
Harmur, sem höndum
himni móti fórnar,
svalviöri er koma og syrtir að,
biður um blessun
birturlkrar nætur
og sólskins mildan samastað.
Alvotu auga
eftir barni sinu
lítur um öxl, þegar lækkar dag,
ástúð sem óöal
á í vigðu landi. —
Einn sólskinsblett um sólarlag.
Guðrn. Friðjónsson.
Símskeyti.
Rvík 30. Júlí.
Þjóðverjar hafa tekið aftur við
stjórn borgarinnar Essen. Dálitlar
óeiröir hafa orðið víðsvegar á Þýska-
Iandi útaf dýrtíöinni. Stjórnarskiftum
er spáö. Þýska markiö hríðfellur
þrátt fyrir tilraunir Ríkisbankans að
jafna muninn á gengi marksins ut-
anlands og innan. Dollar kostar 414
þúsund mörk. Haldið er fram að
tekjur ríkssins séu 2,4% af útgjöld-
um. Rtkisþingið kallað saman i
næsta mánuði.
Samgöngubanninu á herteknu
svæðunum létt af. Hungursneyð yfir-
vofandi í Berlín. Ástandið miklu al-
varlegra en á ófriðarárunum. Blöð-
in krefjast þess að skömtun verði
tekin upp aftur. Víta afskiftaleysi
stjórnarinnar. Leggja til að alræöis-
vald verði fengiö einhverjum einum
manni, ef til væri. Borgarstjórar
borgarinnar lýsa yfir við kanslarann
að þeir geti enga ábyrgð boriö á
þvf, sem verða kunni næstu daga,
verði ekki bætt úr matvælaskortin-
um. Landbúnaðarfélögin lofa að
leggja fram afar-mikið af matvörum
til að bæta úr neyðinni. Ríkisbank-
inn leggur fram erlendan gjaldeyri,
sem hann getur án verið, í sama
augnamiði.
Flóaáveitan og vegagjörð lands-
sjóðs lialda áíram, minsta kosti í
bili.
Atvinnuleysi hjá fjölda manna.
Reykjavík í gær.
Mikill órói í Þýzkalandi. Markið
htíðfellur. Dollar er 1,100,000 mörk,
sterlingspund 5 milj. marka virði.
Hraðlest milli Hamborgar og
Miinchen rakst á aðra lest; 29 manns
íórust, 43 særðust.
Harding er veikur, talinn dauð-
vona.
Norðmenn verja einum milljarð
króna til fossavirkjunar.
Tyrkir leysa upp her sinn og eru
liðsforingjar, eldri en 24 ára, Ieystir
frá herþjónustu.
Fréltaritari Dags.
B æ t i e f n i n.
(Úr skýrslu Bændaskólans á Hvanneyri
skólaárið 1921—1922.;
Einn af merkustu viðburðum fóður-
fræðinnar og lífseðlisfræðinnar varð
árið 1911 þegar Þjóðverjinn Casimir
Funk fann og skýrði fyrstur ra&nna
frá efni, sem læknaði aigengan sjúk-
dóm í Japan, Filippseyjum og vfðar
í austurálfu heims og nefnist »beri
beri«. Sfðan hafa vísindamennirnir
rannsakað efni þetta og áhrif þess af
kappi miklu og hefir þeim ekki tekist
ennþá að finna efnafræðisformúlu þeis,
eða einsngra það hreint útaf fyrir sig.
Við þessar rannsóknii hafa síðan 1911
fundist 3 önnur efni mjög svo þýð-
ingarmikil, eru menn í vandræðum
með nöfn handa þeim og hafa þau
enn ekki verið nefnd öðruvfsi en
Vitamin A. B. og C. Nú er jafnvel
farið að tala um fjórða efnið D. og
Ifkur eru allmiklar að »fjölskylda<
þessi geti aukist enn allmikið við
frekari rannsóknir.
Hér á landi hefír Iftlð verið skrifað
ura efni þessi og almenningur veit
sára Iftið um þau. Erlendis, einkum f
Amerlku, Þýzkalandi og vfðar eru
komnar út á sfðustu árum feykna
ntikiar bókmentir, dagblöðin, tfmaritin
eru jafnvel full af ritgerðum um þessi
undraefni og alstaðar eru auglýsing-
arnar, jafnvel strætisvagnarnir þjóta
skreyttir auglýsingum, er syngja efn-
um þessum lof og dýrð.
Hvert er þá ágæti þessara efnaf
Til skams tfma hefir það verið álitið,
að llkaminn fái fullnægjn sfna, ef hann
fær nóg af orkugjafa, fitu óg kolvetn-
um, nóg af (góðri) eggjahvftu og sölt-
um, en sfðnstu ára rannsóknir viðvlkj-
andi eðli og ástandi eggjahvftunnar
og nú sfðast bætiefn&nna eða lffefn-
anna (af vits, sens þýðir lff) hafa sýnt
og saunað, að sé þessi fyrnefndu efni
— fita, kolvetni, eggjahvíta, sölt —