Dagur - 24.09.1923, Síða 3
40. tbl.
DAQUR
147
gangi. En einnig tel eg rétt, að eitt-
hvað sé gert, til þess að stytta þing-
tímann. Það sem tefur mest fyrir
þinginu, eru fjárlögin. Fjárveitinganefnd
þarf svo langan tíma til að hafa þau
til meðferðar. Eg álít réttast, að þingið
skipaði í byrjun hvers kjörtímabils
fjárveitinganefnd fyrir alt kjörtímabilið.
Fjárveitinganefndin kæmi svo saman
3 — 4 vikum á undan þingsetningu og
ræddi fjárlagafrv. stjórnarinnar og væri
svo búin að gera sínar breytingatil-
lögur, áður en þingið kæmi saman.
Fjárbeiðnir allar, sem taka mætti til
greina þyrftu einnig að vera komnar
til nefndarinnar nokkru fyrir þingsetn-
ingu. Ef þessi breyting yrði gerð, þá
myndi þingtíminn styttast um 3 — 4
vikur.
Einnig tel eg rétt, að breyta þing-
tímanum og halda þingin á sumrin,
eins og verið hefir síðan að Alþingi
var stofnsett 930, að frádregnum ár-
unum 1909 — 12 og síðan síðasta
stjórnarskrárbreytingin var gerð. Sumar-
þing eru mun ódýrari en vetrarþing.
Og einlægt vofir sú hætta yfir vetrar-
þingunum, að þingmenn nái ekki á
þingstaðinn í tæka tíð.
Mentaskólamáliö.
í Reykjavík eru allar aðalstofnanir
landsins og þar eru flestir skólar þess,
nema barnaskólar. Af þessari ástæðu
meðal annars, streymir fólk stöðugt
til Reykjavíkur. Á nesinu, þar sem
þrælum Ingólfs þótti svo óvistlegt að
búa, að sumir þeirra struku frá hon-
um til annara sveita, býr nú J/s allra
landsmanna eða um 20000 menn.
Reykjavík, sem höfuð Iandsins, er hlut-
fallslega eins stór borið saman við
fólksfjölda landsins, eins og höfuð
í krypling, sem náð hefir fulium þroska,
en líkaminn vex nær ekkert. Eg held
það óholt fyrir landið, að svo margir
landsmenn safnist saman á einn stað,
að hálfgerð landauðn verði í sumum
héruðum. Eg vil að löggjöfin stuðli
að því, að svo verði ekki. Á seinasta
þingi bar eg íram frv. um mentaskóla
á Norðurlandi og er mér sagt, að
andstæðingar mínir á Austurlandi ætli
að nota það mál, til að reyna að fella
mig við kosningarnar í haust. Fram-
sóknarflokkurinn stóð óskiftur með
þessu máli, flestir utanflokksþingmenn
voru á móti því og tókst þeim með
styrk nokkurra Sjálfstæðisflokksmanna,
að fella það. Héldu andstæðingarnir
því fram, að það ætti að byggja við
mentaskólahúsið í Reykjavík, bæta þar við
nýjum kenslustofum og koma þar upp
heimavistum. Við Framsóknarflokks-
menn töldum landinu ódýrara, að
hafa mentaskólann í Reykjavík minni,
svo að ekki þyrfti að byggja við hann,
heldur nota hid ágæta skólahús Gagn-
fræðaskólans á Akureyri. Nú eru 2
bekkir gagnfræðaskólans tvískiftir, en
ef skólanum yrði breytt í mentaskóla,
þá er tilætlunin, að tvískifta engum
bekknum, svo að aðeins þyrfti að bæta
einni deild við skólann.
Eg álít að þess gerist ekki þörf, að
hafa bekki gagnfræðaskólans tvískifta.
Nú rísa upp alþýðuskólar víða á land-
inu. Eiðaskóli og Breiðumýrarskóli
taka marga nemendur, sem annars, ef
þessir skólar hefðu ekki verið til, hefðu
sótt gagnfræðaskólann hér. Fyrir þá
nemendur, sem ákveðnir eru í því að
fá aðeins gagnfræðamentun, er eins
gott að sækja gagnfræðaskóla í sveit-
um — því að alþýðuskólarnir eru
gagnfræðaskólar — eins og að sækja
skóla á Akureyri, eða öðrum kaup-
stöðum. Pað sem hér er deilt um er
það, hvort heppilegra sé að hafa einn
stórann lærðan skóla í Reykjavík, eða
hafa tvo smærri Iærða skóla. Kostnað-
urinn er ekkert meiri við að hafa
skólana tvo. Hann mun verða minni,
því að í Reykjavík þarf að byggja,
ef skólarnir verða tveir, en hér ekki,
þótt við gagnfræðaskólann verði bætt
lærdómsdeild. Rað kostar nær 1000
kr. meira um veturinn fyrir hvern
nemanda að stunda nám við menta-
skólann í Rvík., en við skólann hér á
Akureyri. Fyrir fátæka nemendur sýnist
algerlega ókleyft að stunda nám í
mentaskólanum í Reykjavík, nema þá
að þingið veiti þeim mjög háan náms-
styrk. Vilja margir andstæðingar menta-
skóla hér að það verði gert.
Annars vil eg ráða þeim mönnum,
sem vilja kynna sér vel þetta mál, að
lesa umræðurnar um það í þingtíð-
indunum. Eg vonast þá eftir að flestir
sannfærist um það, að stefna Fram-
sóknarflokksins í máli þessu sé rétt,
og að það sé meira sparnaðarmál en
eyðslumál. Bjarni frá Vogi barðist að-
allega á móti máli þessu í þinginu,
og voru ástæður hans alt aðrar en
þær að spara fé ríkissjóðs, enda munu
allir Framsóknarmenn er sitja á þingi,
vera meiri sparnaðarmenn, en hann.
En svo er líka enn sú hlið þessa
máls, sem er þess verð að hún sé
tekin til athugunar, sem sé sú að draga
ekki alt til Reykjavíkur.
(slandsbankamáliö.
Framsóknarflokkurinn vill tryggja
hag ríkisins viðvíkjandi íslandsbanka.
Hann vill vita með vissu að fé það,
sem landið ábyrgist fyrir bankann sé
trygt, og hann vill líka vita með vissu
að sparisjóðsfé landsmanna, sem bank-
inn 'geymir, sé trygt. Eg vil að bank-
anum sé sýnd full sanngirni, en eg
vil lika að þingið haldi fullri einurð
viðvíkjandi honum, en svo virðist,
sem stundum hafi orðið misbrestur á
því. Að sjálfsögðu ætti þingið að
tryggja það, að bankinn gangi ekki of
langt í ósanngjörnum vaxtakröfum.
Eg þakka ritstjóra Dags fyrir að
bjóða mér að birta þetta ávarp, en
til þess að eyða ekki meira rúmi í
blaðinu, ætla eg ekki að ræða fleiri
mál við ykkur í þetta skifti.
Ef eg nýt hins sama trausts hjá
ykkur, sem eg hef áður notið, þá mun
eg að öllu forfallalausu koma á næsta
vori og ræða nánar við ykkur.
Að svo mæltu kveð eg ykkur og
árna ykkur allra heilla.
Akureyri 22. sept, 1923.
Þorsteinn M. /ónsson.
Landsmálafundi
fyrir hreppana innan Akureyrar, höldum við
undirritaðir: að Saurbæ 3. okt., íþinghúsi Öng-
ulstaðahrepps 4. okt. n. k. — Fundirnir byrja
um hádegi.
Pess er vænst, að væntanlegir frambjóðendur
í kjördæminu mæti á fundunum.
24. september 1923.
Einar Árnason Bernharð Stefánsson
Eyrarlandi. Pverd.
Kjarakaup.
Þar er undirritaður hefir afráðið að hætía að verzla með
vefnaðarvörur framvegis, pá verða vörur þær, sem fyrirliggjandi
eru, seldar með mjög miklum afslætti — flest fyrir neðan
hálfvirði. Athugið pví verð á vörum þeim, sem verzlunin hefir
á boðstólnum, áður en pér festið kaup á samskonar vörum
annarsstaðar.
H. Einarsson, Hafnarstræti 41.
Á víðavangi.
Vöxfur Framsóknarfiokksins. Á
slðustu árum stjórnarskipunarbarátt-
unnar við Dani, hófst ný hreyfing fyrir
tnyndun stjórnmálaflokks f landinu
Á yfiiborðinu bar mest á gamla deilu-
efninu, sem nú var komið fast að úr-
slitum og naumast annað eftir, en að
útkljá formsatriðin. Hreyfing sú, sem
reis upp til nýmyndunar, var knúin
fram af meira og minna ljósri nauð-
syn. Grundvöllur innanlandsmálanna
lá að mestu óhreyfður á löngum tfma-
bilum f stjórnarfarsbaráttunni og mál-
efnin í ýmsu vanrækt. Við lok höfuð-
baráttunnar hlaut þjóðin að snúa sér
að nýjum viðfangsefnum. Samkvæmt
sögulegu lögmáli hlaut þessi nýmynd-
un að verða verkefni hinna yngri
manna f Iandinu fremur en þeirra
eldri Eldti mennirnir áttu krafta sfna
að miklu eydda f loknu starfi og
huga sinn bundinn við gamlar minn-
ingar. Af þessum orsökum hafa ýmsir
hinna eldri manna heltst úr lestinni
á þjóðmál&brautinni. Aðrir hafa orðið
þar hvimleiðir dragbftir. Enn aðrir
hafa brugðið íæti fyrir hverja þróun-
arviðleitni. Nokkrir hafa reynst ótrauð-
ir liðsmenn f nýrri baráttu. Af þess-
um orsökum hefir Framsóknatfiokkur-
inn ekki tekið örari vexti, en raun er
á orðin og má vöxturinn teljast mjög
ör eftir atvikum. Á sfðasta þingi var
eindrægni fiokksins mest og nú horfir
sigurvænlegar fyrir honum en nokkru
sinni fyr. Meðhaldsmenn flokksins gera
sér vonir um verulegan vöxt hans við
næstu kosningar en andstæðingarnir
óttast, að hann vaxi þeim yfir höfuð.
Galli Bernharðs Það eina, sem
íslendingur hefir á móti Bernharð á
Þverá sem þingmannsefni og telur
vera Ijóð á ráði bans er það, að faðir
hans, Stefán Bergsson bóndi á Þverá,
hafi fallið við kosningar. Jafnframt
mæiir hann fastlega með Sig. Ein.
Hlfðar, sem hefir þó fallið sjálfur.
Þetta er dágott sýnishorn af vcsal-
mannlegri rökfærslu þess manns, sem
er ráðalaus að vita, hvernig hann
á að verja vondan málstað.
MiKils þykir þeim við þurfa.
Auk Mbl. og íylgiblaða þess hefir nú
verið hleypt af stokkunum fjórum kosn-
ingamálgognum. Bjarni þurfti sérrit,
til þess að fegra málstað sinn f aug-
um Dalamanna, B. Kr. lætur gefa út
sérstakt rit fyrir Suðurnesjamenn, kjós-
endur sfna, og er það talið verá gefið
út á óþatflega vönduðum pappfr handa
þeim lesendum. Stærstum skotum
lætur þó M. G. eyða f Skagafirði.
Fjórða tilraunin er gerð á ísafirði. Þar
gefa kaupmennirnir út blaðlfu í á-
stæðulausri von um að verjast »Skutl-
inum* Guðm. frá Gufudal. Morgun-
blaðið hýmir á bák við allan þenna
blaða og pésasæg eins og yfirgefið
og ónýtt virki. Saga þess, skoðanir
og aðstaða hefir gert það stórhættu-
iegt fyrir alla frambjóðendur í sveit-
um landsins. Þeir hafa þvf flúið frá
því, sem fætur hafa togað og gefið
út ný blöð af kappi. AUs eru nú f
iandinu io málgögn, sem stefnt er
gegn Framsóknatflukknum og 2 blöð-
um háns. Mikils þykir þeim við þurfá
og þó mun ekki duga til. Æðrulaus
og ókvlðinn heldur filokkurinn út sfn-
um tveimur blöðum. Enginn þing-
maður, sem hefir valið sér stöðu þeim
megin, þarf að skammast sfn fyrir
málstað sinn og fiýja úr virkinu.