Dagur - 27.09.1923, Page 1

Dagur - 27.09.1923, Page 1
DAGUR kemur út á bverjum {imtudegi, Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagl fyrir 1. júli. Innhelmtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VI. ár. Akureyri, 27. september 1923. For8Íkrings — Mtieselskabet -U-R-A-N-I-A- Brunatryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á landi og báta, o. fl. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru smásendingar, eða heilir skipsfarmar. Áðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefánsson. Akureyri. — Sími 23 og 94. „btéttahatriö." V. Atvinnumálabaráttan í landinu, sem nú er að verða eitt af fskyggi- legustu málum þjóðarinnar, er til- tölulega ung. Hún er komin inn í landiö með tveimur greinum sjávar- útvegsins, — togaraútgerðinni og sildarútgerðinni. Meðan í landinu voru eingöngu stundað landbúnaður og útræði eöa róðrarbátaútgerð, bar ekki á ýfingum þeim, sem nú eru komnar upp í landinu milli verkafólks og þeirra, er eiga at- vinnutækin. Hér hefir í landinu til skamms tima staöið óhaggaö, rótgróið at- vinnuskipulagi, vaxið upp af alda- gamalli, pjóðlegri reynslu. Bóndan- um og vinnumanninum varð ekki skotaskuld úr því, að koma sér saman í viðskiftum. Bátseigandinn og hásetinn gátu og bygt viðskifti sin á fornu mati og reglum. Meðan svo hagaöi til, eignaðist verkafóikið heimili og heimilistrygð. Með rósemi, húsbóndahollustu og vinnugleði safnaöi verkafólkið smátt og smátt saman nokkrum efnum, til þess að stofna með til sjáifstæðra heimila, eða sjá sér á annan hátt farboröa, Það mátti segja að þó hægt miðaði til framfara, átti þessi atvinnuvegur sínar björtu hliðar og bar í sér frekari skiiyrði, til þess að tryggja mönnum lífsánægju en þeir stór- brotnu atvinnuvegir, sem nú hafa sezt að völdum. En síöan síldarútgerö og togara- útgerð færðust í aukana hefir ait fornt atvinnuskipulag í landinu um- hverfst og hugsunarhætti þjóðar- innar um leið mjög hnignað. Verka- fólk landsins, sem áöur átti heimili árlangt eöa lengur á hverjum stað, er nú þvf nær alt komið á stjá hingað og þangaö um landið i leit að betri atvinnuboðum og meiri stundarhagnaði. Þessu hafa valdið gífurleg kaupboð útgerðarmanna um þann tíma ársins, er þeim liggur mest á aðstoð verkafólks. Þetta veld- ur því, að verkafólkið verður skamm- sýnt á þessum málum og metur meira stundargróðann en farsæld heimilislífsins. Stopul atvinna gerir það af eðlilegum ástæðum kröfuhart um kaupgjald. Rís þar af illkynjuð barátta milli útgerðarmanna og verka- manna að hinir fyrnefndu vilja halda kaupinu svo lágu, sem frekast er unt, en þeir síðarnefndu vilja halda því svo háu, sem verða má. Þannig er með nýjum háttum ný ógæfa komin yfir þessa þjóð. Gengd- arlaus gróðahyggja og barátta um stundarhagnað. Stéttabaráttan og ó vildin er risin upp af nýju atvinnu- skipulagi, sem veröur mjög lengi að festa rætur og komast á fastan grunn, ef það verður nokkurntíma. Samkepnismennirnir finna f sfnum heimagarði orsökina til þessarar óvild- ar, því önnur meginrót hennar stend- ur í hugsunarhætti þeirra og at- vinnuháttum. VI. Yfirlitið verður í fáum orðum þetta: Stéttabaráttan er komin inn í Iandið með breyttum atvinnuháttum. Með atvinnurekstri i stórum stil hafa samkepnismennirnir umbyit öllu at- vinnuskipulagi Iandsins og samstarfs- háttum manna. Hjá þessu varð ekki komist, en þeir verða að skilja, að uppspretta stéttabaráttunnar liggur heima fyrir í þeirra eigin garði. Með margra alda samstarfi höfðu húsbændur og hjú lært að vinna saman og byggja upp heimili, sem allir þeir áttu, er að því unnu. Þar í lá einhver mikilverðasta taug þjóð- arþroskans, sem nú er brostin. Hús- bændur og hjú eru að hverfa úr sögu íslenzkra atvinnuvega og heim- ilishátta. í staðinn eru komnir vinnu- kaupendur og vinnuseljendur, sem liggja í látiausum erjum og ófriði. Áður voru vinnuhjú meðeigendur heimilanna. Nú eru verkamenn metnir til daglauna og leigu eins og dýr og vélar og hafa svipaða aðstöðu til heimilanna eins og dauð verkfæri. Til þess að auka á þessa sundr- ungu bera samkepnismennirnir heift- arorð á milii bænda og verkafólks. Útgerðarmönnum og kaupmönnum er það hvorumtveggja jafn nauð- synlegt, að sundra því liði, sem þeir eiga í höggi við. Tækist þeim að etja saman bændum og verkafólki til verulegrar baráttu, myndu báðir aðilar verða veikari fyrir. Útgerðar- mönnum gengi þá betur að hafa ráð verkafólks í hendi sér og kaup- sýslumenn fengju sterkari vígstöðu gagnvart samvinnuliði landsins. Sarnkepnismennirnir eru þvi sá flokkur i landinu, sem elur óafláíanlega á stittaríg. Ádeilur samvinnumanna á kaup- sýslustéttina eru ádeilur á fjármála- stefnu þeirra en ekki árás á atvinnu þeirra. Baráttan miöast við það, að bjarga þjóðinni úr núverandi fjár- hagsþrengingum. Nú sem stendur hafa bændur einir svo sterkan vilja og þá sjálfsafneítun er til þess þarf, að hefja þjóðina úr ófarnaðinum sé það unt. Þó bændur og verkamenn eigi sín ágreiningsmál, þurfa þeir að standa saman hvar sem kosinn yrði á næsta hausti maður, sem þorir, er á þing kemur, að rísa öndverður gegn þeirri óhófs og síngirnisstefnu, sem á síðustu árum hefir verið að sökkva landinu. Nokkur rit. GagnfrœBaskólinn á Akur- eyrl 1922 — 1923. Skýrsla skólans fyrir ofangetið skólaár hefir nýlega borist blaðinu. Nemendur í öllum bekkjum skólans, er próf tóku, voru 108. Áuk þeirra gengu fiá prófi 7. Utanskólanemendur, sem stóðust próf voru 16 og í fyrsta bekk voruteknir, að loknu prófi, 14. Alls hafa þá verið nemendur f skólanum, tekið þar próf og hvorttveggja 145 manns. Kennara- lið var hið sama og sfðastl. ár nema að f stað Brynleifs Tobiassonar, er var erlendis, kendi sögu Davfð Stefáns- son skáld frá Fagraskógi. Að loknum prófum f vor sagði dönskukennarinn, ungtrú Hulda Stefánsdóttir (nú orðin húsfreyja að Þingeyrum), lausri stöðu sinni og minnÍBt skólameistari hennar hiýlega og lofsamlega f skýrslu sinni. Gagniræðapróf tókn 39 skólanemendur og 3 utanskóla. Heimavistarfélagið starfaði eins og að undanförnu. Heima- vistarstjóri var Jóhann Þorkellsson en frú Júifana Friðriksdóttir var ráðskona. Heimavistarkostnaður lækkaði mjög verulega á árinu ofan f kr. 566 45 á mann yfir allan tfmann eða kr. 2.42 á dag, — Þá er i skýrslunni greini- lega sagt frá uœbótum þeim er skóla- húsið hlaut sfðaatiiðið sumar, sem áður hefir verið lýst hér f blaðinu og tilraunum skólameistara að varna þvl áð skólinn hverfi, þegar stundir AFOREIÐSLAN er hjá Jónl !>. Þór, Norðnrgötu 3. Talsimi 112, Uppsögn, bundin við áramót sé komin tii afgreiðslutnanns fyrlr 1. des. 4L blaö. liða, f þorp smærri húsa, er spretta upp umhverfis hann. Þá kemur kafli um skólalffið. En þar greinir frá fél- agssksp nemenda, samkvæmum þeirra og ferðalögum og fyrirlestrum er fluttir voru fyrir nemendur. — Næst er skýrsla um söfn skóians og sjóði. Ungfrú Hulda Á. Stefánsdóttir skrá- setti bókasafnið og er að þvf mikil framför. Af skuldbindingargjöldum fyrri nemenda greiddust á árinu 6S kr. Lfklega er engin vafi á þvf, að mikið skortir á, að nemendur hafi staðið við loforð sfn um greiðslur í nemendasjóðinn og hefir ekki frá upp- hafi verið haft nægilegt eftirlit með þvi. Dagur vill þvf mælast til þess að skólameistari rannsaki hverjir ekki hafa staðið f skilum og hve mikið skorti á og sú óbeina krafa en rétt- mæta sé birt árlega f skýrslu skólans og auk þess i viðlesnu blaði. Seinast í ritinu eru skóiasetningar og skóla- slitaræður skólameistara. Erhin sfðar- nefnda um mentaskóla á Norðurlandi en hin fyrnefnda um skólamál og sannmentun. Að öllu verður að ljúka lofsorði á skýrslu þessa. Hlín, ársrit Samb. Norðlenzkra Kvenna. Ritstjóri Halldóra Bjarnadóttir. Ritið er að þessu sinni 87 bls., en verðið er eins og áður 1 kr. Ritið byrjar með kvæði: >Húsmóðirin«, eftir Sig. Jónsson á Arnarvatni. Sfðan koma fundargerð Samb. Norðl. Kvenna, reikn- ingar, skýrslur frá félögum og ýmis- legt um heimilisiðnað á yfir 20 bls. Næst er: >Húsmæðrafræðsla« eftir Halld. Bjarnadóttur og sfðan koma margskonar fróðleiks og skemtigreinar. Alveg er það vafalaust, að hvergi á fslenzkum bókamarkaði verður 1 kr. jafnvel varið eins og að borga með henni Hlfn. Ritið er fjölbreytt, þarft og vel skrifað. Hið lága verð ieyfir ekki að vandað sé til pappfrsins, enda er hann það lakasta og hæfir ekki rit- inu að öðru leyti. Ferskeytlfir, eftir Jón S. Berg- mann. Kver þetta er 72 bls. og er, eins og nafnið bendir til, eingöngu ferskeytlur og hringhendur. Það er ákaflega fátftt á þessari leirburðaröld, að jafnvel smákver f Ijóðum reynist þess verð að lesa þau, hvað þá held- ur að segja megi um þau eins og þetta kver, að tæpiega sé hægt að finna þar vfsu öðruvfsi en góða, Hinu má og geta nærri, að þar eru margar vísur afburðagóðar. Af handahófi skulu gripnar þessar vfsur til sýnis:

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.