Dagur - 01.10.1923, Blaðsíða 2
154
DAQUR
42, tbl.
Stephan G. Síephansson
sjötugur.
Dagur flytur að þessu sinni kveðju
skáldkonunnar Huldu, er hún sendir
num haf" til skáldjöfurs Vestur-fs-
lendinga við Klettafjöll, á sjötugs
afmæli hans.
Líklega á Stephan enga óvildar
né öfundarmenn austanmegin hafs.
Þar mun hver maður unna honum
fullrar, verðskuldaðrar sæmdar og
þakkariauna. Sást þetta greinilega,
þegar honum var boðið heim.
Viðbragð manna var ákveðiö og
hrifningin látlaus, þar til boðið var
þegið og heimsóknin - um garð
gengin. Þessi ástúð ísiendinga á
Stephani er aðeins endurskin af
ættjarðarkærleika hans og ást til
þjóðarinnan Þær djúpu kendir hafa
gert hann sterkan og traustan í út-
legðinni og svo hlýjan í heimsókn,
að nálega var, sem hver maður
hitti þar langþráðan bróður sinn.
Er það vottur afburðamensku hans,
að kunna svo vel að meta land sitt
og þjóð og rót þá er hann var
vaxinn af. Hefir nú þessi andans
kynstofn skotið greinum langt inn
í framtíðina, þar sem eru kvæði
hans, en þau verða þvi meira metin,
sem þjóöinni vaxa gáfur og menn-
ing.
Sæmd íslands og heill í framtið,
er að þekkja og meta i nútið sína
beztu menn. Yfir þeim hlýhug, sem
streymir »um hafH til Stephans,
þegar á hann er minst, vakir vonar-
bjarmi um andlegan vöxt og við-
nám ísienzkrar ættar.
Skýring á Ræktunarfél-
ags-undrunum.
í 3 5. tbl. Dágs þ. 6. hafið þér, hr.
ritstjóri, það eftir landlækni, að stjórn
Ræktunar/élags Norðurlands hafi boðið
hús og land félagsins til kaups handa
fyrirhuguðu Heilsuhæli Norðurlands.
Fregn þessi er algerlega, ósönn. Þykir
mér mjög leitt, að þér skylduð verða
til þess, að gefa þessari fregn að
sunnan, byr undir vængi, án þess að
leita fyrst upplýsinga hjá stjórn íélags-
ins, hér á Akureyri. Formaður félags-
ins hefði fúslega svarað fyrirspurn um
þessa fregn, ef til hans hefði verið
leitað. Hjá mér hefðuð þér einnig
hæglega getað fengið að vita hið
sanna í þessu máli, er þér töluðuð
við mig f sfma kvöldið áður,. en blaðið
kom út.
Tildrög þessarar ósönnu fregnar
munu vera þessi: Á fundi er féiags-
stjórnin hélt snemma f sumar, var mál,
þetta flutt fyrir hönd landlæknis af
tveimur mikilsmetnum mönnum og
spurt hvort félagið myndi vilja selja
Gróðrarstöðina hér á Akureyi (ekki
efri stöðina eða Galtalæk) til afnota
fyrir væntanlegt heilsuhæli. Svör stjórn-
atinnar voru þau, að hún hefði enga
heimild til að taka ákvörðun f þessu
máli, Það gæti aðeins aðalfundur fél-
sgsins gert og hann héfði þvf aðeins
heimild til öð selja land Gróðrarstöðvar-
innar, að bæjarsfjórn Akureyrar sam-
þykti, því í raun og veru á Akureyrar-
bær ráð yfir þvf landi, sem stöðin
er reist á.
Vér, sem f stjórninni vorum, létum
það þá f ljósi, að vér teldum það lftt
viðeigandi eða heppilegt, að farga
þessum bletti, sem lagt hafði verið
svo mikið starf og fé f að prýða og
vildum þvf alls eigi heita fylgi vóru
til flutnings þessa máls, ef það yrði
borið undir aðalfund. Auk þess var
því hreyft, af mönnum í stjórn félags-
ins, að Gróðrarstöðin myndi tæpast
geta talist heppilega valinn staður
fyrir heilsuhæli. Þeirri mótbáru var
svarað með því, að um það væru
læknarnir einir færir að dæma.
Þá vorum vér og spurðir öð þvf,
hvað vér teldum hæfilegt söluverð á
Gróðrarstöðinni, ef til þess kæmi að
aðalfundur vildi selja. Þessari spurn-
ingu kváðumst vér ekki reiðubúnir að
svara. Söluvérðið hlyti, ef til þess
kæmi, að miðast við það, hvað það
myndi kústa félagið, að koma upp
jafnálitlegri g'róðrarstöð aftur, með
húsum og öðrum tækjum, er seld
yrðu. En að vorri ætlan myndi það
aldrei kosta íélagið minna en 75 — 80
þús. kr., að setja sig niður á nýjum
stað og koma nýrri gróðrarstöð á
laggirnar.
Þessi voru svör stjórnar1) Ræktunar-
félagsins. Hún hefir ekkert boðið fram
í þessu máli er Ræktunarfélagið á;
engu lofað — þvert á móti og ekkert
söiuverð ákveðið, þó til kæmi, að að-
alfundi þóknaðist að selja. Eg full-
vissa yður, hr. ritstjóri, um það, að
þessum upplýsingum megi treysta,
sem réttum. Að endingu leyfi eg mér
að geta þess, að oss sem erum f
stjórn Ræktunarfélagsins, væri einkar
kært — meðfram vegna félagsins
sjálfs — að þér spyrðust íyrir hjá
okkur, er þér heytið nœstu undur frá
félaginu, áður en þér látið blað yðar
flytja fregnir um þau.
Vegna þess, að formaður Ræktunar-
félagsins er íjatverandi, hefi eg undir-
ritaður leyft mér að komö með þessa
leiðréttingu, þvf eg taldi nauðsynlegt
að hún kæmi í næsta tölublaði Dags.—
Ýms atriði f öðrum greinum er Dagur
hefir flutt um R. N. mun íélagsstjórnin
sfðar taka til umræðu og skýra frá
sfnu sjónarmiði.
Akureyri, 11. sept. 1923.
Quðm. G. Bárðarson.
Aths.
Dagur verður öð líta svo á, að um-
mæli landiæknis íslands f vfðlesnu
blaði sé heimild, sem hsnn getur
ekki borið kinnroða fyrir að treysta,
ðn þess að rýra mjög álit landlæknis.
í framanritaðri grein er játað, að stjórn
Rf. Ni. hefir gengið inn á, að nefna
i) Á þessutn stjórnarfundi vár Björn Lín-
dal lögmaður á Svalbarðseyti eigi mætt-
ur, en hann tjáði sig síöar sammála
okkur hinum, stjórnarnerndarmönnunum
í þessu máli.
O. 0* 8«
verðáætlun á húsi Rf. Nl. og landi
umhverfis það. Bendir það á, að hún
hefir Iátið sér hugkvæmast þann mögu-
leika, að hvorttveggja yrði selt, með
samþykki aðalfundar. En Ijúft er Degi
að flytja þessa leiðréttingu á ofur-
mælum landlæknis um þetta mál. Þvf
miður hefir birting þessarar skýringar
dregist, vegna þrengsla, lengur en til
var ætlast.
Ritstj.
Þúfnabaninn.
í 36. tbl. Dags þ. á. er grein með
þessari fyrirsögn eftir Gunnar Jóns-
son. Greinin virðist rituð af heilum
hug en heldur Iftilli þekkingu á mál-
efninu, sem vonlegt er, því hr. G. /.
hefir aldrei %éð þúfnabanann að verki,
og skortir reynslu við slfka vélavinnu,
þó hann hafi 1 vor unnið allmikið að
ræktun lands, sem brotið var með
þúfnabana. Af þvf eg hefi haft betri
aðstöðu en flestir, til þess að afla
mér reynslu og vitundar um þúfna-
banana og vinnu þeirra, vil eg leið-
rétta sumt af þvf, sem mér virðist
missagt og ókunnuglega f greininni.
í fyrsta hefti Búnaðarritsins 1922
leitaðist Sig. Sig. fors. Búnfél. ísl. við
að svara spurningunni: Hvað kostar
að vinna jarðveg með þúfnabananum?
— Og svarið varð á þá leið, að það
myndi kosta h. u. b. 100 kr. dðg-
sláttan »og er það miðað við verð
vélarinnar nú (1921), eldsneyti og
vinnulaun eins og þau voru f sumar
(1921),« Enn fremur gekk Sig. Slg.
út frá þvf að vélin inni nótt og dag
meðan bjart væri, og gerði hann sér
von um að hún gæti þá unnið 200
ha. yfir sumarið; gerði hann ráð fyrir
að svæðin, sem unnin væru, yrðu ekki
minni en 5 ha. á stcerð að jafnaði.
Sig. Sig. nefnir tölur sfnar: áœtlun,
það er þvf slæm rangfærsla hjá hr.
G. J., þegar hann f grein sinni segir:
»Sig. Sig. kemst að þeirri niðurstöðu
f reikningsfærslu sinni, að kostnaður-
inn við að fullvinna dagsláttuna 1921
hafi orðið \oo kr.€ Þegar Sig. Sig.
reit grein sfna og áætlun, voru ekki
til neinir heildarreikningar yfir vinnu-
kostnaðinn 1921, hann gat þvf ekki
birt þær tölur, sem ekki voru til,
enda segir hann greinilega, á hverju
hann byggir áætlun sfna.
Þessi áætlun hefir ekki reynst rétt,
og mun það ekki einsdæmi um áætl-
anir. Hefir að mfnu ráði verið horfið
algerlega frá þvf, að láta vélína vinna
nótt og dag meðan bjart væri; og
þar með er algerlega kipt fótum
undan áætlua Sig- Sig. Það hefir ekki
verið farið dult með þetta, á sfðasta
búnaðarþingi var t. d, gerS all ftarleg
grein fyrir öllum reksturskostnaði
þúfnabanans f Reykjavík árin 1921 og
1922, og hvernig vinnunni var hagað
og hverju hefði verið afkastað. Þeir
sem sáu þúfnabanann vinna hér f ná-
grenni Akureyrar í fyrra, hygg eg að
séu þess vel vitandi að hann vann
ekki nótt og dag, og að hann var
ekki látinn ganga framhjá, þó um
minni svæði en 5 ha. væri öð ræða.
Loks má sjá, hvað og hvernig hefir
verið unnið f akýrslu um störf Bún-
aðarfél. ísl. 1922, ef hr. G. J. vildi
kýnna sér hana. Að þessu öilu at-
huguðu finst mér nú tfmi til kominn
fyrir þá sem f alvöru vilja ræða um
ræktun og vélavinnu, að snúa sér að
öðru en þessari gömlu aætlun.
»En nú kom annað í Ijós, — að
þúfnabaninn fullvinnur ekki landið*,
segir hr. G. J. Eg hefi f Búnaðartit-
inu 1923 1,—2. hefti gert grein fyrir
því, hvaða land þúfnabaninn vinnur
að fullu og leyfi mér að vísa til þess.
Vil eg aðeins nota tækifærið til þess
að benda hr. G. J. og öðrum á það,
að sé um svo stórþýft land að ræða
að þúfnabaninn vinni það ekki til fulls
bess vegna, þá er heppilegra að jafna
landið áður en það er tætt, heldur en
eftir á. Eg get ekki gengið alveg
fram hjá þvf sem hr. G. J. talar um
herfingu og völtun. Enginn getur ætl-
ast til þess að þúfnabaninn herfi niður
áburð, og herfi eða valti niður fræ,
— um leið og hann brýtur landið!
Því þá ekki að ætlast til þess að
véiin skilji við landið grasgróið? Að
herfa niður áburð og fræ og valta
yfir á eftir eru áframhaldandi rækt-
unarstörf, sem verða að vinnast hvort
sem landið hefir verið brotið með
þúfnabana eða á annan hátt. En þess
verður að krefjast, og reynslan hefir
sýnt að þúfnabaninn verður við þeirri
kröfu, að tæta landið svo vel að það
þarfnist ekki annarar herfingar en
þeirrar sem þarf til að mylda niður
áburð og fræ. Sé Iandið hfnsvegar svo
gott að eintóm rótgræðsla verði við-
höfð sleppa menn vitanlega við alla
herfingu á þvf landi sem þúfnabaninn
hefir unnið, og til að valta rötgrœðslu-
land er hann öllum tœkjum fremri
sem við eigum völ á, en því miður
hittist oft svo á að ekki er hægt að
valta um leið og tætt er sökum vot-
viðra, þvf ekki er ráðlegt að valta
nema f þurviðri. Ef landið reynist of
deiglent, til að valta það með þúfna-
bana, þá mun óhætt að fullyrða að
það sé of deiglent til þess að verða
að túni án frekari framræslu. Hr. G.
J. heldur þvf fram að ekki sé hægt
að rótgræða land, sem tætt sé um
hásumarið. Þessi kenning mun bygð
á ónógri þekkingu og reynsluskorti,
er ekki hægt að búast við að nægr-
ar reynslu sé aflað um þetta atriði
hér f grend við Akureyri ennþá. En
þéss skal getið að haga verður rækt-
un landsins allmikið eftir þvf á hvaða
tfma það ei brotið, og vfsa eg til
þess sem stendur f ritgerðinni: »Rækt-
um landið«, f Búnaðarritinu 1923, um
þetta efni. Þó mikill sé munur á
veðráttu hér og sunnanlands væri
fróðlegt fyrir þá sem hafö ótrú á rót-
græðslunni að sjá Lækjarkotstúnið á
Lágatelli f Mosfelssveit, tætt og valtað
á túnaalætti f fyrra, ógirt og illa hirt,
breiddi það á sig með blettum f
sumar, án sáningar.
Krafð hr. G. J. um að birtir verði
rekstursreikmngar þúfnabanans, er
eðlileg og sjáltsögð, enda eru heild-
aitöiur þeirra löngu birtar fyrir árin
1911 og 22, bæði f Búnaðarritinu og