Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 1

Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 1
DAGUR fcemur út á hverjum íirtitudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagl fyrlr 1. júlí. Innhelmtuna annast Árnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf, AFOREIÐSLAN er bjá Jónl Þ. I>ðr, Norðurgötu 3. Talsiml 112, Uppsðgn, hundln við áramót sé fcomin til afgrelðslumanns fyrlr 1. des. VI •*• I Af^MMA^%AMMMMA* W~M~i_*"w»0**--w-**^»~-t~—. i^»ii>¥.wij»,^l^j-)jTrL-_-r~_-i,r»_|-»*-w'^i_~>~»"1""'*"V^*~w~w~iJ'|i" ** "****¦**•_ **J*-J*"_*1**'**ir—I _ iir _i-_•__**• Akureyrl, 5. október 1923. ^^*^^*0^i&W*^&ý&^^m^*w0^^m^^*—M**_-_-_*-r_-'ii --.¦.~«**il-¦" " * --,-—*¦"*—y- —¦ -«-»¦-,-—-¦¦ ¦ j~e»T---*-i_-j-_-*i_-----**L~ir—r-iir~n_n~»n — _¦,__---¦ -_-.-_--_- -i-_,-_r_r _ir'_». í 43, blaö. Forsikrings — /-ktieselskabet -U-R-A-N-I-A- Brunatryggir: Hús, kirkjur, sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á Iandi og báta, o. fl. Sjóvátryggir: Skip og báta, vörur hvort sem eru smásendingar, eða heilir skipsfarmar. ^ðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefánsson. Akureyri. - Sími 23 og 94. Kosningit) í Eyjafjarðarsýslu. i. Fyrir nokkru er kunnugt orðið um framboðið í Eyjafjarðarsýslu. Af hálfu Framsóknarflokksins verða í kjöri þeir Einar Árnason alþm. á Eyrarlandi og Bemharð Stefánsson bóndi að Þverá í Öxnadal. Stefán Stefánsson í Fagraskógi, sem undanfarið hefir að nafni til talist í Framsóknarflokknum, gat að þessu sinni ekki verið studdur af honum. Fyrir því hefir áður verið gerð nokkur grein og verður enn gerð ítarlegri. En Stefán bíður sig fram eigi að siður og er þá sjálf gefið að hann gengur á móti fiokkn- um við þessar kosningar og flokk- urinn á móti honum. Þykist hann fara einn og óstuddur upp á eigin stefnuskrá og rótgróið kjörfylgi, en er sem ákaflegast studdur af and- stæöingum samvinnumanna og Framsóknarflokksins. Þykjast þeir eiga, þar sem hann er, vísan stuðn- ingsmann, eins og vænta má, þar sem hann hefir gengið á móti Fram- sóknarfiokknum í heitustu ágrein- ingsmálum flokksins og andstæð inganna, Hefir svo virzt, að Stefán teldi sig í fiokknum meir vegna eiginhagsmuna: — tii kjörfylgis sér og meðiætis heima í héraði, en vegna skoðanaskyldleiks og áhuga fyrir heill og vexti fiokksins. Með Stefáni í Fagraskógi gengur fram tii þessara hildarleika Sig. Ein. Htíðar, dýralæknir. Stjórnmálaferill hans er slikur, að hann telur sér ekki fært að bjóða sig fram sem flokksmaður. Hann er þvi utanflokka að nafni til, en er þó, eins og Stefán, eftir mætti studdur af kaupmanna- liðinu og málgagni þess hér. Má af þvi marka hvers það liö væntir af Sigurði. Enda hefir það haft á- nægjuna af, að kreista hann til rifja í þeim efnum undanfarin ár. Mun þeim hafa þótt hann þunnur á síðu, er þeir gengu til prófkosningar hér á Akureyri nú síðast og því visað honum út í glundroðahaglendi sýslunnar í von um að þar væri um auðugan garð að gresja fyrir Sig- urð. Verður minst nánar á .stefnu" Sigurðar, eins og hún verður ráðin af sögu hans. Enn bfður sig fram hér í sýsl- unni Stefán Jóh. Stefánsson, lög- fræðingur frá Dagverðareyri. Bíður hann sig fram sem jafnaðarmaður i von um nokkurt fyigi á Siglufirði og öðrum þorpum sýslunnar. En eigi mun Fiamsóknarflokknum stafa hætta af framboöi hans. II. Úm Einar Arnason mun ekki gerast þörf að fjóiyrða. Allir Fram- sóknarflokksmenn Og samvinnu- menn eru einráðnir í. að Ijá honum fylgi sitt. Ber til þess það, að Etnar hefir á góðan og farsælan hátt orð- ið við þingmenskutrausti því, er hann hefir notið. Hann hefir reynst gætinn og gerhugull málafylgju- maður, drjúgur og laginn til sam- vinnu f nefndum, ókvikull i sókn mála á þingi og hinn bezti flokks- maður en enginn ýfingamaður. Honum hefir þvi oróið gott til stuðnings þeirra mála, er hann hefir talíð sér sæmd í að flytja fyrir hér- að sitt (Eyjafjaiðarárbrú, endurbæt- ur Qagniiæðaskólans, Vaðiaheiðar- vegur o. fl.). Bernharð Stefánsson að Þverá kemur nú í fyrsta skifti fram á hólmgönguvöll islenzkra stjórnmála. Veröur því af iíkum ráðið, að ekki hefir hann stuðning úr fortíð sinni, sem þingmaður eða stjórnmálagarp- ur. Eigi að síður gera eyfirzkir kjósendur sér miklar vonir um hann. Hann er vel máli farinn, gætinn en fastur í rás. Hann er ótrauður og óhikandi fylgismaður samvinnu- manna og þeirrar landsmáiastefnu er þeir beita sér nú fyrir. Fylgis- mönnum þeirrar stefnu eða F.am sóknarflokksins, ungum og gömlum, körlum og konum, er það mikil metnaðarsök, að fylgja Bernharð fr_m tii sigurs, því þá ieggja Eyfirðingar til mann í iyikingu gætinna um- bótamanna, mann úr sínum eigin hópi, vaxinn upp á meðal þeirra og vaxandl, Þessi eftirtektarverðu orð eru höfð eftir gömlum og greindum þing- manni, Sigutði Stefánssyni i Vigur: nVUsmunatina ey/i/zkra kjósenda er dregin beint i hœfileifcamark Stefáns i Fagraskðgi". Þessum ummælummun vera haldið á lofti fremur vegna þess, að vel þyki komist að orði, heldur en, að sanngjarnlega og réttilega þyki mælt f garð Ey- firðinga. Kjörfylgi Stefáns er vaxið upp á ólíkum tímum og við ólíkar ástæður þeim er nú eru fyrir hendi. Það er vaxið upp á stjórnar- baráttuárum. Stefnumið í ísienzk- um stjórnmálum voru þá Ijós og einföld og auðveit að skiftast í flokka um þau. Þó Stefáni bærist á oftar en einu sinni i samvinnu við flokk sinn, á þeim árum, reyndist hann þó sæmilega flokkshæfur, og stjórnmáiahæfiieikar hans ekki minni en það, að naumast verður talið Eyfirðingum til verulegs álitshnekkis, að hafa kosið hann á þing sem heimastjórnatmann á þeim árum. En árið 1918 var stjórnmálafleytu þeirri, er Stefán var háseti á, sigit í höfn. Stjórnarbaráttumálið vsr þá leitt til lykta. Þetta heimastjórnar- skip hefir siðan staðið óhreyft í nausti. Ástæðan er sú, að þegar þessari iangstæðu og erfiðu siglingu yar lokið, var skipstjórinn faliinn frá og skipverjar ekki viðbúnir að hefja nýja siglingu í nýja höfn. Sundurtiðun Heimastjórnarflokksins i höndum Jóns Magnússonar, er sögulegur vottur þess, að hér er rétt frá skýrt. Fieytan var aldrei dregin á flot að nýju. En skipverj- arnir sumir hafa síðan reikað um ströndina eins og pólitískt rekatimb- ur. Oamlar samstarfs og vináttusifjar og að sumu leyti öiundsýki hafa haldið saman fámennum hóp af þessu liði i misskildri og undarlegfi þverúð gegn uppvaxandi þjóðmálafiokki i landinu, — Framsóknarflokknum. J. M. er allvel hæfur til slíkrar fávíslegrar þverúðar. Það er svo einfalt og þakklátt verk meðal hinna eldri, að setja fyrir sig fæt- og urra að viðleitni hinna yngri. Út frá þessu fer mönnum að skiijast, að Stefán i Fagraskógi er óhæfur Framsóknarilokksmaður. Hann hefir, eins og fleiri, stirnað upp í formi eldri stjómmáiamensku. Sifjar hans við Jón Magnússon hafa ekki farið duit, þar sem J M. hefir gengið á móti fiokknum eða flokk- urinn á móti honum. Má þar til nefna peningamálanefndarskipunina á þingi 1921, íslandsbankamálið, sveitfestismáiið o fl. Hverjum Framsóknarflokksmanni i Eyjafirði er því skylt fldkksins vegna og vegna framtiðar i fjár- hagsmálum þjóðarinnar, að hamla því, að J. M. hljóti í Eyjafirði þann iiðstyrk, sem honum er búinn með framboði Stefáns f Fagraskógi, nái hann kosningu. Liggur nú næst fyrir að rannsaka „stefnu" Sig. Ein. Hlíðar. Verður hún ekki ráðin af öðru en opin- berri framkomu hans undanfarin ár. Kemur þar ekki tii greina fram- koma hans sem embættismanns, þar sem hann nýtur almenns trausts og vinsælda, þvi dýralækningar og stjórnmáiastörf er harla óskylt, * Sem þátttakandi í stjórnmálum kemur Sigurður fyrst fram sem sjálfstæðismaður og gerist fyrst með- ritstjóri og siðan aðalritstjóri og eigandi íslendings á Akureyri. Með lausn sjálfstæðismálsins verður líkt ákomið með sjáifstæðismönnum og heimastjórnarmönnum. Þeir verða stjórnmálalega húsviltir, af þvi að ieiðartakmurki er náð en nýtt mark ekki sett framundan. Sjálfstæðis- mennirnir gátu ekkifremur en heima- stjómarmennirnir, horfið allir með snöggum hætti til starfs með þeirri þjóðmálahreyfingu, sem reis eins og vaxandi undiralda frá rótum æsk- unnar í þjóðlífinu á síðustu árum stjórnarfarsbaráttunnar. Sigurður var eins og fleiri á milli vita f stjórn- máium. Að visu studdi hann flokk óháðra bænda við kosningar 1916. Mun þá hafa verið ásetningur Sig- urðar, að hverfa í flokk Framsóknar- manna. En af ástæöum, sem eru ekki fullkunnar né þörf á að ræða hér, sneri hann skyndilega við blað- inu og réðist á Framsóknarflokkinn og Tímann. Fjármálaskoðanir og stefnur þjóðarinnar voru þá að falla til tveggja skauta og jafnframt að draga til þeirrar baráttu milli sam- vinnuhyggjandi manna í Iandinu og samkepmshyggjandi, sem staðið hefir siðan til þessa dags. Sigurður kaus sér þá stöðu samkepnismanna megin. Hefir hann eftir mætti beitt sér síðan gegn Tímanum og Fram- sóknarflokknum bæði i ræðu og riti. Að vfsu hefir ekki gætt mikilla áhrifa frá honum. En viðleitnin hefir brugðiö Ijósi yfir viljann og inn- rætið, svo að ekki hefir farið milli máía um það. Þessi snöggu stefnuskifti Sigurð- ar munu að sumu hafa átt þá or- sök, að hann taldi ekki liklegt að Framsóknarflokkurinn myndi dubba sig upp til framboðs á Akureyri né annarsstaðar, en með fylgi kaup- manna og blað i höndum, mun hann hafa talið sér meirt sigurvon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.