Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 3

Dagur - 05.10.1923, Blaðsíða 3
43. tbl. DAOUR 157 menn bæjarins kölluðu landaukann >Nýja ísland« og gerðu gys að. Ágreiuingur reis út af því, að M. Kr. tók efni í uppfyllinguna í brekk- unni þar fyrir ofan. Var gerð til- raun að stöðva M. Kr, í verkinu og urðu úr illdeilur og málaferli. Óttuðust þeir, er fyrir illdeilum þessum stóðu, að landið myndi hrynja fram, ef hróflað væri við brekkunni. En M. Kr. lét ekki þok- ast og vann hann glæsilegan sigur bæði í málaferlunum og á viðfangs- efnitju, eins og merkin sína. „ , . .1 Petta varð upp- HjtnarbrKgm^ | haI að afskiflum M. Kr. af bryggju- málum bæjarins. Hann var snemma kosinn í bæjarstjórn og sat þar lengst af,'meðan hann var búsettur í bænum. Hann Iagði mjög mikið á sig í þarfir bæjarins. Óhætt mun vera að fuilyrða, að enginn núlifandi borgari á Akureyri hafi unnið jafn- mikið fyrir það bæjarfélag eins og M. Kr. meðan hann var í bæjar- stjórn. Allir, sem starfaö hafa í nefndum, vita, að þarhlaðast störf- in jafnan frekast á fáa menn, þá kjarkmiklu, úrræðagóðu og vinnu- sömu. Reyndin var sú að M. Kr. var kosinn í erfiðustu nefndirnar og þar hlóðust á hann erfiðustu verkin. Kunnugir telja, að hann muni þá hafa eytt hálfu starfsafli sínu í þjónustu bæjarinsár eftir ár. Eftir að bygðin tók að vaxa á Torfunefi og Oddeyri, varð óhent- ugt að hafa ekki bryggju í miðjum bænum. Var þá ráðist í bryggju- gerð á Torfunefi. En mistök urðu á verkinu og bryggjan hljóp fram af marbakkanum og hvarf í hafið. M. Kr. tók þá sem hafnarnefndar- maður málið í sínar hendur og urðu þá umskifti. Var þá reist hin trausta bryggja, sem er ein af mestu nytja- framkvæmdum Akureyrar. Vegna hennar er bænum og umhverfinu trygð ein hin ód/rasta bryggjunotk- un, sem til er á landinu. Er engin leið fyrir þá menn, sem eiga einka- bryggjur, að skattleggja bæjarfél- agið óhæfilega, eins og sumstaðar gerist. ValnsUUskn | „“ur: eyri og Oddeyri byrjuðu að leiða vatn úr brunnum í bæjarlandinu heim í bæjarhluta þessa, urðu á því margskonar mistök. Vatnið var of lítið og þraut tímunum saman. Var þá leitað nýrra úrræða. Ráð- lögðu verkfræðingar helzt að taka vatn í Vaðlaheiði og leiða yfir á Leirunni. Þótti þetta snjaliræði. En M. Kr. taldi þetta óráð. Brim og straumvatn myndi grafa frá vatns- pípunum, ís gæti grandað þeim og óhægt eða ógerlegt að koma við aðgerðum langa tíma að vetrinum til. Hélt hann fast fram, að vatn hlyti að finnast í bæjarlandinu eða í Hlíðarfjallinu og mætti þann- ig tryggja bænum vatn til fram- búðar. Pessi leið var farin og fór eins og M. Kr. hafði spáð. Heíir Akureyri nú ágæta vatnsleiðslu úr Hlíðarfjallinu. farðakaup bœjarins. Rœktunar■ lán bœja. Akureyri er nú mesti landbúnaðarbær á ís- landi. Bærinn á mikl- ar landeignir þvert upp til fjalla og inn Glerárdal. Pessar jarðeignir eru nú orðnar bæjareign: Eyrarland, Barð, Hamarkot, Kotá, Naust, Kjarni, Bandagerði og Mýr- arlón. Land þetta nota bæjarbúar til gras- og garðræktar. Sumt er selt borgurunum á erfðafestu, sumt er til sameiginlegra nota. í landi þessu tekur bærinn verulegan hluta af eldsneyti sínu. Jarðeignir þessar eiga verulegasta þáttinn í velgengni bæjarins. Hið víðáttu- mikla land er enn þá hvergi nærri hagnýtt og með skynsamlegum að- ferðum mun hagnýting þess jafnan geta varnað verulegum skorti í bænum og í framtíðinni mun land- búnaður verða ein meginstoð bæj- arfélagsins. Á dögum Páls Briem var skipu- lagi komið á landeignamál bæjar- ins, notkun landsins og ákveðin vegastæði. Áttu þeir Páll og M. Kr. mestan þátt í að koma því skipu- lagi á. M. Kr. hefir jafnan staðið framarlega í flokki í þessari land- eignapólitík bæjarins. Og nú nýlega, þegar hann vissi, að Staðareyjan losnaði úr ábúð, fór hann til stjórn- arráðsins og fór fram á, að Ákur- eyri fengi eyjuna til leigu eða kaups. Trygði hann bænum þegar í stað forgangsrétt. M. Kr. hefir lagt mikla stund á að afla þurrabúðarmönnum í kauptúnum, ræktunar- lán. Á hagkvæmum lánskjörum til slíkra hluta hefir verið mikill hörg- ull. Broslegt var það, að á þingi 1921 tókst Bjarna frá Vogi að út- vega einstökum manni, Siefáni frá Hvítadal, til ræktunar fé, er nam tvöfaldri þeirri upphæð, sem þingið ætlaði öllum þurrabúðarmönnum í landinu. Fram að síðasta þingi hafa verið veittar í þessu augnamiði að- eins 5000 kr. lánsheimildir. Á síð- asta þingi tókst M. Kr. að fjórfalda þessa upphæð. Eru nú veittar á einu ári 20 þúsund kr. í þessu augnamiði. Pessi starfsemi M. Kr. í þarfir bæjarfélaganna stendur í sambandi við reynslu hans á Ak- ureyri. Hann vili að bæjarfélagið eða einstakir borgarar bæjarins geti ræktað sér tún og garða, svo að þeir hafi þar einskonar baktryggingu gegn atvinnuskorti og óstöðugleik á vinnumarkaðinum. Vegna þessa skilnings M. Kr. og annara góðra borgara Akureyrar á framtíðarheill bæjarins, er hann nú þegar orðinn fremsti landbúnaðarbær á öllu land- inu. Er enn mikið óunnið í þessu efni og á bærinn þar fyrir sér mikla framtíð. Pegar nú að því rekur, að dökka bliku atvinnuleysis og hall- æris dregur upp yfir höfðum verka- manna í Reykjavík og öðrum land- eignalausum kauptúnum landsins, nær sú óáran aðeins að litlu leyíi til Akureyrar vegna landeignanna. Slíkar varnir gegn ógæfu og skorti eiga bæjarbúar að þakka M. Kr. og öðrum góðum borgurum þessa Postulínið margeftirspurða er komið aftur. 12 teg. af bollapörum Kaffikönnur, Súkkulaðikönnur, Mjólkurkönnur, Sykurker og rjómakönnur, Brauðföt og diskar, Skálar o. m. fl. Notið tækifærið og kaupið ódýra, vandaða og fallega vöru meðan hún er fáanleg. Kaupfél. Eyfiiðinga. TilKynning Pann 13. Október n. k. kl. 12 á hádegi verða fjórir menn kosnir í niðurjöfnunarnefnd bæjarins, í stað þeirra Friðjóns Jens- sonar læknis, Hallgríms Davíðssonar verzlunarstjóra, Jóns Krist- jánssonar húsgagnasmiðs og Kristjáns Helgasonar verslunarmanns. Ennfremur fer þá og fram kosning á tveim endurskoðendum bæjarreikninganna, í stað þeirra Einars J. Reynis bókhaldara og Tómasar Björnssonar kaupmanns. Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar fyrir kl. 12 á hádegi þann 11. Október. Bæjarstjórinn á Akureyri 27. september 1923. Jón Sveinsson. bæjar, sem hafa stýrt málum bæj- arins með framsýni og drengskap meðan verið var að koma í kring þessu góða skipulagi. f r é 11 i r. Leiðarþingiö í Vík. Síðasta íeiðar- þing J J. 5. landsk. þm. tór tram í Vik i Mýrdat á lyrra sunnudag. Helztu andstöðugarpar hans úr Rvik komu austur þangað og voru andstæðing- arnir mjög hðsterkir. Af hendi sam- vinnumanna héldu uppi svörum J. J. og Lárus Helgason. Að Jónasi trá Hnflu sóttu margir menn en hann hélt hlut sínum einn á móti mörgum. Einkum veittust að honum Bjarni frá Vogi, Jón Magnússon, G sli Sveinsson og Eggert Ciaesen. Alls er sagt að Jónas hafl talað t 7 kl.st. enda stóð lundurinn mjög lengi. Þykir i mikið ráðist og vei af sér vikið að bjóða mörgum helztu andstæðingum slnum til slikrar hólmgöngu, sem J. J heflr gert á þessum leiðarþingum. I Landsmálafundir. Þingmannaefni Framsóknaiflokksins boðuðu til lands- málatunda i Fram-Eyjaflrði og var sá tyrri haldinn i Saurbæ ( fyrradag en hinn slðari að Þverá i gær. Saur- bæjariundurinn var einkum ijölmennur og fjörugur. Urðu snarpar ræður milli þingmannaefnanna annarsvegar, eink- um Bernharðs og Stefáns i Fagraskógi, en hinsvegar gerðu kjósendur mót- frambjóðendum crfitt fyrir með spurn- ingum. Var vörn frá þeirra hendi og hún frempr iitil. Þverárfundurinn fór að öllu svipað fram og báðir vel. Sigurður Ein. Hliðar hafði einurð og hreinskilni til að kannast við það, að hann biði sig fram móti Framsóknar- flokknum og vænti sér ekki stuðnings af honum. En hann taldi sig f ætt tii Bændadeildar Mbi. J. Sigurðssonar á Reynist., Þórarins á Hjaltabakka, Bjöms á Rangá o, s. frv. Taldi hann að úr þessu efni væri f þann veginn að myndast flokkur, sem hann ef til vill yrði f, en sem stæði væri hann f þessum pólitiska hrærigraut. Þótti Sigurði farast drengilega, sem hans var von og vísa en ekki mun hann hafa aukið traust kjósenda á hæfileik- um sfnum til þingsetu. Framkoma Stefáns f Fargraskógi var öll ódjarf- legri. Lagði hann nú sem áður stund á það, að vekja meðaumkun kjósenda með sér út af þvf að hann hafi orðið fyrir hrakningi af Framsóknarflokknum og blöðum flokksins. Reyndi hann að láta lfta svo út, sem engin ástæða væri frá sinni hendi fyrir þvf, að hann er áiitinn óflokkshæfur, þar sem með- þingmaður hans er álitinn einhver traustasti maður flokksins og heldur þó fuliri einurð og fuiiu áliti kjós- enda sinna. Reyndi Stefán að réttlæta þau sakarefni, sem Dagur hefir drepið á. Verður ef til vill sfðar greint frá spurningum, sem lagðar voru fyrir þingmannaefnin og svörum þeirra. Enginn mun gerast svo djarfur að mótmæla þvf, að fylgi Framsóknar var mjög eindregið á fundum þessum og þó eindregnara í Saurbæ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.