Dagur - 17.10.1923, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtudegi.
Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagl
fyrir 1. julí. Innhelmtuna annast
Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf.
VI. ár.
Akureyrl, 17. október 1923.
AFOREIÐSLAN
er hjl Jónl l>. I>ör,
Noröurgótu 3. Talslml 112i
Uppsögn, hundln vlð áramót
Bé komln til afgrelðslumanns
fyrir 1. des.
47. blaö.
Forsikrings — Aktieselskabet
-U-R-A-N-I-A-
Brunatrygfgir: Hús, kirkjur,
sveitabæi, húsgögn, vörur, skip á
landi og báta, o. fl.
Sjóvátryggir: Skip og báta,
vörur hvort sem eru smásendingar,
eöa heilir skipsfarmar.
/tðalumboðsmaður á íslandi:
Jórj Stefánsson.
Akureyri. - Sími 23 og 94.
íslendingar
gegn
útlendingum.
Aöaleinkenni starfsemi Magnúsar
Kristjánssonar og afskifta hans af
opinberum málum hefir veriö þjóð'
rækni. Verzlun sína rak hann á peim
grundvelli, sem áöur hefir verið lýst.
Par sem hófst okur kaupsýslustéttar-
innar á stríðsárunum f blóra viö
hækkandi verö á heimsmarkaðinum,
setti hann fyrir sig fætur. Hann lét
selja vörur sínar við kostnaðarverði,
meðan aðrir seldu við stríðsveröi,
þ. e. uppsprengdu verði, eftir því
sem ðinnflutt vara steig f útlöndum.
Pegar útsendari »Standard oil" kom
hér fyrst til lands, flekaði hann því nær
alla kaupsýslumenn með þeirri að-
ferð, sem nú skal lýst: Hann taldi
þeim trú um, að þeir fengju stein-
olíu með vildarkjðrum, ef þeir skuld-
bindu sig, með undirskrift, til þess
að kaupa olíu eingöngu af félaginu
um nokkurra ára bil. Vildu þeir ekki
ganga að þessum kostum, haföi hann
í heitingum um, að þeir myndu enga
olíu fá. Flestir kusu þessi viðskifti
og gengu að kostunum. Þegar þessi
herra kom til M. Kr., þótti honum
fastara fyrir en venja var til. Færðist
hann þá í aukana og lét Magnús
vita, að svo mikið ætti félagið undir
sér, að hann myndi ekki fá lekan
dropa af olfu. M. Kr. haföi fá orð
um, en vísaði honum þegar á bug.
M. Kr. komst suður með miklum
erfiöismunum f önnur sambönd og
trygði sér olíu fyrir útveg sínn og
eigin not. Hefðu íslenzkir kaupsýslu-
menn tekiö yfirleitt þannig á þessu
máli, hefði orðiö meiri fyrirstaða
gegn þvf, að þetta alræmdasta gróða-
félag heimsins fengi læst klóm sín-
um inn að hjartarótum annars aðal-
atvinnuvegar Islendinga.
Þegar útsendari Islandsbankahlut-
hafanna, Emil Schou, var hér á ferð
til þess að undiibúa stofnun Islands-
banka, gekk hann mjög hart fram,
til þess að ná undir yfirráð og um-
sjá bankans þeim spatisjóðum, sem
hér voru fyrir. Hér voru pá tveir
sparirsjóöir. Annar gekk fyrirhafnar-
Iaust á hönd erlendu hluthöfunum.
Hinn, Sparisjóöur Noröuramtsins,
var tregari I stjórn hans voru Páll
Briem, amtmaður M. Kr. og Júlíus
Sigurðsson bankastjóri núverandi. Til
mótstööu gegn þessari stefnutéöust
einkum M. Kr. og Júl. Sigurðsson.
M. Kr. haföi orð fyrtr þeim. Að visu
fóru þéir halloka. Yfirstjórn þessara
innltndu peningastofnana var látin
í hendur erlendra manna.
Afstaöa M Kr. til hinnar erlendu
steinolfukúgunar »Standard oil" er
sjálfri sér samkvæm. Hún hefir end-
að i fuilum sigri íslendinga yfir
erlendu fjárkúgunarvaldi. Ríkið hefir
tekið þessa verzlunargrein í sfnar
hendur. Máttur þess, þótt lítill sé,
áorkar því, sem hvorki einstakling-
ar né verzlunarfélög geta: að varna
því að ísiendingar verði kúgaðir í
þessu efni.
II.
Afstaða M. Kr. er enn hin satna.
Athugum þau öfl, sem nú eigast
við í kjötdæmi hans. Annars vegar
eru þeir menn, sem hafa hneigst að
M. Kr. og vilja styðja pólitík hans.
Hins vegar er hið erlenda vald:
Höepfnersverzlun, Hinar sameinuðu
íslenzku verzianir og skósveinn olíu-
hringsins ameríska.
Kjósendum Akureyrar ber, skyldu
sinnar vegna, að athuga, hvaðan sú
alda er risin, sem leitast við að velta
sér yfir íslenzka mótstööu gegn er-
lendum ráðum yfir fjármálum pjóö-
arinnar. Hún er risin frá erlendum
selstöðukaupmönnum og vikapiltum
erlendra okrarafélaga. Kjósendum
ber vel að athuga, hverjum vopn-
um peir eru beittir. Margir fátækling
ar eru meira eða minna í pjónustu
þessara manna. Sterkur orðiómur
gengur um það, að þeir noti að-
stööu sina gagnvart fátækum vinnu
lýð, til þess aö tryggja skjólstæörng
sínum, Birni Lindal, fylgi, á þann
hátt, að hóta fá'æku verkafólki at-
vinnumissi og öðrum óþægindum,
ef það ekki kjósi hann.
Verkafóiki er óhætt að bera sig
upp undan þesskonar kúgunarráð-
um, svo þeir sem aö þeim standa,
Þingmálafundur.
Við undirritaðir höfum ákveðið að halda um-
ræðufund um landsmál, fyrir Akureyrarkaupstað,
föstudaginn 19. þ. m., í Samkomuhúsi bæjarins,
kl. 7 e. h.
Vegna aukins kjósendafjölda er viðbúið, að
húsrúmið verði eigi nægilegt og því geti ekki ,
aðrir fengið aðgang að fundinum en kjósendur.
Akureyri 16. október 1923.
M J. Kristjánsson. Björrj Líndal.
ef nokkrir eru, geti oröiö opinber-
Iega stimplaðir. Þar sem lýðfrelsi og
sannfæringarfrelsi ríkir, má ekki
þesskonar kúgun eiga sér stað.
M Kr. hefir sjálfur verið kaup-
maður. Hann veit, að heiöarleg
kaupmannsstaða er allrar virðingar
verð. Starfsemi hans hefir öll lotiö
að þvf, að gera verzlunina innlenda;
að hún yrði rekin með fyrirhyggju
og ráðdeild og með heill íslenzkrar
alþýðu jyrír augum. Hann er þess-
vegna ekki i andstöðu við íslenzka
kaupmenn, sem standa tneira eða
minna I þjóðræknislegu sambandi
við isienzkan aimúga, en hann er
f fullri andstöðu við áðurnefnda
fulltrúa erlends valds, sem hafa að
alforgöngu f kosningabaráttunni hér
. á Akureyri og kunna að beita þeim
ráðum, sem áður er lýst.
III.
Barátta íslendinga gegn erlendu
valdi hefir veriö tviþátta. Annars-
vegar stjórnarfarsleg, hinsvegar efna-
hagsleg. Síðan á dögum einokun-
arinnar hafa beztu menn þjóðar-
innar haldið uppi þessari baráttu.
Skúli Magnússon og Jón Sigurös
son verða jafnan taldir fyrstu höf
uðsækjendur á hendur erlendu fjár
muna og verz'unarvaldi.
Samvinnustefnan hefir átt stærsta
þáttinn f því, að gera verzlunina
innlenda. Vald hennar hefir yfirbug
að fjölda af selstöðuverzlununum
dönsku, svo þær hafa oltiö um koll
og horfið úr landi.
Þrátt fyrir það, sem unnist hefir,
er enn mikið óunnið Takmarkið er,
að gera verxlumna innlenda og út-
Hér með tiikynnist vinum og
vandamönnum að móðir okkar, Jón-
ína Kristjana Heigadóttir, andaðist
að heimili sínu, Þyrnum i Glerár-
þorpi, 12. þ. m.
Jarðarförin er ákveðin að Lög-
mannshlíð 23. þ. m. og hefst með
húskveðju frá heimili hinnar látnu
kl. 1 e m.
Þyrnum 17. okt. 1923.
Börn hinnar látnu.
rýma erlendum verzlunum, sem
sópa verzlunararðinum burt úr land-
inu.
Verzlanir þær, af útlendu bergi
brotnar, sem enn standa hér föstum
fótum, vita hvert stefnir. Þessvegna
láta þær ekkert tii sparað að festa
sig í sessi og tryggja aðstöðu sína.
Hér á Akureyri eru þrfr fulitrúar
erlends valds, sem áður hafa verið
nefndir. Vilja kjðsendur athuga, að
baráttunni fyrir kosningu Bjðrns Un-
dal, er haldið uppi og stjðrnað aj
þessum skósveinum eríendra fjáraflú-
manna. Og vilja þeir bregðast hug-
sjón þeirra manna, sem barist hafa
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar í verzlun
frá því Skú'i fógeti hóf þá baráttu.
Kosningabaráttan hér á Akureyri
er að þessu sinni ein af höfuðor-
ustunum í þessu langa stríði. fs-
lendingar gegn útlendingum!
Málstaður íslenzks sjálfstœð-
is og almenningsheillar gegn
stórdönum ög: erindrekum
þeirra.