Dagur - 26.10.1923, Blaðsíða 2

Dagur - 26.10.1923, Blaðsíða 2
180 DAQUR 49. tbl. um enduðu ( hinum mesta óróa og stimpingum við mótstöðumenn hans og jafnvel ofsóknarmenn. Þegar þeim deilum slotaði, lét B. L. lítið á sér bæra í mörg ár. Á þeim árum keypti hann Svatbarð og snerist að athöfnum á jörð sinni, og síldarbraski. Kosningarnar 1919. Næst rekur B. L. upp höíuðið f kosningunum 1919. Þá voru að verða stefnuhvörf f fslenzkum stjórnmálum. Gamla deilumálið var útkljáð. Stjórn- mátamenn þjóðarinnar voru að snúa sér að innantandsmálunum. Svið þeirra máta var þvf nær eins og ónumið land. Fyrsta hreyfingin, sem reis upp á þeim grundvelli og stefndi f á- kveðna átt, var hreyfing óháðra bænda 1916. Árið 1919 var sú stefna kom- in f ákveðnari farveg. Framsóknar- flokkurinn, með Tímann og Dag f broddi fylkingar, sótti þá fram. B. L. bauð sig fram f Eyjafjarðarsýslu. Af- staða hans við kosningarnar varð ó- tjós og tvfræð. Hann var orðin bóndi og hneigðiat þvf hálft um hátft að stefnu bænda. Annars vegar toguðu í hann gömul sambönd við broddborg- ara Akureyrar. Eðli hans sjálfs er þann veg háttað, að meira réðu sam- bönd hahs við gróðahyggjumenn og broddborgarana. Hann gat þvf aldrei unnið sér tiltrú samvinnumanna f hér- aðinu. Rœður hans á fundum urðu skoplegt sambland af viðurkenningum á stefnumálum bœ da og vörn fyrir stefnu broddanna. Úrslitin urðu þau, að bændur héraðsins yfirleitt réðu það við sig, að ásælast ekki þennan mál- svara samkepninnar. B. L. féll við kosningarnar. Fall við kosningar er engin nýlunda. Samt verkaði það á B. L. á atveg sérstakan hátt. Lfklega er það eins dæmi, að nokkur hafi orðið við þess konar ósigri á þann hátt, sem hann varð. »Kpsningahugleiðingar um sfálf- an mig og aðra« er eitt af merkilegri ritverkum, sem sést hafa; ekki vegna þess, sem þar er ritað, heldur vegna þess sálarástands, sem sést á bak við. Skrif þetta er árás á kjósendur fyrir að taka ekki fagnandi við fram- boði slíks mauns, sem hann er og mjög mannskemmandi ummæli f garð keppinauta hans og mótstöðumanna. Kom þá mjög berlega f Ijós, að B L. þjáist af þvf, sem á dönsku er kallað »ForfölgeIses Vanvíd«, þ. e. ofsóknar- ótti. Mótstaðan gegn honum var ekki, að hans dómi, mótstaða f þjóðmálum, heldur ofsókn gegn honum sjálfum. Orð hans voru óendanlega rangfærð og misskilin, eftir þvf sem hann sjálf- ur sagði og varð aukadeila úr þvf, hvað hann hefði sagt og ekki sagt. Bárust inn f þá deilu nöfn ýmsra manna. Deila þessi og illindi B. L. út af kosningaósigrinum urðu jafn úrslitalaus eins og þau voru einskisverð f sjálfu sér. Enginn af þeims sem hann skamm- aði, fann ástæðu til þess að anza honum. Hann bsrðist þvf við blindan og hrópyrði hans og æðruorð urðu dómur yfir honum sjálfum. Stærð hvers ósigura f lffinu fer að mjög miklu ieyti eftir skapferli og manndómi þess, sem fyrir verður. Kosningaósigur B. L, tvöfaldaðist við eftirköstin. Eftir þenn- an tvöfalda ófarnað, lét hann lftið á sér bæra um skeið. »Fr jálsir menn í f r jálsu Iandi * Inn f þessa sögu verður að skjóta stuttum kafla úr stjórnmálasögu sfð- ustu ára. Næsta roka B. L. var bund- in við tilraun Framsóknarflokksins, að sporna við almennri eyðslú og héfiausum skuldaskiftum við erlendar þjóðir. Þingið 1921 átti að skera úr þvf, hvort stefna sú, sem stjórnin hafði tekið f bjargráðamálunum, yrði brotin á bak aftur eða henni haldið fram. Deilan um þetta barnaði þvf meir, sem nær dró þinginu. Samvinnu- menn Iandsins beittu sér fyrir inn- flutningshöftum en kaupsýslumenn landsins á móti. Hvergi varð deilan um þessi stefnumál harðari en á Ak- ureyri. Þau urðu aðalmáiin á þing- málafundi M. Kr. um veturinn. Kaup- menn bæjarins höfðu lagt hið mesta kapp á að brjóta niður þessa stefnu. Unnu þeir að þvf með undirskrifta- smölun og viðbúnaði til sóknar á áð- urnefndum fundi. Málsvarar þeirra á fundi þessum voru B L. og Sig. Ein. Hlfðar. Sókn frá hendi M. Kr. og hans manna varð svo hörð, að kaupmanna- iiðið fór halloka bæði f umræðum og atkvæðagreiðslu. B. L, sem hafði tekið að sér að verja kaupmannamálstaðinn á fundi þessum og var aðalgrjótpáll þeirra, þóttist heldur vanhaldinn eftir fundinn. Rann honum kapp f kinn og hugðist hann að rétta við málstaðinn með stóru átaki. Nokkrum dögum sfðar boðaði hann til fyrirlestrar, sem hann nefndi þessu stóra nafni: »Frjáisir menn f frjálsu Iandi.« Fyrirlestur þessi hófst með hálf- gerðum guðsþjónustublæ, þvf fyrir- lesarinn mintist ( upphafi máls sfns Stetáns skólameistara. En svo mátti heita að bæjarbúar gengju frá gröf Stefáns inn ( húsið til B L. Er íyrir- lesarinn .hafði hagnýtt, eftir sfnu viti, geðblæ dagsins, á þeim grund- velli, að alt gengi nú öndvert hér f landi við það, sem hinn framliðni ágætismaður hefði óskað, hvarf guð- ræknisblærinn af ræðunni og harnaði hún þvf meir, sem á leið. Var þar saman safnað svæsnustu árásum á mannorð forstöðumanna Landsveizlunar og S í S. Fullyrt var að þessum stofnunum væri haldið við til hags- muna fyrir einstaka menn og innflutn- ingsböftin væru stolnsett og fram- kvæmd f sama skyni. Rógur var þar borin milli bænda og verkamanna og alt var erindið fávlsleg, skapstillingar- laus árás og stórskammir. Það skiítir máli f sambandi við erindi þetta, að það varð einn veru- legur þáttur f þeim rökvillum, sem haldið hefir verið á lofti f bjargráða- pólitfk sfðustu ára. Bráðabirgðartil- raunir Framsóknarflokksins, til þess að verjast þjóðargjaldþroti, hafa and- stæðingarnir talið veta stetnumál og árás á frelsi þjóðarinnar. Upp af þessu er risið hið fávfslega f/elsisglamur, sem áður hefir verið athugað hér i blaðinu. B. L. gerðist með erindi þessu forsvarsmaður þeirrar stefnu f þessum málum, sem að vfsu sigraði f bráð, en sem hefir leitt þjóðina til hinnar mestu dforsjáln: og eyðslu, svo að henni liggur nú við fullu gjaldþroti. Fyrirlestur B. L. var atbugaður mjög rækilega hér f blaðinu. Hér skal ekkert af þvf endurtekið. Aðeins skal bent á, að reynsla þjóðarinnar hefir látið ofsa og illan málstað B L sér til skammar verða. »Frelsið« hefir sökt þjóðinni f óbotnandi skuldir og gjald- þrot er framundan, ef þjóðin heidur áfram að hlusta á frelsisglamur B. L. og hans samherja. Bjarnargrei?Ji. Snemma á árinu 1922 andaðist Pétur Jónsson frá Gautlöndum, at- vinnumálaráðherra og þ.m. S. Þingey- inga. Kosning fór, lögum samkvæmt, bráðlega fram. Framsóknarflokkurinn bauð fram Ingólf Bjarnarson f Fjósa- tungu. Þingeyingar urðu ekki á eitt sáttir um val mannsins og buðu fram á aðra hönd Steingrfm Jónsson bæjar- fógeta. B L gerðist umsvifamikill er dró að kosningu þesssri. Hann skrifaði 18 dálka grein f íslending og var svo til ætlast, að hún bætti fyrir Stgr. Innihald greinar þessarar gerði lengd hennar hvimleiða. B. L. gat þess, að Þingeyingar væru þroskaðir kjósendur, en greinin var rakalaus þvættingur um bolsévisma f Þingeyjar- sýslu, þjóðskipulagsbyltingahug Ingólfs f Fjósatungu, fretsisrán þeirra manna, sem beittu sér fyrir kosningu bans o. s. frv. Alt var þetta framsett af svo mikilli hvatvfsi og f þeim æsinga- tón, eins og verið væri að rita fyrir óþroskuðustu kjósendur. Þingeyingar sýndu, að þeir kunnu að meta svona löguð skrif. Úrslitin voru stór snoppungur á B L. Enda var bæði frambjóðandinn, sem fyrir var unnið, og kjósendurnir óvirtir með svo lftilmótlegu æsingaskrifi. . Þeir, sem böfðu treyst B. L til styrktar Stgr., fyrirurðu sig, þegar sást, að svipaðri aðferð var beitt við Þingey- inga, eins og höfð er við ilta læsan úthverfalýð f stórborgum heimsins. Þessi roka B. L. varð honum til van- virðn en Þingeyingum til skapraunar. »Hjálp« B. L er hann veitti Stgr. hefir verið kölluð Bjarnargreiði. Rœktunarfélag Noröurlands. B L. hefir setið f stjóruarnelnd Rf. Nl. um nokkur ár. Á þeim ðrum hefir féiaginu hnignað og það kornist f miklar skuldir. Áður hefir verið lýst hér f blaðinu þessum ófarnaði félags- ins. Alveg er það vafalaust að um er kenna að miklu leyti lélegri stjórn félagsmálanna. Sigurður Hifðar hefir verið formaður þess. Orð fer af þvf að B. L. hafi verið mjög áhugalaus um málefni og stjórn félagsins; að hann hefir sjaldan sótt fundi og til lftils gagns. Afsökun B. L. um hlut- deild f slæmri stjórn liggur í áhuga- leyai hans og vanrækslu á starfinu. Þrátt fyrir þetta hefir B. L. komið við sögu félagsins á mjög citirtektar- verðan hátt. Á fulltrúafundum og á námsskeiði félagsins veturinn 1922 lét hann mikið til sfna taka. Sú há- vaðasemi og umsláttur B. L. á manna- mótum þeim, sem félagið hefir stofnað til, verður brosleg við hliðina á af- skiftaleysi hans af stjórn iélagsmál- anna. Hvorttveggja ber vott um vilja, til þess að berast mikið á, þar sem menn eru saraan komnir, vekja traust á sér sem foringja og éf til vill ber það vott um augnablikshrifningu og löngun, til þess að koma góðu til leiðar. En þar sem skortir viljafestu, daglega starfssemi f þarfir góðra mála og þolið skap f seinunninni umbóta- baráttu verða slfk áhugagos einskis- verðar vindbólur, sem hjaðna niður jafnbraðan. Þetta hefir komið á dag- inn um B. L. Á bændanámsskeiði félagsins 1922 tróð hann sér fram fyrir alla, var sftalandi og eyddi miklu af tfmanum f einskisverðar umræður og þras um það mál, er hann flutti þar. Verður minst á það sfðar sér- staklega. Vorið 1922 gekk B. L. úr stjórn Rf. Nl. í félaginu var áhugi fyrir þvf að endurkjósa hann. Á aðra hönd var þar hreyfing fyrir því, að skifta um menn og þótti mönnum ákjósan- legt, að fá Guðm. Bárðarson kennara í stjórnina. Þennan mann hafði B. L. sjálfur bent á sem varamann sinn. Kosningin féll þannig að Guðm. Bárð- arson var kosinn með litlum atkvæða- mun. L'klega hafa fáir af þeim, sem kusu ekki B. L. þá, átt von á þvf að silkt mundi af hljótast, sem raun varð á. B. L. hafði haft sig mjög f frarami á fundinum og talað þar manna mest. Nú urðu úrslitin þau, að hann var feldur úr stjórninni. Virð- ingargirni hans, skapstillingarleysi, of- sóknarótti og ósmekkvfsi hjálpaðist að, til þess að gera þessa kosningu, sem f sjálfri sér var alls ekkert at- hugaverð, að talsverðum ósigri fyrir B. L. Hann hljóp upp stórmóðgaður og atyrti fundinn fyrir að kjósa sig ekki. Fundurinn endaði f hálfgerðri upplausn og ósamkomulagi. Þeir, sem fylgt höfðu B. L., urðu flestir hissa og ósælir með þessa framkomu. Nokkr- ir urðu reiðir á sama hátt og hanm Hmir, sem ekki höiðu kosið hann, hrósuðu bsppi yfir þvf, að hafa ekki vilst með atkvæðum sfn á þann mann, sem reyndist svo óhæfur, til þess að samþýðast misvindi almenningsíylgisins. Lfklega sýnir fátt gleggra en upp þot þetta út af jafnlftilsverðu raáli, hversu B. L er, þrátt fyrir nokkra kosti og góðvilja, algerlega óhæfur, til þess að fara með almenningsmál. Á bak við gaspur og hávaða á mann- fundum rfkir umhyggja svo sterk fyrir eigin áliti, að búast má við stór- kostlegum gauragangi og hneykslum, ef út af ber með fylgið og aðdáunina. Nýbýlamállö. Áður var minst á það, að tiltölu- lega mestur tfmi bændanámskeiðsins á Akureyri 1922 gekk, til þess að ræða mál það, er B. L. flutti þar, en það var nýbýlamálið. Allir vita að »aukið landnám« á íslandi er eitt mesta vandamá! þjóðar- innar. Um það hafa ýmsir góðir menn rætt og ritað. Úrlausnin liggur ekki laus fyrir. Margt þarf að færa til ann- arsvegar, en nú er, áður hægt sé að 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.