Dagur - 26.10.1923, Blaðsíða 3

Dagur - 26.10.1923, Blaðsíða 3
49. tbl. DAOUR 181 gera sér vonir um varanlegan fram- gang málsins. Hugsunarháttur þeirra, sem eiga jarðirnar, þarf að breytast. Skilningur löggjafarváldsins á gildi sveitamenningarinnar fyrir þjóðina þarf að vaxa. Og fjárhagurinn þarf að batna, ef nokkru á að geta orðið um þokað. Nýbýlamálið hefir valdið einu þessu barnalega áhugagosi B L. Á aðalfundi Rf. Nl. 1921 hreyfði hann því máli og kvaðst mundi síðar taka það fast- ari tökum. Þetta loforð reyndi B. L. sfðan að efna á áðurnefndu bændanámsskeiði. Hljóðbært varð, að einhver veigamesti þáttur námskeiðsinB væri erindi B. L. um nýbýlt. Eins og eðlilegt er, leggja heimilislausir og framleiðslulausir menn f kaupstöðum hlustirnar sérstaklega við, þegar um er að ræða nýbýli f sveitum landsins. Svo mikið var haft við þetta erindi, að til þess var boðað f Samkomuhúsi bæjarins. Var það gert til þess að sem flestum af hinum mörgu þurrabúðarmönnum kaupstaðar- ins gæfist kostur á, að hlusta á þenn- an fagnaðarboðskap. Helztu drættir kenningar B. L. voru þessir: Nýbýlamálið átti að leysa með frjálBum samtökum. Löggjafarvaldið átti ekki að eiga þar hlut að. Bændur áttu að láta af hendi sex dagsláttur af landi & jö'ðum sfnum til nýbýla. Með frjálsum samskotum átti að mynda sjóð tit sjálfrar nýbýlagerðarinnar. Inn f þetta var og brugðið þeirri hugsun, að sameina þessa hugmynd og kenn- ingu Gisla Skúlasonar um persónu tryggingar. Att átti að vera með frjálsum samtökum. Um mál þetta vai mikið rætt, eins og áður er aagt. Auk þeirra umræðna, sem urðu að loknu erindi, var það tekið síðar fyrir á námaskeiðinu. Loks náði það hámarki sfnu f kveðjugildi, sem haldið var f lok námsskeiðsins, eins og sfðar verður á vikið. Málið mætti strax talsverðri mótspyrnu Það þótti ekki nema hálihugsað og ekki vel hugsað það, sem hugsað var. Von- Iftið þótti um, að almenn samtök myndu leysa þetta mál án fhlutunar löggjafarvaldsins og fjárveitinga. Sex dagsláttur var hlægileg tillaga og til þess eins fallin, að skapa úrræðalftinn öreigalýð f sveitum landsins, sem ætti við sveltikjör að búa utan við túngarð stærri og sjálfstæðu býlanna. B. L. rak sig á þann skilning manna, að sjálfstæð heimili eru skilyrði fyrir sveitamenningu og sveitamenningin er undirrót þjóðmenningar. Kotungalýð- ur, sem œtti brauö sitt og atvinnuvon l hendi stðrbœnda helma á aðalbýlun- um, myndi ekkl leiða til aukinnar pjáðmenningar og sii úrlausn gatfi ekki hrakningsmönnum þjóðarlnnar griðastað 0g heimilisgœfu. Umræðurnar um svona illa hugsað mái og grautarlegar hugmyndir urðu auðvitað árangurslitlar. Þó leiddu þær til þess, að frummælandinn B. L. sá og skildi, að málið væri ekki full- hugsað. Að vfsu kvað við f lfkum tón og áður bjá honum, að mjög væri hann misskilinn f máli þessu og ekki mundi afstaða sú, er ýmsir tækju til málsins, vera sprottin af tómum góð- vilja til afn. Fór nú að færast á hann pfslarvættisbragur og hann birti f ís- lendingi ávarp út af þessu máli, þar sem hann stórfurðaði sig á þvf, hversu bann væri misskilinn og hann bað menn þess lengstra orða, að ræða ekki frekar um málið, þar lil hann vœri sjdifur búinn að skrifa um það grein, sem mun hafa átt að verða mjög ftarleg. Mátti skilja, að þeirrar greinar yrði ekkt langt að bfða. Nú er liðið hátt á annað ár sfðan og enn hefir ekkert sést á prenti frá B. L. um máltð. Biðin er orðin ósann- gjamlega löng. Sú staðreynd, að B. L. hefir œtlað sér að rita um málið, veitir ekki öðrum endalausa ástæðu, til þess að þegja og btða Að B. L. hefir ekki efnt loforð sitt, verður ekki skilið nema á einn veg. Áhugagosið varaði aðeins skamma stund Fórntýsin þokaði fyrir gróðaiyggju. í stað ný býlagerðar snérist hann að þvf að mynda gróðatélag, til þess að kaupa og selja sfld. Hafi þessi bjargvættur hinna heimilislausu manna ritað nokk uð um nýbýlamálið, eru lfkur tii að handrttið hafi slæðst ofan í sfldar- tunnu og borist til Svfþjóðar. Má þá væntaniega tetja það úr sögunni. Þó er nú eftir að greina frá þeim þætti þessa máls, sem er í rauninni gráibroslegur. í áðurnefndu kveðju- gildi bændanámsskeiðsins voru enn æstar upp umræður um þetta mál. Áður hatði B. L lýst yíir því f ræð- um, að hann ætlaði að helga þessu máli krafta sfua og væri við þvf bú- inn, að taka á sig vanþakklæti heims- ins og jafnvel ofsóknir þeirra manna, sem vildu eyðileggja aig. Munu mörg hjörtu hafa viknað undir þeim orðum þessa »velgerðamanns hinna heimilis- lausu«. Hiti B. L. f málinu fór eins og alda i gegnum sálir flestra, sem þarna voru saman komnir. Hann var búinn að tala sig upp f það ástand, að vart átti hann orð, til að iýsa til- finningum sfnum. Aðrir hrifust með og loks rak svo langt, að menn stigu fram og efndu til heitstrenginga að fornum sið. B. L. strengdi þess heit, að gefa 50 kr. f þarfir þessarar lifs- hugsjónar sinnar. Jóhannes Laxdal f Tungu heitstrengdi að býli skyldi verða komið upp innan skamms. Ætt- jarðarást Kristjáns f Nesi f Fnjóska- dal óx með þvflfkum kynstrum, að hún rúmaðist ekki f heimasveitinni, heldur flæddi vestur af Vaðlaheiði. Hann heitstrengdi að plægja dagsláttu á þessu fyrirhugaða nýbýli. Einar J. Reynis heitstrengdi að gefa fræ á dagsláttuna. Eftir alt þetta var sfzt að furða, þó augu hinna heimilislausu hvörfluðu til Tungulands, þar sem lftill bær.átti að rfsa upp f nýju túni eins og fag- urt minnismerki þeirrar ættjarðarástar og fórnfýsi, sem B L. tókst að vekja f landinu á þvf herrans áti 1922. En úrslitin hafa orðið mjög sorgleg fyrir þá, sem gerðu sér þarna vonir um heimili. Pessi vppœstl hégómi hjaðnaði niður jafn snðgglega og hattn var til orðinn. Nýbýlið er enn ekki risið upp, engin girðing, enginn bær, Kristján plægir ekki og Einar sáir ekki. Þúfurnar halda áfram að stara l himinhvolfið jafn gráar og gróðrarvana eins og þær hafa verið frá ómunatfð. Ályktanir. Hér hafa verið dregnir saman nokkr- ir af þeim dráttum, sem B L. hefir að þessu lagt til f æfisögu sfna. Les- endurnir skulu nú að mestu látnir einir um að draga af þeim sfnar álykt- anir. Drög þessi úr opinberum afskift- um B. L. af almennum málum eru nægilega ljós, til þess að á þeim verði reistar lfkur til, hversu hann myndi reynast á þingi. í stuttu máli verða ályktanir blaðs- ins þessar: B. L. á til talsvert af góðvilja. Hann getur við sérstök tæki- færi orðið svo barnalega hrifinn af löngun, til þess að láta eitthvað gott af sér leiða, að hann tali sig brenn- heitan, geti naumast varist tárum og biðji guð bástölum. Áhuga- og af- skittaleysi hans t. d. um stjórn Rf. Nt., sýnir, að þessi bávaði hans á manntundum eru móður- ýkiskend ein- kenni þess ístöðuleysis og viljaveilu, sem er á bak við. Vhjavetkir menn og litlir startsmenu vilja gera sem stærst áhlaup, þegar þetr komast af stað á annað borð. Hávaða hans og viðkvæmnt eykur þesst mis&kilningur, sem gripur hann stundum, þegar hann kemst i mannþröng: að hann sé eig- inlega möndulltnn, sem samkvæmið og tiletni samkvæmtsms snúist um. ístöðu- leysi hans og tómlæti f nýbýiamáiinu gefur litlar vonir uro, að hann yrði starffús og alka. tsmaður f löggjafar- starfinu. í skapferli B. L. liggja stærstu ann- markar hans. Olsókaarhræðsla hans gerir hann ásteytingasaman. Það er ekki lfklegt, að sá maður, sem ekki þoldi að vera feldur úr stjórn Rf Nl. án þess að vekja atórt uppþot, kæm- ist klaklaust út af þingmensku. Stórt og sveigjulaust skap gerir sæmilega starfskrafta ónotbæfa. Og auðvitað er þvi minni von góðra úrslita sem sam- an fara of mikið sjálfsáiit, æst og sárviðkvæmt skap og lítil statffýai. Skapíerli B. L. og framkoma á mannfundum, þar sem ágreiningsmál eru til umræðu, er svipað útsynningi, sem rekur á roknabylji. Hugsjónir hans eru eins og rosaljós < byljunum. Á milli koma löng tfmabil af glætu- lausri kyrru. Rfkir þá jafnan sama ó- vissan um það, hvenær næsta roka muni detta á og hvaðan vindur sá muni standa á þjóðmálunum. A víðavangi. • Réttast væri« J. Sv. telur B. L. hafa sagt að réUasi vœti að hann tæki að sér (undarstjórn. Nógir voru vottar að þvf, að B. L. sagðist taka fundar- stjórnina f sfnar hendur og að hann sagði það án nokkurs undandráttar. J. Sv. segir því þetta ósatt, liklega móti betri vitund, til þess að þéknast sinum nýju pólitfsku herrum. Einn af kostum B. L. er sá, að hann mundl aldrei, sfzt er honum væri skapfátt orðið, gera sér tæpitungu við sifkan fundarstjóra, sem við var að eiga á framboðsfundinum. S t a k a. (Fanst rituð á sfðasta ísl.) »íslending« er ekki nýtt, að hann sannleik flýi; svfður ekki að setja á hvftt svarta fjandans lýgi. FramboCsræða Líndals Ritstj. ísl. á slæma aðstöðu. Hann hefir þurit að »digta upp< framboðsræðu Lfn- dals. Þetta ætti að gera aðstöðu Lfn- dals skárri hjá þeim, sem ekki heyrðu til hans en trúa þvf, að hann hafi haldið þá ræðu, sem ísl. hefir eftir honum. En þeir, sem heyrðu ræðu B L um sj&ltan hann og lffið voru á einu máii um, að hún hefði ekki komið þjóðmálunum neitt beinlfnis við. í ræðu Tryggva er þó höggvið á hlutum, sem um þarf að tala og er hún þvf betri framboðsræða. Eftir benni að dæma, hefði fremur átt að bjóða fram Guunl. Tr. Jónsson en Lfndal. Vonandt þyktr íslendingsliðinu ekki minkun að þessu, né það vera fyrir neðan allar hellur að minnast á þeirra eigin ritstjóra sem frambjóð- anda. »ójöfn aðsfaða*. Hallgr. Davíðs- son veizlunaratjóri segir, að löggjaf- arvaldtð hafi gert aðstöðu Kf. Eyf. og Höepmersvetzlunar taisvert ólíka. Á hann þar við, að Hallgrimur Davlðs- son, niðurjöfnunarneíndarmaður, getur ekki lengur ákveðið, eftir sínum geð- þótta, útgjöld Kf. Eyf., heidur eru þau ákveðin með lögum. Að þvf leyti er aðstaðan ójöfn. Þar með er ekki sagt, að aðstöðumunurinn sé ranglát- ur. Eða hver er munur á starfshátt- um fyrirtækja þessaraf Kf. Eyf. varð- veitir allan verzlunararðinn f landinu. Bændur og Akureyrarbúar eiga f verzl- un þessari sjóði, sem nema samtals um 600 þús. kr. að meðtaldri inn- lánsdetld. Auk þess hefir verzlunin greitt viðskiftaarð ( reikninga manna, sem nemur stórfé. Höepfnersverzlun geldur að sjálfsögðu starfsmönnum fsnum vel unnið starf, eins og Kf. Eyf. Að öðru leyli sópar hún verzl- unararðinum úr landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.