Dagur - 25.04.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 25.04.1924, Blaðsíða 3
16. tbl. DAOUR er Símskeyti. Rvík 22. april. Vélbáturinn MSeyðfirðingur" frá Seyðisfirði fórst útaf Stöðvarfirði á Laugardagsmorguninn. Hefir senni- lega rekist á blindsker. Skipshöfnin, átta Seyðfirðingar, druknaði. Fimm Ifkin fundust samdægurs. Síra Sig- urður i Vigur dó í gærkvöldi á Landakotsspítala, úr blöðrusjúkdómi. Togararnir afla afbragðsvel síðustu þrjá daga. Prettán hafa komið inn. Meðalafli um 100 lifrarföt eftir stutta útivist. Ekkja Stinnes er einkaerfingi að öll- um eignum hans. Þjóöverjar undir- búa framkvæmd skaðabótagreiðsl- unnar. Þjóðernissinnar einir and stæðir. Nýtt frumvarp um einkaleyfi til happdrættis á íslandi borið fram á pingi af mönnum úr báðum flokk- um. Annað ekki að frétta úr þinginu. Búist við þingslitum 3. maí. «Tím- inn“ fiutti á Iaugardaginn Ianga og harðorða grein um Morgunblaðsút- gáfuna. Tilefni, ummæli Þorsteins Gíslasonar í Lögréttu, eftir sam- bandsslitin við Morgunbl. um af- skifti danskra kaupmanna af útgáfu Morgunbl. Sagði Tíminn Fenger (aðalmann Nathan & Olsen) vera hinn eiginlega ritstjóra Morgun- blaðsins, en hinir nýju ritstjórar væru aðeins leppar. Greinin vakti geysi athygli. Blaðamannafélagið samþykti á fundi yfirlýsingu um, að það teldi mjög óviðeigandi að út- lendingar skiftu sér af blaðaútgáfu á íslandi. Fréttastofan. Skólamál þingeyinga. Samband þingeyskra Ungmennafélaga hélt aðal- íund sinn á Ytra Fjalli í gær. Þar var samþykt að byrja á byggingu f vor, er stjórninni lagt f sjálfsvald hvor staðutinn yrði valinn að fengnum endanlegum svörum Grenjaðarstaðar- prests. Ltkurnar fyrir því að hægt sé að nota laugina eru miklar og á Litlulaugum mun skólinn hljóta allgóða aðstöðu að öðru leyti. U. M. F. Geisli f Aðaldal hefir lofað ioo dagsverkum til skólabyggingarinnar og er það stórmyndarlega við brugðist. Manu fleiri á eftir fara. Dánardœgur. Látinn er í Reykja- vfk séra Sigurður Stefánsson frá Vig- ur. Var hann fluttur veikur að heim- an suður til lækningar, en dó bráð- lega. Sigurður var einn þeirra manna, er lengst sátu á þingi íslendinga úg var að ýmsu leyti merkilegur maður. Hann lét af þingmensku á sfðastliðnu hausti. Látinn er nýlega Þórður Danfels- son í Gnúpafelli, fyrrum bóndi þar, háaldraður maður, F r é f t i r. Tíðarfarið Veturinn hefir verið þráviðrasamur með miklum jarðbönn- um en eigi veðurharður. Góðar hlákur komu f byrjun aprfl og gerði auða jörð vfða um sveitir, en mjög bráðlega kom aftur snjór og hefir sfðan lftt notið beitar, enda veður verið ógæfta- söm og þvf verri, sem nær hefir dreg- ið sumri. Heybirgðir manna eru nú mjög að þrjóta um sveitir hér nórð- anlands og haldist hagbönn og veður- vonzka fram á sauðburð, má búast við stórum áföllum f búfjárhöldum manna. Skipafregnir Goðafoss og ísland komu nýlega frá Kaupmannahöfn. Goðafoss kom hér litlu fyr. Nokkrir borgarar bér úr bænum tóku sér þó fremur far með íslandi. Meðal þeirra voru Ragnar ÓlafsBon konsúll og son- ur hans Egill, Sigurður Bjarnason, Hallgr, Davfðsson og Pélur Pétursson kaupmenn. Rannveig Bjarnardóttir, hótelhaldari, Hulda Jensson og Hinrik Thorarensen læknir á Siglufirði. Er ömurlegt að sjá íslendinga sækjast eftir þvf að flykkjast fremur með er- lendum skipum en fslenzkum. Má vera að viðkoma íslands f Reykjavfk hafi að nokkru valdið, en slfkt þarf ekki til. Það er regla kaupsýslumanna hér f bæ að sigla með dönsku skipunum bæði út og utan. yilþingi. Loks hefir íhaldsflokkur- inn komið innflutningshaftamálinu fyrir kattarnef. Tvær dagskrá voru f mál- inu. Önnur frá meiri hluta fjárhags- nefndar um að vfsa mátinu til stjórnar- inna á þeim grundvelli að f lögum frá 1920 væri heimild íyrir stjórnina að hefta innflutning. Hin var frá Jak. M. og kvað svo á, að helzt skyldu engin innflutningsböft verða eða sama sem engin. Dagskrá Jak. M. var fyrst borinn upp til atkvæða og átti hvorki hann né aðrii von á þvf, að hún fengi fylgi, en íhaldsflokkurinn greip tækifærið, til þess að ganga enn lengra en þeir höfðu þorað og hlupu til fylgis við Jak. M. og var hans dagskrá samþykt. Með þessu er enn spilt að- stöðu M. G, til þess að hefta inn- flutning óþarfans. Þó þykist hann ætla að taka iögg á sig og auglýsa inn- flutningsbann. Tr. Þ. bar fram frv. um sérstaka skipun á útlánum Landsbankans þann- ig að þar væri stofnuð landbúnaðar- deild og væri þar iánað til landbún- aðar J/2 milljón á ári með 6% vöxt- um, hvað sem liði vöxtum annars. Frv. er bygt á þvf, að landbúnaðarlán eru tryggari og alt hið mikla tap bank- anna hefir verið á sjávarútvegi. Þetta frv. er gengið gegnum Nd. — Frv. um afnám sendiherrans er komið gegnum Nd, en er talið lfklegt, til þess að verða drepið f Ed. — 3. Um- ræða um fjárlögin hófst f Ed. í fyrra dag og stóð f 12 klst. Frá 2. umr. fóru þau með 20 þús. kr. tekjuhalla. Nú befir stjórnin bætt inn á fjárlögin áætlun um 300 þús. kr. verðtol! og 100 þús. kr. gjaldauka vegna dýrtfð- aruppbótar, sem gengisfallið, verð- tollurinn 0. fl. skapa. Að svo stöddu er ekki unt að átta sig á niðurstöðu fjárlaganna eðasamanburði við það, sem upphaflega var. En ifkur eru til að verðtollurinn verði stórum meiri og útgjöldin lfka vegna gengisfallsins og hafa fslenzk fjármál aldrei fremur ver- ið á hverfanda hveli heldur en nú eru þau f höndum íhaldsflokksins. Stefnan er sú að láta greipar sópa um fjár- Kynbótahestur fjögra vefra, af góðu kyni, verðlaunaður á búfjársýningu síðastl. vor fæst keypfur nú þegar eða síðar í vor. HaHgilsstöðum, 15. aprfl 1924. Jón St. Melstað. pyngjur íslendina þar til almenningur í landinu er örpfndur með sköttum og tollum, — í fjárlagaumræðunum varð snörp deila milli Jóns Þorlákssonar og Jónasar Jónssonar út af launavið- bót við Sigurð Norðdal. Með launavið- bótinni voru 5 Framsóknarmenn, Sig- urður Eggerz, Jón Magnússon og Ingi- björg, en á móti 5 íhaldsmenn. Hjört- ur var fjarverandi. Fjárlögin eiga eftir að koma til einnar umr, f Nd. og, ef breytingar verða verulegar, f Sameinað þing. Dálitlar líkur eru til að numin verði úr gildi lög um heimakosningar. Kartöflurækt. Þegar eg skoðaði eplin, voru þau alsprottin, og fest með rót- um saman f bundinni, en sjálf voru þau af þvf skorpin og úttauguð, svo að eg var hræddur um að þau væru eigi framar nýt, einkum þar sem svo langt var liðið á sumar, og bezti tfmi um garð genginn. Eg lét þau þvf f ann&ð stærra flát og blandaði þau moldu, og lét svo vera. En f októbermánuði, þá er eg skoðaði þau, fann eg nokkur smáber, og voru hin stærstu á stæið við pip- arkorn. Geymdi eg þeirra til ársins 1760, er eg setti þau niður til reynslu, og var svo heppinn eítir 4 vikur að lfta hér f landi ókenda jurt spretta upp af þeim.« Eftir að reynslan hafði sýnt, að jarðepli gætu orðið fullþroskuð, fóru ýmsir bændur að rækta þau, og heppnaðist það vel á allflestum stöð- um. En menn vöru þvf óvanir að leggja sér þenna óþekta ávöxt til munns, og leið á löngu áður bændur lærðu það. Hinum fáfróða almúga hér á landi fanst mikið um, að menn skuli vera farnir að jeta gras, eins og þeir kölluðu það. Hjú Bjarnar prófasts neituðu fyrst að borða kálmeti, og kváðu þáð Iétt meti, en þegar leið fram á veturinn, og kalt var orðið, vildu þau fegin hafa heitan mat, og Iét hann þau þá hafa kálsaup, og þektust þau það, og er leið undir vor, þótti hjúunum kálmeti herramannsmatur. Eggeit Ólafsson, sem var mágur Bjarnar prófasts, dvaldist nokkra vet- ur f Sauðlauksdal. Hann segir svo frá f bréfi einu, sem hann ritaði Jóni Ól- afssyni eldra, dagsettu 7. september 1766: »Hér eru matjurtir yfirfljótan- legar, grænt, rautt, hvftt, snið-savoj- kál, og kaalraven yfir og undir jörðu, sinnep, spinat, salat, laukur, pétur- selja, næpur, hvftar rófur og rediker. Hér að auki akurgerði með jaiðeplum , hvar af mjöl er gjört til brauðs og grauta. Eg hefi þar af hárpúður f stað þess útlenda. Amolikaal er hér innsett allan veturinn og framanaf sumri. Áður en nýtt kál vex, brúkast uppkomnar fslenzkar jurtir, helzt þrenslags, sem eins og kálsaup til- 0 0 |! Fermingarföt §i |J (jakkaföl) |J I svört og dökkblá j|j % nýkomin i |J j|J Brauns verslun. ||j ________ 0 boiP sem Pantsð hafa hjá mér lr dl f tilbúinn áburð, sáðhafra gras- fræ og rófnafræ, eru beðnir að vitja þess til mfn hið fyrsta. Akureyri, 25. aprfl '24. Gunnar Jónsson. Herbergi með forstofuinngangi, fyrir einhleypan mann, er til leigu frá 14. maf. Sími 45. búnar eru. Danskur kaupmaður var hér á Ak- ureyri f byrjun 18. aldar, er Lever hét. Hann hlóð stóran jarðeplagarð sunnan f gili þvf, sem gengur beint upp frá kaupstaðnum. Garðurinn var rúm dsgslátta að stærð, og jarðvegur- inn var mjög leirblandinn og sendinn, með möl og steinum. Garðstæðið hafði áður verið til einskis nýtt, en Lever tókst með ástundun sinni og elju að koma jarðveginum svo til, að hann hafði upp úr honum 70 tunnur af jarðeplum á ári að méðaltali. Jafnvel einstöku ár 100 tunnur. Um aldamótin 1800 var garðrækt orðin svo algeng, að mönnum taldist til, að á 30. hverjum bæ væru kál- garðar. Nú hefi eg athugað garðræktin frá því að hún hófst hér á Iandi, og sýn- ist mér að hún hafi rutt sér furðu vel áfram fyrstu árin, þegar maður tekur það til greina, að fólk er yfir- leitt seint til allrar nýbreytni, og og alstaðar f heiminum hefir fólk ver- ið tregt til að venja sig við kartöflu- át. Nú er kartöfluræktin hér á landi orðin 165 ára gömul, og gæti maður því búist við, að hún væri komin lengra áleiðis en hún f rauninni er, en mikið vantar á, að hún sé orðin við- unanleg. Eg kalla ekki að hún sé komin í viðunanlegt horf, fyr en við megum hætta að flytja inn útlendar kartöflur, en ræktum nóg handa okk- ur sjálfir. Það er nú orðið margsannað, að engin ræktun borgar sig eins vel og kartöflurækt, að minsta kosti f sumum héruðum landsins. Vilhjálumur heitinn á Rauðará var búmaður og atorku- maður mikill. Hann átti þegar eg þekti hann 22 kýr, og hafði ræktað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.