Dagur - 10.07.1924, Síða 2

Dagur - 10.07.1924, Síða 2
104 hyggju fésýslumanna landsins og stórútgerðarmanna. Sá straumur hefir á siðustu áratugum hrundið atvinnu- lífi, þjóölífsháttum og hugsunarhætti þjóðarinnar úr fyrri skorðum. Allur tónninn i greininni er blandaður fyrirlitningu yfir því að fulltrúar bænda skuli sfíga það spor, er tryggir, að eigi verði hlaupið úr andófi á þvi skipi, er vill bjarga gamalli bændamenningu í þvi tvö- falda byltingaróti, er síðustu tfmar hafa ieitt yfir okkur: — annarsveg- ar atvinnubyltingu sjávarútvegsins og fésýslumanna, hinsvegar sú póli- tíska bylting, sem þetta leiðir af sér og sem sótt er af forvígismönnum jafnaðarmanna. Því er von að spurt sé: ,»Mega bændur eiga blöö* að dómi þessara manna, eða eiga þeir Fenger og Berléme í félagi við þeim andlega skylda íslendinga að drotna yfir hugum bænda, meðan þeir geta keypt hugsjónalausa menn, eins og þeir kaupa mélpoka, og ekki miklu gáfaðri en mélpoka, til þess að telj- ast ritstjórar. Bændur hafa svarað þessari spurn- ingu og hér eftir verður róið í andófi með þeim trúleik og þeirri djörfung, sem viðurkenningin og traustið veita. Fréttir. JWænusÓttÍr) eða lömunarveikin heldur áfram að gera vart við sig. Hefir hún gengið bér á Akureyri og vfðar eins og farsótt. Fjöldi barna virðist fá snert af veikinni en tiltölu- lega fá veikjast alvarlega. Á Akureyri og nágrenni hennar hafa komið fyrir um 22 áivarleg tilfelli og um io dáið, þar af 4 í Svarfaðardal og 1 f Höfða- hverfi. í Þingeyjaraýslu hafa dáið 2 ungir menn auk Þurfðar f Hólum, sem áður var talin, þeir Helgi Tryggvason á Arndfsarstöðum og Hallgrfmur Jóns- son Friðbjarnarsonar f Húsavfk. Læknar hér nyrðra eru farnir að nota meða), sem þykir gefaBt mjög vel, ef læknis er vitjsð f tfma. Bjami BenediKfsson kaupmaður f Húsavfk kom hingað á véiskipi sfnu og þeirra félaga, >M:dlothitn«. Læt- ur hann halda skipinu út héðan f sumar til sfldveiða. Hann biður þess getið að hann hafi breytt nafni skips- ins og skuli það hér eftir heita »Þing- ey«. Fræðslumálastjórinn Jón Þórar- insson kom hingað með íslandi f sfð- ustu ferð skipsins. Fór hann landveg austur að Litlu Laugum og til Húsa- vfkur. Hann kvað horfur á þvf, að skóli Þingeyinga yrði bygður traustur og ódýr og þótti mikilsvert um að- stöðuhagræði skólans það, að fá jarð- hitann ókeypis. SKóli Þingeyinga. Kappsamiega er nú unnið að byggingunni, kjallari þegar steyptur og veggir að rísa upp frá grunni. Einár Jóhannsson húsa- getðarmaður frá Akureyri, stendur fyrir verkinu og mun gera sér far um, |ð bæði verðt vel haldið á efni og / DAQUR 27. tbl. Úti við klappir. Hér hvílist eg, er hljóðnar þessi nótt og húmið rís að baki suður-fjalla, en jörðin byrgir blítt og angurrótt í barmi sínum róma lífsins alla, Og roða-blik um bjartan, skygðan fjörð í brjóst mitt hnígur eins og gamall tregi, því eg er einn á allri þeirri jörð, sem á svo marga þyrnum stráða vegi. Eg má ei kvarta. — En má eg biðja um þrótt? þú mikli guð, svo fjarri í himni þínum! Ó, láttu ei þessa ljósu júní-nótt — fyrir líknsemd þína, — vita af harmi mínum. kröftum, en þó bygt traustlega og til langrar frambúðar. Vorharðindin hafa að einhverju leyti dregið dug úr mönnum og gert aðstöðu, þeirra ó- hægri um, að leggja fram vinnu sína, en vonast var eftir um skeið. Færsla skólans frá Grenjaðarstöðum að Litlu- Laugum mun og hafa valdið nokkrum brigðum um fjárframlög sýslubúa Stúdentar. Nfu norðlenzkir og austfiizkir stúdentar, sem útskrifuðst f vor komu með Esju á laugardags- nóttina var og voru þeir þessir: Benja- mfn Kristjánsson frá Ytri-Tjörnum f Eyjafirði, Friðrik Msgnússon Kristjáns- sonar, Landsverzlunarforstjóra, Jón Ólafsson, Kotungsstöðum i Fnjóskár- dal, Knútur Arngrfmsson, Gunnólfsvik, Kristinn Stefánsson, Akureyri, Sveinn Ingvarsson Pálmasonar alþingismanns, Norðfirði, Þormóður Sigurðsson, al- þingismanns á Yztafelli, Þuríður Stef- ánsdóttir Sigurðssonar kaup-canns á Akureyri og Þórarinn Þórarinsson prests að Valþjófsstað. Hæðstu eink- unn við stúdentspróf Mentaskólans á þessu vori hlaut Friðrik Magnússon 7.14 stig. Köesfer heitir Þjóðverji nokkur, sem Ásgeir Péturason útgerðarmaður, hefir fengið hingað til landsins. Hefir maður þessi lagt stund á niðursuðu og ýmiskonar tilreiðslu fiskjar, sfldar og kets. Ætlar Ásgeir að gera til- raun í þéssar áttir og verður væntan- lega einkum lögð stund á að leggja niður i dósir ýmislega verkaða sild bæði reykts, Bteikta og niðursoðna. Verður þessum tilraunum Ásgeirs fylgt með athygli og skýrt frá þeim siðar hér i blaðinu. Leiöarþing. f aftasta horni íslend- ings á föstudaginn var mátti finna auglýsingu frá þingmanni bæjarins, Birni Lfndal, þess efnis, að leiðarþing yrði haldið á laugardagskvöld kl. 8. Eigi var var þing þetta auglýst á annan hátt. Þegar klukkan var orðin 8V2 var komið mjög fátt af fólki og meiri hluti aðkomufólk f bænum. Þing- maðurinn var þá og ókominn en kom skömmu síðar. Mjög vár þunnskipað f húsinu þegar allir voru komnir og fátt kjósenda. Hefir pólitískt samkoma aldrei verið svo fámenn hér f bæ síðustu árin, enda var samkoman boð- nð á óhentugum tfmft, þegar tvö skip biðu hér afgreiðslu. — Sem venja er til, flutti þingmaðurinn fyrat éinskonar yfirlitsræðu um störf þingsins og eink- um fjármálin. Var það fjármálayfirlit helztu drættir úr fjármálaerindi Jóns Þorlákssonar, er hann flutti f Rvfk. laust fyrir þingið síðasta. Þingm. fór og nokkrum orðum um fjárlagameð- ferð þessa sfðasta þings. Viðurkendi hann að eigi hefði tekist að spara svo miklu næmi og sú fjárhagsviðrétt- ing rfkissjóðsins, er menn vonuðu að fengist, væri eingöngu fólgin í aukn- um tollum, sem almenningur þytfti að gjalda. Þá mintist þingmagurinn á nokkur önnur mál, sem komu fyrir þingið, bæði þau er lutu að sparnaði og önnur. — Um ræðuna má segja að hún var tilraun f rétta átt, en nokkuð mikið mishepnuð. Helztu gallar hennar voru, að frásögnin var víða slitin sundur með ýmsum útúrdúrum, persónulegum aðköstum og nfði um fjarverandi mann, Jónas frá Hriflu. Auk þess var bvergi tekið djúpt f málin. Fræðsian var þvf minni en hún hefði mátt vera, þvf óviða mun hafa komið neitt það fram, sem mönnum er ekki yfirleitt kunnugt af frásögu blaðanna. Að gefa útdrátt úr ræðunni yrði þvf eigi annað en endurtekning á frásögu blaðanna um þingmálin. Aftur voru nokkur atriði í ræðunni og þó einkum öðrum ræðum þingmanns- ins, siðar á leiðarþinginu, sem þyrfti að minnast á, þvi sum máttu betur fara, en önnur voru stórvítaverð. — Á þinginu töluðu auk þingm. Þor- steinn M. Jónsson, Brynleifur Tobias- son, Haraldur Guðmundsson frá ísa- firði, Jón Baldvinsson alþm., Erlingur Friðjónsson, Frfm. B. Arngrfmsson og Guðmundur á Sandi vitnaði. Yfirleitt fór leiðarþingið sæmilega fram, að þvf undanteknu að þingmaður Akur- eyrar bar fram glæpsamlega aðdrótt- un um /jarverandi mann, Vilm. lækni Jónsson á ísafirði. Verður síðar getið um það hneyksli. Stórstúkuþing hófst hér á mánu- daginn og sitja það fulltrúar vlðsveg- ar að af landinu. Komu flestir þeirra með skipunum Goðafossi , og Esju, er voru bæði hér fyrir og um helgina. Nokkrir komu og landveg, þar á meðal Einar H. Kvaran rithöfundur og Pétur Zóphóniasson. Klukkan 12 á mánu- daginn hófst akrúðganga frá '*Sam- komuhúsinu inn að kirkju til guðs- þjónustu. Séra Gunnftr i Saurbæ sté i stólinn en séra Geir var fyrir altari. HátíðftBÖngur var sunginn. Flögg Hjartans þaKkir öllum þeim, sem með hjálpsemi og margskonar hlut- tekningu hafa tekið þátt í harmi okkar við veikindi og dauða barn- anna okkar. — Guð huggi þá, er raunir kunna að bera þeim að hönd- um, eins og þeir hafa nú leitast við að hugga okkur. Húsavík 2. júlí 1924. Elenora SímonardóUir Baldvin Jónatansson. Ungan Reiðhesf hefi eg verið beðinn að útvega. Vilhj. Pór. blöktu um allan bæinn og öllum búð- um var lokað frá kl. 12—3 e. h. Þingið lýkur störfum sfnum f dag. Samgöngubann. Skagfirðingar biðja þess getið, að öllum utanhéraðsmönn- um sem á ferðalögum leggja leið sína um Skagafjörð, sé fyrst um sinn bannað að koma heim á nokkurn bæ eða hafa nokkurt ssmneyti við fólk f Skagafirði. Jafnframt banna þeir allar samgöngur við béraðið á sjó. Magnús Einarsson organisti. Á þriðjudagsmorguainu 8. þ. m. var MagnÚB að búa sig á stað til mótekju, þegar lúðrasveit bæjarins kom heim að húsi hans og tók að blása lög. Tilefnið var, að Magnús átti 75 ára afmæli þennan dag. Lúðrafélagið gerði hann að heiðursfélaga og færði hon- um 100 krónur f peningum. Magnús fór i betri fötin sin og bauð gestun- um til kaffidrykkju. Var þessi viður- kenning lagleg og verðskulduð. Magn- ús hefir langa æfi verið hinn mesti áhuga- og athafnamaður i raargskonar söngment og gert íslendinga mest að þvf, að glæða hanft og efla hér á Ak- ureyri og i Eyjafirði. Hann er og sá fyrsti og eini íslendingur, sem1 ráðist hefir i að fara með söugflokk til ann- ara landa og varð öllum sómi að þeirri för. Hjónaefni. Nýlega hafa birt bjú- skaparheit sitt, ungfrú Bjarney Sig- urðardóttir frá Snæbjarnarstöðum i Fnjóskárdal og Jósef Lilliendahl Sig- urðsson, Toriufelli f Eyjafirði. Búnaðarmálastjórinn Sigurður Sig- urðsson, kom hingað til bæjarins I gær landveg vestan úr Skagafirði, þar sem hann hefir dvalið nokkra daga. Hann er í eitirlitsferð um landíð og fer héðan austur og hringferð til Reykjavikur. Hann ætlar að flytja fyrir- lestur um Grænland, í Samkomuhúsi bæjarins kl. 9 á laugardagskvöldið. í Sambandi við fyrirlesturinn verða sýndar 40—50 skuggamyndir frá Græn- landi. Aðgöngumiðar (Grænlandskort) fást á Hótel Goðafoss eða við inn- ganginn kl. 8V2.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.